Morgunblaðið - 05.11.2015, Síða 18

Morgunblaðið - 05.11.2015, Síða 18
FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Fyrir svona upplestur ermikilvægast að skapainnra með sér jafnvægiog rósemi. Maður þarf að gangast verkinu algjörlega á hönd og það tekur verulega á. Maður er ekki viðræðuhæfur fyrst eftir að þessu er lokið. Þetta er eiginlega gereyðing á manni sjálfum.“ Þetta segir Jakob S. Jónsson, leikstjóri og leiðsögumaður, sem nú um næstu helgi ætlar að lesa frægasta bókmenntaverk Íslend- inga, Njáls sögu, í einni lotu á Njálulokahátíð í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Má búast við því að lesturinn, sem hefst kl. 11 á laug- ardaginn, taki um 20 klukkustund- ir, og ljúki snemma á sunnudags- morgninum. Jakob mun lesa bókina samkvæmt reglum Heims- metabókar Guinness um heims- metstilraun í þindarlausum sögu- lestri. Það þýðir að Jakob fær aðeins fimm mínútna hvíld á hverj- um hálftíma til að næra sig og smyrja raddböndin. Reglunum verður fylgt í hvívetna: aldrei lengra hlé. Ekki verður þó um formlega heimsmetstilraun að ræða að þessu sinni . Ekki er vitað til þess að Njála hafi áður verið lesin í heild sinni frammi fyrir áhorfendum á Íslandi – a.m.k. ekki öldum saman. Jakob hefur þó lesið hana upp þrívegis á sænsku í Sví- þjóð. Höfuðrit íslenskra bókmennta Um Njáls sögu – Brennunjáls- sögu, Njálu eða hvað menn vilja kalla hana – ætti ekki að þurfa að fara mörgum orðum. Hún er ótví- rætt höfuðrit íslenskra bókmennta að fornu og nýju, lengst og þekkt- ust allra Íslendingasagna. Hún er varðveitt í um 60 handritum og handritsbrotum, hinum elstu frá um 1300, litlu eftir að sagan var fyrst skráð á bókfell. Sögupersón- urnar hafa öldum saman verið heimilisvinir allra góðra Íslend- inga: Gunnar á Hlíðarenda, Njáll, Bergþóra og Hallgerður langbrók, Skarphéðinn Njálsson og bræður hans, Kári Sölmundarson og Hösk- uldur Hvítanesgoði, svo aðeins nokkrir séu nefndir. Njála er saga um átök og hetjuskap, vináttu og hefndir, um ástir og öfund og laga- klæki. Mannlýsingar eru einstakar. En ekki skyldu menn treysta um of á sannfræði sögunnar, enda er hún færð í letur þrjú hundruðum árum eftir að atburðir eiga að hafa gerst. Sitthvað skolast til á styttri tíma. Þúsund ára afmæli Í frétt frá Sögusetrinu segir að Njálulokahátíðin sé haldin í til- efni þess að nú séu rétt eitt þúsund ár frá síðasta atburði Brennu- Njálssögu. Sá atburður undir lok sögunnar sem hægt er að tímasetja er Brjánsbardagi á Írlandi vorið 1014. Fleira en upplestur Jakobs er á dagskránni. Tvö af handritum Njálu verða til sýnis á staðnum í tiltekinn tíma á laugardeginum. Handritin eru varðveitt í Árna- stofnun í Reykjavík og verða flutt austur í fylgd lögreglu og tveggja af starfsmönnum Árnastofnunar sem vaka munu yfir þeim. Söguetrið verður opið allan tímann meðan á lestri Jakobs stendur. Er sérstaklega bent á Refilstofuna, þar sem Njálu- refill er nú saumaður. Verður starfsmaður þar á vakt og sauma-maraþon sólarhringinn á enda. Refillinn er nú rétt hálfn- aður: 45 metrar að baki. Er öllum velkomið að taka spor- ið. Þúsund ár frá síðasta atburði Njáls sögu Teikning/Sigurjón Jóhannsson Njálsbrenna Brennuna frægu á Bergþórshvoli má kalla hátind Njálssögu. 18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Strandgæslurþeirra áttaríkja, sem liggja að norður- skautinu og sitja í norðurskautsráð- inu, gerðu fyrir helgi sam- starfssamning um leit, björgun og viðbragð þegar voða ber að höndum. Staðið hefur til að efna til þessa samstarfs um nokkurt skeið, en eins og fram kemur í samtali við Georg Lár- usson, forstjóra Landhelg- isgæslunnar, í Morgunblaðinu í dag dróst það vegna ágreinings um íhlutun Rússa í Úkraínu. Bandaríkjamenn munu hafa beitt sér mest fyrir því að ganga frá samkomulaginu og virðast vera að ranka við sér gagnvart norðurslóðum. Ísinn á norðurpólnum hefur minnkað jafnt og þétt undan- farin ár og eftir því sem ísinn minnkar fara möguleikar á siglingum bæði með vörur og ferðamenn vaxandi auk þess sem vonir hafa vaknað um að komast megi að auðlindum, sem áður voru óaðgengilegar. Um leið eykst hættan á slysum á slóðum þar sem er strjálbýlt og viðbúnaður lítill. Á norðurslóðum hlýnar tvö- falt hraðar en annars staðar á hnettinum. Þegar bráðnunar- tímabilinu lauk í sumar mæld- ist umfang íssins á norður- skautinu það fjórða minnsta frá því að mælingar bandarísku stofnunarinnar NSIDC hófust árið 1979. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í september átak í málefnum norðurslóða og brást þar við rödd- um um að Banda- ríkjamenn skorti ekki aðeins innviði og búnað til að bregðast við í neyðartilfellum heldur einnig til að fylgja eftir hagsmunum sínum. Obama hyggst láta hraða smíð nýs ís- brjóts, efla kortagerð og setja meira fé í rannsóknir. Fyrir á bandaríska strandgæslan tvo starfhæfa ísbrjóta. Rússar eiga 40 ísbrjóta, sem hægt er að nota á pólnum, og eru með 11 til viðbótar í smíðum. Georg Lárusson segir í Morgunblaðinu í dag að Land- helgisgæslan búi við takmark- aðan tækjakost og mannskap og því sé mikils virði að eiga sem best og nánast samstarf við aðrar þjóðir. Hin nýju sam- tök opni nýja möguleika í þeim efnum. Landhelgisgæslan kemur hins vegar ekki tómhent að borðinu. Hér á landi er að finna vel þjálfað fólk, sem er vant því að vinna að björgunarstörfum við erfiðar aðstæður. Þá hefur Landhelgisgæslan sett fram hugmynd um að alþjóðleg björgunarmiðstöð fyrir norð- ursvæðið verði með aðsetur á Íslandi. Skipaferðir á norðurslóðum fara vaxandi ár frá ári og það er nauðsynlegt að viðbúnaður sé í samræmi við það. Sú er ekki raunin eins og stendur. Því var tímabært að strand- gæslur þeirra ríkja, sem hags- muna eiga að gæta í norðrinu, tækju höndum saman. Vöxtur í siglingum kallar á meiri viðbúnað} Öryggi á norðurslóðum Pólitískur rétt-trúnaður, ekki síst þeirra sem lýsa sjálfum sér svo, að þeir hafi ríkari réttlætiskennd en allir aðrir, er hvimleiður og þegar lengst gengur eyðileggj- andi. Þeir réttlætiskenndu gera ekkert með það, þótt þeir höggvi iðulega mjög nærri mál- frelsi almennings og hamli mjög vitrænni umræðu, þegar henn- ar er mest þörf. Íslensk eintök réttlætiskenndra gera auðvitað ekki skaða nema í eigin nær- sveitum. En þegar horft er til Evrópu er augljóst að áráttan hefur leitt tugi þjóða í ógöngur og tortryggni eykst hratt innan sambands þeirra í álfunni. Óskráð bann við að vikið sé frá reglum rétttrúnaðar er stutt ópum stappi og fordæmingu og með því að hefja á loft kyn- þáttahaturs stimpil, við minnsta brot. Þetta er upp- skrift að ógöngum. Sænskt þjóðfélag er þannig í miklum vandræð- um og augljóst að það verður aldrei samt á ný. Nú má sjálfsagt deila um það, hvort það sé gott eða vont að svo sé komið. Sagt var í fréttum í gær að for- ráðamenn sænsku Innflytj- endastofnunarinnar segðu hana að komast í þrot og for- sætisráðherra landsins krefst þess nú að aðrar ESB-þjóðir taki til sín eitthvað af þeim inn- flytjendum sem Svíar hafa hleypt inn til sín. Ráðherrann virðist vera á höttunum eftir bjartsýnisverðlaunum, því ESB-þjóðirnar eru algjörlega uppteknar við að tryggja að þær geti á næstunni mætt flóttamönnum með múrum og gaddavírsgirðingum og látið samt eins og að Schengen- samningurinn sé í gildi. Það er nefnilega enn bannað í ESB að ræða upphátt hvernig komið er fyrir samningsómyndinni. Skoðanakúgun er hættuleg hvaðan sem hún kemur} Í rétttrúnaði sagt Í kjölfar birtingar skýrslu um rekstur og starfsemi RÚV virðist sem fólk skiptist í tvo hálfgerða öfgahópa. Ann- ars vegar eru þeir sem vilja ekki heyra á það minnst að hróflað verði við RÚV og svo hinir sem vilja allsherjar uppstokkun. Ég, líkt og margir aðrir, las skýrsluna þar sem dregin er upp heldur svört mynd. Rekstur hins opinbera hlutafélags er í stórum mínus þrátt fyrir að gripið hafi verið til niðurskurðar í kjöl- far hrunsins. Það verður ekki horft framhjá því að fjárhagsvandi félagsins er umtalsverður, meðal annars vegna 6,6 milljarða króna skuld- ar. Fá einkafélög gætu haldið áfram rekstri nema til kæmi áætlun um verulegar umbætur. Félag með margra ára taprekstur og 5,9% eig- infjárhlutfall setur öll viðvörunarljós í gang. Þegar ríkissútvarpið og -sjónvarpið var stofnað var það heilmikið þrekvirki og sjálfsagt ekki margir einstaklingar sem hefðu haft burði til að koma því á koppinn. En tímarnir eru breyttir. Nú eru fjölmargir einkareknir fjölmiðlar sem þjónusta landsmenn með af- þreyingu og fréttum alla daga ársins. Landslag fjöl- miðlanna er gjörbreytt. Línuleg dagskrá sjónvarps- stöðva er að líða undir lok og hlustun á tónlist og talað mál er að breytast ört. Lengi vel var því haldið á lofti að RÚV væri nauðsyn- legt vegna öryggis landsmanna, en það á ekki lengur við því með breyttri tækni geta aðrir sinnt því hlutverki. Það eru margir sem líta svo á að RÚV hafi fyrst og fremst menningarlegum skyldum að gegna gagnvart landsmönnum og er engin ástæða til að draga úr mikilvægi innlendrar dagskrárgerðar. En gæti verið að 19.400 króna útvarpsgjaldið sem lagt er á hvern einstakling og lögaðila þessa lands dygði fyrir rekstri ígildis Rásar 1 og ríkissjónvarpsstöðvar með áherslu á inn- lenda dagskrárgerð? Þá væri hægt að leyfa öðrum fjölmiðlum að bítast um auglýs- ingakökuna. Við lestur skýrslunnar kom í sjálfu sér ekki á óvart að rekstur RÚV væri ekkert til að hrópa húrra yfir. Það sem kom hins vegar á óvart er að það virðist ekkert eftirlit vera með rekstrinum. Er þá RÚV einhverskonar ríki í ríkinu? Sjálfala apparat. Ríkisendurskoðandi segir ekki hægt að sinna eftirliti vegna skorts á kostnaðarforsendum og fjölmiðlanefnd get- ur ekki sinnt sínu eftirliti vegna skorts á fjármagni. Það blasir við öllum sem vilja vita að gera þarf róttæk- ar breytingar á rekstri RÚV. Það er nú í höndum mennta- og menningarmálaráðherra að ákveða næstu skref. Það er tækifæri núna til að lagfæra þá miklu til- vistarkreppu sem RÚV óneitanlega er komið í þar sem þjónustusamningur RÚV og ríkisins rennur út um ára- mótin. Líkt og segir í skýrslunni gefst færi á að ramma betur inn hlutverk, skyldur og forgangsröðun RÚV. Kannski tekst framsýnum ráðherranum að umbreyta þessu steinrunna trölli sem virðist þola illa dagsljósið. margret@mbl.is Margrét Kr. Sigurðardóttir Pistill Eftirlitslaust ríkisapparat allra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Jakob S. Jónsson hefur um nokkurt skeið verið leið- sögumaður erlendra ferða- manna um Njáluslóðir á Suðurlandi. „Ég hef leikið mér að því að segja Njálu á 25 kílómetrum,“ segir hann. Sagan hafi alltaf mikil áhrif á ferðamennina, enda ýmsir atburðir hennar magnaðir. Það sé ekki óalgengt að ferðamenn spyrji í lok ferð- ar: „Hvar getum við keypt þessa bók? „Maður getur varla beðið um betri und- irtektir,“ segir Jakob. Sjálfur segist hann ekki hafa farið að skoða Njálu sem heild- stætt verk fyrr en hann var kominn á fullorð- insaldur. Leiðarvísir bróður hans, Krist- jáns Jóhanns Jóns- sonar, um bókina, Lykillinn að Njálu (1998), hafi hjálpað sér til skilnings á verkinu. Njála á 25 kílómetrum LEIÐSÖGUMAÐURINN Jakob S. Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.