Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 15.01.1987, Síða 14

Víkurfréttir - 15.01.1987, Síða 14
Fimmtudagur 15. janúar 1987 VÍKUR-fréttir Auglýsing um tillögu að breyttu miðbæjardeiliskipulagi í Keflavík Samkvæmt 17. grein skipulagslaga no. 19/1964 er lýst eftir athugasemdum við til- lögu að breyttu miðbæjarskipulagi í Kefla- vík. Skipulagssvæðið afmarkast að sunnan- verðu af Tjarnargötu, að vestan af Kirkju- vegi. Að norðan af Norðfjörðsgötu og að austanverðu af sjónum. Tillagan liggur frammi á skrifstofu byggingafulltrúa, Hafn- argötu 32, Keflavík, frá 10. desember 1986 til 21. janúar 1987. Athugasemdum við tillöguna skal skila til byggingafulltrúa Keflavíkur eigi síðaren 7. febrúar 1987, og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Keflavík, 8. desember 1986. Byggingafulltrúinn í Keflavík Á námskciðinu hjá fiskiðnaðarfólkinu, sem stendur yfir þessa dagana í húsi Verkaiýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur og nágrennis „Fiskur er matvara - en ekki slor áú „Það er grætilegt að menn á besta aldri skuli ekki fást til að vinna í frysti- húsunum lengur, vegna lélegra launa. I dag eru karlmennirnir sem starfa í húsunum ýmist börn eða gamalmenni“, sagði Hlíf Pálsdóttir, verkstjóri í Hraðfrystihúsi Keflavíkur, i b®ði MEIRAEN ÓBRE/H MIÐA/E^ glæsilegir vinningar ——■ „ haqnada.vonogsíðasten ^úkdómaogslys.se-nÞ'' _ ÞAÐTARAR í samtali við Víkur-fréttir. Hlíf er þessa dagana ásamt fleiri leiðbeinendum með námskeið fyrir starfsfólk frystihúsanna á Suðurnesj- um, í húsi Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Víkur-fréttir litu inn í tíma hjá Hlíf með starfsfólki Sjöstjörnunnar og R. A. Pétursson úr Njarð- vík, og Hraðfrystihúsi Keflavíkur, í sl. viku. Hlíf er frá Suðureyri við Súgandafjörð og flutti til Keflavíkur árið 1974 ogfór að vinna í frystihúsi. „Síðan hef ég haft ódrepandi áhuga á þessu máli‘„ sagði Hlíf, sem lauk námi frá Fiskiðnaðarskólanum að loknu 2ja ára námi 1984. Hún starfaði sem yfirmats- maður í sumar og kynnti sér fiskiðnaðinn víðsvegar um landið. „Reiknað er með að um 150 manns, að- allega konur, verði á þessum námskeiðum. Þeim er skipt niður í 10 mismun- andi þætti og er farið yfir hvern þátt á 4 tímum. Þetta verða því 40 stundir, eða ein vika, sem fólk fær fræðslu um hina ýmsu þætti fiskvinnslunnar. Þessari fræðslu sem fólk fær hér verður síðan fylgt eftir með 2ja vikna verklegri kennslu í þeim húsum sem fólk er starfandi við. Meiningin er að nýta tímann eins vel og hægt er þessa daga sem eng- inn fiskur berst að landi“. Það hefur komið fram á námskeiðunum hjá Hlíf, að starfsfólk í frystihúsum hefur fengið litla sem enga tilsögn í starfi. „Viðkvæðið hjá forráðamönnum hefur verið, þið eigið að kunna þetta“, sagði kona á nám- skeiðinu, og fleiri tóku í sama streng. Hlíf sagði að mikill hraði og hávaði spillti fyrir einbeitingu hjá fólki og yfirleitt hefðu verk- stjórarnir það mikið á sinni könnu að þeim gæfist ekki nægilegur tími til að sinna einstaka starfsfólki. Ekki væri heldur nægilegur gaumur gefinn, hverjar af- leiðingar röng vinnubrögð hefðu. „Viðhorfin gagnvart fiskiðnaðinum eru að breyt- ast til batnaðar sem betur fer og fólk er farið að skilja að fiskur er matvara en ekki slor. Það er samt miður hversu störf í fiskiðnaði eru almennt ekki virt og það er eins og sumt fólk skammist sín fyrir að vinna í fiski. Við Hlíf Pálsdóttir verðum að bera virðingu fyrir starfi okkar, ef við gerum það ekki, þá er ekki von til að aðrir geri það“. Hlíf sagði að reynt væri að vinna eins mikið og hægt væri í neytendapakkning- ar, en því miður vildi oft brenna við að þegar togar- ar kæmu í land eftir 8 til 10 daga útivist, þá væri afli fyrstu dagana kominn á ystu nöf. í þeim tilfellum væru dagmerkingar mikið þarfaþing, en oft væri tals- verður misbrestur á að þær væru eins og skyldi. Saltfiskverkun bar á góma og taldi Hlíf að best verkaði saltfiskur sem hún hefði séð væri frá Olafsfirði. Hún kom þar við á sl. sumri í kynnisferðum sínum um landið. „Þar er talsvert um að menn stundi heimilis- fiskiðnað og fannst mér ákaflega athyglisverð vönduð vinnubrögð þessara manna og hve annt þeim þótti um framleiðslu sína“. Hlíf var spurð að lokum hvers hún vænti af nám- skeiðinu, og ekki stóð á svarinu: „Hæfara og ánægð- ara starfsfólk“.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.