Morgunblaðið - 04.11.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015
Eggert Páll Ólason, einn af eigendum Íslensku lögfræði-stofunnar, er fertugur í dag. Hann er nýorðinn faðir, eign-aðist dóttur í ágúst síðastliðnum. „Ég ætla því að eyða afmæl-
isdeginum í rólegheitum. Besta afmælisgjöfin væri að fá að sofa út en
það er kannski pínu ósanngjarnt í garð unga barnsins.“ Stelpan heitir
Karólína og móðirin og sambýliskona Eggerts er Sveindís Ýr Sigríð-
ar-Sveinsdóttir.
Spurður út í áhugamál og félagsmálastörf, en hann hafði unnið fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn á árum áður, segist Eggert aðallega vera í skot-
veiði og golfi. „Einu félagsstörfin sem ég sinni núna eru að ég er í
golfnefnd Lögmannafélagsins en maður hreykir sér ekki af því. Svo
var ég í stjórn Skotvís þar til það uppgötvaðist að ég var svo óhittinn.
Ég fór núna fyrstu helgina á rjúpu en fékk ekki neitt, um næstu helgi
held ég upp á afmælið þannig að allt púður verður sett í síðustu
helgina í bókstaflegri merkingu þess orðs.
Ég hef líka verið í fjallamennsku svo ég blási sjálfan mig enn frekar
út, hef farið á Hvannadalshnúk og Hrútfjallstinda. Ég var í lélegu
formi og það var skorað á mig að fara í gönguprógramm hjá Halla
pólfara. Það má segja að það hafi bjargað því að ég kemst á fimmtugs-
aldurinn og ég er í feiknagóðu formi núna. Hrútfjallstindar eru miklu
erfiðari en Hvannadalshnúkur og ég mæli gegn því að fara í þá ferð.
Hún er bara fyrir vitleysinga, eina útsýnið sem maður fær er svo á
Hvannadalshnúk sjálfan, þeir eru hlið við hlið. Svo er ég líka í stang-
veiði, fór reyndar aðeins í eina ferð í sumar en það var aðallega vegna
þess að ég var að landa þessari 51 cm í ágúst.“
Á toppnum Eggert staddur á toppi Hvannadalshnúks 29. maí 2010.
Landaði einni 51 cm
Eggert Páll Ólason er fertugur í dag
S
igríður Erla fæddist á
Njálsgötu 20 í Reykjavík
4.11. 1930: „Ég fæddist í
húsi móðurbróður míns,
Sigmundar Sigmunds-
sonar, síðar skipstjóra hjá Eimskip,
og var skírð í höfuðið á Sigríði, konu
Sigmundar, en tengslin við fjöl-
skyldu þeirra voru alla tíð náin.“
Sigríður ólst upp í Viðey til 10 ára
aldurs en foreldrar hennar bjuggu
þar í 22 ár: „Faðir minn var for-
söngvari í Viðeyjarkirkju og hafði
mikla og hljómfagra rödd. Hann var
afi Kristins Sigmundssonar óperu-
söngvara og sönghefð var mjög rík í
hans fjölskyldu.“
Fjölskylda Sigríðar flutti til
Reykjavíkur árið 1939. Á stríðs-
árunum var fjöldi reykvískra barna
fluttur í sveitir landsins af ótta við
yfirvofandi loftárásir á Reykjavík:
„Ég fór þá með skipi að Sveinseyri
við Tálknafjörð til vandalausra sem
ég hafði aldrei hitt og dvaldi þar
fram á haust. Mér er alltaf minnis-
stætt frá þeirri dvöl þegar síma-
samband við Reykjavík rofnaði þann
27.8. 1941. Fólk óttaðist að loftárásir
hefðu verið gerðar á höfuðborgina
en ástæðan var sú að Churchill kom
Sigríður Erla Smith, fyrrverandi stjórnarformaður – 85 ára
Keðjan Hér er stjórn kvenfélagsins Keðjunnar samankomin á góðri stund á heimili Sigríðar fyrir allmörgum árum.
Eiginkona sjómannsins
Á Spáni Sigríður er dugleg að ferðast. Hér er hún á götu í Barcelona.
Sigríður Sól Þórarinsdóttir og Sigríður Freyja Hallgrímsdóttir söfnuðu 3.992
krónum sem þær báðu Rauða krossinn að gefa flóttafólki.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16
Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
FASTUS býður upp á mikið
úrval af stuðningshlífum
frá Sporlastic.
Vandaðar vörur á góðu verði.
Sporlastic vörurnar fást
einnig í flestum apótekum.
NJÓTTU
LÍFSINS