Morgunblaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 309. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Hefur oft langað að deyja 2. „Ég var einfaldlega bölvaður …“ 3. Ótrúlegt að ekki hlaust af … 4. Ódýr timburhús alvöru kostur »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Skálholtsútgáfan hefur gefið út tónlistarævintýrið Lítil saga úr org- elhúsi, myndskreytta barnabók með geisladiski þar sem sagan er lesin af söngvaranum Bergþóri Pálssyni og tónlist úr ævintýrinu leikin á orgel af höfundi bókarinnar, Guðnýju Ein- arsdóttur organista. Tónlistina samdi Michael Jón Clarke og Fanney Size- more myndskreytti. Útgáfu bókar- innar verður fylgt úr hlaði með út- gáfutónleikum í fjórum kirkjum og verða þeir fyrstu haldnir í kvöld kl. 18 í Hjallakirkju í Kópavogi. Þær næstu fara fram 7. nóvember kl. 16 í Dóm- kirkjunni, 8. nóvember kl. 16 í Akra- neskirkju og 14. nóvember verða tvennir tónleikar haldnir í Akureyr- arkirkju, kl. 13 og 14.30. Á tónleik- unum mun Bergþór Pálsson segja söguna, Guðný leika tónlistina á org- el og myndum Fanneyjar verður varp- að upp á tjald. Morgunblaðið/Eggert Tónlistarævintýri í fjórum kirkjum  Femdome nefnist fjögurra daga há- tíð sem hófst í gær og stendur til og með 8. nóvember á Café Sólon og er hluti af utandagskrá Iceland Airwa- ves. Efri hæð veitingastaðarins hefur verið breytt í tónleikasal og munu þar koma fram margar fremstu tón- listarkonur landsins, m.a. Lára Rún- ars og Þórunn Antonía, auk annarra sem eru að hasla sér völl. Einnig munu koma fram er- lendar hljóm- sveitir; m.a. The Hinds frá Spáni og Moon Bow frá Eng- landi. Tónlistarkonur á efri hæð Café Sólon Á föstudag Suðaustan 5-10 og rigning með köflum, en úrkomulít- ið norðaustantil. Snýst í suðvestanátt með skúrum síðdegis. Hiti 3 til 9 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og suðaustan 8-15 m/s. Talsverð rigning sunnan- og vestanlands, en úrkomulítið norðaustantil. Hlýnar í veðri, hiti 3 til 10 stig síðdegis. VEÐUR Haukar eru enn taplausar á toppi Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik eftir leiki gærkvöldsins. Hafn- firðingar sóttu tvö stig á Hlíðarenda 79:73. Grindavík beið lægri hlut gegn Snæ- felli í Mustad-höllinni í Grindavík 83:60 og Stjarn- an bar sigurorð af Hamri í Hveragerði 81:64. Haukar eru með 10 stig en Snæfell kemur næst með 8 stig í öðru sæti. »2 Haukar enn með fullt hús stiga Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í handknattleik, tók djúpt í árinni í samtali við mbl.is þegar hann sagði að aðstaða íslensku landsliðanna í handknattleik og körfuknattleik væri fyrir neðan allar hellur. Formenn HSÍ og KKÍ taka undir þetta og eru sammála um að sú aðstaða sem landslið- unum stendur til boða til æfinga og keppni sé ekki viðunandi. » 1 Aðstaða landsliðanna er ekki viðunandi Ásgeir Sigurgeirsson er bjartsýnn á að hann verði á meðal keppenda í skotfimi á öðrum Ólympíuleikunum í röð á næsta ári. „Ég hef verið mjög nálægt því að tryggja mér svokallað kvótapláss. Ég er því mjög bjartsýnn á að ná markmiðinu,“ sagði Ásgeir en næst mun hann fá tækifæri til að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Ríó í febrúar. »4 Ásgeir bjartsýnn á sæti á ÓL í Ríó ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Það gekk bara einhvern veginn allt upp og stelpurnar toppuðu sig al- veg,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir, kórstjóri og stofnandi Kvennakórs Garðabæjar, en kórinn kom, söng og sigraði í alþjóðlegu kórakeppninni Canta Al Mar á Spáni á dögunum þar sem hann vann til gullverðlauna í flokki kvennakóra og til silfurs í flokki kirkjuverka. „Þetta var allt staður og stund. Við höfðum undirbúið okkur gríðarlega vel og stefnt að þessu í um tvö ár,“ segir Ingibjörg en einnig hafi spilað stórt hlutverk hve samhentur hóp- urinn var og tilbúinn að gera sitt allra besta í keppninni. Alls kepptu 49 kórar frá 29 löndum, eða um 1.500 manns. Kvennakór Garðabæjar er skipaður áhugasöngkonum úr Garða- bæ en þær kepptu ótrauðar við er- lenda atvinnukóra. Ekki ósvipað íþróttaleik „Við hoppuðum upp og veifuðum íslensku fánunum. Maður verður bara eins og lítill krakki. Kannski ekkert ósvipað því sem gerist á íþróttaleikjunum þegar einhver skor- ar mark,“ segir Ingibjörg létt í bragði um andartakið þegar ljóst var að kórinn hafði unnið gullið í flokki kvennakóra. „Þetta var alveg ein- stakt og ógleymanlegt.“ Kórinn gerði garðinn frægan á fleiri sviðum en verðlaunapallinum því honum var einnig boðið fyrirfram að taka þátt í hátíðartónleikum í Dómkirkjunni í Barcelona ásamt kórum frá Georgíu og Svíþjóð. „Það var ofsalega mögnuð stund, enda stór og hljómfögur kirkja, umhverfi sem við þekkjum ekkert mjög vel.“ Kórasamfélagið hér á landi er lítið að sögn Ingibjargar og því mikill lær- dómur fólginn í því að miða sig við aðra kóra úti í heimi. Engin bið í næstu tónleika Kórinn slær hvergi slöku við og undirbýr sig nú ötullega fyrir árlega aðventutónleika sem haldnir verða 9. desember næstkomandi í Digra- neskirkju. „Við spýtum bara í lófana og þetta verður virkilega skemmtilegt,“ segir Ingibjörg að lokum. Kórinn sem kom, söng og sigraði  Kvennakór Garðabæjar vann til gull- og silfurverðlauna í alþjóðlegri keppni Fagnaðarlæti Kvennakór Garðabæjar samanstendur af 34 áhugasöngkonum á öllum aldri, með ólíkan bakgrunn, sem hafa mikið yndi af söng og samveru. Bestar Ingibjörg Guðjónsdóttir kórstjóri með verðlaunin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.