Morgunblaðið - 04.11.2015, Page 6

Morgunblaðið - 04.11.2015, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 Þessa dagana má telja minnst 21 byggingakrana í Urriðaholti í Garðabæ. Þar eru alls 40 hús í byggingu um þessar mundir, allt í senn einbýli, raðhús og fjölbýli. Blokkirnar eru um 25 talsins og eru tveggja til fjögurra hæða. Í sumum þeirra eru allt að 24 íbúðir. „Það er góður gangur í þessu núna og mikill áhugi,“ segir Jón Pálmi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Urriðaholts ehf., í samtali við Morgunblaðið. „Nú þegar eru tæplega 100 íbúðir tilbúnar og flutt inn í margar þeirra. Til viðbótar eru svo framkvæmdir hafnar við aðrar 500 íbúðir sem Urriðaholt hefur selt til ýmissa verktaka. Vegna mikillar eftirspurnar er í undirbúningi að hverf- ið verði stækkað og íbúðum fjölgað um að minnsta kosti 300 á næstu árum.“ Í Urriðaholti eru allt í senn einbýli, raðhús og blokkir. Íbúðirnar í fjölbýlishúsunum í Urriða- holti eru litlar, það er tveggja til þriggja her- bergja, en nú er einmitt mesta eftirspurn eftir íbúðum af þessari stærðargráðu. „Það þarf að skipuleggja lóðir fyrir slíkar byggingar,“ segir Jón Pálmi. Miðað við eftir- spurn á íbúðamarkaði telur hann að boginn sé ekki spenntur of hátt. Þá sé fjöldi bygginga- krana í Urriðaholti ekki váboði eða hættumerki, en almennt er litið svo á að kranafjöldi sé góður mælikvarði á stöðu efnahagsmála á hverjum tíma. sbs@mbl.is Miklar framkvæmdir í Urriðaholti í Garðabæ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjöldi byggingakrana ekki sagður hættumerki Kristján Jónsson kjon@mbl.is Myndband tónlistarmannsins Just- ins Biebers með laginu I’ll show you var sem kunnugt er tekið upp á Ís- landi og birt í fyrradag. Ekki kom þar fram hvar myndskeiðið væri tek- ið en Bieber hrósaði á Instagram- síðu sinni náttúrufegurð Íslands og hvatti fólk til að skoða myndbandið. En hvaða áhrif hefur þetta, er hægt að mæla ágóðann fyrir landið? „Það er svolítið erfitt að finna út krónutölu eða fjölda ferðamanna,“ segir Daði Guðjónsson, verkefn- isstjóri í ferðaþjónustu og skapandi greinum hjá Íslandsstofu. „En Bie- ber er með 42 milljónir fylgjenda á Instagram. Og ég skoðaði myndir sem hann póstaði úr Íslandsförinni og hver mynd hefur fengið að með- altali 1,3 milljónir „læka“ og mikið af athugasemdum. Hann er með tæp- lega 70 milljónir fylgjenda á Twitter, rúmlega 70 milljónir á Facebook. Hann er einn af áhrifamestu tón- listarmönnum í heiminum í dag og í dag [þriðjudag] hefur verið horft á myndbandið tæplega fimm milljón sinnum. Þetta eru gríðarlegar tölur en það er svolítið erfitt að meta ná- kvæmlega hvaða áhrif þetta hefur fyrir Ísland til skemmri eða lengri tíma. Það sem við vitum er að þetta myndband vekur mikla athygli og kemur Íslandi enn frekar á kortið og þá líka hjá nýjum hópi ferðamanna sem kannski hafa ekki verið hluti af okkar markhópi.“ Daði sagði líka athyglisvert að þeir sem sjái myndbandið séu mjög forvitnir um það hvar það sé tekið. Krakkarnir spyrji hvort þetta sé ein- hver draumaveröld, hvar þetta sé. Íslensk náttúra höfði greinilega mjög til áhorfendanna en nafnið á landinu komi hvergi fram. Þetta veki enn meiri forvitni. Sumir tengi um- hverfið við Nýja-Sjáland eða aðra áfangastaði. „En það sem mér finnst mjög skemmtilegt er að sjá að Íslendingar eru mjög duglegir að koma inn og tjá sig. Þeir fræða áhorfendur um Ís- land og þá hefst oft samtal um landið inni á þessum spjallþráðum. Þarna er ákveðið tækifæri.“ Náttúrubarn Stillimynd úr tónlistarmyndbandi Justins Biebers, hér er hann staddur við Reynisfjöru. Ólaunuð Íslandskynning hjá Bieber  Kanadíski tónlistarmaðurinn er með tugmilljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum á netinu Daði Guðjónsson segir að auðvitað sé ýmislegt á mynd- bandi Biebers sem Íslands- stofa hefði ekki viljað sjá, til dæmis að hann stingi sér í ís- kalt vatnið í Jökulsárlóni. Það sendi varasöm skilaboð til ferðamanna. En könnun Ferða- málastofu hafi sýnt að 14,3% þeirra sem ferðist hingað nefni sem áhrifaþátt að þeir hafi séð Ísland í kvikmynd, sjónvarpsþáttum og tónlistar- myndböndum. Síðastnefndi þátturinn sé því áhrifavaldur sem menn séu mjög meðvit- aðir um í ferðaþjónustunni. Ungt fólk ferðist kannski til Íslands þegar það hafi efni á að sjá landið sem það kynnt- ist fyrst á myndbandinu. Myndböndin áhrifavaldur FERÐAÞJÓNUSTAN Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áformað er að byggja gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjar- klaustri á næstu þremur árum. Möguleiki verður að byggja síðar við húsið aðstöðu fyrir þekkingar- og menningarsetur, eins og heimamenn hafa haft áhuga á. Vonast er til að framkvæmdir geti hafist í vor. „Það hefur verið í umræðunni í átta ár, alveg frá því ákveðið var að stofna Vatnajökulsþjóðgarð, að koma þar upp gestastofu til að miðla upplýsingum til gesta,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem kynnti í gærmorgun í ríkisstjórn áform um byggingu gestastofu. Heimamenn höfðu áhuga á að í tengslum við húsnæði þjóðgarðsins yrði komið upp aðstöðu fyrir fleiri stofnanir ríkisins og héraðsins, í svo- kölluðu þekkingarsetri. Sigrún segir að ekki hafi verið hætt við þá hug- mynd. „Ráðuneytið ber ábyrgð á því að koma upp þessari gestastofu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Ég tek það hlut- verk alvarlega. Ég vil byrja á því að koma henni upp. Jafnframt er samið við arkitektana um að hanna húsið þannig að síðar verði hægt að byggja við það og hýsa ýmiskonar fræða- og menningarstarfsemi,“ segir Sigrún og bætir því við að framhaldið verði unnið í samvinnu við sveitarstjórn. Kostar 450 milljónir kr. Gróf kostnaðaráætlun fyrsta áfanga bendir til að kostnaður verði 450 millj- ónir. Sigrún hefur lagt til við ríkis- stjórn að veittar verði 150 milljónir króna á ári til uppbyggingarinnar, í þrjú ár. Í fyrsta áfanga verður gesta- stofa Vatnajökulsþjóðgarðs og skrif- stofur þjóðgarðsvarðar. Gestastofa þjóðgarðsins verði reist á Kirkjubæjarklaustri  Mögulegt að byggja síðar við aðstöðu fyrir þekkingar- og menningarsetur Gestastofur » Innan Vatnajökulsþjóðgarðs eru fjórar gestastofur: Gljúfra- stofa í Ásbyrgi, Gamlabúð á Höfn, Skaftafellsstofa og Snæ- fellsstofa á Skriðuklaustri. Eft- ir er að reisa stofur á Kirkju- bæjarklaustri og við Mývatn. » Gestastofur eru upplýsinga- og fræðslumiðstöðvar fyrir gesti þjóðgarðsins. Sigrún Magnúsdóttir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson Umhverfi Kirkjubæjarklaustur stendur í fallegu umhverfi. Íslensk skip voru í gær búin að landa rúmlega 190 þúsund tonnum af kol- munna á árinu, samkvæmt yfirliti Fiskistofu. Um 18.500 tonn höfðu veiðst í íslenskri lögsögu eða tæp 10%. Það er meira en undanfarin ár og til samanburðar má nefna að um 8,6% kolmunnaaflans fengust í íslenskri lögsögu í fyrra og 5,3% árið 2013. Eft- ir sem áður hefur stærstur hluti kol- munnans fengist við Færeyjar, alls rúmlega 170 þúsund tonn í ár eða tæplega 90%. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar kemur fram að Börkur NK kom til Neskaupstaðar með tæp 2.000 tonn af kolmunna úr Rósagarðinum suð- austur af landinu í vikubyrjun. Haft er eftir Sturlu Þórðarsyni skipstjóra að dálítið af kolmunna hafi verið að sjá á þessum slóðum. Þeir hafi fengið allt upp í 300 tonna hol en yfirleitt hafi verið dregið í 12-16 klst. Börkur hélt á ný til kolmunnaveiða síðdegis á mánudag og í gær voru Venus NS og Bjarni Ólafsson AK einnig á mið- unum. Meira af kol- munna úr lögsögunni Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í gær tillögu að þingsályktun um stefnu og að- gerðaáætlun í geðheilbrigðis- málum til fjög- urra ára. Aukin vellíðan, betri geðheilsa og virkari samfélagsþátttaka fólks með geð- raskanir óháð búsetu er megin- markmið tillögunnar. Allar aðgerðir sem lagðar eru til í þingsályktunartillögunni hafa verið kostnaðarmetnar og er heildarkostnaður vegna þeirra áætlaður rúmar 560 milljónir króna. Vegur þar þyngst stofnun geð- heilsuteyma, ráðning sálfræðinga á heilsugæslustöðvar og áform um að efla þjónustu barna- og ung- lingageðdeildar Landspítala. 560 milljónir í að- gerðaáætlun í geð- heilbrigðismálum Kristján Þór Júlíusson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.