Morgunblaðið - 04.11.2015, Side 38

Morgunblaðið - 04.11.2015, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Austurríski tónlistarmaðurinn Manu Delago heldur tónleika með hljóm- sveit sinni Handmade á Iceland Airwaves í nótt, tuttugu mínútur yf- ir miðnætti, í Norðurljósasal Hörpu. Delago er klassískt menntaður slag- verksleikari, nam einnig djass- trommuleik og tónsmíðar í Lund- únum og hefur hin síðustu ár vakið mikla athygli fyrir ótrúlega færni sína á svissneska hljóðfærið hang. Framleiðsla á því hófst um síðustu aldamót og minnir hljóðfærið á stál- trommu, bæði hvað hljóm varðar og útlit. Líkt og tvær stáltrommur hafi verið bræddar saman. Myndband sem Delago tók af sér og setti á YouTube árið 2008 vakti afar mikla athygli á sínum tíma og hefur nú verið skoðað yfir fimm milljón sinnum. Í því sést hann flytja eigið verk á hang af mikilli fimi og vakti myndbandið m.a. athygli Bjarkar Guðmundsdóttur sem fékk Delago til liðs við sig í Biophilia- verkefnið og síðar Vulnicura. Delago segist fyrst hafa séð hang hljóðfærið á netinu fyrir 12 árum. Á þeim tíma lék hann einkum á trommur, mar- imba og píanó en segist hafa heillast af hljóminum í hang og möguleikum hljóðfærisins. „Það var eins og öll hljóðfærin sem ég hafði leikið á kæmu saman í því,“ rifjar hann upp. Hann hafi æft sig af kappi og á end- anum hafi hang orðið eitt af aðal- hljóðfærunum sem hann leikur á og það hljóðfæri sem hann er þekkt- astur fyrir að leika á. Stórkostleg reynsla – Þú ert einn af fyrstu þekktu hang-leikurum heimsins, er það ekki? „Jú og ég sá tækifæri í því. You- Tube var að hefja göngu sína um það leyti sem ég fór að spila á það, 2006 og það hjálpaði mér og öðrum hang-leikurum að koma okkur á framfæri. YouTube var þá vett- vangur fyrir áhugamenn, einka- myndbönd fólks og stóru plötufyr- irtækin voru ekki komin á vefinn eins og núna,“ segir Delago. Hann hafi ekki órað fyrir því hversu vin- sælt myndbandið hans yrði. „Þetta er bara myndband af mér að spila,“ segir hann hógvær. – Og þannig kom Björk auga á þig. Ef hún hefði ekki séð þetta myndband hefðir þú kannski ekki spilað með henni, eða hvað? „Ætli það ekki, ég veit það ekki. Kannski hefði hún komið auga á mig með öðrum hætti. En myndbandið hjálpaði vissulega til.“ – Hvernig var að vinna með Björk? „Það var stórkostleg reynsla. Ég hlustaði mikið á tónlistina hennar þegar ég var táningur og hafði mik- ið dálæti á henni. Það var frábært að vinna með henni og hvetjandi, hún er magnaður listamaður,“ seg- ir Delago. Spurður að því hvort Björk hafi haft áhrif á tónsmíðar hans segir Delago að allir þeir tón- listarmenn sem hann hafi unnið með hafi gert það. „En jú, Björk veitti mér vissulega mikinn inn- blástur og það sem mér finnst áhugaverðast við hana er að list- sköpunin snýst ekki bara um tón- listina heldur líka hið sjónræna, búningana, lýsinguna, myndböndin o.fl.,“ segir Delago. – Hjálpaði samstarf ykkar til við að vekja athygli á þér og hljómsveit- inni þinni? „Já, ég myndi segja það. Hún er þekkt um allan heim og það er ekki slæmt að vera tengdur henni. Sumir tónlistarmenn eru alltaf tengdir öðr- um og þá oftast ákveðinni tegund tónlistar en ef maður vinnur með Björk á það ekki við því tónlistin hennar nær yfir svo vítt svið.“Del- ago og hljómsveit hans munu á tón- leikunum í nótt leika lög af nýút- kominni plötu Delago, Silver Kobalt, sem er sú níunda sem hann sendir frá sér. Delago segir lög plöt- unnar ýmist með söng eða án og nokkuð sé um rafdrifna takta. „Ég er hrifinn af því að blanda saman raftónlist, djassi og klassík; er með básúnu, fiðlu og píanó,“ segir hann um tónlistina á plötunni. Sem betur fer þurfi hann ekki að flokka tónlist- ina í ákveðinn stíl, þurfi ekki að stinga henni í einhverja tiltekna skúffu. Aðrir geti gert það. Delago og Handmade hafa haldið um 50 tónleika í Evrópu það sem af er ári til að kynna plötuna og segir hann að í desember og janúar á næsta ári verði tónleikaferðum haldið áfram. Á morgun, fimmtu- dag, tekur við tónleikaferðalag hjá Delago með annarri hljómsveit og það enskri, Cinematic Orchestra. Kjuðunum fleygt í gólfið Spurður að því hvort hann stökkvi þannig á milli hljómsveita alla jafna segir Delago að hann geri það en reyni þó að gæta þess að tónleika- ferðirnar verði ekki of margar. „Ég kann að meta fjölbreytni, ég hugsa að um 50-60% tónleika hjá mér séu með minni eigin hljómsveit en ég hef verið svo lánsamur að fá að spila með mörgum frábærum hljómsveitum,“ segir Delago og bætir við að hann hafi gaman af tilraunamennsku. Því til dæmis má benda á mynd- band á YouTube af honum að leika eigið verk á hang með strengjasveit Lundúnasinfóníunnar. Strengja- hljóðfæraleikararnir leika með trommukjuðum á hljóðfærin og í miðjum verkinu fleygja þeir kjuð- unum í gólfið, við mikinn fögnuð áhorfenda. „Ég hef gaman af því að gera tilraunir og koma áhorfendum á óvart,“ segir Delago og brosir að þessu uppátæki. „Hef gaman af því að gera tilraunir og koma áhorfendum á óvart“  Manu Delago leikur á Airwaves  Myndband af honum að leika á hang vakti athygli Bjarkar Ljósmynd/Gwendal Le Flem Á tónleikum Delago er þekktastur fyrir að leika af mikilli færni á hljóðfærið hang. Hér sést hann með þrjú slík hljóðfæri. Delago hefur starfað með Björk Guðmundsdóttur og gefið út níu hljómplötur, þá síðustu á þessu ári. Iceland Airwaves 2015 Þó svo Iceland Airwaves hefjist formlega í dag hófst hin sk. „off- venue“ dagskrá hennar, þ.e. tón- leikar utan dagskrár sem aðgangur er ókeypis að, í fyrradag. Í dag verða fjölmargir slíkir tónleikar haldnir á tugum staða í miðborginni, m.a. í verslunum og á kaffihúsum og verða þeir fyrstu á dvalarheimilinu Grund við Hringbraut kl. 10.30. Þar koma fram söngvaskáldið Svavar Knútur og Axel Flóvent. Sérstök Miðborgarvaka verður haldin í tilefni af Airwaves í kvöld og verða verslanir opnar fram eftir til kl. 21 og lengur en veitingahúsin eru opin langt fram eftir kvöldi að venju. Fjölmargar verslanir bjóða upp á léttar veitingar, sértilboð og dag- skráratriði og má því búast við ein- stakri Airwaves-stemningu í mið- borginni. Tónleikar fara fram víða, m.a. í menningarhúsinu Mengi við Óðins- götu þar sem listamenn útgáfunnar Bedroom Community koma fram kl. 19, þau Liam Byrn, Jodie Landau og Valgeir Sigurðsson. Tónlistin mun óma á Rauðarárstíg þar sem tón- leikar fara fram í Lucky Records og Gallerí Fold. Í Gallerí Fold mun Ledfoot hefja leik kl. 15 og í Lucky Records hefst tónleikahald kl. 14 þegar Eiríkur Sigurðsson treður upp. Eru þá örfáir tónleikar nefndir og má kynna sér dagskrána á vef há- tíðarinnar, icelandairwaves.is. Á Miðborgarvöku getur fólk einn- ig virt fyrir sér glæsilegar vegg- myndir sem Iceland Airwaves beitti sér fyrir að málaðar yrðu á fjöl- marga húsgafla og veggi í borginni. Nefnist sá hluti dagskrár hátíðar- innar Wall Poetry og voru verkin máluð af listamönnum götulistar- samtakanna Urban Nation í Berlín. Kort sem sýnir hvar verkin eru stað- sett í miðborginni má finna á vef há- tíðarinnar. Miðborgarvaka og ókeypis tónleikar Í Mengi Valgeir Sigurðsson heldur tónleika með Liam Byrn og Jodie Landau í Mengi í kvöld kl. 19. • Fullkomin forgreiningarstöð. Forgreining segir okkur flest allt um ástand bílsins og gæði. • Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur VW og Skoda. • Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi. • Starfsleyfi til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. REGLULEGT VIÐHALD HÆKKAR ENDURSÖLUVERÐ forðastu verðrýrnun bílsins og pantaðu tíma í forgreiningu Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.