Morgunblaðið - 05.11.2015, Page 10

Morgunblaðið - 05.11.2015, Page 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég gekk á gúmmístíg-vélum í þessa tíu daga afþví ég vildi nota það semég átti, í stað þess að verða mér úti um sérhæfðan göngubúnað. Ég vildi ekki undir- búa mig of mikið, bara ganga af stað. Ég átti þessi ágætu stígvél og þau komu að góðum notum og dugðu vel. Mér skilst að það sé að mörgu leyti hollara fyrir líkamann heldur en að ganga á sérhönnuðum hörðum gönguskóm. Með sérhæf- ingunni vill gleymast hvað það er sem skiptir máli, og hvað er nauð- synlegt. Ég hugsaði mikið til ömmu og afa á þessari göngu því þau hafa oft sagt mér frá þeirri byltingu þegar gúmmískórnir komu til sögunnar í þeirra lífi í Öræfasveitinni. Amma mín, Guðmunda Jónsdóttir frá Fag- urhólsmýri, er fædd árið 1929 og hún var sjö ára þegar hún fékk fyrst gúmmískó. Fram að því hafði hún verið í skinnskóm. Afi minn, Sigurgeir Jónsson, man eftir sér einvörðungu á gúmmískóm en hann er fæddur 1932. Við erum svo upptekin af því í nútímasamfélagi að nota réttu græjurnar í Öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Samfélagið býður upp á það, það er hægt að finna eitthvað sérhæft fyrir nánast allar okkar gjörðir. Ég vildi sneiða hjá þessum brjálæðislega nútímaundirbúningi fyrir gönguna mína,“ segir Eva Bjarnadóttir, myndlistarnemi í Rietveld- akademíunni í Amsterdam, en hún var í hópi nemanda við skólann sem var boðið að taka þátt í listahátíð- inni Urbane Künste Ruhr í Þýska- landi í október sl. Innlegg Evu var að ganga heiman frá sér í Amster- dam til Halfsmanhof í Þýskalandi í Gelsenkirchen, þar sem listahátíðin fór fram. Hver og einn upplifir veru- leikann á persónulegan máta „Hreyfanleiki var þemað sem hópurinn minn fékk til að vinna með á þessari hátíð. Við fengum frjálsar hendur og ég ákvað að taka þetta bókstaflega og skoða hreyfanleikann sem líkaminn hefur upp á að bjóða. Mín nálgun var þessi tíu daga ganga og með henni langaði mig að skoða hvernig við mannfólkið skynjum og sjáum veruleikann á ólíkan hátt. Hvernig við erum stöðugt að safna brotum í gegnum eigin upplifun, hvernig hver og einn upplifir veruleikann á persónulegan máta. Ótal margt hef- ur þar áhrif, bakgrunnur fólks og áhugasvið, hvað maður vill sjá og hvað maður getur séð. Allt fólkið sem ég hitti á leiðinni hafði líka mikil áhrif á hvernig ég upplifði þessa göngu. Gangan er í raun Gúmmístígvél dugðu vel í 10 daga göngu Eva Bjarnadóttir gekk á gúmmístígvélum frá Amsterdam til Halfsmanhof í Þýska- landi en það var hluti af göngugjörningi hennar „My true story“ sem hún setti fram á listahátíð í Gelsenkirchen. Eva er í myndlistarnámi við Rietveld-akademíuna í Amsterdam og að lokinni göngu bauð hún gestum listahátíðarinnar að koma upp á herbergi sitt í gistiálmunni og spjalla við sig um ferðina. Þannig „málaði“ hún nýja mynd af þessari ferð í hvert sinn sem hún sagði frá henni. Ljósmynd/Michael Korte. FUNKE Foto Services Listakona og sjómaður Eva á góðri stund með kærastanum sínum Peter. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015 Fátt er betra á síðkvöldum en að prjóna. Fyrir þá sem eru sammála því er vert að benda á að fyrsta fimmtu- dag í hverjum mánuði er prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélagsins á Café Meskí í Fákafeni 9 í Reykjavík. Í kvöld kl. 20 verður prjónakaffi nóv- embermánaðar þar og þá ætlar Hé- lène Magnússon að kynna einbandið Love Story og tvíbandið Gilitrutt, en hún lætur framleiða það á Ítalíu úr hreinni íslenskri lambsull. Bandið verður til sölu í kvöld á prjónakaffinu sem og nokkrar uppskriftir. Til sýnis verða sjöl úr bókinni Þríhyrnur og langsjöl, sem prjónuð eru úr Love Story. Allir eru velkomnir á prjóna- kaffið. En fleiri fasta liði má finna á fyrsta fimmtudegi mánaðanna, til dæmis er boðið upp á bingó fyrir fullorðna þau kvöld í bókasafninu í Sólheimum í Reykjavík, og í dag verður þar bingó kl. 13-14. Veglegir bókavinningar, heitt á könnunni og allir velkomnir. Prjónakaffi í hverjum mánuði og bingó fyrir fullorðna Gilitrutt Gaman er að prjóna úr fíngerðu bandi úr íslenskri lambsull. Viltu prjóna? Eða spila bingó? Listafélag Verzlunarskóla Íslands setur nú upp leikritið Herra Kolbert sem er gamanleikur með svörtum húmor og spennutvisti. Herra Kolbert, eftir David Gisselman, var sýnt árið 2006 í uppsetningu Leikfélags Akureyrar og þá fór Edda Björg Eyjólfsdóttir með stórt hlutverk en hún leikstýrir þeim fimm nemendum Verslunarskólans sem fara með hlutverkin að þessu sinni. Hver er Herra Kolbert? Hver var með númer 26 og tvöfaldan túnfisk? Er Herra Kolbert á lífi? Er hann dauð- ur? Hver drap hann þá? Og hvaða pitsusendill er þetta? Venjulegt matarboð hjá venjulegu fólki tekur óvænta stefnu og þegar kvöldið er liðið er allt breytt. Verkið Herra Kolbert hefur farið víða og fengið frá- bærar viðtökur, meðal annars í Royal Court-leikhúsinu í London árið 2000. Framsæknustu leikhús Evrópu, Ástr- alíu og Ameríku hafa sett verkið upp og það hefur hlot- ið lof áhorfenda og gagnrýnenda. Leikritið sameinar spennu og átök Hitchcocks, undarlegheit Pinters, fá- ránleika Ionescos og ómótstæðilegan húmor. Sýningar fara fram í hátíðarsal Verzlunarskólans og er frumsýning á morgun, föstudag 6. nóv. Önnur sýning 8. nóv., þriðja sýning 12. nóv., fjórða sýning 15. nóv. Miðar fást á vefsíðunni www.nfvi.is/midasala, einnig er hægt að panta miða með því að senda Listafélaginu skilaboð á Facebook: Listafélag Verzlunarskóla Íslands. Listafélag Verzlunarskóla Íslands frumsýnir Herra Kolbert á morgun, föstudag Er Herra Kolbert á lífi? Er hann dauður? Hver drap hann þá? Eigum ávallt til á lager/eða á leiðinni - Dodge Ram 3500, GMC Sierra 3500 og Ford F350 Ford F350 2016 Lariat Dodge Ram 3500 Longhorn • Varahlutir • Sérpantanir • Aukahlutir • Bílasala • Verkstæði Umboðsaðilar BL á Selfossi IB ehf • Fossnes A • 800 Selfoss • ib.is Sími 4 80 80 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.