Morgunblaðið - 04.11.2015, Side 39

Morgunblaðið - 04.11.2015, Side 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 Hvers vegna leggja sumbörn önnur í einelti? Ínýjasta leikriti HeiðarsSumarliðasonar, (90)210 Garðabær, má ljóst vera að það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Út- gangspunktur verksins er einelti í grunnskóla, en í stað þess að einblína á börnin skoðar Heiðar fullorðna fólkið sem stendur börnunum næst. Þannig tekst honum að beina sjónum sínum að fólki, sem í krafti auðs og valds telur sig hafið yfir aðra og finnst sjálfsagt að nota samferðafólk sitt í eigin þágu og ryðja þeim úr vegi sem eru fyrir. Freistandi er raunar að skoða verkið í stærra samhengi með allt þjóðfélagið og skipan þess undir. Í upphafi leikritsins trúir Sóley vinkonum sínum, þeim Steinunni og Bergdísi, fyrir því að tíu ára sonur hennar verði fyrir einelti í skólanum og hefur eftir honum að kvalarinn sé bekkjarbróðir sem búi með móður sinni í íbúð á vegum félagsmála- yfirvalda í Garðabæ. Sóley vill hjálpa syni sínum, en veit ekki hvernig best er að höndla hlutina. Vinkonurnar nánast neyða hana til að taka málin í eigin hendur, en það inngrip fer öðruvísi en upphaflega stóð til. Fyrsti þriðjungur verksins gerist fyrir inn- gripið og restin eftir það, en líkt og í grískum harmleikjum fá áhorfendur ekki að sjá atburðina sem öllu breyta heldur aðeins heyra um þá. Í matarboði Steinunnar (Vigdís Másdóttir) og eiginmanns hennar, Lofts (Stefán Hallur Stefánsson), sem fram fer daginn eftir inngripið afdrifaríka, má ljóst vera að atburð- irnir hafa haft mjög ólík áhrif á vin- konurnar þrjár. Steinunn og Bergdís (Svandís Dóra Einarsdóttir) halda áfram eins og ekkert hafi í skorist og eru eins og klettar í hafi en Sóley (María Heba Þorkelsdóttir) er á barmi taugaáfalls og leitar huggunar í sterkum vímugjöfum. Matargest- urinn og félagsráðgjafinn Reynir (Sveinn Ólafur Gunnarsson) reynist síðan lentur í ljónagryfju án þess að átta sig á því fyrr en um seinan, enda leika Steinunn, Bergdís og Loftur sér að honum eins og köttur að mús. Uppfærsla Leikfélagsins Geirfugls er kröftug og iðulega býsna fyndin. Greinilegt er að höfundi liggur mikið á hjarta og hefur gott auga fyrir svið- setningunni, en hann leikstýrir eigin texta. Vandinn er hins vegar sá að leikararnir fá heilt yfir ekki úr nógu safaríkum efnivið að moða. Þannig eru persónur verksins of tvívíðar og breytast lítið sem ekkert í framvindu leiksins. Stefán Hallur fær safaríkasta mol- ann og gerir sér mikinn mat úr Lofti. Umskipti hans úr tiplandi og kúg- uðum eiginmanni yfir í froðufellandi óargadýr voru áhrifarík. Einnig er eftirminnileg senan þegar Loftur leikur lagið „Brot“ eftir Svavar Knút fyrir Reyni og segir frá samskiptum sínum við tónlistarmanninn. Slíkar beinar vísanir inn í samtímann vöktu mikla kátínu áhorfenda. Svandís Dóra var tilkomumikil Bergdís og vakti óhug í ískaldri ein- beitingu sinni í hita leiksins. Höf- undur hefði hins vegar mátt undir- styðja betur viðkvæmni hennar fyrir gagnrýni á fjölskrúðugt ástarlíf hennar. Einnig hefði þurft að undir- byggja betur drauma Reynis um aukin áhrif og völd. Síðast en ekki síst var áhorfendum það ráðgáta hvers vegna Steinunn og Bergdís hafa viljað umgangast Sóleyju, sem virðist alls ekki af sama sauðahúsi og þær. Umgjörð Kristínu R. Berman er smart og kallast með góðum hætti á við innihaldið. Heimili Steinunnar og Lofts er mínímalískt og kalt í gráum tónum, en tröppur upp að sviðinu eru klæddar gervigrasi og nýttar sem garður þeirra hjóna. Vegglýsingin gefur réttu stemninguna og Magnús Arnar Sigurðarson nýtir ljósabreyt- ingar vel til að skipta um fókus. Bún- ingar Júlíönnu Láru Steingríms- dóttur eru stílhreinir og þjóna persónum vel. Litir eru notaðir til að undirstrika tengsl og eftir atvikum tengslaleysi. Þannig eru Steinunn og Loftur samstillt í bláum og mjög formlegum dressum í matarboðinu en Bergdís og Sóley klæðast svörtu. Í þessu samhengi stingur brúnn klæðnaður Reynis í stúf. Þrátt fyrir framangreinda galla er (90)210 Garðabær þrælskemmtileg og knöpp sýning þar sem svartur húmor er nýttur til að beina sjónum að spillingarmætti valdsins sem er gömul saga og ný. Svartur húmor „Þrátt fyrir framangreinda galla er (90)210 Garðabær þrælskemmtileg sýning þar sem svartur húmor er nýttur til að beina sjónum að spillingarmætti valdsins sem er gömul saga og ný,“ segir m.a. í rýni. Gömul saga og ný Þjóðleikhúsið (90)210 Garðabær bbbnn Höfundur og leikstjóri: Heiðar Sumar- liðason. Dramatúrg: Bjartmar Þórðar- son. Leikmynd: Kristína R. Berman. Búningar: Júlíanna Lára Steingríms- dóttir. Lýsing: Magnús Arnar Sigurðar- son. Leikarar: María Heba Þorkelsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Vigdís Másdóttir. Leikfélagið Geir- fugl frumsýndi í Kassanum í Þjóðleik- húsinu föstudaginn 30. október 2015. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST „An Issue of Structure“ er rann- sóknarverkefni sænsku listakon- unnar Snövit Hedstierna. Með verk- efninu hyggst hún skapa stærsta hljóðasafn um jafnrétti kynjanna á Norðurlöndum sem nýst getur fyrir Global Gender Gap Report, þar sem Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk eru talin þau lönd í heiminum þar sem mestu kynjajafn- rétti hefur verið náð. „Verkefnið sem núna er verið að taka upp á Íslandi, Noregi, Finn- landi, Danmörku og Svíþjóð mun samanstanda af 250-500 einstökum röddum og upptökum af viðtölum þar sem fjallað er um persónulega reynslu af kynjapólítík, jafnrétti og strúktúr kynjanna,“ segir m.a. í til- kynningu, en þar kemur fram að hljóðasafnið verður aðgengilegt á netinu auk þess að verða undir- staðan fyrir gagnvirka hljóðinnsetn- ingu sem verður sýnd á öllum Norð- urlöndum árið 2016. Listakonan leitar að konum sem þátt vilja taka í verkefninu hér- lendis. „Upptökur verða gerðar í þriggja til fimm manna hópum þar sem hver þátttakandi svarar spurn- ingum um persónulega reynslu varðandi jafnrétti kynjanna. Upp- tökurnar eru gerðar nafnlausar og taka venjulega tvær til fjórar klst. fyrir hvern hóp,“ segir í tilkynningu, en þar kemur fram að Hedstierna þurfi 50 til 100 konur í hverju landi. Upptökur hérlendis fara fram dagana 7.-17. nóvember nk. Þær sem vilja taka þátt eru hvattar til að senda listakonunni tölvupóst á net- fangið: hello@snowwhite.se. Hægt er að kynna sér fyrri verk Snövit Hedstierna á vefsíðunni snowwhi- te.se, en listakonan er með MFA- gráðu frá Concordia University í Kanada, MFA frá Valand Academy í Gautaborg í Svíþjóð og er núna gestalistamaður í Royal Academy of Arts í Stokkhólmi. Hljóðasafn um jafnrétti Listakonan Snövit Hedstierna leit- ar að íslenskum viðmælendum. Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 6/11 kl. 19:00 Lau 21/11 kl. 19:00 Fim 3/12 kl. 19:00 Fim 12/11 kl. 19:00 Sun 22/11 kl. 19:00 Fös 4/12 kl. 19:00 Fös 13/11 kl. 19:00 Fös 27/11 kl. 19:00 Fös 11/12 kl. 19:00 Fös 20/11 kl. 19:00 Lau 28/11 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Sun 8/11 kl. 20:30 Allra síðustu sýningar! Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 6/11 kl. 20:00 8.k. Fös 20/11 kl. 20:00 10.k Fös 18/12 kl. 20:00 Fim 12/11 kl. 20:00 aukas. Lau 5/12 kl. 20:00 Fös 13/11 kl. 20:00 9.k Fös 11/12 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 8/11 kl. 13:00 9.k Sun 22/11 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 15/11 kl. 13:00 Sun 29/11 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur Öldin okkar (Nýja sviðið) Fim 5/11 kl. 20:00 4.k. Lau 7/11 kl. 20:00 6.k. Fim 12/11 kl. 20:00 8.k. Fös 6/11 kl. 20:00 5.k. Sun 8/11 kl. 20:00 7.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k Hundur í óskilum snúa aftur Sókrates (Litla sviðið) Fim 5/11 kl. 20:00 12.k Mið 25/11 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Lau 14/11 kl. 20:00 13.k Lau 28/11 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 20:00 Lau 21/11 kl. 20:00 14.k Fös 4/12 kl. 20:00 Sun 22/11 kl. 20:00 15.k Lau 12/12 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina Vegbúar (Litla sviðið) Mið 4/11 kl. 20:00 10.k Sun 15/11 kl. 20:00 13.k Fim 26/11 kl. 20:00 Lau 7/11 kl. 20:00 11.k Mið 18/11 kl. 20:00 Fös 27/11 kl. 20:00 Sun 8/11 kl. 20:00 12.k Fim 19/11 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Mávurinn (Stóra sviðið) Mið 4/11 kl. 20:00 7.k. Lau 14/11 kl. 20:00 9.k Fim 26/11 kl. 20:00 Lau 7/11 kl. 20:00 8.k. Fim 19/11 kl. 20:00 Sun 29/11 kl. 20:00 Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki Hystory (Litla sviðið) Mið 11/11 kl. 20:00 aukas. Þri 24/11 kl. 20:00 allra síðasta sýn. Allra síðusta sýning! Og himinninn kristallast (Stóra sviðið) Fim 5/11 kl. 20:00 Mið 2/12 kl. 20:00 Sun 15/11 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00 Inniflugeldasýning frá Dansflokknum Dúkkuheimili, allra síðasta sýning! 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fim 5/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Fös 6/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 22.sýn Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas. Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Mið 11/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Sun 10/1 kl. 19:30 Lau 14/11 kl. 15:00 Aukas. Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Móðurharðindin (Kassinn) Fim 5/11 kl. 19:30 24.sýn Mið 11/11 kl. 19:30 18.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 27.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 25.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 20/11 kl. 19:30 30.sýn Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna. Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Lau 7/11 kl. 22:30 5.sýn Lau 21/11 kl. 22:30 7.sýn Mið 2/12 kl. 19:30 9.sýn Fim 19/11 kl. 19:30 6.sýn Mið 25/11 kl. 19:30 8.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Heimkoman (Stóra sviðið) Mið 4/11 kl. 19:30 3.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn Fös 27/11 kl. 19:30 11.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 8.sýn Fös 20/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Lau 7/11 kl. 13:30 Lau 7/11 kl. 15:00 Síðustu sýningar. (90)210 Garðabær (Kassinn) Fös 6/11 kl. 19:30 3.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 5.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 7.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 4.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 6.sýn Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Sun 8/11 kl. 14:00 Sun 15/11 kl. 14:00 Sun 8/11 kl. 16:00 Sun 15/11 kl. 16:00 Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu 4:48 PSYCHOSIS (Kúlan) Lau 28/11 kl. 17:00 Sun 29/11 kl. 17:00 DAVID FARR HARÐINDIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.