Morgunblaðið - 04.11.2015, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.11.2015, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fram kemur á þingmálaskrá Ólafar Nordal innanríkisráðherra að unnið sé að nýju lagafrumvarpi þar sem m.a. er tekið á símahlerunum. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins snýr sú vinna, sem vel er komin af stað, að því að skýra nánar þær for- sendur sem þurfa að vera fyrir hendi svo að heimilt verði að beita hler- unum. Ekki fengust nánari upplýs- ingar um einstök efnisatriði að svo stöddu. Sambærilegt og í Moldavíu Mannréttindadómstóll Evrópu felldi dóm um friðhelgi einkalífs og framkvæmd á símahlustun og sam- bærilegum úrræðum lögreglu í Mol- davíu árið 2009. Í ljósi þess að dóm- stólar í Moldavíu samþykktu nær allar beiðnir lögreglu, féllst dómurinn á að símhlerun með leynd hefði verið stórlega ofnotuð. Dómurinn komst þar af leiðandi að þeirri niðurstöðu að þau lög sem um þessi efni giltu í Mol- davíu hefðu ekki tryggt næga vernd gegn misnotkun valds sem 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, um friðhelgi einkalífs, mælir fyrir um. Dómurinn áréttaði jafnframt að símahlustun væri mjög alvarlegt inn- grip í réttindi fólks og að eingöngu ætti að heimila hana á grundvelli rök- studds gruns um að viðkomandi hafi framið alvarlegan glæp. Var 98,81% beiðna um símahleranir samþykkt af dómstólum í Moldavíu. Árið 2006 voru það 97,93% og árið 2007 99,24%. Til samanburðar og eins og fram hef- ur komið voru hlerunarheimildir veittar í 99,31% tilfella hér á landi ár- in 2009-2013. Margsinnis hafa komið fram til- lögur að úrbótum á framkvæmd og lagaumhverfi símahlerana hérlendis. Slíkar tillögur hafa alla jafna sofnað í þinginu af einni ástæðu eða annarri. Ein sú helsta snýr að svokölluðu tals- mannafyrirkomulagi, þar sem lög- fræðingur, sem er málsvari sakborn- ings, reynir að hrekja heimildir lögreglu fyrir hlerunum. Slíkt fyrir- komulag er við lýði í bæði Danmörku og Noregi. Þegar frumvarp til núgild- andi sakamálalaga var lagt fram var hins vegar afráðið að leggja ekki til að talsmannafyrirkomulagið yrði tekið upp. Í rökum sem birtust í skýrslu um sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu, sem lögð var fyrir réttar- farsnefnd sem kom að smíði saka- málafrumvarps árið 1999, segir að lögmaður ætti eðli málsins sam- kvæmt ekki kost á því að ræða við skjólstæðing og ráðgast við hann um málið. ,,Vegna þessa má halda því fram að hér sé um að ræða falskt ör- yggi sem bæti litlu sem engu við að- komu sjálfstæðs og óvilhalls dómara að málinu,“ segir þar. Bendir Oddur Ástráðsson á það í MA-lokaritgerð sinni til lagaprófs um símahlustanir síðastliðið vor að í engu hafi verið gefinn gaumur að þeim augljósa kosti sem fylgi því að hafa lögfræðing sem reynir að hrekja þessar heimildir. Hæstiréttur geti lagt línurnar Talsmannafyrirkomulagið hefur margsinnis komið til umræðu frá því sakamálalög tóku gildi. Nú síðast að frumkvæði Helga Hrafns Gunnars- sonar, þingmanns Pírata, sem lagði fram þingmannafrumvarp á síðasta þingi þar sem tekið er á málinu en það komst aldrei til efnislegrar með- ferðar í þinginu. Skúli Magnússon, formaður Dóm- arafélags Íslands, hefur léð máls á annars konar leið til aðhalds með hlerunarheimildum á fundum lög- fræðinga. Hefur hann lagt til að Hæstiréttur geti sjálfur ákveðið að fjalla um kæru vegna rannsóknar- úrskurða, þar sem lögvarðir hags- munir eru liðnir undir lok. Með því myndi rétturinn geta veitt bæði hér- aðsdómstólum og rannsökurum ákveðið aðhald. Eins og sakir standa er möguleiki á kæru til Hæstaréttar eðli málsins samkvæmt liðinn þegar sakborningi er greint frá hlerun. Frumvarp um hleranir í bígerð  Margsinnis verið gerð tilraun til úrbóta á framkvæmd hlerana  Hlutfall veittra hlerunarheimilda sambærilegt við það sem er í Moldavíu  Formaður DÍ leggur til að Hæstiréttur leggi línurnar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Símahleranir Fram hefur komið að hlerunarheimildir voru veittar í 99,31% tilfella hér á landi árin 2009-2013. Á þingmálaskrá innanríkisráðherra kemur fram að unnið sé að nýju lagafrumvarpi m.a. um símahleranir. Hleranir » Oddur Ástráðsson leggur til í MA-ritgerð sinni um síma- hlustun að tekið verði upp tals- mannafyrirkomulag hérlendis. » Víkur hann m.a. að því að áhyggjur séu af því að erfitt geti verið að halda hlerunum leyndum í fámennu landi ef slíkt fyrirkomulag verður tekið upp. » Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um sjálf- stætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Sama gerði hann á síðasta þingi. Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, lagði fram frum- varp þar sem hleranir voru til umfjöllunar á þingi árið 2012. Málið sofnaði á Alþingi vegna harðrar andstöðu sumra þingmanna, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, auk einstaklinga innan lögreglunnar. „Aðilum innan lög- reglunnar fannst ég ekki ganga nægilega langt til þess að rýmka heimildir til hlerana. Fyrir mér vakti hins veg- ar að gera reglurnar skýrari og að sumu leyti meira tak- markandi en nú er,“ segir Ögmundur. Hann segir þó að lögreglan hafi kallað eftir meiri skýrleika þegar kemur að framkvæmd laganna. Ólíkt talsmannafyrirkomulaginu t.a.m. lagði Ög- mundur til að þingið hefði eftirlitshlutverk með framkvæmd hlerana. Mætti harðri andstöðu FRUMVARP ÖGMUNDAR „SOFNAÐI“ Í ÞINGINU 2012 Ögmundur Jónasson „Við erum abstrakt sveitarfélag þar sem við erum með virkjanir og mörg sumarhús,“ segir Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Gríms- nes- og Grafningshrepps, um að heildarskatttekjur á hvern íbúa sveitarfélagsins námu 1.090 þús- und krónum fyrir árið 2014. Til samanburðar voru heildarskatt- tekjur á hvern íbúa í Árborg 579 þúsund krónur á sama tíma. „Hér eru þrjú þúsund sumarhús og fjórar virkjanir og ekki nema 430 íbúar í sveitarfélaginu. Þeir sem eiga sumarhúsin eru ekki með lögheimili hér og því teljast þeir ekki til íbúa. Íbúarnir eru því mjög fáir miðað við fasteignirnar á svæð- inu,“ segir Ingibjörg. Skuldir á íbúa voru 2.397 þúsund krónur í hreppnum sem er nánast helmingi meira en í sveitarfélaginu Árborg, sem á eftir kemur. Aukning um 900 milljónir Upplýsingarnar eru teknar sam- an af Samtökum sunnlenskra sveit- arfélaga (SASS) í þeim tilgangi að stöðugreina sveitarfélögin á svæð- inu og þróunina milli ára. „Við horfum til fjögurra þátta, þ.e. menningarmálanna, nýsköpunar og atvinnuþróunar, uppbyggingar mannauðs og líffræðilegrar þróun- ar svæðisins,“ segir Bjarni Guð- mundsson, framkvæmdastjóri SASS, en það sé í samræmi við samning um sóknaráætlun fyrir Suðurland. Fram kemur einnig að Skeiða- og Gnúpverjahreppur búi yfir erf- iðum rekstri og litlum skuldum á meðan Bláskógabyggð telst hafa góðan rekstur og litlar skuldir Innheimta útsvars launþega hjá sveitarfélögum jókst svo um rúmar 900 milljónir á milli ára eða 9,5%. Hlutfallslega mest aukning var í Ásahreppi. laufey@mbl.is Sveitarfélögin bera sig saman  SASS greinir þróunina á Suðurlandi Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Fjöldi Um 3.000 sumarhús eru í Grímsnes- og Grafningshreppi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.