Morgunblaðið - 04.11.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015
✝ Björn Jón-asson, jarð-
fræðingur og fram-
kvæmdastjóri hjá
Varahlutaversl-
uninni Kistufelli,
fæddist 30. mars
1948 í Reykjavík.
Hann lést á Land-
spítalanum 24.
október 2015.
Foreldrar hans
voru hjónin Jónas
Jónasson, f. 26. janúar 1921 á
Völlum á Kjalarnesi, d. 5. des-
ember 2001, og Jóhanna
Björnsdóttir, f. 2. mars 1923 á
Norðfirði, d. 16. janúar 2011.
Systkini Björns eru 1) Jónas,
húsgagnasmiður, f. 26. janúar
1944, kvæntur Báru Sigfúsdótt-
ur. Börn þeirra eru Katrín, gift
Guðmundi Ó. Guðmundssyni,
og Jónas, kvæntur Kristrúnu
Sigurdísardóttur. 2) Málfríður,
f. 11. nóvember 1946, d. 28.
apríl 1947. 3) Arnfríður, bóka-
Elísabet Hildur. Stjúpsonur
Björns er Jón Þór Karlsson, f.
12. júní 1973.
Björn ólst upp í Reykjavík,
nánar tiltekið á Sjafnargötunni
og síðar í Stóragerði. Björn
gekk í Menntaskólann í Reykja-
vík. Eftir skólagöngu í MR tók
við háskólanám í jarðfræði.
Björn útskrifaðist sem jarð-
fræðingur vorið 1974. Hann
starfaði við fag sitt í tvo ára-
tugi fyrst hjá Orkustofnun við
ýmis jarðfræðistörf og rann-
sóknir og síðar hjá Krafttak sf.
Eitt af stærri verkum Björns
var umsjón yfir framkvæmdum
við gerð jarðganga um Ólafs-
fjarðarmúla. Björn tók við sem
framkvæmdastjóri Varahluta-
verslunarinnar Kistufells af
föður sínum árið 1993 og starf-
aði þar til æviloka.
Björn hafði mikinn áhuga á
stangveiði. Íslensk náttúra var
honum hugleikin og sem jarð-
fræðingur gat hann sameinað
áhugamál og starfsvettvang.
Útför Björns fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 4. nóv-
ember 2015, kl. 15.
safnsfræðingur, f.
18. nóvember
1953, giftist Einari
Hrafnkeli Haralds-
syni, þau skildu.
Sonur þeirra er
Arngrímur.
Björn kvæntist
Þórunni Ingu Jón-
atansdóttur sér-
kennara árið 1976,
f. 18. maí 1951 á
Blönduósi, en leið-
ir þeirra skildu. Foreldrar
hennar eru Jónatan Guð-
brandsson, f. 11. janúar 1926, d.
30.september 1978, og Kristín
Þorsteinsdóttir, f. 22. apríl
1934, eiginmaður hennar er
Jón Stefánsson, f. 20. ágúst
1931.
Börn Björns og Þórunnar
eru; Björn, f. 2. mars 1976, d. 6.
júlí 1999, og Jóhanna Kristín, f.
10. júní 1977, eiginmaður henn-
ar er Þórir Ingþórsson. Börn
þeirra eru Þórunn Jóhanna og
Ástkær faðir minn naut þeirra
forréttinda að alast upp innan um
kærleiksríka stórfjölskyldu í
gamalgrónu húsi á Sjafnargöt-
unni í Reykjavík. Áhugi á náttúru
Íslands kviknaði strax á unga
aldri. Skoðun og skilningur á líf-
og steinaríki náttúrunnar var
sjálfsagður hluti daglegs lífs. Oft-
ar en ekki lá leið hans niður á
Tjörn þar sem var stunduð síla-
veiði. Áhuginn beindist fljótlega
að stærri fiskum og tók hann þá
upp á því af sjálfdáðum að hjóla
upp að Elliðavatni ungur að árum
til að veiða í soðið fyrir fjölskyld-
una. Faðir minn fermdist í Hall-
grímskirkju, „kirkjunni hans“
eins og hann sagði svo oft áður.
Hann hóf menntaskólagöngu sína
við MR og kynntist þar bekkjar-
félögum sínum sem héldu reglu-
lega sambandi. Hann útskrifaðist
frá HÍ vorið 1974 sem jarðfræð-
ingur og gat þar af leiðandi tvinn-
að saman áhugamál og atvinnu.
Hann hóf störf hjá Orkustofn-
un og starfaði þar næstu fimmtán
árin við ýmis jarðfræðiverkefni
og mælingar, einkum uppi á
miðhálendinu og vandaði ætíð til
verks. Þar var hægt að nýta tím-
ann inn á milli við veiðar í nær-
liggjandi veiðivötnum og þangað
lá líka oft leið fjölskyldunnar.
Einnig vann hann hjá Krafttak sf.
og Jarðtæknistofunni sem hann
átti ásamt félögum sínum þar til
hann tók við sem framkvæmda-
stjóri Varahlutaverslunarinnar
Kistufells árið 1993.
Foreldrar mínir giftu sig 1976
á gamlársdag í Árbæjarkirkju.
Fjölskyldan ferðaðist vítt og
breitt um landið, fyrst í VW-
bjöllu með þriggja manna tjald
meðferðis og var náttúran nýtt í
hnotskurn á marga vegu sem var
lærdómsríkt. Einnig tjölduðum
við eða vorum í sumarbústað á
hverju sumri við Þingvallavatn og
í sumarbústað í eigu foreldra
hans, í landi Valla undir rótum
Kistufells í Esjunni.
Pabbi veikist alvarlega árið
2006 og við tóku stífar og erfiðar
meðferðir. Árið 2014 kom annað
bakslag. Pabbi barðist eins og
hetja við tvo illkynja sjúkdóma. Í
þessum erfiðu veikindum sem
hrjáðu hann kveinkaði hann sér
ekki, heldur vann oft myrkrana á
milli í Varahlutaversluninni
Kistufelli og naut þess að hitta
viðskiptavini sína. Tók sér nánast
aldrei frí nema þá helst til að
sinna sínu mesta áhugamáli, þ.e.
stangveiðinni. En hvergi undi
hann sér betur en með fjölskyld-
unni og barnabörnunum á góðri
stundu.
Ég varð einnig þeirrar gæfu
aðnjótandi að vera í stangveiðinni
og fékk að starfa síðustu árin með
honum í Kistufelli þar sem hann
reyndist mér góður lærifaðir
Það er ósanngjarnt að missa
foreldri svona ungt, rétt nýskrið-
inn í 67 ára aldurinn. Pabbi var
ekki á því að gefast upp þrátt fyr-
ir allt og ætlaði sér að halda
ótrauður áfram og hafði það að
orði fyrir stuttu síðan að hann
ætlaði sér að fara í vinnuna á ný.
Það er svo stutt síðan að þú
straukst yfir hönd mína eins og
þú gerðir oft og sagðir við mig –
kaldar hendur, hlýtt hjarta – mér
hlýnar um hjartarætur við til-
hugsunina. Kærleikurinn var of-
arlega í huga þínum.
Elsku hjartans pabbi minn,
sársaukinn er mikill. Þú lifir í
minningunni hjá mér alla tíð.
Takk fyrir allt og allt. Ég elska
þig.
– Guð geymi þig.
Þín dóttir,
Jóhanna Kristín.
Björn Jónasson, tengdafaðir
minn, fæddist í Reykjavík 30.
mars 1948. Ólst hann upp í for-
eldrahúsum með systkinum sín-
um á Sjafnargötu 5. Foreldrar
Björns voru Jóhanna Björnsdótt-
ir frá Norðfirði og Jónas Jónas-
son frá Völlum á Kjalarnesi.
Bjössi minntist þess oft hversu
yndislegt það hafi verið að alast
upp á Sjafnargötunni og að Holtið
væri hans svæði. Eftir landspróf
hóf Bjössi nám við Menntaskól-
ann í Reykjavík og útskrifaðist
þaðan. Bjössi var stoltur MR-ing-
ur og hvatti eldri dóttur okkar
óspart til náms og mælti þá að
sjálfsögðu eindregið með MR.
Eftir menntaskólann hóf hann
nám við Jarðfræðideild Háskóla
Ísland og lauk þaðan prófi sem
jarðfræðingur vorið 1974. Ástæða
fyrir vali Björns á jarðfræði var
einlægur áhugi hans á íslenskri
náttúru. Starfaði hann við grein
sína allt til ársins 1993 þegar
hann tók við starfi framkvæmda-
stjóra hjá Kistufelli af föður sín-
um. Lengst af sem jarðfræðingur
starfaði Bjössi hjá Orkustofnun
við rannsóknir. Um daginn rakst
ég á skýrslu eftir hann frá árinu
1991 um fyrirhugaða virkjun við
Búðarháls. Í skýrslunni rannsak-
aði hann jarðlög og hvort mögu-
legt væri að virkja á þessum stað,
sem síðar varð svo raunin. Marg-
ar skýrslur og rannsóknir á
Þjórsár- og Skaftársvæðinu
liggja eftir Bjössa. Það er gaman
og fróðlegt að lesa þær og sjá
hversu mikill fagmaður hann var
á sínu sviði. Bjössi var eins og áð-
ur sagði mikill náttúruunnandi og
undi sér hvergi betur en upp á
fjöllum eða við fallega laxveiðiá.
Bjössi var mikill lax- og silungs-
veiðimaður og á þeim vettvangi
smullum við saman sem veiði-
félagar og vinir. Í nærfellt 20 ár
höfum við Bjössi veitt saman,
tveir forfallnir áhugamenn um
stangveiði og íslenska náttúru.
Farnar voru margar ferðir á ári,
ógleymanlegar og dýrmætar
minningar sem gætu sómt sér í
heilli bók. Ein laxveiðiá var
Bjössa einkar hugleikinn, Stað-
ará í Steingrímsfirði. Ekki ein-
göngu áin sem slík heldur og ekki
síður allt umhverfið og náttúran á
Ströndum sem heillaði hann. Til-
hlökkunin hjá Bjössa var mikil á
vorin að hafa samband við vin
sinn, Guðmund Björnsson á
Hólmavík, og athuga með veiði-
leyfi í Staðará fyrir komandi
veiðisumar, en með þeim tókst
mikill vinskapur.
Ekki má gleyma hlutverki
Bjössa sem afa en þar stóð hann
sig með miklum sóma, hlýr og
umhyggjusamur við dótturdæt-
urnar.
Í veikindum sínum lét hann
alltaf líta út fyrir að honum liði
vel. Ef hann var spurður hvernig
honum liði, var svarið ætíð það
sama; að hann mundi ná sér. Því
miður varð það ekki, þó að bar-
áttuandann hafi ekki skort og að
lokum varð það sá sem öllu ræð-
ur, sem kallaði hann til áfram-
haldandi góðra verka á öðrum
stað.
Minningunum og öllum góðu
stundunum sem ég átti með
Bjössa mun ég aldrei gleyma.
Hvíl í friði kæri vinur.
Þinn tengdasonur,
Þórður (Tóti).
Er vorið hlær og fagrar grundir gróa
og geislar himins leika’ um hæð og mó,
er syngur „dírrin dí“ í lofti lóa
og ljóssins englar dansa um strönd og
sjó.
Við komum, elsku afi, til að kveðja
með ástarþökk og bænarljóð á vör.
Þín æðsta sæla var að gefa og gleðja,
og góðir englar voru í þinni för.
Við munum ávallt muna þínar bænir
og mildu brosin, hjartans afi minn,
og hvað sem okkur kaldur heimur
rænir
þá kært við geymum minjagullin þín.
Hve oft við sátum alein út við glugga,
ef áttum við þess von að kæmir þú.
Með þér í för við eygðum engan skugga,
þú ávallt veittir gleði, von og trú.
Þótt dagar komi og æviárin líði
mun aldrei fenna þín í gengin spor,
og bros þín veita blessun lífs í stríði
og breyta vetrar nótt í sól og vor,
þótt aldrei framar ómi röddin kæra
og aldrei heyrist fótatakið þitt,
frá draumsins löndum líður ljósið
skæra,
er ljóssins börn þér flytja lagið sitt.
Ó, hjartans afi, öll þín heitt við söknum
því enginn var eins góður á okkar
braut.
Á angurs nótt og vonar morgni er
vöknum
þá vakir andi þinn í gleði og þraut
og „gleim mér ei“ að þínu lága leiði
við leggjum hljótt og brosum gegnum
tár,
sem maísól, er brosir blítt í heiði
þú blessar okkar stundir daga og ár.
(H.P.)
Elsku afi, minning þín lifir í
hjörtum okkar allra.
Takk fyrir allt sem þú gerðir
með okkur og fyrir okkur. Þín
barnabörn,
Þórunn Jóhanna og
Elísabet Hildur.
Bróðir okkar Björn fæddist í
heimahúsi á Sjafnargötu 5 og bjó
þar fram á unglingsár. Hann ólst
upp í sannkölluðu fjölskylduhúsi
þar sem ættingjar bjuggu nær því
á hverri hæð. Foreldrar, systkini,
afi, amma, frændur og frænka.
Uppi í risi bjó móðurafi hans og
nafni Björn og hefur hinn mikli
áhugi afa á íslenskri náttúru fylgt
nafninu því Björn lauk síðar námi
í jarðfræði og starfaði sem jarð-
fræðingur rúmlega helming
starfsævinnar.
Björn, eða Bjössi eins og hann
var jafnan kallaður af ættingjum
og vinum, var snemma vinnusam-
ur og byrjaði ungur að árum að
bera út blöð og selja í lausasölu og
vinna við sendlastörf. Hann vann
margvísleg störf í öllum skólafrí-
um, Bæjarútgerðin og Sölufélag
garðyrkjumanna koma upp í hug-
ann.
Snemma tók að bera á
veiðibakteríunni sem fylgdi hon-
um alla ævi. Hjólað var frá Sjafn-
argötunni og upp að Elliðavatni
með bláa veiðistöng og grænt
maðkabox til að veiða í soðið.
Aldrei kom hann tómhentur heim
og átti það við alla tíð, enda sér-
lega veiðinn.
Eitt sinn fóru þeir feðgar að
heimsækja bróðurinn, sem þá
vann við vitabyggingar vestur á
Fjörðum. Ekkert komst annað að
hjá Birni en að fá að renna fyrir
fisk. Bróður hans er ógleyman-
legt gleðiópið sem hljómaði frá
unga veiðimanninum, þá 11 ára
gömlum, þegar hann sveiflaði
glansandi sjóbirtingi upp á fjöru-
kambinn í einum af fjarðarbotn-
unum fyrir vestan.
Ánamaðkatínslan er systurinni
mjög minnisstæð og segir tals-
vert um athafnasemi Björns
bróður. Skriðið var um alla garða
í Þingholtunum með vasaljós að
næturlagi. Útbúinn var sérstakur
kassi með loftgötum, mosa og
mold til að geyma þetta dýrmæti,
því nauðsynlegt var að eiga beitu
tilbúna ef veiðitúr bauðst. Björn
hafði heyrt að sannir veiðimenn
víluðu ekki fyrir sér að geyma
ánamaðkinn undir tungunni.
Þennan leik lék hann í eitt skipti,
eflaust í þeim eina tilgangi að
ganga fram af okkur mömmu.
Svo var það dúfnaræktin og garð-
ræktin. Reistur var dúfnakofi bak
við hús á Sjafnargötunni upp á
tvær hæðir og ris og ræktað kál
og grænmeti í einu horni garðs-
ins.
Björn gat gleymt sér í frásögn-
um af veiðiskapnum og síðustu
árin voru laxveiðiferðirnar til
Alaska og í Staðarána á Strönd-
um honum hugleiknar.
Alla tíð heillaði jarðfræðin og
ferðalög um landið. Minnisstæð
er flugferð þeirra bræðra yfir
Grímsvatnagosið og hamfara-
hlaupið úr Skeiðarárjökli 1996. Í
för var gæða ljósmyndavél sem
var óspart notuð, en það var Birni
metnaðarmál að eiga góðar
myndavélar og veiðihjól.
Eftirminnileg er hálendisferð
bræðranna ásamt mágkonu
Björns. Ferðast var um svæðið
frá Landmannalaugum austur að
Langasjó sem Björn þekkti mjög
vel frá vinnuferðum og athugun-
um sínum á hálendinu. Í þeirri
ferð voru þræddar fáfarnar slóðir
og lítt þekktir veiðistaðir sem
Björn vissi um.
Á síðari hluta starfsævinnar
tók hann við rekstri Varahluta-
verslunarinnar Kistufells af föður
okkar.
Björn var náttúrubarn og ef-
laust hafa stundirnar einn með
sjálfum sér við tærar ár og víð-
feðm vötn tengt hann náttúrunni
og guðdómnum sterkum böndum.
Við þökkum þér samfylgdina,
kæri bróðir.
Arnfríður og Jónas.
Lífið er hverfult. Björn Jónas-
son, bekkjarbróðir okkar úr MR,
sem var svo hress og kátur þegar
við hittumst á 45 ára stúdentsaf-
mælinu í fyrra, er farinn á vit
æðri máttarvalda.
Við kynntust Bjössa í fjórða
bekk Z í stærðfræðideildinni
haustið 1966. Við vorum níu stelp-
urnar og sextán strákar í blönd-
uðum bekk, sem var óvenjulegt á
þessum tíma, því þá voru flestir
bekkir kynjaskiptir.
Bjössi var hægur, glaðlegur
með fallegt augnaráð. Í byrjun
hafði hann sig lítt í frammi en
varð brátt einn af glaðværum
hópnum.
Hann var drengur góður,
hjálpsamur og lét sig náungann
varða. Það sýndi sig oft, því ef
hann vissi af einhverjum erfið-
leikum hjá félögunum var hann
fyrstur manna til að bjóða aðstoð.
Margt var brallað á mennta-
skólaárunum. Við héldum bekkj-
arpartí, dönsuðum í kringum jóla-
tréð á Austurvelli, stunduðum
Glaumbæ og reglulega var farið í
Menntaskólaselið við Hveragerði.
Þetta var 68-kynslóðin og hippa-
tíminn í algleymingi. Hljómar
voru toppurinn, verið var að sýna
Hárið og tónlistin var við völd,
sem allt hafði sín áhrif á líf
menntaskólanemanna.
Þegar við útskrifuðumst sem
stúdentar 1969 héldu foreldrar
Bjössa fyrir okkur hóf með mikl-
um myndarbrag. Það var kátur
hópur sem þar fagnaði langþráð-
um áfanga. Eftir það lágu leiðir í
ýmsar áttir eins og gengur og
Bjössi hóf nám í jarðfræði við HÍ.
Að námi loknu réðst hann til
starfa hjá Orkustofnun. Árið 1993
tók hann við rekstri varahluta-
verslunarinnar Kistufells, sem
faðir hans hafði rekið um langt
skeið. Þangað var gott að koma
og leita ráða hjá honum ef bíll bil-
aði eða lagfæringa þurfti við.
Við bekkjarsystkinin hittumst
á síðasta ári á fjörutíu og fimm
ára stúdentsafmælinu. Eftir að
hafa plantað trjám í minningu
þeirra sem á undan voru gengnir í
lundinum okkar við Menntaskóla-
selið var veisla og ball í Ingólfs-
skála á Suðurlandi. Bjössi lét sig
ekki vanta. Hann leit vel út en
hafði grennst nokkuð. Aðspurður
sagði hann okkur að hann hefði
átt í veikindum en gerði ekki mik-
ið úr því. Hann tók þátt í dans-
inum við undirleik skólahljóm-
sveitarinnar frá menntaskóla-
árunum, þar sem bítlalögin voru
leikin og sungin. Það var eins og
að hverfa aftur til liðinna tíma og
við nutum samverunnar.
Næst hittumst við færri, minn-
umst genginna skólafélaga og
Bjössi fær sitt tré við Selið.
Við minninganna mildu glóð
hér mættumst við í kvöld
en sumarangan, sólarljóð
og söngur höfðu völd.
Því alla tíma yljar sál
hin æskubjarta stund,
sem gefin var við gleðimál
og góðra vina fund.
(Ólafur Björn Guðmundsson)
Við bekkjarsysturnar kveðjum
góðan dreng, þökkum samfylgd-
ina og vottum fjölskyldunni inni-
lega samúð.
Stelpurnar í Z-bekknum 6́6-́69:
Ásta, Matthildur, Nanna,
Rannveig, Sigríður, Sunna,
Svandís, Þórey og Þuríður.
Björn Jónasson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein.
Minningargreinar
www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775
Frímann
s: 897 2468
Hálfdán
s: 898 5765
Ólöf
s: 898 3075
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HAFNAFJARÐAR
FRÍMANN & HÁLFDÁN
ÚTFARARÞJÓNUSTA
RAGNAR KRISTBJÖRN KRISTINSSON
lést föstudaginn 30. október síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn
13. nóvember klukkan 11.
.
Hólmfríður Sigurðardóttir, Sigurgísli Kristinsson
og fjölskylda.
Ástkær bróðir okkar og frændi,
ÓLAFUR ANDERS KJARTANSSON,
bóndi frá Pálmholti í Arnarneshreppi,
andaðist á dvalarheimilinu Grenilundi
á Grenivík föstudaginn 30. október
síðastliðinn.
.
Elín Guðrún Kjartansdóttir,
Guðrún Þóra Kjartansdóttir,
systkinabörn hins látna og fjölskyldur.