Morgunblaðið - 05.11.2015, Page 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er sjálfsagt að leita ráða hjá
öðrum þegar maður sjálfur er á báðum átt-
um. Gerðu ráð fyrir lagfæringum og við-
gerðum heima fyrir og taktu frá tíma fyrir
mikilvæg fjölskyldumál.
20. apríl - 20. maí
Naut Samkeppnin gerir þér gott núna.
Haltu þig við áætlanir þínar og fáðu alla þá
í lið með þér sem þú mögulega getur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Lítið þjófstart er það sem þú
þarft til að byrja af fullum krafti og neita
að snúa við. Frá og með deginum í dag
muntu krefjast meiri gleði og skemmtunar
í lífi þínu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að taka afstöðu í erfiðu
máli sem snertir vinnufélaga þinn. Hug-
sjónir þínar stangast ekki á við raunveru-
leika nútímans.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er vandi að velja og því meiri
þeim mun fleira sem í boði er. Samskipti
þín við systkini þín eru sérlega uppörvandi
og gefandi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Dagurinn hentar vel til að gera
áætlanir varðandi útgáfustarfsemi, mennt-
un og ferðalög. Varastu að gera upp á milli
manna af persónulegum ástæðum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ábyrgðin sem hvílir á þér heima fyrir
gæti íþyngt þér dálítið í dag. Að öllum lík-
indum gefur þú mikið af þér en færð ekk-
ert í staðinn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft að stinga við fótum
og standa fast á þínu máli þótt að þér sé
sótt úr öllum áttum. Hertu upp hugann og
haltu áfram.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þótt þér sýnist erfitt að láta
alla hluti falla á sinn stað, er það engu að
síður mögulegt. Vertu bjartsýnn og opnaðu
vasana. Sumt er rétt og annað rangt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú missir andlitið þegar einhver
þér nákominn reynir að standa fyrir máli
sínu. Að vita hefur enga merkingu, nema
þú nýtir þér það.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Varastu að blanda þínum eigin
skoðunum í frásögn af gangi mála. Ekki
einblína á það sem gengur illa, heldur það
sem gengur vel og byggðu á því.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur verið að eyða óvenjumikl-
um peningum að undanförnu. Notaðu
þetta tækifæri til að bæta sambandið við
þá sem þér eru kærir.
Justin Bieber er ein vinsælastapoppstjarna heims. Nú gengur
ljósum logum á netinu myndband
sem tekið var á Íslandi við nýtt lag
úr hans smiðju, en þar má meðal
annars sjá goðið lauga sig fáklætt í
Jökulsárlóni. Myndin birtist í mbl.is
á mánudag. Sigrún Haraldsdóttir
orti á Leirnum:
Ég teymd er af tilfinning flókinni
og trega okkar fullkomnu ókynni.
Nú upplýsi hér;
ég altekin er
af honum Bieber á brókinni.
Páll Imsland heilsar leirliði á
óséðum morgni.
Hann Valdi á Valstrýtu dauður
vaknaði hreint eins og sauður
og skildi’ ekki neitt
hve skolli var heitt
og skugginn af honum svo rauður.
Vésteinn Valgarðsson orti í til-
efni af því að Perlan sökk í Reykja-
víkuhöfn:
Valda grandi margoft mein,
magnast vanda grútur,
möstrin standa uppúr ein
Ísa lands á skútu.
Í gær birtist hér limra, Neglan,
eftir Davíð Hjálmar Haraldsson af
sama tilefni. Og sr. Skírnir Garð-
arsson skrifaði í Leirinn: „Við vor-
um að borða 2 fyrir 1 á bryggjunni
og héldum að þetta væri innifalið í
verðinu, einhvers konar „show“.
Á Grandanum grandalaus sátum,
við gourmet og þindarlaust átum.
Segir konan þá klökk,
þegar kútterinn sökk,
„Hér er kostuleg meðferð á bátum.“
Alveg magnað. Kannski var þetta
það sem við kölluðum „gauja-
syndrómið“ í sveitinni, karl sem
kallaður var Gaui týndi alltaf töpp-
unum. Gauji var skorpumaður við
heyskap, að moka í blásara o.fl.
Hann var blautur túramaður.
Hann Gaui minn töppunum týndi,
hann tafsaði og eftir þeim rýndi.
Hann labbaði að hlöðunni,
og leitaði í töðunni,
og leikaraskap okkur sýndi.
Hann hafði þá ástæðu til að
drekka í botn, því tappana fann
hann aldrei, hann henti nefnilega
töppum viljandi. „Hvar er asskot-
ans neglan?“ sagði hann stundum.
Afi undirritaðs var svo stækur
bindindismaður (hann var bóndi á
Svalbarðsströnd) að hann þverneit-
aði að drekka nokkuð af stút. Það
var algild regla. Eitt sinn hafði
gleymst að taka með bolla á engjar
og drukkið af stút kaffi úr brúsa
sem hafður var í ullarsokk.
Þá orti vinnumaður:
Faðir vor nú kallar kútinn kaffi-þekka.
ei af stút þó einn vill drekka,
önugur og þver við rekka.
Við erum prinsipp-menn,“ lýkur
Skírnir máli sínu.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Justin Bieber og Valda
Í klípu
„ÞAÐ ER EKKERT SEM JAFNAST Á VIÐ ÞÁ
TILFINNINGU AÐ VERA MEÐ SAND Á MILLI TÁNNA.
AÐ ÞVÍ SÖGÐU ÆTTI ÉG KANNSKI AÐ FARA Í
STURTU NÚ ÞEGAR ÉG ER KOMINN TIL BAKA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„AUÐVITAÐ ERT ÞÚ GÓÐUR Í SÖGU. ÞÚ
VARST VIÐSTADDUR MEGNIÐ AF HENNI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að segja ljósmyndinni
hans frá vandamálum
þínum.
ÓKEI… HVERJUM FINNST
ÉG VERA FRÁBÆR?
ÉG TEL ÞETTA MEÐ
SEM „KANNSKI“
NÚ, ÞARNA
KEMUR MAÐUR
FYRIR ÞIG
HUNANG
ÉG HEF SAGT ÞÉR,
ÁHUGAMÁL MITT
NÚNA ER FRAMI Í
VIÐSKIPTALÍFINU!
ÉG VELTI FYRIR MÉR
HVORT HANN VANTI
VIÐSKIPTAFÉLAGA?
Í Víkverja býr mjög kátt jólabarnárið um kring. Þegar jólahátíðin
fer að nálgast og tilhlýðilegt verður
að láta tilhlökkun sína í ljós halda
honum engin bönd.
x x x
En það liggur iðulega þungt á Vík-verja ár hvert hvenær það telst í
lagi að gefa jólabarninu lausan
tauminn. Mörkin færast lengra frá
jólum með hverju árinu.
Jólaverslunin hefst nú í lok sept-
ember þegar allar hillur fyllast af
jólapappír, jólakúlum, jólaseríum og
öðru glingri, Víkverja til ómældrar
gleði. Hins vegar óma jólalögin jóla-
vörunum ekki til samlætis og hafa
þau því ekki stokkið á jólavagn
verslunarinnar. Enn hefur Víkverji
því þurft að sitja á sér og bíða fram á
fyrsta desember til að ýta á play.
x x x
Víkverja er líka með öllu ljóst aðþegar komið er heim með ný-
keyptu jólaseríuna er ekki í boði að
hengja hana upp strax. Það verður
líka að bíða fram í desember svo
ekki hljótist af útskúfun úr mann-
legu samfélagi. Það væri ekki nema
Víkverja tækist að heimfæra seríuna
undir skilgreiningu „heils-
ársseríunnar“ sem hefur rutt sér til
rúms á síðustu árum og hlotið sam-
þykki tískuspekúlanta um land allt.
x x x
En um daginn fann Víkverjióvænta en sjálfsagða leið úr viðj-
um hefðanna og almenningsálitsins.
Víkverji tók nefnilega að sér að
passa frændsystkini sín yfir nótt.
Börn eru almennt lítið í því að láta
álit annarra aftra för sinni og þegar
þau horfðu biðjandi hvolpaaugum á
Víkverja og kröfðust jólaskreyttrar
íbúðar frá toppi til táar, varð ekki
aftur snúið. Í næstu andrá voru jóla-
kassarnir ferjaðir fram af mikilli
áfergju, jólalögin komin á fóninn í
hæsta styrk, smákökurnar á leiðinni
í ofninn og allir hoppandi kátir með
jólasveinahúfu.
Hvað nágrönnunum þykir um
komu jólanna í þessa einu íbúð á höf-
uðborgarsvæðinu verður látið liggja
á milli hluta. Því káta jólabarnið er
mætt og hvernig nærri hætt! víkver-
ji@mbl.is
Víkverji
En ávöxtur andans er: kærleiki, gleði,
friður, langlyndi, gæska, góðvild, trú-
mennska, hógværð og sjálfsagi.
(Gal. 5:22)
Fákafeni 9 | 108 Reykjavík | Sími 553 7060 | Opið mánud.-föstud. 11-18 og laugard. 11-16
www.facebook.com/gaborserverslun
Dömuskór
í úrvali