Morgunblaðið - 05.11.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.11.2015, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015 ✝ Ása Karen Ás-geirsdóttir, fæddist í Reykjavík 3. desember 1942. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 27.október 2015. Foreldrar hennar voru Ásgeir Óskar Matthíasson, f. 9. febrúar 1904, d. 17. mars 1988, og Þorgerður Jóhanna Magnúsdóttir, f. 24. nóvember 1905, d. 24. janúar 1985. Systur Ásu Karenar: 1) Dagmar, f. 3. október 1934, 2) Guðfinna Matt- hildur, f. 6. febrúar 1936, 3) tví- burasystir Anna Guðlaug , f. 3. desember 1942. Ása Karen kvæntist Jóhann- esi Jónssyni, f. 31. ágúst 1940, d. 27. júlí 2013, hinn 19. maí 1962. við Hofsvallagötu í Reykjavík. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1958. Fyrstu hjúskaparárin bjó hún í Kópavogi og í Vest- urbænum. Flutti síðar á Sel- tjarnarnesið þar sem hún bjó í um þrjátíu ár ásamt fjölskyldu sinni. Síðustu tíu árin bjó hún í Reykjavík. Ása Karen starfaði fyrstu ár starfsævi sinnar hjá heildsölunni Skipholt hf. Hún var heimavinnandi húsmóðir frá 1963 – 1970 þegar hún hóf störf hjá Sláturfélagi Suðurlands við ýmis störf tengd verslun. Hún stofnaði Bónus ásamt fjölskyldu sinni árið 1989 og vann þar til haustsins 2010. Mannúðarmál voru Ásu Kar- en hugleikin. Hún starfaði um árabil fyrir Al-anon samtökin á Íslandi. Hún sat í stjórn Hvíta- bandsins og í stjórn Dyngjunnar sem er áfangaheimili fyrir kon- ur sem lokið hafa áfeng- ismeðferð. Ása Karen verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 5. nóvember 2015, kl. 15. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Krist- ín, f. 9. mars 1963, sambýlismaður hennar er Sigurður Rúnar Sveinmars- son, f. 13. nóvem- ber 1969. Dætur Kristínar eru Gunnhildur og Berglind. Dætur Sigurðar Rúnars eru Helga Gabríela og Birta Hlín. 2) Jón Ásgeir, f. 28. janúar 1968, kvæntur Ingi- björgu Stefaníu Pálmadóttur, f. 12. apríl 1961. Börn Jóns Ás- geirs eru Ása Karen, Anton Fel- ix og Stefán Franz. Börn Ingi- bjargar Stefaníu eru Sigurður Pálmi, Júlíana Sól og Melkorka Katrín. Ása Karen sleit barnsskónum „Allt sem ég vonast til að verða, á ég góðri móður að þakka…“ – Abraham Lincoln Þessi orð koma til mín þegar ég hugsa um mömmu. Ég sit í sumarbústaðnum hennar í Kjós þegar ég skrifa þessi orð, griða- stað fjölskyldunnar, og lít yfir farinn veg. Það er sárt að missa móður sína og erfitt að hugsa til þess að geta ekki leitað til hennar þegar fram líða stundir. Það var gott að leita til mömmu og hún gaf mér alltaf góð ráð. Hún hvatti mig alltaf til þess að hlusta á hjartað og elta draumana mína. Ég held að móðurmissir sé flestum drengjum sárastur. Eða er það kannski síðari foreldra- missir? Ég held í öllu falli að þeg- ar mamma manns fellur frá gangi margir aftur í barndóm, því drengurinn lifir í öllum mönnum. Þannig er það sennilega með fleiri en mig að móðir mín var minn stuðningsmaður númer eitt. Hún var umhyggjusöm, en umfram allt óskaplega góð móðir. Ég á margar hlýjar minningar um mömmu. Við mæðginin áttum góðar stundir í Austurveri. Það skemmtilegasta sem ég vissi var að koma í búðina og hjálpa mömmu að raða í hillurnar, kryddinu og öllu hinu. Ég klæddi mig í allt of stóran kaupmanns- slopp sem ég dró eftir gólfinu, sex ára og upp með mér að fá að vinna við hlið mömmu. Ég man einnig eftir góðum stundum sem við áttum með mömmu og tvíburasystur henn- ar, Önnu. Þær systur voru alla tíð gríðarlega samrýndar og á milli fjölskyldnanna var mikill sam- gangur. Við fluttum á Bræðra- borgarstíg í Reykjavík úr kjall- aranum hjá afa og ömmu og þá bjó Anna systir í um það bil 200 metra fjarlægð. Ég minnist þess líka þegar fjölskyldan fór í útilegur. Pabbi gafst upp á tjaldlegu eftir tvo til þrjá daga en mamma ólst upp við langar útilegur, stundum heilan mánuð í tjaldi, með sínum for- eldrum. Afi var gallharður kommúnisti og tileinkaði sér orð Þjóðviljans, en mamma þróaði með sér eigin sýn á pólitíkina. Hún var hlynnt frjálshyggju, kvenréttindum og mannúðar- starfi, sem hún sinnti af einurð þar til hún féll frá. Hún var sönn í sínu. Hún átti ríkan þátt í stofnun og stefnumótun Bónuss. Hún byrjaði snemma að starfa fyrir Hvíta bandið. Sjálfboðastarfið þar gaf henni mikið. Sérstaklega var henni umhugað um hlut kvenna sem höfðu orðið undir í lífinu. Hún beindi sjónum að kon- um sem glímdu við fíknisjúk- dóma, hópi sem þá hafði ekki sterka rödd. Þetta var falið vandamál sem snerti við mömmu og hún vildi hjálpa. Mamma og Anna höfðu skemmtilegar skoðanir á mönn- um og málefnum. Mamma átti það til að blóta svolítið ef henni fannst pólitíkusarnir ekki standa í stykkinu. Ég man eftir stundum þar sem þær systur sátu saman í Kjós og skvettu úr sér. Í Kjósinni átti mamma sína bestu daga í seinni tíð. Mamma var mér líka fyrir- mynd í vinnu og í samskiptum við annað fólk. Hún var ljúf, um- hyggjusöm og umfram allt sann- gjörn. Hún hélt aga, en gaf manni samt traust – en ef maður fór yfir strikið var hún snögg að grípa í taumana. Hún var líka hörkudugleg. Hún lagði mikið uppúr elju- og samviskusemi; en auk þess að stofna með okkur pabba Bónus hélt hún fast utan um heimilið og hélt reglu á okkur, börnunum sínum. Hún var límið í upphafi Bónuss-ævintýrs fjölskyldu okk- ar. Stundum höfðum við pabbi ólíkar skoðanir á því hvernig hlutunum skyldi háttað. Þá hjó mamma gjarnan á hnútinn og hennar leið varð fyrir valinu. Hún taldi upp úr kössunum hjá okkur alla tíð. Hún hafði mikið að gera með starfsmannahaldið á upp- hafstímum í verslunum okkar og starfsfólkið leitaði til hennar með allt sitt. Hún tók því alltaf opnum örmum. Mamma gaf öllum tæki- færi og hafði ekki fyrirfram mót- aðar skoðanir á fólki. Hún dró fólk ekki í dilka. Áður hafði hún talið peningana í Austurveri, og taldi í Bónus allt til ársins 2010. Það hefur senni- lega enginn Íslendingur haft jafn mikið raunverulegt fé milli hand- anna. Mamma fann ekki þörfina hjá sér að segja hlutina oft eða hátt. Hún hafði engan áhuga á því að vera í sviðsljósinu eða trana sér fram, en hún hafði sterkar skoð- anir bakvið tjöldin og hennar sjónarmið skiptu máli. Það óð enginn yfir hana þó að hún léti stundum lítið fyrir sér fara. Hún var glæsileg kona sem bjó yfir mikilli reisn. Þegar áföllin hófu að dynja á okkar fjölskyldu í upphafi Baugs- málsins svokallaða árið 2002 var mamma minn helsti bandamaður. Hún þekkti sitt heimafólk, sinn rekstur og vissi að það sem verið var að bera á borð var ósann- gjarnt. Henni þótt vænt um Bónus eins og okkur. Henni fannst ævistarfið tekið af henni á ósanngjarnan máta. Það er eng- inn sem skilur verslun og rekstur eins vel og sá sem heldur utan um sjóðsbækurnar í svo mörg ár. Hennar fólk var undir árás og hún tók það nærri sér. Mamma tók ömmuhlutverkið alvarlega. Krakkarnir okkar Kristínar, systur minnar, dáðu hana. Hún var skemmtileg amma, kenndi þeim og talaði við þau um allt milli himins og jarðar. Hún var sérstaklega barngóð, góð við fósturbörnin í fjölskyld- unni, börn vina minna og allra. Þess vegna voru svo margir sem kölluðu hana ömmu Ásu, því hún blómstraði í því hlutverki og skipti þá ekki öllu hvort um var að ræða hennar eigin barnabörn eða annarra. Hin seinni ár var mamma langdvölum í Kjósinni. Síðustu misserin var Hlíðabær hennar griðastaður. Þar fékk hún umönnun og var sýnd sú nær- gætni sem hún hafði svo vel kunnað að sýna öðrum. Henni sem gaf mér allt á ég allt mitt að þakka. Jón Ásgeir. Andans fólk heldur því fram að á meðal okkar séu ævinlega nokkrir englar sem hafa verið sendir frá almættinu til að vernda okkur og varða leiðina, faðma okkur og hugga þegar þess gerist þörf. Tengdamóðir mín, Ása Karen Ásgeirsdóttir, var ein þessara engla, því hún bar hag sinna nánustu fyrst og fremst fyrir brjósti. Var sífellt vakandi yfir velferð annarra. Ása var af þeirri kynslóð kvenna sem vakti þótt hún svæfi, var sterkust á erfiðum stundum. Hún var kletturinn í lífi barna sinna og barnabarna sem áttu hug hennar allan, styrk stoð í lífi vina og ætt- ingja. Það jafnaðist fátt á við það að vera í faðmi fjölskyldunnar við Meðalfellsvatn, þar sem Ása var frumbyggi fyrir næstum hálfri öld, lagði grunn að einstökum stað. Ilmurinn af lungamjúkum pönnukökum og öðru góðmeti sem var borið fram með bros á vör. Í faðmi náttúrunnar og um- kringd sínum nánustu var Ása frjáls eins og fuglinn því sveitin var hennar griðastaður, þar stóð tíminn í stað. Þegar þær systur dvöldu löngum stundum við Með- alfellsvatn voru orð oftar en ekki óþörf því nálægðin og kærleikur- inn skipti öllu máli. En Ása sat ekki auðum höndum. Í Kjósinni féll henni aldrei verk úr hendi. Hún hélt dagbók um veðurfarið og þótt stundum hafi blásið hressilega var hún ætíð með sól í hjarta og létta lund. Mér þótti vænt um það hversu þær mæðgur voru nánar og börn- unum þótti fátt skemmtilegra en að ferðast með ömmu Ásu. Ása hafði yndi af ferðalögum og hin síðari ár var ferðin til Kali- forníu henni hvað minnisstæðust. Þá lagði hún land undir fót með Önnu tvíburasystur sinni til að njóta samvista með Sísí systur, dætrum hennar Brynju og Bel- indu og börnum þeirra. Ferðin var henni einstaklega dýrmæt og minnisstæð. Ása var vanaföst eins og flest okkar, fór í laugina á Seltjarn- arnesi á hverjum morgni og átti þar traustan vinahóp. Eflaust hafa ýmis mál verið krufin til mergjar á góðlátlegan máta í heita pottinum þar sem traust og trúnaður ríkti. Það er tómlegt um að litast í veröldinni eftir fráfall Ásu, fjöl- skylda og vinir með sorg í hjarta og við söknum þess að fá ekki lengur notið nærveru hennar. Minningin um elskulega móð- ur, ömmu og tengdamóður, vin og kærleikskonu mun lifa. Sigurður Rúnar. Ég var svo lánsöm að kynnast Ásu fyrir 28 árum. Hún var alveg einstök manneskja sem var ávallt jafn gott að tala við og leita til. Hún skipti aldrei skapi, var alltaf jafn skilningsrík, gefandi og góð við alla. Ógleymanlegar eru stundirnar sem við áttum með henni, betri ömmu gátu börnin mín ekki átt. Elsku Ása, takk fyrir að reyn- ast okkur svona vel. Linda. Elsku vinkona mín hefur nú kvatt okkur. Mikill söknuður leit- ar á mig þegar ég hugsa um öll góðu árin sem við áttum saman. Ása var hreint út sagt yndisleg manneskja, svo blíð og góð. Betri tengdamóður er vart hægt að hugsa sér. Þegar hún bauð mér fyrst í mat, kolféll ég fyrir meistara- töktum hennar í matreiðslu. Hún var alltaf svo rausnarleg og höfð- ingi heim að sækja. Ása var ein af duglegri mann- eskjum sem ég hef kynnst um ævina, alltaf að en hafði þó líka tíma fyrir sitt fólk. Að hafa fjöl- skylduna hjá sér í Kjósinni, þar sem hún hafði sitt annað heimili, voru bestu stundirnar. Hún vildi allt fyrir alla gera og hafði mikla ánægju af að hjálpa öðrum enda starfaði hún lengi með nokkrum hjálparsamtökum í gegnum tíðina en ræddi það aldr- ei. Það var mikið reiðarslag fyrir alla fjölskylduna þegar Ása veikt- ist. Það var svo ósanngjarnt að hún, ein af bestu manneskjum, skyldi þurfa að kljást við ólækn- andi sjúkdóm. Elsku Ása, þú reyndist mér sem góð tengdamóðir og vinkona alla tíð. Mikið á ég eftir að sakna þín. Hvíl í friði, kæra vinkona. Jón Garðar Ögmundsson. Elsku heimsins besta amma Ása, Þegar presturinn bað mig um að lýsa því betur hvað það væri nú eiginlega að vera heimsins besta amma, þá var það ekki erfitt. Þú varst alltaf svo hlý, ljúf og góð, gerðir ekki mannamun og þar sem þú varst voru allir hjartanlega velkomnir. Þú hafðir góða nærveru, sem fólk skynjaði og þess vegna var oft mikið um að vera í kringum þig, þá sérstaklega uppi í Kjós. Þú varst alltaf tilbúin með því- líkar veitingar, þar sem pönnu- kökurnar þínar kláruðust oft áð- ur en fólk náði að setjast við borðið. Þú varst mikill náttúruunn- andi og oft var það það helsta sem við töluðum um. Þú hafðir gott auga fyrir fegurð og varst mikil smekkmanneskja. Það var gott að tala við þig, þú varst róleg og skilningsrík og vildir allt fyrir alla gera. Þú hafð- ir mikinn áhuga á því sem við vor- um að gera og varst alltaf boðin og búin til að hjálpa. Þú tókst erf- iðleikum, eins og svo mörgu öðru, með miklu jafnaðargeði. Þú varst alltaf með miklu meiri áhyggjur af öllum öðrum en sjálfri þér sem er lýsandi um þig og hversu góð, umhyggjusöm og hógvær manneskja þú varst. Minningin um þig lifir áfram í hjörtum okkar. Takk fyrir að vera svona góð amma, Við elskum þig, Ása Karen & Anton Felix. Amma Ása var ein ljúfasta og fallegasta manneskja sem ég hef fengið að kynnast. Það er skrítin tilhugsun að hún sé ekki lengur með okkur. Lífið heldur áfram þrátt fyrir að nú sé stór hluti af lífi okkar farinn. Ein af mínum fyrstu minning- um um ömmu Ásu er líklega úr Bónus í Skútuvogi þar sem hún og afi Jói voru að vinna saman. Hún leyfði mér að fylgjast með sér telja peningana en það var enginn sem gerði það jafnhratt og hún, ég átti erfitt með að trúa mínum eigin augum. Þegar ég hugsa um ömmu þá sé ég hana fyrir mér í Kjósinni. Þar bakaði hún pönnsur eins og enginn væri morgundagurinn enda gerði það enginn eins vel og hún. Það komu tímabil þar sem það var nánast öruggt að fá sím- hringingu um helgar þar sem hún tilkynnti mér að sjónvarpið í Kjósinni væri bilað, en þá hafði hún bara ýtt á vitlausan takka. Kjósin var hennar griðastaður enda verður bústaðurinn um ókomna tíð tengdur við hana. Það sem mér fannst einkenna ömmu var hvað hún var alltaf flott og vel til höfð. Hún kunni ekki að taka hrósi enda þegar ég sagði henni hvað hún væri sæt þá skellti hún bara upp úr. Hún var alltaf með puttann á púlsinum og pældi mikið í því hvað var móðins hverju sinni. Fráfall ömmu Ásu er mikill missir fyrir fjölskylduna og henn- ar verður sárt saknað. Tilhugs- unin um hana á betri stað með afa Jóa verður því að duga. Amma Ása var einfaldlega langbest, henni mun ég aldrei gleyma. Gunnhildur Jónsdóttir. Amma Ása var ein sú besta manneskja sem ég hef þekkt um ævina. Hún kvartaði aldrei og setti þarfir annarra ofar sínum. Í matarboðum hjá ömmu Ásu gat hún aldrei sest niður fyrr en allir voru komnir með allt sem þeir þurftu, sem þýddi fyrir mig að um hver jól kom ég talsvert þyngri heim til London. En hún vissi sannarlega hvernig á að búa til aspassúpu. Ég kem aldrei til með að gleyma þeim góðu stundum sem við áttum í Kjós. Þegar ég fór að veiða eða út á vatnið, sá ég hana alltaf í fjarska, að athuga hvort ég væri nokkuð að fara mér að voða. Og ég er viss um það að ef bátnum hefði hvolft hefði hún stungið sér á eftir mér. Hún var nefnilega bara þannig amma. Hún vildi mér alltaf allt það besta og var alltaf svo góð við mig. Og núna, þó að hún sé farin, þá veit ég að þegar ég kem til með að gera eitthvað hættulegt eða óskynsamlegt verður hún þar að fylgjast með mér, að passa upp á að ekkert slæmt komi fyrir. Með ást og væntumþykju, Stefán Franz Jónsson. Við mættumst fyrst í móður- kviði. Alla tíð síðan hefur líf okk- ar verið samofið. Sár er sorgin nú við fráfall hjartkærrar tvíbura- systur minnar, Ásu Karenar. Við ólumst upp í Verkó við Hofsvalla- götu hjá foreldrum okkar og tveim eldri systrum, þeim Dæju og Sísí. Verkó var eins og lítið ríki í ríkinu. Inni í hringnum, sem við krakkarnir kölluðum Portið, var leiksvæði okkar og þar var nán- ast leikið frá morgni til kvölds, leikirnir voru óteljandi. Við syst- ur eignuðumst vini sem eru vinir okkar enn þann dag í dag. Ég minnist litla sumarbústaðarins við Elliðavatn sem mamma og pabbi áttu. Þar var ekkert raf- magn en gömul kolaeldavél sem hitaði upp. Þar áttum við Ása dýrðardaga. Við fórum á vorin og komum heim þegar skólinn byrj- aði á haustin. Pabbi ræktaði nokkrar tegundir af grænmeti sem var mikil og góð búbót. Við Ása fylgdumst að í gegnum skólagöngu okkar, fyrst í Mela- skólanum og síðan í Gaggó Vest. Þar bættust fleiri vinir í hópinn, á veturna voru skautaferðir á Tjörnina mjög vinsælar. Eftir Gaggó fór Ása að vinna hjá litlu fyrirtæki sem hét Skipholt. Á þeim árum kynntist hún Jóhann- esi Jónssyni, sem síðar varð eig- inmaður hennar. Þau fóru að búa og 1963 eignuðust þau fyrsta barn sitt, Kristínu og árið 1968 kom svo Jón Ásgeir í heiminn. Eins og áður fylgdumst við syst- ur að, nú í barneignum. Það var stutt á milli barnanna hennar og fyrstu tveggja barnanna minna. Ása vann með manni sínum í Austurveri og seinna stofnaði fjölskyldan Bónus. Ása vann hjá fyrirtækinu alveg fram til ársins 2010. Hún var hörkudugleg og skipulögð. Hún stundaði sund um árabil í sundlaug Seltjarnarness og einnig sat hún í stjórn tveggja félaga, Dyngjunnar og Hvíta bandsins. Þau byggðu sumarbústað í Kjós við Meðalfellsvatn 1968 sem stendur enn. Ásu leið vel í Kjós- inni og oft sagði hún við mig – „Anna, finnur þú ekki kyrrðina hérna?“ Ég minnist margra fallegra sumarkvölda þegar vatnið var spegilslétt og stjörnubjört vetr- arkvöld voru líka fögur. Henni féll sjaldan verk úr hendi, hún var alltaf að sýsla eitt- hvað. Pönnukökurnar hennar voru vel þegnar þegar barna- börnin og aðrir komu í heimsókn, þær hurfu eins og dögg fyrir sólu. Saumaklúbbur okkar systra og fjögurra góðra vinkvenna var stofnaður fyrir rúmlega 50 árum og frá þeim tíma eigum við góðar minningar frá ferðalögum okkar, bæði hér heima og erlendis. Upp úr aldamótunum síðustu var dómsmál höfðað á hendur þeim og fyrirtæki þeirra. Mála- ferlin tóku rúman áratug. Ása tók þetta mjög nærri sér og setti þetta sitt mark á hana. Ása var hæglát og ljúf per- sóna, umhyggjusöm og dul, en umfram allt sönn. Engu að síður var hún með ákveðnar skoðanir. Ég þakka henni fyrir samfylgd- ina í gegnum lífið og allt sem hún var mér, elskuna og stuðninginn sem var alltaf til staðar. Lífið verður ekki samt án hennar. Ég bið Guð um styrk fyrir börnin hennar, barnabörn og tengda- börn. Verði hún Guði falin. Ása Karen Ásgeirsdóttir Ástkær sambýliskona, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og systir, ÁSGERÐUR GARÐARSDÓTTIR, Silungakvísl 6, 110 Reykjavík, lést á Líknardeild LSH sunnudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 16. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Ljósið líknarfélag njóta þess. . Þóroddur Stefánsson, Garðar Hinriksson, Hulda Jónsdóttir, Ásgeir Jóel, Þrúður Arna Briem, Tinna Rut Þóroddsdóttir, Jóhann Kröyer Halldórsson, Rakel Þóroddsdóttir, Blær Örn Ásgeirsson, Kolka Prema Ásgeirsdóttir og systkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.