Morgunblaðið - 04.11.2015, Page 41

Morgunblaðið - 04.11.2015, Page 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Tveggja turna hjal nefnist sýning Einars Arnar Benediktssonar og Curvers Thoroddsen og verður opnuð í dag kl. 17 í Listamenn Gall- eríi um leið og tónlistarhátíðin Ice- land Airwaves hefst. Tímasetningin er engin tilviljun því báðir eru þeir tónlistarmenn og hafa unnið saman í Ghostigital á annan áratug. „Við viljum opna þetta samtal milli tón- listar og myndlistar,“ segir Curver. Báðir sýna þeir ný verk en þeir hafa aldrei áður sýnt saman þó þeir hafi starfað lengi saman í tónlist- inni. Verkin á sýningunni eru bæði í lit og svarthvítu, teiknuð, prentuð og tekin upp. „Það er gaman að vera á allt öðru rófi en Einar. Þessi verk okk- ar eru mjög ólík. Litmyndirnar hans [Einars] eru alveg frábærar. En ég er með kalt og tilfinn- ingalaust konseptverk sem er svarthvítt,“ segir Curver. Til minningar um Jóhann G. Verk Curvers nefnist Snúningar á mínútu og er fjölfeldisverk í formi vínylplötu. „Þetta er tilraun til að breyta vínylplötuforminu í sérstakt listaverk,“ segir Curver. Verkið hans er til minningar um tónlistar- og myndlistarmanninn Jóhann G. Jóhannsson sem lést fyr- ir tveimur árum. Jóhann gaf út fyrstu íslensku konseptplötuna á vínyl árið 1972 sem nefnist Brotinn gítar/Þögnin rofin. „Ég kynntist Jóhanni þegar við lærðum saman raftónlist í Tónlist- arskóla Kópavogs og eftir það urð- um við góðir félagar. Það sem mér fannst magnað við hann var að hann vann óheft í báða miðla,“ seg- ir Curver og bætir við að hug- myndin á bak við sýninguna sé að gera list sem liggur á milli tónlistar og myndlistar. „Í tónlistinni erum við ómstríðir saman og í galleríinu erum við það líka. Það er gaman að sjá hvernig við gerum þetta,“ segir Einar Örn um samstarf þeirra tveggja. „Ég held áfram að segja sögur og vinn ennþá með penna og papp- ír. Ég sest niður á kvöldin og segi sjálfum mér sögur af því sem gerð- ist yfir daginn,“ segir Einar Örn um annan hluta verkanna á sýning- unni. Verk líka unnin á spjaldtölvu Hin verkin eru unnin á spjald- tölvu og eru svo prentuð út og römmuð inn. Sú myndröð nefnist: Ef þú getur ekki sagt það, gerðu þá eitthvað. „Ég flæki svo söguna aðeins með því að gera fleiri sögur inn í hverja mynd. Þegar ég nefni myndirnar þá lendi ég í vandræðum því ég get ekki sagt alla söguna í fimm orðum og þarf að ákveða hvaða útgangs- punkt ég hef inn í hverri mynd. Svo eru heilar sögur faldar inni í hverri mynd,“ segir Einar Örn og bætir við að í grunninn séu teikningarnar allar einnar línu teikningar, en í sögunni eru komin fleiri flækjustig þar sem ekkert er augljóst. Teikningarnar ómeðvitaðar „Teikningin er í raun ómeðvituð. Þegar ég legg af stað í teikninguna þá veit ég sirka hvað ég er að fara að segja og svo breytist það. Þetta er ákveðin sagnahefð sem ég hef líka notað í textagerð. Ég er að segja sögur sem ég veit ekki alveg hvernig enda og geta breyst eftir því hvort þetta er skemmtisaga eða hryllingssaga,“ segir Einar Örn ennfremur um verkin. Ómstríðir saman í listinni  Tveggja turna hjal nefnist sýning Curvers og Einars Arnar  Unnið saman í tónlist en fyrsta sinn sem þeir sýna saman  Opnuð um leið og Airwaves hefst Morgunblaðið/Eggert Listamenn „Í tónlistinni erum við ómstríðir saman og í galleríinu erum við það líka. Það er gaman að sjá hvernig við gerum þetta,“ segir Einar Örn um samstarf hans og Curvers Thoroddsen. Sýning þeirra verður opnuð í Listamenn Galleríi í dag kl. 17 um leið og Iceland Airwaves hefst. Lára Snædal Boyce bar sigur úr býtum í örmyndakeppni Borgar- bókasafnsins, Bókaræmunni, með örmynd um bókina Eleanor og Park eftir Rainbow Rowell. Bóka- ræman er örmyndakeppni um bækur fyrir ungmenni á aldrinum 13-20. Þátttakendur gera 30-90 sekúndna mynd um bók að eigin vali og með frjálsri aðferð og er markmið keppninnar að vekja at- hygli unglinga á bókum, bókasöfn- um og lestri og hvetja til skapandi lesturs og túlkunar á bók- menntum, eins og því er lýst í til- kynningu. 20 myndir voru sendar inn til keppni og tengdust þær m.a. bókunum um Hungurleikana og Hvar er Valli? Í tilkynningu segir að þátttak- endur hafi sýnt frábæra takta í kvikmyndagerð og að öll brögð kvikmyndalistarinnar hafi verið notuð. Um sigurmynd Láru hafði dómnefnd m.a. þetta að segja: „Ör- mynd Láru um bókina Eleanor og Park er falleg og tilfinningaþrung- in þar sem myndataka og tónlist spila stórt hlutverk. Bókin sjálf er í aðalhlutverki ásamt stúlkunni sem er að lesa hana og upplifir sjálfa sig í sögunni þar sem henni finnst hún ekki falla inn í hópinn. Lokaskotið er flott og gefur til kynna betri tíma og hamingju- saman endi og vísar um leið í sög- una sjálfa og bókarkápuna.“ Lára gat ekki tekið við verðlaun- unum þar sem hún var úti á landi og var það frænka hennar, Katla Margrét, sem tók á móti verðlaun- unum fyrir hennar hönd. Birta Björnsdóttir og Guðrún Ísabella Kjartansdóttir sem hrepptu annað sætið með mynd um bókina Go ask Alice eftir Anonymous (Beatrice Sparks) frá árinu 1971 og í þriðja sæti urðu Gísli Gunnlaugur Geirs- son, Ernir Ómarsson og Magnús Már Magnússon með mynd sína um Rökkurhæðabókina Gjöfina eftir Birgittu Elínu Hassell og Mörtu Hlín Magnadóttur. Ör- myndirnar má finna á mynd- bandavefnum YouTube með því að slá inn í leitarglugga „Bókaræman 2015“. Þrjár örsögur hlutu verðlaun Bókasafnið stóð einnig fyrir SMS-örsögusamkeppni fyrir grunnskólabörn á aldrinum 10-16 ára og bárust hátt í 100 sögur í hana. Fyrstu verðlaun í keppninni hlaut Ásgerður Helga Bjarnadóttir fyrir eftirfarandi sögu: „Langt niðri á hafsbotni liggur kona. Hún er búin að liggja þar í rúm 7 ár. Heima bíður hennar drengur í sparifötunum. Hún hlýtur að koma bráðum, hugsar hann.“ Dómnefnd þótti sagan full af dramatík, sökn- uði og trega, uppbyggingin góð og stíllinn hnitmiðaður. Í öðru sæti var Egill Breki Kristjánsson með þessa sögu: „Einn daginn var kona að labba á götunni. Ég sá hana frá glugganum. Hún var smeyk. Ég veit ekki af hverju. Næsta dag fór ég í skólann og sá hana í blaði, hennar var saknað.“ Þriðja sæti hlaut svo Vilmundur Torfason fyrir eftirfarandi sögu: „Kona siglandi á þurru landi. Veið- andi krakka í pollagöllum: Gulur, rauður, grænn og blár. Regnbog- inn í fjarskanum. Borðandi hunda í bakgarðinum.“ Lára og Ásgerður hlutu 1. verðlaun Verðlaunamynd Stilla úr örmynd Láru Snædal Boyce sem hlaut fyrstu verðlaun í örmyndakeppni Borgarbókasafnsins, Bókaræmunni. Lára vann myndina út frá bókinni Eleanor og Park eftir Rainbow Rowell.  Verðlaun veitt í örmynda- og örsagnakeppni Borgarbókasafns Hausttónleikar Skólahljóm- sveitar Kópavogs verða haldnir í Háskólabíói í kvöld kl. 19.30. Skólahljóm- sveit Kópavogs er ein allra fjöl- mennasta skóla- hljómsveit lands- ins, með 180 hljóðfæraleikara innan sinna vébanda og á tónleikunum munu 150 nemendur koma fram í þremur hljómsveitum sem skipt er í eftir aldri og getu. Leikið verður brot af þeirri tónlist sem búið er að æfa frá skólabyrjun í haust. Tón- leikarnir eru unnir út frá þemanu „Íslensk tónlist“ og leitast verður við að leika sem mest af þekktum íslenskum sönglögum og dægur- flugum frá ýmsum tímum. Einnig er á efnisskránni konsertverk eftir Pál Pampichler Pálsson, „Suite Arctica II“. Stjórnendur sveitanna eru Össur Geirsson og Þórður Magnússon. 150 nemar á tónleikum Össur Geirsson Fleiri tónlistar- menn sem fram koma á tónlistar- hátíðinni Sónar Reykjavík á næsta ári hafa verið kynntir til sögunnar. Plötu- snúðurinn og raf- tónlistarfram- leiðandinn Boys Noize mun koma fram á henni sem og Floating Points sem mætir með hljómsveit. Hipphopp-listamaðurinn Angel Haze, Ellen Allien og Courtesy munu einnig leika á hátíðinni, sem og plötusnúðurinn Ben UFO og ís- lensk-færeyska tvíeykið Kiasmos. Þá mun íslenska poppstjarnan Páll Óskar Hjálmtýsson troða upp, teknótónlistarmaðurinn Bjarki mun leika í annað sinn á hátíðinni auk Lone, Eloq, Unkown, DJ E.D.- D.E.H GRK, Karó, DJ Katla, Tandri, Julia Ruslanova og Intro- beats. Páll Óskar á Sónar Páll Óskar Hjálmtýsson JEM AND THE HOLOGRAMS 5:30 SCOUTSGUIDE,ZOMBIE APOCALYPSE 8 CRIMSON PEAK 10:30 EVEREST 3D 5;30,8 SICARIO 10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.