Morgunblaðið - 05.11.2015, Page 12

Morgunblaðið - 05.11.2015, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Með þessum samtökum opnast möguleiki á nánara samstarfi við stóru þjóðirnar, Kanadamenn, Bandaríkjamenn og Rússa. Þótt starfssvæði þeirra sé ekki í nánasta nágrenni Íslands, þá er þetta allt sama hafsvæðið. Við eigum mikilla hagsmuna að gæta,“ segir Georg Kr. Lárusson, for- stjóri Landhelgis- gæslunnar. Strandgæslur þeirra átta ríkja sem liggja að norðurskautinu og eiga aðild að norðurskautsráðinu hafa gert samstarfssamning um leit og björgun og viðbragð við vá. Sam- starfið kallast Arctic Coast Guard Forum. Georg segir að þetta samstarf hafi verið í umræðunni frá því á fundi samtaka strandgæsla við Norður- Atlantshaf árið 2012, þá að frum- kvæði Rússa, Bandaríkjamanna og Kanadamanna. Formlegur frágang- ur hefur dregist, meðal annars vegna ágreinings um afskipti Rússa í Úkra- ínu. „Bandaríkjamenn hafa verið að- alforgöngumenn í þessu máli síðasta árið og lagt kapp á að samtökin yrðu stofnuð,“ segir Georg. Það tókst og mættu fulltrúar Rússlands til að skrifa undir samninginn með Banda- ríkjamönnum, Kanadamönnum og fulltrúum annarra aðildarríkja. Óbein afurð norðurskautsráðs Georg segir að samstarfið sé ekki í beinum tengslum við norðurskauts- ráðið eða aðra alþjóðasamninga eða stofnanir. Það grundvallist þó að hluta á samningum norðurskauts- ráðsins um leit og björgun og varnir gegn mengun sjávar. Georg telur þetta samstarf mikilvægt fyrir Ís- land. „Við ættum ef til vill frekar að beina kröftum okkar að þeim vett- vangi heldur en samtökum strand- gæsla á Norður-Atlantshafi sem ná yfir miklu stærra svæði. Hér er at- hyglinni einvörðungu beint að norð- ursvæðinu. Okkar beinu hagsmunir liggja frekar þar vegna aukinnar umferðar en á suðurhluta Atlants- hafs.“ Mestu ógnirnar á þessu svæði eru vegna aukinnar umferðar farþega- skipa og aukinnar hættu á mengun. „Við búum við takmarkaðan tækja- kost og mannskap og það er því mjög mikils virði að eiga sem best og nán- ast samstarf við aðrar þjóðir. Við höfum átt náið og gott samstarf við danska sjóherinn og norsku strand- gæsluna. Með samtökum strand- gæsla á norðurskautssvæðinu opn- ast nýir möguleikar á samstarfi við stóru þjóðirnar,“ segir Georg. Samtökin eru í mótun en ákveðið var að formennskan fylgi for- mennsku í norðurskautsráðinu. Bandaríkjamenn munu því hafa for- ystuna fyrstu tvö árin. „Bandaríkja- menn eru áhugasamir um verkefnið og við reiknum með að það muni komast vel af stað. Vonir eru bundn- ar við að þetta framtak leiði til greiðari upplýsingaskipta, aukins samstarfs og sameiginlegra vöktun- ar- og viðbragðsæfinga. Öll sam- vinna af þessu tagi er til þess fallin að auka öryggi siglinga og umhverfis og vonandi eiga menn hægara með að kalla til viðbragðs ef á þarf að halda vegna óvæntra atvika,“ segir Georg. Hlutverk Íslands er að hans mati fyrst og fremst að taka þátt í hugs- anlegum æfingum. „Getur framlag Íslands verið verðmætt í ljósi þeirrar vinnu sem nú fer fram við að setja á laggirnar alþjóðlega björgunarmið- stöð fyrir norðursvæðið sem staðsett verði á Íslandi. Hér er góð aðstaða til að sinna stjórnun björgunaraðgerða og vel þjálfaður mannskapur hjá björgunarsveitum, Rauða krossi Ís- lands, lögreglu, Landhelgisgæslu og ýmsum stofnunum,“ segir Georg. Samstarf við stóru þjóðirnar  Landhelgisgæslan aðili að nýjum vettvangi strandgæsla á norðurslóðum  Bandaríkin, Kanada og Rússland meðal þátttakenda  Mesta ógnin vegna fjölgunar farþegaskipa og mengunar Georg Kr. Lárusson Samstarf Fulltrúar strandgæsla undirrituðu samninga í háskóla banda- rísku strandgæslunnar í New London. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, undirritaði samninginn fyrir hönd Landhelgisgæslunnar. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Góð verkefnastaða er hjá báta- smiðjunni Seiglu á Akureyri og verkefni í gangi sem endast fram á 2017. Auk verkefna fyrir íslenskar útgerðir er nú verið að smíða tvo báta fyrir franska aðila og þrjá fyrir Norðmenn. Seigla hefur smíðað yfir 30 báta fyrir norsk fyrirtæki og enn berst fyrirtækinu talsvert af fyrir- spurnum frá Noregi. Ýmislegt gæti því verið í farvatninu í samstarfi Seiglu og norskra aðila. „Staðan er þannig að við erum með verkefni 16-17 mánuði fram í tímann, svo það er ástæðulaust að kvarta,“ segir Björn Sverrisson, markaðsstjóri hjá Seiglu. „Við höf- um lengi átt gott samstarf við norsk fyrirtæki og það virðist vera nokkuð bjart framundan hér innanlands.“ Í haust var 15 metra, 30 tonna bátur afhentur Agustson í Stykkis- hólmi. Hann ber nafnið Gullhólmi og er gerður út til línuveiða. Fyrir rúmu ári lauk Seigla smíði á 30 tonna báti fyrir Stakkavík í Grinda- vík og ber hann nafnið Óli á Stað. Á næstu mánuðum verða sex bátar af- hentir frá Seiglu og þeirra á meðal annar 30 tonna bátur fyrir Stakka- vík. Þá er verið að smíða 26 tonna bát fyrir fyrirtæki á Siglufirði. Tveir bátar til franskra kaupenda Þrír bátar eru í smíðum fyrir norsk fyrirtæki og loks má nefna að Seigla er með tvo báta, 12 og 15 tonna, í smíðum fyrir franska aðila. Annar báturinn fer til Suður- Frakklands, en hinn til Réunion, sem er frönsk eyja á Indlandshafi, austan við Madagaskar. Sá bátur fer á túnfiskveiðar og hefur verið settur búnaður um borð í bátinn til þeirra veiða. Grunnverð stærstu bátanna er um 200 milljónir króna, en kostn- aðurinn hækkar síðan í samræmi við búnað bátanna og séróskir kaupenda. Um 30 manns starfa hjá Seiglu á Akureyri að verktökum meðtöldum. Hafa smíðað yfir 30 plastbáta fyrir norsk fyrirtæki  Seigla með verkefni í 16-17 mánuði Gullhólmi SH 201 Báturinn var afhentur Agustson ehf. í Stykkishólmi í haust. Hann er af gerðinni Seigur XV 1370 og er um 30 brúttótonn að stærð. SHAREHOLDERS’ MEETING OF CCP HF. A shareholders‘ meeting of CCP hf., reg. no. 450697-3469, will be held on 12 November at the company’s headquarters at Grandagarður 8, 101 Reykjavík starting at 14:00. AGENDA: The agenda contains the following items: Proposal pertaining to theBoard’sauthority to increase thesharecapital of the company up to ISK 1,369,854 nominal value by issuing new class B shares The proposal provides that new paragraphs 2.02 and 2.03 will be added to the Articles of Association, which grant the Board of Directors the authority to increase the share capital in the company by up to ISK 1,369,854 by way of issuing a new class of B shares. Current shareholders will relinquish their pre-emptive right to subscribe to the new class B shares. The Board will determine the price for the class B shares and other terms applicable to the sale issue of the class B shares. There shall be no restrictions on trading of the new class B shares. However, the class B shares will be granted a liquidation preference, i.e. a priority to payment in the event of certain liquidation scenarios in an amount equal to the originalpurchasepricepershareplusanyaccruedbutunpaiddividendsthereon. Further, the class B shareholders shall be authorised to convert their shares at any time into class A shares in a way that one (1) share in class B shall be delivered in exchange for one (1) share in class A. Otherwise, class B shares shall enjoy the same rights as the class A shares. Proposal to remove paragraph 2.12 from the Articles of Association The proposal provides for the removal of paragraph 2.12 from the Articles of Association as the authorisation to issue convertible bonds has expired. Election of the board Other matters Those intending to stand for election to the Board of Directors are reminded to send a notice in writing of their candidacy to the company’s headquarters at least five days prior to the shareholders’ meeting. The agenda, final proposals and other documents required to be submitted to themeeting will be available at the company‘s office for shareholders to review as of 5 November 2015, seven (7) days prior to the meeting. The meeting will be conducted in English. Reykjavík, 5 November 2015 Board of Directors of CCP hf. 1. 2. 3. 4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.