Morgunblaðið - 04.11.2015, Page 35
til Reykjavíkur og í varúðarskyni
var símasamband rofið um allt
land.“
Sigríður hóf skólagöngu í Austur-
bæjarskóla 1939 og fór síðan í Gagn-
fræðaskóla Ingimars. Að loknu námi
þar, árið 1948, hóf Sigríður störf á
skrifstofu Eimskipafélagsins í
Reykjavík. Þar starfaði Sigríður til
1950 en þá giftist hún eiginmann-
inum, Magnúsi Smith, sem alla sína
starfsævi var vélstjóri á skipum
Eimskipafélagsins.
Sigríður var lengst af heimavinn-
andi sjómannskona: „Fjarvistir eigin-
mannsins frá heimilinu voru oft lang-
ar og ferðir millilandaskipa ekki eins
skipulagðar og síðar varð. Líf fjöl-
skyldunnar mótaðist mjög af þessum
aðstæðum en sjómannskonur höfðu í
nógu að snúast og þurftu að annast
margs konar útréttingar fyrir fjöl-
skyldur sínar og heimili.“
Sigríður og Magnús fluttu í ný-
byggt raðhús við Hvassaleiti 149,
árið 1961, voru með þeim fyrstu
sem fluttu í hverfið og bjuggu þar í
50 ár.
Vélstjórafélag Íslands stofnaði
kvenfélag 1928 til að annast líknar-
og styrktarmál fyrir félagið. Eigin-
konur vélstjóra tóku að sér kven-
félagið, breyttu nafninu í „Kven-
félagið Keðjan“ og héldu áfram að
annast styrktarmál og líknarstörf
fyrir fjölskyldur vélstjóra. Í gegnum
tíðina hafa þær, ásamt kvenfélög-
unum Öldu og Hrönn, sinnt marg-
víslegum líknarstörfum sem m.a.
voru fjármögnuð með sölu varnings
á sjómannadaginn.
Sigríður var formaður Keðjunnar
í nærri 30 ár og átti með félags-
konum og fjölskyldum þeirra marg-
ar ánægjustundir, ekki síst í
tengslum við byggingu sumarbú-
staðar sem kvenfélagið byggði sér á
Laugarvatni og var vígður árið 1980.
Árið 1985 hóf Sigríður störf utan
heimilis, hjá auglýsingastofunni
Maxis. Hún hefur allar götur síðan
verið viðloðandi auglýsingastörf.
Sigríður er í Thorvaldsensfélag-
inu, Grikklandsfélaginu og Við-
eyingafélaginu. Hún var kjörin í
stjórn Sparisjóðs vélstjóra 1995 og
sat þar um árabil, ein kvenna. Hún
varð stjórnarformaður í Sparisjóðn-
um árið 2003 og telst til að hún hafi
fyrst kvenna gegnt formennsku í
stjórn fjármálafyrirtækis á Íslandi.
Hún hætti í stjórn sjóðsins árið
2006.
Fjölskylda
Sigríður giftist 21.7. 1950 Magn-
úsi Smith, f. í Reykjavík 26.9. 1925,
d. 8.6. 1997, vélfræðingi. Foreldrar
hans voru Eggertína Magnúsdóttir
Smith, og Paul Oskar Smith pípu-
lagningameistari.
Börn Sigríðar og Magnúsar eru
Sólveig, f. 2.12. 1950, deildarstjóri á
Landspítala, búsett í Reykjavík, gift
Sigurði Kjartanssyni rafeindavirkja
og eru börn þeirra Sigríður Erla, f.
1975, og Kjartan Orri, f. 1978; Alla
Dóra, f. 1954, d. 1955; Alla Dóra, f.
26.10. 1955, leikskólakennari, búsett
í Reykjavík en maður hennar er
Einar Ingimarsson arkitekt og eru
börn þeirra Magnús, f. 1986, Ingi-
mar, f. 1988, og Þórhildur, f. 1995;
Magnús Jón, f. 6.8. 1959, vélfræð-
ingur, búsettur í Reykjavík, kvænt-
ur Ólöfu Ingu Heiðarsdóttur toll-
verði og eru börn þeirra Heiðar, f.
1988, og Íris Kristín, f. 1994; Þóra
Björk, f. 17.5. 1973, stjórnmálafræð-
ingur, búsett í Reykjavík, gift Ásdísi
Þórhallsdóttur, leikstjóra og starfs-
manni við Listasafn Reykjavíkur, og
eru börn þeirra Elíasbet, f. 1992,
Sigþór Elías, f. 2007, og Þórhallur
Valtýr, f. 2012.
Langömmubörn Sigríðar eru
fimm talsins.
Systkini Sigríðar: Sigrún Þórðar-
dóttir, f. 9.5. 1918, d. 22.1. 1977, hús-
freyja í Reykjavík; Sigmundur
Þórðarson, f. 14.6. 1920, d. 4.4. 1973,
matsveinn og framkvæmdastjóri
Hlégarðs í Mosfellsbæ, búsettur í
Reykjavík; Sigurður, f. 16.1. 1935, d.
31.5. 2008, tannlæknir í Reykjavík,
og Kristjana, f. 5.7. 1924, húsfreyja
og fyrrv. matráðskona í Reykjavík.
Foreldrar Sigríðar voru Þórður
Helgi Jóhannesson, f. 1893, d. 1968,
verkstjóri í Viðey og í Reykjavík, og
k.h., Sólveig Sigmundsdóttir, f. 1899,
d. 1984, húsfreyja.
Úr frændgarði Sigríðar E. Smith
Sigríður Erla
Sigríður
Bjarnadóttir
Bjarni Kristjánsson Welding
tómthúsmaður í Hafnarfirði
Guðrún Bjarnadóttir
Welding
húsm. í Hafnarfirði,
síðar í Rvík
Sigmundur Jónsson
sjómaður í Hafnarfirði
Sólveig Sigmundsdóttir
húsmóðir í Rvík og Viðey Sigríður Erlendsdóttir
húsmóðir á Hól
Anna Sesslja Ásmundsóttir
húsmóðir í Melhúsi
Rósinkrans Jónasson
tómthúsmaður í Melhúsi
Jónína Rósinkransdóttir
vann að líknarstörfum af áhuga
Jóhannes Kristján Sigurðsson
sjómaður í Rvík
Þórður Helgi Jóhannesson
vélgæslumaður í Viðey,
seinna verkstjóri í Rvík
Steinunn Sigurðardóttir
húsfr. í Reykjavík
Sigurður Þórðarson
útvegsmaður í Rvík, kenndur
við Steinhúsið
Anna Emilsdóttir
blaðamaður
Árni Emilsson
tónlistarmaður
Guðrún Jónsdóttir saumakona
Guðmundur Jónsson bóndi
á Guðmundarstöðum Jón Guðmundssontómthúsmaður á Hól
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015
Tvíburabræðurnir Árni ogMarinó Jónssynir fæddust áBíldudal 4.11. 1906. For-
eldrar þeirra voru hjónin Jón Árna-
son, prestur í Otradal og síðar á
Bíldudal, og Jóhanna Pálsdóttir en
þau hjón eignuðust átta börn. Jón
var sonur Árna Jónssonar, hrepp-
stjóra og dbrm. á Þverá í Hallárdal,
bróður Ragnheiðar, húsfreyju á
Eskifirði, móður Ólafs Friðriks-
sonar, verkalýðsleiðtoga og ritstjóra
Alþýðublaðsins. Bróðir Árna var
Ólafur, gestgjafi á Skagaströnd,
langafi Sunnu Borg leikkonu, Gunn-
ars Ragnars, forstjóra á Akureyri,
og Áslaugar Ragnars, fyrrv. blaða-
manns, móður Kjartans Magnús-
sonar borgarfulltrúa.
Eiginkona Árna var Stefanía Stef-
ánsdóttir húsfreyja og eignuðust
þau þrjá syni, Stefán Þór, f. 1930,
Jón, f. 1937, d. 1958, og Gylfa, f.
1939, d. 2005.
Eiginkona Marinós var Andrea
Soffía Wedholm og er sonur þeirra
Örn, f. 1940. Þeir tvíburabræður
misstu eiginkonur sínar á sama ári,
1966, með tveggja mánaða millibili.
Árni og Marinó fluttu til Reykja-
víkur um tvítugsaldurinn. Arni
stundaði þar verslunarstörf um ára-
bil, stofnaði síðan Heildverslun Árna
Jónssonar árið 1945 og var stór-
kaupmaður upp frá því.
Marinó fór í Loftskeytaskólann er
hann kom suður, var síðan loft-
skeytamaður á togurum í áratug,
rak síðan töskuverksmiðjuna Merk-
úr frá því á stríðsárunum og til árs-
ins 1953 og síðan aðrar töskugerðir
til dánardags og töskuverslanir við
Vesturgötu í Reykjavík, Hverfisgötu
og við Laugaveg. Hann þótti afburða
kventöskuhönnuður og vandvirkur
handverksmaður.
Árni og Marinó voru nánir og
mjög líkir í útliti og var oft hent
gaman að því að fólk átti erfitt með
að þekkja þá í sundur. Þeir höfðu
ljúfa lund og voru einstaklega greið-
viknir og ráðagóðir.
Þau systkinin sýndu Bíldudal
mikla ræktarsemi og Árni átti oft
frumkvæði að hópferðum brott-
fluttra Bílddælinga þangað.
Árni lést 13.1. 1969, en Marinó 6.2.
1974.
Merkir Íslendingar
Árni og Marinó Jónssynir
90 ára
Guðbjörg Jónsdóttir
85 ára
Gunnar Ingi Olsen
Hulda Pálína Matthíasdóttir
Kristján Steinsson
Sigurborg Valgerður
Jónsdóttir
Valgerður Einarsdóttir
80 ára
Ingibjörg Garðarsdóttir
75 ára
Guðrún Hjördís
Svavarsdóttir
Gunnlaug Ólafsdóttir
Jóhanna Svavarsdóttir
Marta Pálsdóttir
Sigurður Hermannsson
Sigurlaug Stefánsdóttir
70 ára
Bragi Guðmundsson
Hannveig Valtýsdóttir
Margrét Kristjánsdóttir
Þórður Helgi Bergmann
60 ára
Gréta Friðrika
Guttormsdóttir
Guðrún E.
Sigurbjarnadóttir
Hjálmar Benediktsson
Hörður S. Bachmann
Kamalanatha J.
Lankathilaka
Magnús Harðarson
Margrét H. Hjaltested
Ólafía Anna Halldórsdóttir
Svanhvít Hreinsdóttir
50 ára
Álfhildur Sigurjónsdóttir
Brynjar Guðmundur
Steinarsson
Elisabete Jesus Santos
Pereira
Erla Einarsdóttir
Guðjón Gunnarsson
Helga Margrét Hreinsdóttir
Júlíus Sævarsson
Kristín S. Markúsdóttir
Sjöfn Sverrisdóttir
Vignir Sigurðsson
Virgie Gaviola Garcia
40 ára
Benedikt Guðfinnur
Karlsson
Björgvin Unnar Ólafsson
Bogi Arason
Brynja Kristín
Guðmundsdóttir
Brynja Stephanie Swan
Börkur Hrafn Árnason
Eggert Páll Ólason
Elín Björg
Guðmundsdóttir
Gísli Svanur Svansson
Grzegorz Robert Redziak
Gunnar Örn Angantýsson
Konráð Leó Jóhannsson
Rafal Andrzej Glazer
Róbert Bjarnason
Sighvatur Ingi Gunnarsson
Sigurjón Óskarsson
Soffía Fransiska R. Hede
Tinna Kjartansdóttir
30 ára
Agnes Ýr Stefánsdóttir
Anna Jóna Kjartansdóttir
Anna Margrét Eiðsdóttir
Arnar Freyr Björnsson
Árni Arnórsson
Fannar Þeyr Guðmundsson
Ingi Sigurjón Jensson
Ívar Örn Hlynsson
Sara Hrönn Hauksdóttir
Sigrún Ýr Eyjólfsdóttir
Ylfa Ýr Steinsdóttir
Þorgeir Jón Gunnarsson
Til hamingju með daginn
30 ára Sigurður ólst upp
á Akureyri, býr í Reykja-
vík, lauk BSc-prófi í tölv-
unarfræði frá HR og er
forritari hjá Azazo.
Systkini: Árni Viðar
Björgvinsson, f. 1979;
Brynja Helgadóttir, f.
1986, og Pétur Örn Helga-
son, f. 1993.
Foreldrar: Helgi Sigurðs-
son, f. 1961, og Unnur
Guðrún Karlsdóttir, f.
1955. Þau eru búsett á
Akureyri.
Sigurður Rúnar
Helgason
30 ára Manuela ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
MSc-prófi í lífefnafræði
frá HÍ og starfar hjá Kerf-
islíffræðisetri HÍ.
Maki: Guðlaugur Ingi
Guðlaugsson, f. 1977,
tölvunarfræðingur hjá
Össuri.
Sonur: Kári Guðlaugsson,
f. 2012.
Foreldrar: Magnús Már
Kristjánsson, f. 1957, og
Isabelle De Bisshop, f.
1957.
Manuela
Magnúsdóttir
30 ára Hólmfríður býr á
Ísafirði, lauk Macc-prófi í
reikningsskilum og endur-
skoðun frá HÍ og er aðal-
bókari hjá Orkubúi Vest-
fjarða.
Maki: Kristján Óskar Ás-
valdsson, f. 1986, lög-
maður hjá Pacta lög-
mönnum.
Dóttir. Helga Dóra Krist-
jánsdóttir, f. 2014.
Foreldrar: Sonja Erlings-
dóttir, f. 1964, og Bóas
Eðvaldsson, f. 1963.
Hólmfríður
Bóasdóttir