Morgunblaðið - 04.11.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.11.2015, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Álverumhefur ver-ið lokað víða um heim á liðnum árum og nú síðast bárust fréttir af því að Alcoa, sem rekur álverið á Austurlandi, hefði lokað nokkrum álver- um og væri þar með búið að minnka framleiðslugetu sína í álbræðslu um 45% frá árinu 2007. Álver Alcoa hér á landi mun vera með þeim hag- kvæmari og því ekki ástæða til að óttast um framtíð þess þrátt fyrir þessar nýjustu lokanir fyrirtækisins. Vand- inn kann á hinn bóginn að vera töluverður hjá öðrum hér á landi og skemmst er að minnast þess að þegar kjara- deilur í Straumsvík stóðu sem hæst fyrir skömmu var útlit fyrir að slökkt yrði á ofnum álversins og þá hefði verið óvíst hvort eða hvenær kveikt hefði verið á þeim á nýjan leik. Þó að ekki hafi verið slökkt á álverinu er þó ekki hægt að líta svo á að öll álver hér á landi séu komin fyrir vind, enda markaðsaðstæður erfiðar. Full ástæða er að hafa áhyggjur af framtíðinni í þessum efnum. Einn þeirra sem hafa lýst áhyggjum af þessu er Viðar Garðarsson sem ritar pistla um viðskiptatengd málefni á mbl.is. Hann fjallar þar um hættuna af því að álverinu í Straumsvík verði lokað og bendir á að hún sé raunveru- leg. Og það er ekki lítið í húfi, því að hann bendir á að í Straumsvík starfi um 450 manns og með afleiddum störfum megi ætla að um 1.500 fjölskyldur hafi hags- muna að gæta vegna atvinnu sem tengist álverinu. Hafn- arfjarðarbær hafi einnig mikilla hagsmuna að gæta og hið sama gildi um þjóðarbúið í heild sinni, en töluverður hluti útflutningstekna þjóð- arinnar verður til í Straums- vík. Viðar varpar því fram að „ein helsta orsök þess að ál- ver Rio Tinto Alcan í Straumsvík á í verulegum rekstrarvandræðum núna, sé ákvörðun sem tekin var í tengslum við nýjan orku- samning milli Landsvirkj- unar og álversins árið 2010. Þá var ákveðið að slíta teng- ingu raforkuverðsins við heimsmarkaðsverð á áli“. Landsvirkjun hefur hamp- að þessum samningi, en hætt er við að horft verði til hans á annan hátt fari svo að álverinu verði lokað vegna þess að raforku- verðið sé komið úr öllu sam- hengi við aðstæður á mark- aði. Viðar heldur áfram í um- fjöllun sinni og segir að Landsvirkjun láti sem henni komi málið ekki við. Þar ríg- haldi menn í nýtt hlutverk fyrirtækisins sem stjórn- endur þess hafi skilgreint sjálfir undir nýrri forystu og athugasemdalaust af hálfu Samfylkingar og Vinstri grænna sem þá voru í ríkis- stjórn. „Athyglisvert er að þetta nýja hlutverk, þar sem arð- semi Landsvirkjunar sjálfr- ar er sett í öndvegi, og hvernig stjórnendur Lands- virkjunar túlka það, gengur þvert á raforkulög. Í þeim grundvallarlögum er skýrt kveðið á um að heildarhags- munir þjóðarinnar eigi að ráða för,“ segir Viðar, og heldur áfram: „Þetta mál er komið á það stig að ríkis- stjórn og forráðamenn Hafn- arfjarðarbæjar hljóta að beita sér af hörku til að tryggja áframhaldandi starf- semi álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Komi til lok- unar, tapa allir.“ Það er mikið í húfi fyrir Ís- lendinga að hægt sé að halda uppi öflugri starfsemi í ýms- um atvinnugreinum hér á landi og eru iðnaður og stór- iðja ekki undanskilin. Með framsýni tókst að skapa nýja atvinnustarfsemi með ál- vinnslu og hefur hún ekki að- eins búið til störf í álbræðsl- unum sjálfum heldur leitt af sér fjölda starfa í fyrir- tækjum sem veita þeim margvíslega þjónustu. Þetta hefur leitt af sér þekkingu sem skapar grundvöll undir frekari vöxt slíkra fyrir- tækja. Það er frekar ástæða til að ýta undir þá þróun en að grafa undan henni með því að skapa þær aðstæður að óhagkvæmt verði að reka álver eða annan iðnað hér á landi. Þegar sú staða virðist vera uppi sem að ofan er lýst hljóta stjórnvöld að gaum- gæfa málin og grípa inn í ef þeim sýnist að óraunsæjar væntingar um verð eða draumkennd sýn á framtíð- ina séu farin að setja fjölda starfa og miklar útflutnings- tekjur í uppnám. Alvarleg staða virð- ist vera að skapast í áliðnaði hér á landi} Hættumerki Þ ú veltir því eflaust ekki fyrir þér, lesandi góður, í hve mikilli hættu þú ert í umferðinni á leið í vinnuna á hverjum morgni, enda myndir þú líklega ekki fara fram úr rúm- inu ef þú gerðir það. Þar sem þú paufast á göt- um borgarinnar á dimmum haustdegi veistu ekki hvernig stendur á hjá ökumönnunum í kringum þig (ég geng út frá því að þú sért í toppstandi, eins og alltaf), hvort þeir eru ósofnir eða kannski sofandi, stressaðir, ann- ars hugar, í símanum, uppteknir á fésbókinni, týndir í dagdraumum, nú eða í brjáluðu skapi yfir pistli eftir þennan Árna Matt í Mogganum (sem gerist oftar en þig grunar). Áður en þú hringir í vinnuna til að segja upp, eða situr framvegis fastur í þínum helga steini, vil ég benda þér á að lausn er í vændum og reyndar ekki langt í hana. Málið er nefnilega það að skammt er í sannkallaðar sjálfrennireiðar, bíla sem rata um götur og stræti með eigin hyggjuvit að leiðarljósi, en ekki misvitra ökumenn við stýrið. Hugsanlega óar einhvern við því að vélar verði við völ- inn, en reynsla mín af nýmóðins stuðningsbúnaði í bílum, eins og hliðarskynjurum sem nema fjarlægð, tölvubún- aði sem stýrir bílnum fimlega í röðina á fullri ferð, forriti sem leggur bílnum í stæði og nema sem heldur föstu bili á milli bíla segir mér að þetta sé ekki bara snilld, heldur argandi snilld, svo vitnað sé í allsherjargoðann. Þegar tölvan tekur loks völdin verður og minna um árekstra og minna um tafir og teppur og flækjur. Já, og færri slys, því tölvan er aldrei úti á þekju þegar hún er úti að aka. Minna um slys, segi ég, en eins og kom fram hjá Sverri Bollasyni, umhverfisverk- fræðingi hjá VSÓ, í spjalli við Ríkisútvarpið kann sjálfrennireiðin hugsanlega að þurfa að taka siðfræðilegar ákvarðanir á heimleiðinni, til að mynda um hvort hún eigi að sveigja frá fimm og lenda þá á einum. Um slíkt snýst einmitt „sporvagnsspurn- ing“ þeirra Philippa Foot og Judith Jarvis Thomson á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Í þeim ógöngum, eins og Þorsteinn Gylfason nefndi slíkar spurningar, stendur einstaklingur frammi fyrir því að sporvagn stefnir á hóp manna, fimm eru gjarnan nefnd- ir til sögunnar, en með því að toga í sveif er hægt að senda vagninn aðra leið þar sem hann lendir bara á einum. Hvað myndi þú gera við þær aðstæður, kæri lesandi? Ef þú svaraðir sem svo að þú myndir fórna einum fyrir fimm með því að toga í sveifina ertu í hópi ríflegs meirihluta, því yfir 70% myndu gera eins sam- kvæmt könnun BBC fyrir nokkrum árum. Málið vandast aftur á móti ef maður þarf sjálfur að koma þessum eina fyrir kattarnef, til að mynda með því að hrinda honum í veg fyrir vagninn til að bjarga fimm- menningunum – þá segja 73% nei og þú sennilega líka. Þá verður nú gott að láta tölvuna sjá um slíkt, ekki satt? arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Siðvillta sjálfrennireiðin STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Miklar sveiflur hafa verið íheimsmarkaðsverði ááli undanfarin ár. Árið2002 fór verðið til að mynda úr 1.300 Bandaríkjadölum á tonnið upp í 3.100 dali um mitt ár 2008. Í byrjun október 2009 var ál- verðið 1.900 dalir á tonnið, 2.200 dalir í desember það sama ár og tæpir 2.700 dalir í apríl 2011. Í byrjun þessa árs var heimsmarkaðsverð á áli yfir 2.100 dalir á en er nú komið niður í um 1.480 Bandaríkjadali á tonnið. Þessar miklu hræringar á ál- verði hafa reynst mörgum álfyrir- tækjum víða um heim illa og eru sum þeirra rekin með tapi. Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík tilheyrir þeim hópi. „Það hefur sigið heldur á ógæfuhliðina eftir því sem liðið hefur á þetta ár,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, en auk þessa glímir álverið í Straumsvík einnig við flókna kjarabaráttu starfsmanna og stendur nú yfir atkvæðagreiðsla um boðun ótímabundins allsherjar- verkfalls. Verði það samþykkt hefst verkfall hinn 2. desember nk. Fleira þyngir róðurinn Hafa nú stjórnendur álversins ítrekað bent á að komi til verkfalls gæti það leitt til lokunar fyrirtæk- isins. „Það segir sig sjálft, ef ekki eru starfsmenn í verksmiðjunni þá er engin álframleiðsla. Það er ekki hægt að hafa álverið í gangi með enga starfsmenn,“ segir Ólafur Teitur og bætir við: „Að endurræsa álver er meiriháttar mál og höfum við dæmi um álver sem slökkt var á að hluta fyrir einhverjum árum og eru ekki enn komin í gang aftur,“ en finna má dæmi um slíkt meðal annars í Noregi. „Vilji okkar er að semja og höfum við boðið vel.“ Þá bendir Ólafur Teitur einnig á að með nýjum raforkusamningi, sem gerður var við Landsvirkjun 2010, sé tenging raforkuverðs við álverð af- numin. „Hann er því okkur hag- stæður þegar álverð er hátt en miðað við fyrri samning er hann óhag- stæður þegar álverð er lágt.“ Mikil aukning í eftirspurn „Reksturinn gekk ágætlega hjá okkur í fyrra,“ segir Ragnar Guð- mundsson, forstjóri Norðuráls, en þá varð 10,7 milljarða króna hagnaður. „Þessi markaður einkennist mjög af sveiflum sem erfitt getur verið að sjá fyrir. Á heimsvísu er eftirspurn eftir áli hins vegar að aukast um tæp 5% og mest í Asíu. Í Bandaríkjunum er 2,6% aukning og í Evrópu nemur hún 1,2%,“ segir Ragnar og heldur áfram: „Álnotkun er sífellt að aukast og 5% aukning er í raun aukning um 3.000.000 tonna á ári.“ Century dregur saman seglin Eigandi Norðuráls, Century Al- uminum Company, hefur nú tilkynnt um 60% samdrátt í framleiðslu í öðru af tveimur álverum sínum í Ken- tucky-ríki í Bandaríkjunum, en ástæða þess er meðal annars sögð mikill útflutningur á áli frá Kína sem áhrif hefur á heims- markaðsverð. „Þeir eiga svo annað í Suður-Karólínu og hafa sagt að því verði mögulega lokað um áramótin ef ekki tekst að tryggja raforkuflutn- ing,“ segir Ragnar en álverið skipti nýverið um söluaðila á raforku og hafa þeir ekki enn tryggt flutning á rafmagni frá nýjum aðila. Spurður hvort uppi séu einhverjar fyrirhugaðar breytingar á rekstri Norðuráls kveður Ragnar nei við. „Það er óbreytt staða hjá okkur.“ Heimsmarkaðsverð leikur álverin grátt Morgunblaðið/Árni Sæberg Taprekstur Álverið í Straumsvík er nú rekið með tapi en þar á bæ glíma menn m.a. við óhagstætt heimsmarkaðsverð á áli og hugsanlegt verkfall. Alþjóðlega fyrirtækið Alcoa, sem einnig er eigandi Fjarða- áls, hefur tilkynnt að starfsemi verður hætt í fjórum álverum í Bandaríkjunum, þ.e. innan ríkjanna New York og Washing- ton. Álver Alcoa hér á landi framleiðir á milli 340 til 350 þúsund tonn á ári og er eitt af nýjustu álver- um fyrirtækisins. „Þessar ákvarðanir hafa ekki bein áhrif á starfsemi Fjarðaáls, en þarna er um að ræða óarðbærar ein- ingar. Við hjá Fjarða- áli höldum áfram að bæta samkeppnis- stöðu okkar og gæt- um þess að starfsemi okkar sé samkeppnishæf óháð ríkjandi markaðs- aðstæðum,“ segir Dag- mar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls. Vinnslu hætt á 4 stöðum EKKI ÁHRIF Á FJARÐAÁL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.