Morgunblaðið - 04.11.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Samstaða tungls, Venusar, Júpí-
ters og Mars nær hámarki að
morgni nk. laugardags og í góðu
skyggni blasir þá við mikil sýning
á himni. Norðurljósin verða einnig
á sínum stað næstu kvöld.
„Ég mæli með því að fólk taki
daginn snemma á laugardag og
horfi til himins í austurátt um
klukkan hálfátta,“ segir Sævar
Helgi Bragason, formaður Stjörnu-
skoðunarfélags Seltjarnarness og
einn af umsjónarmönnum Stjörnu-
fræðivefsins.
Sævar segir að á laugardags-
morgun blasi við stjörnurnar Júpí-
ter ofar og Venus neðar og skær-
ari. Við hliðina á Venusi verði
tunglið sigðarlaga og Mars þar
rétt fyrir ofan. „Við horfum á
þrjár reikistjörnur og tunglið okk-
ar í einum og sama hnappnum,“
segir hann og áréttar að um sér-
lega glæsilega sjón verði að ræða.
Sjá megi sigðarlaga tunglið með
jarðskini og jafnvel stjörnuna Ven-
us að hálfu leyti upplýsta.
Fögur sýn var á himni í nýliðn-
um mánuði en Sævar segir að hún
verði fallegri núna því fjarlægðin á
milli reikistjarnanna sé minni nú
en þá.
Ísagnir frá Encke
Eins og fram kemur á Stjörnu-
fræðivefnum stendur loftsteina-
drífan Tárítar nú yfir. Hún dregur
nafn sitt af stjörnumerkinu Naut-
inu, þaðan sem allir loftsteinarnir
virðast stefna frá, að sögn Sævars.
Tárítarnir eru litlar ísagnir úr slóð
halastjörnunnar Encke, sem
brenna upp í 80 til 100 km hæð, og
þá má sjá um þessar mundir á
kvöldin. „Þessir loftsteinar eru
býsna áberandi og ágætis upphitun
fyrir bestu loftsteinadrífu ársins,
sem verður um miðjan næsta mán-
uð,“ segir Sævar.
Á vef Veðurstofunnar (vedur.is)
má m.a. sjá norðurljósaspá. Mikil
virkni var í gær og talsverð virkni
verður næstu daga. Háskýjabreiða
skemmir fyrir útsýninu, en Helga
Ívarsdóttir veðurfræðingur segir
að gera megi ráð fyrir að úr rætist
á föstudag. Þá verði skúraloft suð-
vestantil og í því séu oft göt. Bestu
skilyrðin verði líklega fyrir norðan
og austan um helgina.
Sýning á himni kvölds og morgna
Dansandi norðurljós og loftsteinar Samstaða tungls, Venusar, Júpíters og Mars nær hámarki
Norðurljós Himinninn leynir á sér og nú má þar sjá ýmsar myndir.
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Í gær barst tillaga Björgunar ehf.
um hvernig mögulegt væri að ná
sanddæluskipinu Perlunni af hafs-
botni við Ægisgarð en dæluskipið
sökk á mánudag. Samkvæmt tillög-
unni verða smíðaðir 7,5 metra stál-
stokkar sem festir verða við lúgur
á fram- og afturskipi. Þegar lokið
hefur verið við að þétta skipið
verður dælum komið fyrir í stokk-
unum og dælt úr rýmunum í fram-
skipi og afturskipi.
Úr afturskipinu er áætlað að
dæla 468 tonnum af sjó og úr fram-
skipi 247 tonnum. Með þessari að-
gerð verður þess freistað að lyfta
skipinu.
Á Ægisgarði verður staðsettur
krani sem notaður verður til að
tryggja stöðugleika skipsins þegar
það lyftist frá botni. Í dag munu
kafarar skoða skipið frekar og
verður þá tekin endanleg ákvörðun
um aðgerðir. Verði niðurstaðan að
hefja dælingu úr skipinu er stefnt
að því að sú vinna hefjist kl. 17 og
ljúki um miðnætti takist vel til.
Hátt í tuttugu manna teymi af
köfurum vann að því að þétta Perl-
una og koma í veg fyrir mengun.
Öll neðansjávarvinna er í höndum
Kafaraþjónustu Sigurðar ehf. og
voru kafararnir um eina til þrjár
klukkustundir í senn undir yfir-
borði sjávar. Var öllum öndunar-
götum, öllum mögulegum stöðum
þar sem áfyllingargöt eru, þar sem
mögulega getur komið olía inn eða
út úr skipinu til að koma í veg fyrir
mengun. Götunum er lokað með
sérstökum þéttibúnaði.
Eru kafararnir um eina til þrjár
klukkustundir í senn undir yfir-
borði sjávar.
„Fyrsti og eini valkosturinn“
Gísli Gíslason, hafnarstjóri
Faxaflóahafna, segir að engir aðrir
kostir hafi verið skoðaðir en þessi
tillaga og unnið verði eftir henni.
„Þetta var fyrsti og eini valkost-
urinn. Menn hreyfa ekki skipið þar
sem það er. Ef það ætti að hífa það
upp þá þyrfti að bíða eftir stórum
pramma. Menn telja þetta skyn-
samlega lausn og við sjáum til
hvort þetta lukkist,“ segir Gísli
fullur bjartsýni. „Við erum enn
svolítið að ganga á adrenalíni. Við
höfum líka íslenska bjartsýnin að
vopni,“ segir hann og hlær þrátt
fyrir alvarlega stöðu. Hann segir
að staðan verði skoðuð eftir að kaf-
arar hafi skoðað skipið klukkan tíu.
„Við stefnum að því að gera þetta
eins og tillagan segir. Það ræðst af
síðustu skoðun kafara. En það er
unnið að því að tillagan verði fram-
kvæmd.“
Gömul en sterk bryggja
Gísli bendir á að þó að Ægis-
garður sé gömul bryggja þá sé hún
sterk og muni þola álagið vegna
kranans.
„Bryggjan hefur verið í skoðun.
Hún er gömul og slitin en hún er
traustari en hún lítur út fyrir.
Kraninn verður aðeins til að styðja
við en ekki að hífa og við trúum því
að bryggjan muni halda.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hetjur undirdjúpanna Um 20 manna teymi af köfurum vann að því að þétta Perluna og koma í veg fyrir mengun.
Dæla á 715 tonnum
af sjó úr Perlunni
Ef allt gengur að óskum verður Perlan á floti um miðnætti
Fjarskiptafyrirtækið Nova nálgast
nú óðfluga Símann í fjölda viðskipta-
vina að farsímaneti. Þetta kemur
fram í tölfræðiskýrslu Póst- og fjar-
skiptastofnunar (PFS) um fjarskipta-
markaðinn á Íslandi fyrir fyrri helm-
ing ársins 2015. Aðeins munar rúm-
um átta þúsund viðskiptavinum hjá
þeim sem eru með fulla áskrift. Sím-
inn er með 150 þúsund viðskiptavini,
Nova 142 þúsund, Vodafone hefur
113 þúsund og 365 er með um 15 þús-
und viðskiptavini. Munurinn á Sím-
anum og Nova var 30 þúsund árið
2013. Alls eru 423 þúsund farsímaá-
skriftir hér á landi, 378.629 í farsím-
um og 44.915 símkort í öðrum snjall-
tækjum.
Þegar skoðaður er fjöldi fyrirfram-
greiddra símakorta sem voru virk
síðustu 3 mánuði ber Nova höfuð og
herðar yfir aðra, með um 55% hlut-
deild á meðan Síminn er næstur með
22%. Enginn kemst með tærnar þar
sem Síminn er
með hælana á
fastlínumark-
aðnum. Er hann
með 61% markað-
arins á meðan
Vodafone er með
22,2% í öðru sæti.
Viðskiptavinir
Nova nota símann
sinn langmest
allra. Þeir sendu
um 65% allra sms- og mms-skilaboða
og notuðu um 65,5% af öllu gagna-
magni sem Íslendingar nota. Gagna-
magn á farsímaneti hefur aukist gríð-
arlega frá 2009. Er nú um 4,5
milljónir gígabæta en var undir 500
þúsund árið 2009. Alls eru 113 skráð
fyrirtæki á fjarskiptamakaðnum.
Stærstu fyrirtækin á fyrri helmingi
ársins 2015 voru Síminn hf., Fjar-
skipti hf. (Vodafone), Nova ehf. og
365 Miðlar ehf., (Tal). benedikt@mbl.is
Nova nálgast Símann
í áskrifendafjölda
113 skráð fjarskiptafyrirtæki
Fáir Símaklefar
eru nú 4 á landinu.
Viðræður kjaramálanefndar Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga og
samninganefnda starfsmannafélaga
sveitarfélaga innan BSRB og starfs-
manna sveitarfélaga innan ASÍ
héldu áfram hjá ríkissáttasemjara í
gær. Um er að ræða um 40 félög og í
þeim eru um 10.000 starfsmenn í um
6.000 stöðugildum hjá sveitarfélög-
unum, að sögn Ingu Rúnar Ólafs-
dóttur, sviðsstjóra kjarasviðs sveit-
arfélaganna.
Hún sagði að í viðræðunum væri
m.a. horft til SALEK-samkomulags-
ins sem var undirritað 27. október sl.
ASÍ, BSRB og Samband íslenskra
sveitarfélaga voru á meðal þeirra
heildarsamtaka launafólks og at-
vinnurekenda sem skrifuðu undir
samkomulagið.
Inga Rún vildi ekki spá neinu um
hvenær mætti vænta niðurstöðu í
viðræðunum. „Við erum á fullu að
vinna núna,“ sagði Inga Rún.
„Við biðum eftir því að kjarasamn-
ingar kláruðust við ríkið. Nú erum
við að byrja að ræða við sveitarfélög-
in. Það er ljóst að staðan í viðræðun-
um við sveitarfélögin er allt önnur en
í viðræðunum við ríkið,“ sagði Arna
Jakobína Björnsdóttir, formaður
samninganefndar BSRB, fyrir
starfsmenn bæjarfélaga. Hún sagði
að sveitarfélögin hefðu lagt fyrstu
hugmyndir sínar á borðið síðdegis í
gær og voru nefndarmenn að fara yf-
ir þær eftir að samningafundinum
lauk síðdegis. Kjaraviðræðunum
verður haldið áfram í dag.
gudni@mbl.is
Önnur staða en í
viðræðum við ríkið
Umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á
hringveginum jókst um 12,5 prósent í október og
hafa aldrei fleiri mælst á ferð um hringveginn í októ-
ber. Nú stefnir í að umferðin árið 2015 verði 5,5 pró-
sentum meiri en árið 2014 og með því verður slegið
met í umferðinni.
Gríðarleg aukning varð í umferð á öllum land-
svæðum, en mest jókst umferðin um Austurland eða
um tæp 36%, en minnst um höfuðborgarsvæðið um
rúmlega 8%.
Aldrei fleiri á ferðinni í október