Morgunblaðið - 04.11.2015, Page 28

Morgunblaðið - 04.11.2015, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 ✝ Sveinn Krist-jánsson fædd- ist að Hæli í Gnúp- verjahreppi 17. apríl 1925. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skóg- arbæ 21. október 2015. Foreldrar hans voru hjónin Krist- ján Þórður Sveins- son, bóndi, f. 5. september 1891 í Syðra- Langholti, Hrunamannahreppi, d. 2. ágúst 1990, og Guðmunda Þóra Stefánsdóttir, húsfreyja, f. 1. janúar 1901 í Stardal, Stokkseyrarsókn, d. 5. desem- ber 1995. Systkini Sveins eru: Katrín, f. 1926, Stefán, f. 1927, d. 1970, Sigrún, f. 1929, Steinþór, f. 1931, og Ólafur, f. 1949. Sveinn kvæntist 21. maí 1954 Aðalheiði Edilonsdóttur, f. 26. september 1933 í Ólafsvík. Börn þeirra eru: 1) Kristján Guðmundur, f. 4.8. 1956, önnur störf í sveitinni og ná- grenni svo sem Bretavinnu við gerð flugvallar í Kaldaðarnesi. Sveinn lauk fullnaðarprófi á Selfossi, nam við Héraðsskól- ann á Laugarvatni og síðan Kennaraskólann í Reykjavík þar sem hann lauk kenn- araprófi árið 1947. Það sama ár hóf hann kennslu við Laug- arnesskóla og við Austurbæj- arskóla og síðar kenndi hann við Laugalækjarskóla þar sem hann starfaði til eftirlaunaald- urs. Sveinn vann við bústörf í Geirakoti flestöll sumur á með- an foreldrar hans voru bændur þar. Sveinn var virkur í kenn- arafélagi Laugarnesskóla og vann ötullega að skógrækt og uppbyggingu skólasels í Katla- gili, og hélt því starfi áfram fram á efri ár. Hann starfaði sem gæslumaður í barnastúk- um og ungmennafélagi Reykja- víkur. Sveinn var félagi í Lions- klúbbi Kópavogs og félagi eftirlaunakennara. Hann stund- aði íþróttir og útivist alla sína tíð; skíði, skauta, göngur og sund. Síðustu árin var hann virkur félagi í Glóðinni, íþrótta- félagi eldri borgara í Kópavogi. Útför Sveins fer fram frá Digraneskirkju í dag, 4. nóv- ember 2015, kl. 13. kvæntur Sigríði Hjörleifsdóttur, f. 8.5. 1958, og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. 2) Edda Lilja, f. 6.2. 1958, gift Páli Árnasyni, f. 10.3. 1957, og eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn. 3) Ingibjörg A., f. 10.8. 1959, sam- býlismaður Þröstur Magnússon, f. 15.8. 1959, og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. 4) Stefán Jökull, f. 2.5. 1963, kvæntur Sjöfn Sigurgísladótt- ur, f. 2.9. 1963, og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn. 5) Kol- brún, f. 6.10. 1974, áður gift Guðmundi B. Friðrikssyni, f 17.3. 1975, og eiga þau þrjú börn. Sveinn fluttist með fjölskyldu sinni að Geirakoti í Flóa þegar hann var fjögurra ára. Sem unglingur og ungur maður vann hann við bústörf og ýmis Ef lýsa ætti pabba með þremur orðum þá væri það lífsgleði, vinnusemi og nægjusemi. Þessi lífssýn pabba síaðist inn í mig í uppeldinu og varð hluti af yndis- legu uppeldi í foreldrahúsum í Álf- heimunum. Pabbi byggði okkur fjölskyld- unni raðhús í Stórahjallanum og á tímabili vorum við níu í heimili og pabbi og mamma þurftu virkilega að útfæra vel hvernig átti að fæða og klæða þennan fjölda. Þá var gripið til hinnar gömlu góðu ís- lensku aukavinnu sem fólst meðal annars í rófurækt, múrverki, dag- mæðrun og auðvitað líka stuðst við hinar hefðbundnu aukabú- greinar eins og sláturgerð og ber- jatínslu. Allt varð þetta órjúfan- legur hluti af fjölskyldulífinu sem við systkinin tókum virkan þátt í. Pabbi var kennari af guðsnáð og sinnti starfi sínu af hugsjón. Hann myndaði góð tengsl við nemendur sína og eftir starfslok var honum oft á tíðum boðið af fyrrverandi nemendum til ýmissa viðburða og til að fagna útskrift- arafmælum. Pabbi var bæði útsjónarsamur og vinnusamur. Sama hvort um var að ræða kennsluna, húsbygg- ingar, múrverk, rófurækt eða annað sem hann tók sér fyrir hendur. Allt virtist vera honum auðvelt og áreynslulaust, en um- fram allt skemmtilegt. Þær voru ófáar ferðirnar sem við pabbi fórum saman á Land Rover árgerð 1966 austur í Geira- kot til að sækja rófuuppskeru sumarsins, þvo og snyrta og selja síðan í kjörbúðum. Ekkert stopp- aði okkur feðgana, keðjur voru oft settar undir jeppann í ófærð uppi á Hellisheiði. Stundum var mokað og ýtt, en ávallt hélt pabbi ró sinni og alltaf komumst við heilir á húfi í bæinn. Tjaldferðalög síðsumars eftir heyskap og önnur störf í Geirakoti voru sjálfsagður hluti af fjöl- skyldulífinu. Oftar en ekki varð hálendið fyrir valinu, gamli Landróverinn pakkaður af við- legubúnaði og haldið upp í Herðu- breiðarlindir, Öskju og fleiri perl- ur í íslenskri náttúru. Á þennan hátt lærði ég að upplifa og njóta íslenskrar náttúru á sérstakan og gefandi máta og í þessum ferðum minnti pabbi mig stundum á orð Tómasar Guðmundssonar að „Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt“. Á ferðalögunum fór pabbi oft með erindi úr ljóðinu Áfangar eftir Jón Helgason og gerði þannig upplifun mína af náttúruperlum á borð við Laka- gíga og Dritvík ennþá sterkari. Á efri árum náði pabbi virki- lega að njóta lífsins þátt fyrir langvinn og erfið veikindi. Krabbameinið fór mildum hönd- um um pabba framan af. Síðustu tvö árin voru pabba erfið en engu að síður hélt hann sínu striki, með einbeittan lífsvilja og lífsgleði að leiðarljósi og það kom honum á lappirnar aftur og aftur eftir áföll tengd krabbameininu og fylgi- kvillum þess. Pabbi og mamma voru órjúfan- leg heild í gegnum hjónabandið. Mamma studdi pabba á ómetan- legan hátt alveg fram á dánardag- inn. Hún sat hjá honum, spilaði við hann og spjallaði á hverjum degi. Við erum öll þakklát fyrir þær fallegu minningar sem pabbi gaf okkur á langri og farsælli ævi. Stefán Jökull Sveinsson. Elsku pabbi. Þú tókst saman öll gömlu bréfin sem ég hafði sent ykkur mömmu í gegnum tíðina, settir í umslag og merktir mér. Svo líkt þér að halda utan um svona. Ég fékk þetta umslag dag- inn eftir að þú kvaddir og það var svo skrítið að fara í gegnum þessi bréf og setjast svo niður til að skrifa þér í síðasta sinn. Það er erfitt að kveðja og ég veit, það var algert svindl að þurfa að fara, ekki síst fyrir eljusaman og lífsþyrstan mann. Ég er afar þakklát fyrir að hafa átt þig sem pabba. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað skemmtilegt með eða fyrir okkur krakkana. Þú gast meira að segja gert vinnuna í kringum rófugarð- inn bærilega á þinn einstaka hátt. Þú varst alltaf til í að aðstoða alla við allt mögulegt, frá húsasmíðum til þíns helsta áhugamáls og ævi- starfs, kennslu. Þvílíka þolinmæði sem þú sýndir við að tyggja allar þessar óþarflega mörgu og flóknu íslenskureglur ofan í mig. Kennsl- an átti svo vel við þig, enda þótti þér fólk almennt skemmtilegt og áhugavert, ekki síst ungt fólk og ekki leiddist þér að tala og segja frá. Það voru ófá kvöldin sem ég man eftir að hafa setið hjá þér þegar þú varst að fara yfir nem- endaverkefnin og þá hugsaðir þú stundum upphátt. Það var svo greinilegt að þér þótti vænt um nemendurna þína. Þér þótti líka vænt um landið þitt og það voru forréttindi að fá að ferðast með þér um landið sem þú þekktir svo vel og þuldir upp hinar ýmsu stað- reyndir og þjóðsögur á leiðinni. Þær voru líka góðar allar stund- irnar okkar í fjöllunum og það var enginn vafi á að þú skemmtir þér vel á skíðum. Ferðirnar í Katlagil voru margar, hvort sem það var vegna vinnu eða skemmtunar. Reyndar er ég viss um að þér hafi þótt öll vinnan þar alveg jafn skemmtileg og bálið við lækinn sem okkur krökkunum þótti best af öllu. Þér þótti heldur ekkert leiðinlegt í seinni tíð að rölta um í Katlagili og sýna okkur árangur- inn af því flotta starfi sem þú vannst þar með samkennurum og nemendum. Þær eru ótalmargar góðu minningarnar sem ég á um þig, en ég læt þetta duga og geymi allar hinar með mér. Þú varst ynd- islegur pabbi og takk fyrir sam- veruna.Takk fyrir allt. Þú varst líka yndislegur afi og hér eru orð- in hennar Heiðrúnar Maríu til þín: Elsku afi. Við erum mjög leið yfir því að þú ert dáinn. Þú varst mjög skemmtilegur og við sökn- um þín svo mikið. Það var skemmtilegt að spila við þig og lesa bækur. Það var mjög gaman að fara í gönguferðir fyrir utan Blásali 22, og það var gaman á jól- unum og þegar þið sóttuð mig í leikskólann. Elska þig, þín Heið- rún. Kolbrún Sveinsdóttir. Sveinn tengdafaðir minn lifði 90 góð ár, þar af 60 ár í hamingju- sömu hjónabandi með henni Heiðu sinni. Þau eignuðust fimm börn, öll vel menntuð og hörku- dugleg. Barnabörn og barna- barnabörn eru mörg. Ég kynntist tengdapabba fyrir 37 árum. Hann var alltaf glaðleg- ur og ræðinn. Hann hafði einstak- lega gaman af að segja frá, eins og oft er með kennara, og rifjaði gjarnan upp bæði gamla og nýja tíma. Sveinn var mikill fjölskyldu- maður og héldu þau Heiða mörg fjölskylduboð í Stórahjalla. Ár- lega var þorrablót með bingói og jólaboð með framsóknarvist. Þetta þótti barnabörnunum alveg ómissandi. Ferðalög voru Sveini hugleikin og fóru þau Heiða á hverju sumri í lengri eða styttri ferðir á jeppan- um með Kolbrúnu með sér. Hann þekkti Ísland eins og lófann á sér og þau höfðu ferðast um það mest allt. Þegar við Kristján bjuggum erlendis komu þau Sveinn, Heiða og Kolbrún til okkar í tvígang og við ferðuðumst með þeim vítt og breitt um Norðurlöndin. Síðasta áratug ævi sinnar fóru þau Heiða í margar skipulagðar ferðir um Evrópu. Þau voru yfirleitt ekki fyrr kominn úr einni ferð þegar hann var farinn að hugsa um og skipuleggja þá næstu. Svona á líka að njóta lífsins. Þrátt fyrir flakk um víða veröld var alltaf einn staður sem var efst- ur í huga Sveins, en það var Geira- kot. Sveinn ólst þar upp ásamt systkinum sínum, þar sem Óli yngsti bróðir hans rekur enn kúabú. Ferðirnar í Geirakot urðu ótalmargar. Á sumrin bjó fjöl- skyldan þar oft í lengri tíma þegar Sveinn aðstoðaði föður sinn við búskap. Síðar stundaði hann rófu- rækt í Geirakoti í mörg ár. Síðasta ferðalag Sveins var í vor til að fagna 90 ára afmæli sínu með Heiðu, börnum og tengda- börnum. Það var skemmtileg ferð sem endaði með kaffiboði í gamla húsinu í Geirakoti þar sem systk- ini hans komu saman. Hann naut sín vel í þessari ferð. Sveinn var einstaklega vel gift- ur og voru þau hjón mjög sam- rýmd og gerðu flest saman. Heiða annaðist mann sinn af einstakri og aðdáunarverðri umhyggju síðustu mánuðina í veikindum hans. Mestur er missir Heiðu sem hún mun nú takast á við af æðru- leysi í faðmi sinnar stóru fjöl- skyldu. Sigríður Hjörleifsdóttir. Afi Sveinn var ljúfur, hlýr og skemmtilegur afi. Þannig lifir okkar minning um afa. Minningarnar frá heimsóknum okkar í Stórahjalla til afa og ömmu eru yndislegar. Þegar við fjölskyldan fluttum í Álfaheiðina í nágrenni við þau, þá nutum við þess að fá að koma til þeirra eftir skóla þar sem þau dekruðu við okkur. Afi aðstoðaði okkur oft við heimanámið þar sem hann kom iðulega með góðar aðferðir til að læra málfræðina og setninga- fræðina á einfaldan og skemmti- legan hátt. Spilin voru líka iðulega tekin upp eftir lærdóminn og setið og spilað við afa á meðan amma kom með pönnukökur eða annað góðgæti handa okkur. Eftirminnilegar eru ferðirnar með afa og ömmu í Katlagil þegar við fengum að sækja okkur jólatré þangað í byrjun desember. Eftir að búið var að finna og saga niður glæsilegt tré, þá kom amma með heitt kakó og randaköku og við hlýjuðum okkur fyrir framan kamínuna. Það var alltaf skemmtilegt í kringum afa. Alltaf eitthvað að gerast. Til dæmis skipulagði hann bingó og félagsvist í jólaboðum og þorrablótum og við krakkarnir biðum alltaf óþreyjufull eftir þess- um viðburðum. Þetta var há- punkturinn í veislunum. Við söknum afa sárt. Góðar og ljúfar minningar um afa munu alltaf fylgja okkur. Tinna og Snorri. Margar góðar minningar koma í hugann þegar ég hugsa til Sveins Kristjánssonar kennara. Sveinn var kennari við Laugarnesskóla frá 1947 og minnist ég hans í hópi samstilltra kennara sem voru við skólann þegar ég kom til starfa þar árið 1956. Sveinn var alltaf hress og tilbú- inn með smáglettni. Hann var einn af þeim kennurum sem ég leit upp til af því að mér fannst hann eiga svo gott með að um- gangast nemendur á þægilegan og jákvæðan hátt og vera alltaf með réttu svörin fyrir unglingana, en hann kenndi við unglingadeild skólans eins og það hét á þeim ár- um. Fljótlega beindist samstarf okkar að Katlagili, sem er skólasel Laugarnesskóla og allir sem hafa verið nemendur Laugarnesskóla þekkja mjög vel. Margir af kenn- urum skólans lögðu mikla vinnu í uppbyggingu Katlagils en fáir kennarar unnu þar eins mikið og Sveinn. Árið 1968 varð sameining milli Laugarnesskóla og Laugalækjar- skóla þannig að yngri nemendur hverfisins sóttu Laugarnesskóla en unglingadeildir fóru í Lauga- lækjarskóla. Fluttu þá margir kennarar unglingadeildar Laug- arnesskóla yfir í Laugalækjar- skóla og var Sveinn einn af þeim. Þrátt fyrir að Sveinn væri hættur að kenna við Laugarnesskóla var hann fulltrúi burtfluttu kennar- anna í nefnd sem sá um fram- kvæmdir í Katlagili og tók áfram þátt í skógræktinni og alls konar vinnu þar. Þessu starfi gegndi hann alla tíð á meðan heilsan leyfði og minnist ég síðasta stóra verkefnisins sem við áttum þar saman þegar við fluttum trjávið, sem kom vegna grisjunar, í jeppa- kerrunni hans að Mógilsá til að láta rista hann niður í smíðaefni fyrir nemendur. Framlag Sveins til Katlagils verður seint þakkað. Ég minnist góðra stunda þar sem við Sveinn og fjölskyldur okk- ar fórum saman í jeppaferðir inn á hálendið og víðar um landið. Þau voru góðir ferðafélagar og skipti þá engu hvernig veðrið var, alltaf var sami góði andinn. Ég þakka Sveini fyrir samfylgdina og við hjónin vottum Aðalheiði og börn- unum samúð. Jón Freyr Þórarinsson. Hvílík gæfa að hafa kynnst Sveini Kristjánssyni og átt hann að vini í 65 ár. Ég kynntist Sveini haustið 1950 er ég kom sem nýút- skrifaður kennari í Laugarnes- skóla. Skólinn var þá afar fjöl- mennur, húsnæðið var að springa utan af fjöldanum og kennt var frá morgni til kvölds í öllum hornum. Þarna var býsna hátt hlutfall ungra kennara og sjálfsagt settu þeir mark sitt á ýmislegt í skól- anum. Skólinn var þeim á margan hátt sem heimili, þar var mötu- neyti og öflugt félagslíf. Unga fólkið sem ekki var búið að festa ráð sitt sá ekki eftir stundum til þess að auka fjölbreytni í kennslu og félagslífi. Ómældar stundir hjá nemendum og kennurum voru til dæmis notaðar til þess að æfa skemmtiatriði fyrir hátíðir á veg- um skólans. Ógleymanlegt er þegar Sveinn var dansherrann minn í Les Lan- ciers sem æfður var undir stjórn Guðrúnar Nielsen, íþróttakenn- ara, í fyrsta jólafríinu mínu í skól- anum. Þetta er heilmikill hópdans, þar sem fjögur pör mynda kva- drillu. Þær urðu tvær, svo átta pör æfðu sleitulaust og öllu var tjaldað til, herrar í kjólfötum og dömur í hvítum síðkjólum. Teiknikennar- inn hannaði blævængi handa döm- unum og dansinn var sýndur á árshátíð skólans, öllum til ánægju. Áður en búskapur og barneign- ir tóku völdin, gafst okkur færi á fara saman í hópferð til Bretlands. Uppistaðan í hópnum var yngri kynslóð kennara úr Laugarnes- skóla. Þetta var mánaðarlangt menningarferðalag þar sem við heimsóttum ýmsa merka staði og skóla. Einnig fórum við í leikhús og sáum ballettsýningu. Tíminn leið og fjölskyldur mynduðust hjá ungu kennurun- um. Ég og minn maður festum ráð okkar á undan Sveini og Ásmundi vinum okkar. Það voru yndislegar stundir að fá þá í kvöldkaffi því við bjuggum nálægt skólanum. Um- ræðan snerist ótrúlega oft um kennslu. Mikill hugur var í félagi kennara skólans að safna fé til kaupa á landi í því skyni að byggja skólasel og kenna nemendum að rækta skóg. Land í Mosfellssveit varð fyrir valinu og ófáar stundir átti Sveinn í skógrækt með nem- endum í Katlagili. Þvílíkur lukkunnar pamfíll var Sveinn að finna Heiðu og eignast hana fyrir konu. Heiðu, sem ekki aðeins var falleg, heldur líka greind, dugleg og hagsýn. Svo komu öll þessi myndarbörn en vinátta okkar allra hélst, þrátt fyrir annríki hversdagsins. Á seinni árum gafst meiri tími til samskipta, ferðalaga og skemmt- ana, bæði hérlendis og erlendis. Að ferðast með þeim hjónum var ótrúlega gefandi og skemmtilegt. Alls konar störf léku í höndum sveitapiltsins Sveins. Hann var heilsugóður lengst af ævi. Síðustu ár fór heilsu hans hrakandi, þó átti hann góð tímabil á milli. Síðustu mánuði voru veikindin erfið og Heiða stóð sem klettur í þessari erfiðu sjúkdómstíð. Ofar öllu er ómælt þakklæti fyrir allar góðu stundirnar. Inni- legar samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar. Við sem þekktum gleðina dáin byggir hún hjörtu okkar og brýnir þar egg sársaukans svo að við umberum hann. (Þuríður Guðmundsdóttir) Elín Vilmundardóttir. Okkur vinkonurnar langar að minnast í nokkrum orðum Sveins Kristjánssonar sem nú er fallinn frá. Það eru margar ljúfar minn- ingar sem koma upp í hugann frá vinnukonuárum okkar í Geirakoti. Sveinn var grunnskólakennari og því laus frá kennslu á sumrin en þá kom hann í sveitina að aðstoða litla bróður sinn við búskapinn og rækta rófur. Við vorum svo lán- samar að fá að verja þessum sumrum með Sveini við bústörfin, hann var okkur sérstaklega þol- inmóður og skilningsríkur þrátt fyrir að við værum illa haldnar af gelgjunni. Sveinn var vinur okkar og ávallt tilbúin að setja sig í okk- ar spor, það var líkt og hann skildi brölt unglingsáranna. Mörg kvöld var brunað á Landrovernum í sund á Selfoss. Hann taldi það ekki eftir sér að bíða eftir okkur meðan við fórum í sturtu fyrir sundferðina. Ekki tókum við í mál að fara í sund með fjósalykt! Í súrheysturninum var Sveinn verkstjórinn, það voru skemmti- legir tímar, mikið hlegið og skipst á skoðunum. Gelgjurnar tvær voru með nýjustu slagarana á full- um styrk í kasettutækinu svo Sveini þótti oft nóg um. Alltaf sýndi hann okkur þó skilning og var farinn að syngja með Pamelu í Dallas og fleiri sumarsmellum þegar líða tók á sumarið. Dag einn tók hann þó ráðin í sínar hendur og gaf það út að eftir tvær spilanir af gelgjugargi skyldi stóra bílaka- settan spiluð einu sinn í gegn, báð- ar hliðar, það gekk eftir við lítinn fögnuð okkar vinkvenna. Allt var þetta þó í miklu bróðerni og gott ef við vorum ekki farnar að raula með ættjarðarsöngvunum líka. Það var einhvern veginn alltaf gaman að vera með Sveini, sama hvaða störfum var sinnt, hann var Sveinn Kristjánsson HINSTA KVEÐJA Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson) Félagar í Íþróttafélag- inu Glóð þakka liðnar stundir um leið og aðstand- endum er vottuð dýpsta samúð. Sigurbjörg Björgvins- dóttir, formaður. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA SIGRÍÐUR GUNNLAUGSDÓTTIR, lést á Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík föstudaginn 30. október. Útförin verður frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 7. október klukkan 13.30. Jarðsett verður að Völlum í Svarfaðardal. . Guðrún Stefánsdóttir, Finnur Magnússon, Jóhanna Jónsdóttir, Guðni Guðbergsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.