Morgunblaðið - 02.11.2015, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Eyþór Laxdal Arnalds, formaður
nefndar um starfsemi RÚV frá
2007, segir stjórn RÚV hafa vegið
að starfsheiðri nefndarmanna með
því að saka þá um lögbrot.
Umræddar ásakanir koma fram í
tilkynningu sem RÚV sendi í Kaup-
höll Íslands á föstudagskvöld. Þar
sagði meðal ann-
ars orðrétt:
„Fullyrt er að
Ríkisútvarpið
geri kröfu um
skilyrt viðbótar-
framlag til næstu
fimm ára og í
áætlunum félags-
ins sé gert ráð
fyrir verulega
hækkuðu ríkis-
framlagi, þ.á m.
að 3,2 milljörðum króna verði varið
til að létta skuldum af Ríkisútvarp-
inu. Þetta er ekki rétt. Ríkis-
útvarpið hafði vakið athygli nefnd-
arinnar á að fullyrðingar þeirra í
skýrsludrögum væru rangar og
jafnframt að þeim væri óheimilt
með tilliti til laga um verðbréfa-
viðskipti nr. 108/2007 að birta upp-
lýsingar sem vörðuðu rekstraráætl-
anir félagsins, þar með talið
ósamþykktar sviðsmyndir, enda
höfðu nefndarmenn ritað undir
trúnaðaryfirlýsingu þess efnis,“
sagði í tilkynningunni.
Eyþór vísar þessu á bug og vekur
athygli á eftirfarandi texta í tilkynn-
ingu stjórnar RÚV á fimmtudaginn
var, daginn sem skýrslan var kynnt.
Sögðu bréfið þurfa að víkja
„Mistök voru gerð við að láta
gamlar lífeyrissjóðsskuldbindingar
ríkisins fylgja með við hlutafélags-
væðinguna. Stjórnvöld þurfa að
leiðrétta þessi mistök. Gera þarf
nýjan þjónustusamning sem byggist
á því að útvarpsgjald lækki ekki
frekar og fjármögnun sé stöðug út
samningstímann,“ sagði í tilkynn-
ingu RÚV.
Eyþór segir stjórn RÚV vilja
forðast umræðu um kjarna málsins.
„Ég held að þetta bendi til þess
að menn vilja ekki ræða efni skýrsl-
unnar. Þetta er ósanngjarnt gagn-
vart því ágæta fólki sem var með
mér í nefndinni. Annars vegar var
þar sérfræðingur úr fjármálaráðu-
neytinu, Guðrún Ögmundsdóttir og
hins vegar margreyndur sérfræð-
ingur frá KPMG, Svanbjörn Thor-
oddsen. Það er vegið að þeirra
starfsheiðri með þessum hætti og
ekki rökstutt með neinum hætti.
Það finnst mér ekki sæma stofnun
sem á að vera í þjóðarþágu,“ segir
Eyþór og víkur að störfum nefnd-
arinnar.
„Vegna umræðunnar er vert að
taka fram að skýrslan er ekki skoð-
un nefndarmanna. Hún er niður-
staða byggð á staðreyndum og
heimildum. Það er alls staðar getið
heimilda og farið yfir staðreyndir.
Það eru engar tillögur í skýrslunni.“
Fjarlægðu upplýsingar
Eyþór segir skýrsluhöfunda hafa
fjarlægt upplýsingar úr skýrslunni
að kröfu lögmanna RÚV.
„Það er hins vegar á allra viðorði
að RÚV hefur gert kröfu um aukið
ríkisframlag og að útvarpsgjaldið
verði hækkað frá því sem það er í
fjárlagafrumvarpinu. Ég held að
það væri best fyrir RÚV að reyna
að leiða hið rétta í ljós, í staðinn fyr-
ir að setja fram órökstuddar ásak-
anir, og birta t.d. síðustu samþykktu
áætlun sína, sem gerð var í ágúst.“
Umræddar sviðsmyndir varða
fjárhag RÚV fram til 2020 miðað við
óbreytt eða aukin framlög.
Fram kom í skýrslunni að verði
framlögin ekki aukin muni verða
samanlagt 4 milljarða tap á rekstri
RÚV á tímabilinu til 2020. Eyþór
segir rangt hjá stjórn RÚV að
nefndarmenn hafi birt upplýsingar
sem vörðuðu rekstraráætlanir fé-
lagsins.
„Við birtum engar upplýsingar úr
áætlunum félagsins. Við unnum hins
vegar sviðsmynd sjálf sem er byggð
á því hvað gerist ef RÚV fær ekki
frekari fjárframlög heldur en kveðið
er á um í lögum. Það var gert í sam-
starfi við fjármáladeild RÚV. Þetta
er ekki í áætlun sem RÚV hefur
samþykkt, heldur er það sá raun-
veruleiki sem blasir við ef kröfur
RÚV ná ekki fram að ganga og ef
ekkert er gert í hagræðingu. Þetta
var alfarið unnið með fjármáladeild
RÚV.“
Vildu ekki birta upplýsingar
„Við bentum RÚV á að það væri
einfaldast að tilkynna skýrsluna til
Kauphallar ef stjórn fyrirtækisins
væri uggandi um að birting upplýs-
inga kynni að varða við lög. Þá væru
allir við sama borð. Þeir vildu hins
vegar ekki tilkynna þessar upplýs-
ingar til Kauphallar og því tókum
við þær úr skýrslunni. Mér finnst í
sjálfu sér einkennilegt að ríkis-
stofnun sem glímir við fjárhags-
vanda skuli ekki vilja birta áætlanir
sínar. Þetta er hluti af vanda RÚV.
Það er ákveðin leyndarhyggja sem
hér kemur fram,“ segir Eyþór.
RÚV vegi að starfsheiðri fólks
Formaður nefndar um starfsemi RÚV segir viðbrögð stjórnar RÚV afhjúpa leyndarhyggju
Með röngum ásökunum í garð nefndarmanna sé stjórn RÚV að vega að starfsheiðri þeirra
Morgunblaðið/Eggert
RÚV Stjórn RÚV hefur áætlað að sala höfuðstöðvanna í Efstaleiti gæti skilað 4,2 milljörðum króna.
Eyþór
Arnalds
Fram kemur á vef RÚV að fyrir-
tækið sé útgefandi að skulda-
bréfi sem er skráð í Kauphöllina
og „beri því skylda til að til-
kynna markaðnum í gegnum til-
kynningakerfi Kauphallar um
afkomu og önnur atriði sem
hafa áhrif á afkomu félagsins og
eru líkleg til að hafa marktæk
áhrif á markaðsverð skulda-
bréfsins ef opinber væru“.
„Samkvæmt lögum um verð-
bréfaviðskipti, nr. 108/2007,
skilgreinir RÚV innherja þegar í
hlut eiga aðilar sem hafa að
jafnaði aðgang að innherjaupp-
lýsingum vegna aðildar að
stjórn, rekstri eða eftirliti eða
vegna annarra starfa á vegum
útgefanda umfram markaðinn
sem eru ekki tilkynnt til Kaup-
hallar Íslands,“ segir þar líka.
Páll Harðarson, forstjóri
Kauphallarinnar, segir mun á
skuldabréfum og hlutabréfum í
þessu efni. Þegar um skulda-
bréf er að ræða séu það fyrst og
fremst upplýsingar sem hafa
áhrif á mat á greiðsluhæfi fyrir-
tækja á líftíma skuldabréfanna
eða lánshæfi viðkomandi útgef-
anda sem geta verið viðkvæmar.
Þessi ákvæði séu ekki jafn
víðtæk og varðandi hlutabréfin.
Varðandi hlutabréfin geti þar
fleiri upplýsingar verið við-
kvæmar, enda geti þær reynst
verðmótandi fyrir gengi bréfa.
Greiðsluhæfi
vegur þyngst
TILKYNNINGARSKYLDA
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur
samþykkt að greiða Þórarni G. Pét-
urssyni, aðalhagfræðingi bankans,
laun fyrir setu í peningastefnunefnd
Seðlabankans. Ákvörðunin er aftur-
virk og felur í sér að Þórarinn fær 2-3
milljónir króna vegna ógreiddrar
stjórnarsetu.
Morgunblaðið hefur þetta eftir
öruggum heimildum.
Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri baðst undan viðtali þegar málið
var borið undir
hann í gær.
Þórunn Guð-
mundsdóttir, for-
maður bankaráðs,
kvaðst ekki geta
tjáð sig um málið.
Hún vísaði svo til
35. greinar laga
um Seðlabank-
ann, þar sem seg-
ir að „bankaráðs-
menn … og aðrir starfsmenn
Seðlabanka Íslands [séu] bundnir
þagnarskyldu um allt það sem varðar
hagi viðskiptamanna bankans og mál-
efni bankans sjálfs“.
Fundar minnst 8 sinnum á ári
Fram kemur á vef Seðlabankans
að samkvæmt lögum „skal peninga-
stefnunefnd bankans funda a.m.k.
átta sinnum á ári og birta fundar-
gerðir sínar opinberlega og gera
grein fyrir ákvörðunum sínum og for-
sendum þeirra“. Nefndin fundaði síð-
ast 30. september sl. og fundar næst
núna á miðvikudag. Báðir dagar eru
vaxtaákvörðunardagar.
Samkvæmt heimildum blaðsins
mun Þórarinn fá yfir 100 þúsund
krónur á mánuði aukalega fyrir setu í
peningastefnunefnd, ef til vill um 1,5
milljónir á ári.
Afturvirkt um tvö ár
Tímabilið sem Þórarinn fær þessa
greiðslu afturvirkt er um tvö ár. Fær
hann því sennilega 2-3 millj. fyrir
stjórnarsetuna afturvirkt.
Samkvæmt lögum um Seðlabank-
ann skal bankaráð „ákveða laun og
önnur starfskjör aðstoðarseðla-
bankastjóra og fulltrúa í peninga-
stefnunefnd, þ.m.t. rétt til biðlauna
og eftirlauna“. Í lögunum segir jafn-
framt að í peningastefnunefnd „situr
seðlabankastjóri, aðstoðarseðla-
bankastjóri, einn af yfirmönnum
bankans á sviði mótunar eða stefnu í
peningamálum og tveir sérfræðingar
á sviði efnahags- og peningamála sem
[ráðherra] skipar til fimm ára í senn“.
Auk seðlabankastjóra og Þórarins
G. Péturssonar sitja nú í peninga-
stefnunefnd Arnór Sighvatsson
aðstoðarseðlabankastjóri, Katrín
Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í
Reykjavík, og Gylfi Zoëga, prófessor
við Háskóla Íslands.
Samþykkti aukagreiðslur til Þórarins
Aðalhagfræðingur Seðlabankans fær 2-3 milljóna aukagreiðslu í kjölfar samþykktar bankaráðs
Þórarinn G.
Pétursson
Fram kemur í skýrslu nefndarinnar
að stjórn RÚV hafi á fyrri hluta árs
2014 áætlað að hægt væri að selja
höfuðstöðvarnar í Efstaleiti fyrir
4,2 milljarða.
Spurður hvort slík sala kemur til
greina segir Magnús Geir Þórðar-
son útvarpsstjóri að RÚV vilji hag-
ræða.
„Nú er það svo að viðskipti eru
með skuldabréf RÚV á markaði og
við verðum því að fylgja reglum Kauphallarinnar um
upplýsingagjöf á þessu sviði. Slík áform myndu því
ávallt verða kynnt samtímis öllum, með tilkynningu
til Kauphallarinnar. Hins vegar hefur þegar komið
fram að við viljum hagræða í yfirbyggingu til að for-
gangsraða í þágu dagskrár.
Við höfum þegar rýmt stóran hluta Útvarpshúss-
ins og leigt frá okkur og nú nýverið fögnuðum við
stórum áfanga þegar við seldum byggingarrétt að
lóð félagsins við Efstaleiti. Ávinningur af þeirri sölu
mun skila a.m.k. 1,5 milljörðum sem munu nýtast til
lækkunar skulda, en félagið hefur verið yfirskuldsett
frá stofnun.“
- Hvernig ætlar RÚV að taka á skuldavandanum
sem enn verður til staðar eftir sölu byggingarréttar?
„Eftir sölu byggingarréttar nú á dögunum er stað-
an orðin mun betri og viðráðanlegri en hún hefur
verið. En það liggur fyrir að þrátt fyrir þessa sölu er
félagið enn yfirskuldsett eins og það hefur verið allt
frá ohf-væðingu árið 2007. Það hefur verið rætt um
langa hríð að það þurfi að taka á þessari miklu
skuldsetningu. Okkur hefur gengið vel að vinna á
rekstrar- og skuldavandanum, líkt og mennta-
málaráðherra benti á …, og ég er þess fullviss að
við munum klára það mál.“
RÚV verður áfram yfirskuldsett eftir lóðasölu
ÚTVARPSSTJÓRI SEGIR SÖLU FYRIR 1,5 MILLJARÐA EKKI DUGA TIL
Magnús Geir
Þórðarson