Morgunblaðið - 04.11.2015, Síða 11

Morgunblaðið - 04.11.2015, Síða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 Danshátíðin Street dans einvígið, sem í ár er haldin í fjórða sinn, stendur sem hæst þessa dagana og lýkur mánudaginn 9. nóvember. Um fjörutíu hipphopp-, popping-, break-, dancehall- og waacking-dansarar keppa um verðlaunabikarinn og eru þátttakendur á aldrinum 15-28 ára. Þekkt nöfn úr dansheiminum koma í heimsókn, til dæmis verður danshöfundur Beyoncé, Danielle Pol- ance frá New York, með dans- námskeið á lokadegi hátíðarinnar og er skráning í fullum gangi. Polance hefur unnið með Janet Jackson, Jennifer Lopez, Usher, Lady Gaga og fleiri frægum og hefur ásamt öðrum danshöfundum Beyoncé unnið til þrennra MTV-verðlauna. Margir kannast efalítið við Polance sem Missy í hinni vinsælu dansmynd Step Up 2. Kapela Marna frá París, sem borið hefur sigur úr býtum í öllum stærstu street dans-keppnum í Evrópu, er í fyrsta sinn á Íslandi og kennir á námskeiðum. Marna er eftirsóttur kennari um allan heim og var upp- selt í House-danstíma hans í gær, en um sjötíu manns mættu, og einnig er uppselt í Top Rock-danstímann hjá honum annað kvöld. Hápunktur hátíðarinnar Hápunktur og aðalviðburður há- tíðarinnar er Street dans einvígið, sem fram fer kl. 18.30-21 föstudag- inn 6. nóvember í Spennistöðinni við Austurbæjarskóla. Þar verður stemningin í anda klúbbanna í New York þar sem götudansinn á rætur – utan þess að lýsingin verður miklu betri í Spennistöðinni. Dansarar verða í sínu eiginlega umhverfi – í cyphernum eins og það er kallað, eða danshringnum. DJ Árni Kocoon þeytir skífum og nokkuð ljóst að fáir standa í sömu sporum þetta kvöld. Hipphopp-, popping-, break-, dancehall- og waacking-dansarar Dansarinn Kampela Marna frá París kennir réttu taktana á danshátíðinni. Danseinvígi í Spennistöðinni á Bretlandi og Írska lýðveldinu. Í kjölfar rannsóknarinnar hrinti fyr- irtækið af stað átakinu #JustWrite í tengslum við skriftarkennsluverk- efnið Start-Bee. Tengiskrift víða á undanhaldi Með aukinni tölvunotkun virðist skriftarkennsla víða vera á undan- haldi eða a.m.k. að breytast. Í um- fjöllun um framtíð handskriftar í The Sunday Times nýverið sagði að kennarar á Bretlandi væru af þeirri kynslóð sem aldrei var kennt að skrifa almennilega tengiskrift. Vísað var til Bandaríkjanna þar sem skól- unum í fjörutíu og einu fylki er ekki lengur gert að kenna tengiskrift og Finnlands sem trúlega hefur gengið lengst í að útrýma henni í kennslu. Næsta haust ætla Finnar að hætta að kenna börnum tengiskrift í áföng- um og leggja um leið aukna áherslu á að gera nemendur færa á lykla- borðinu. Slík færni er talin hagnýt- ari til framtíðar, eða eins og finnskur kennari sagði í viðtali við blaðið: „Ef ég ætti að velja um að geta skrifað snotra tengiskrift eða tölvurita með tíu fingrum kysi ég það síðarnefnda. Jafnvel í mínu daglega lífi nota ég varla tengiskrift – hún er orðin svo- lítið gamaldags.“ Sami kennari áréttaði að ekki væri meiningin að hætta alfarið skriftarkennslu í finnskum skólum, einungis tengi- skriftin væri á útleið, og meiri áhersla yrði lögð á blokkskrift en áð- ur. gmenna í Bretlandi og Írska lýðveldinu Morgunblaðið/Golli Ítalíuskrift Frá árinu 1985 hefur svokölluð ítalíuskrift, sem er tengiskrift, verið allsráðandi í íslenskum skólum. Morgunblaðið/Eva Björk Af viðfangsefnum ritgerðanna blasir við að Ragnhildi er staða kvenna fyrr á öldum hugleikin. En hún er ekki síður áhugasöm um stöðu kvenna í samtímanum og hef- ur, ásamt hópi fólks af ýmsum fræðasviðum, unnið að verkefninu Reconesse Database sem gengur út á að búa til alþjóðlega heimasíðu sem hýsir fræðandi og eflandi efni í bar- áttunni fyrir kynjajafnrétti. „Skóla- bækur á Íslandi og víðast hvar ann- ars staðar mæta ekki viðmiðun um kynjajafnrétti og það er alvarlegt mál sem hefur áhrif á allt sam- félagið.“ Boðskapur og samtíma- skírskotun Ragnhildur viðurkennir að hafa á tímabili haft svolitlar áhyggjur af að sjálf hefði hún ekki haft kynja- hlutfallið kórrétt samkvæmt slíkum viðmiðum í Koparborginni og að of mikið væri um vondar kvenpersónur. „Fyrir utan allra fyrstu kaflana þar sem Pietro er að mestu einn, eru þó alltaf fleiri börn af báðum kynjum með honum. Við nánari skoðun sá ég líka að jafnt var komið á með skúrk- unum hvað kyn varðar. Og var mikið létt,“ segir hún og hlær. – Er boðskapur í bókinni? „Ég er frekar nostalgísk mann- eskja og sótti til að byrja með mikinn innblástur í sögur sem gerast í glæsilegum, evrópskum borgum með mikla sögu. Eftir því sem á leið háskólanámið fór ég að verða gagn- rýnin á þessa fortíðardýrkun eins og kannski speglast í sögunni. Þótt ímynduð gömul saga og forn frægð sé í forgrunni, endar bókin á að Pietro snýr baki við upphafningu hins gamla, þar sem aðstæður og samfélagið er orðið þrúgandi og þess valdandi að þessi óframfærni dreng- ur gerir uppreisn ásamt fleiri börn- um. Svo – já, líklega er boðskapur í bókinni, sem glittir í þarna í lokin.“ – Kannski samtímaskírskotun? „Erfitt að segja í ljósi þess að ég var sjö ár að skrifa bókina. Ég held að í henni sé frekar snert á sígildum málefnum, sem alltaf eiga erindi. Fólkið í sögunni er grimmt, jafnvel börnin, og setur sitt eigið öryggi framar öryggi annarra. Sjálfselska skín víða í gegn og sögupersónur eru skilningslausar á tilfinningar og neyð annarra.“ Þykjustuleikur í æsku Fullorðnir koma lítið við sögu í Koparborginni, en þá helst sem þögl- ir ógnvaldar sem börnin tala sjaldan við. „Þetta er fantasíubók og óraunsæ eftir því. Ég sótti hug- myndina að nokkru leyti til æsku minnar því ég man vel hvað mér og öðrum börnum þótti óskaplega gam- an að vera í þykjustuleik. Við þótt- umst vera munaðarleysingjar sem þurftu að hafast við í óbyggðum og berjast fyrir að hafa í okkur og á,“ segir Ragnhildur, sem einnig not- færði sér óbeint í söguna ýmiskonar þekkingu sem hún samhliða fantasíuskrifunum viðaði að sér í tengslum við háskólaritgerðirnar tvær. Sjálf segist hún alltaf hafa verið hrifin af fantasíusögum, jafnvel meira eftir tvítugt en þegar hún var unglingur. Í sinni eigin fantasíu segir hún hafa hjálpað sér mikið að hafa góðan yfirlesara við höndina. „Mað- urinn minn, Þorsteinn Vilhjálmsson, las Koparborgina yfir fyrir mig jafn- óðum og bæði hrósaði mér og gagn- rýndi. Hann átti til dæmis þátt í að ég tók út heila blaðsíðu í byrjun, sem ég sá eftir á að var til mikilla bóta,“ segir Ragnhildur miðaldafræðingur og vekur í framhjáhlaupi athygli á því að hún sé mun nútímalegri en eiginmaðurinn, sem er fornfræð- ingur að mennt. Eftir annasöm ár í námi, sam- hliða starfi, m.a. á veitingastöðum hér heima og krá í Bristol auk bókar- skrifa, kveðst Ragnhildur ætla að gera sem minnst á næstu mánuðum. Í nánustu framtíð hefur hún þó áhuga á að nýta sér menntun sína í rannsóknum eða starfi af einhverju tagi. „Það varð smá spennufall hjá mér eftir að ég skilaði ritgerðinni og eins og er hef ég takmarkaðan sjálfs- aga til að sinna slíku,“ segir hún og er sátt sem starfsmaður landnáms- sýningarinnar í Aðalstræti og Penn- ans Eymundssonar. Þótt hún sé ekki komin með ákveðna hugmynd að annarri bók, langar hana að semja aðra – einhvern tímann. „Ég var árum saman að skrifa mig að risinu í sögunni sem byggist á martröðinni.“ Ámorgun 5. nóvember gefur Íslandspóstur út jólafrímerkin 2015 og frímerkjaröð tileinkaða íslenskri myndlist. Myndefni jólafrímerkjanna á aðmiðla þeim kósí hughrifum sem vakna í aðdraganda jólanna. Jólaprýði Póstsins 2015 er tileinkuð þremur kirkjum: Húsavíkurkirkju, Þingeyrakirkju í Húnaþingi og Neskirkju í Reykjavík. Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050. Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is facebook.com/icelandicstamps

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.