Víkurfréttir - 12.06.1987, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 12. júní 1987
molar
Þjálfarinn í
bæjarútgerðina
Fyrrum þjálfari Vestmann-
eyinga, Garðmanna, Sand-
gerðinga o.fl. í knattspyrnu,
Kjartan Másson, hefur nú
verið ráðinn útgerðarstjóri hjá
Hraðfrystihúsi Keflavíkur h.f.
En það fyrirtæki hefur fengið
gælunafnið Bœjarútgerðin eftir
að bæjarfélagið ákvað að
kaupa hlut í því. Kjartan er
ekki ókunnugur rekstri sjávar-
útvegsfyrirtækja því undan-
farin misseri hefur hann starf-
að sem „reddari" með meiru
hjá Miðnesi h.f. í Sandgerði,
auk þess sem hann var þátt-
takandi í frystihúsarekstri í
Garði fyrir nokkrum árum.
Bæjarstjórinn ræður
Við nefndarkjör bæjar-
stjórnar Keflavíkur í siðustu
viku stakk einn fulltrúi meiri-
hlutans upp á öðrum fulltrúa í
Bláfjallanefnd en meirihlutinn
hafði ákveðið. Vegna þessa
óvænta atviks skipaði bæjar-
stjóri viðkomandi bæjarfull-
trúa að draga uppástungu sína
til baka og varð bæjarfulltrú-
inn þegar við því.
Köld gusa framan
í starfsfólkið
Sá hluti starfsfólks Sjúkra-
húss Keflavíkurlæknishéraðs
sem var bak við heimildir Vík-
urfrétta um bullandi ólgu á
stofnuninni þótti varaformað-
ur SK senda sér kalda gusu. Er
hér átt við það þegar hún kall-
aði starfsfólkið „Gróu á Leiti“
í orðagjálfri sínu í síðasta tölu-
blaði.
Hvaða blöð eru
gefin út í Njarðvík?
Ef áhugi væri fyrir því, væri
fátt auðveldara en að rífa bréf
Arndísar Tómasdóttur í
síðasta tölublaði Víkurfrétta í
spað, eins og það er kallað. Því
sjaldan hefur sést önnur eins
rangfærsla á prenti. Sumar
þessar rangfærslur eru þó ekki
til annars en að hlægja að þeim
eins og þegar hún talar um
blöðin tvö sem koma út hér í
bæ, en skrifar svo undir bréfið
„Njarðvík, l.júní 1987“.Mol-
ar hafa ekki enn fengið upp-
gefið hvaða blöð eru gefin út í
Njarðvik. Þó er ekki annað
hægt en að spyrja Arndísi hver
sé að eyðileggja orðstí Sjúkra-
hússins ef það er ekki hún sjálf
með fulltingi formannsins.
Óheimilt í
iögregluríkinu
Áður hafa Molar greint frá
því að einskonar vísir að lög-
regluríki væri kominn upp í
Leifsstöð. Nú hefur þetta feng-
ist staðfest skv. fyrirmælum sem
lögreglustjórinn á Kefiavíkur-
flugvelli gaf út 27. maí s.l. til
löggæslumanna um fram-
kvæmd eftirlits á staðnum. í
átta greinum, sem tilheyra
fyrirmælum þessum, kemur
orðið „óheimil“ fyrir íjórum
sinnum. Er starfsmönnum og
almenningi óheimilt þetta og
hitt og raunar vantar ekki ann-
að en eina setningu enn. Gæti
hún hljóðað svona: „Almenn-
ingi og starfsfólki er óheimill
aðgangur að byggingunni“!!
Hitt þá lögleysa?
Miðað við að fyrirmæli lög-
reglustjórans á Keflavíkur-
flugvelli eru gefin út 27. maí
s.l. en Leifsstöð var tekin í
notkun um miðjan apríl,
hljóta þær ómannúðlegu regl-
ur, sem unnið var út frá, að
hafa verið ólöglegar. Alla vega
kemur hvergi fram í fyrirmæl-
um þessum að þau komi í stað
annarra sem áður hafi verið
gefin út.
Villandi nafngift
í síðasta tölublaði kom fram
að Vegagerðin hefur gefið
gömlu Reykjanesbrautinni
nýtt nafn, þar sem hún liggur í
gegnum Njarðvík, frá Fitjum
að Fiskiðjunni í Keflavík.
Nafn þetta er Víkurbraut, en
nýi fiugstöðvarvegurinn hefur
fengið nafnið Reykjanesbraut.
Fyrri nafngiftin á eflaust eftir
að valda ýmsum vandkvæðum
því stutt frá þeim stað sem hún
endar í Keflavík er önnur gata
með sama nafni. En í öllum
þeim tilfellum sem sama götu-
heitið er bæði til í Keflavík og
Njarðvík, er endalaus rugling-
ur um það við hvora götuna er
átt. Enda kannski ekki að
furða þar sem bæði þessi
byggðarlög eru orðin eitt,
nema á stjórnunarsviðinu.
Talning á hestum
Umferðarnefnd Keflavíkur
hefur ákveðið að láta fara fram
talningu á umferð um Hafnar-
götu fyrir og eftir tengingu
Aðalgötu við nýju Reykjanes-
brautina. Á sama tíma dregst
tenging Aðalgötunnar vegna
smíði hestagangna undir Aðal-
götuna. Höfðu bæjarstjórnar-
menn í Keflavík því það í
flimtingum á fundi fyrir
skemmstu hvort ekki væri rétt
að láta fara fram talningu á
umferð hesta um reiðstíginn
sem klýfur Aðalgötuna nú,
fyrir og eftir framkvæmdir.
Ættu heimatökin að vera
hæg því sami formaður er fyrir
umferðarnefndinni og hesta-
mannafélaginu Mána.
Því ekki
strengjabrúður?
Á bæjarstjórnarfundinum í
Keflavík, þar sem málefni
Sjúkrahússins tóku mestallan
fundartímann, vakti það at-
hygli að þrír fulltrúar meiri-
hlutans sögðu nánast aldrei
orð allan fundinn. Vegna
þessa lagði einn áheyrendanna
til að bærinn keypti bara vax-
myndir eða strengjabrúður af
þessum þrem fulltrúum og svo
mætti kippa í þá þegar þeir
ættu að rétta upp hendi. Væri
það eflaust mun ódýrara fyrir
bæjarfélagið en að greiða
fundarsetu fyrir þögnina.
Topparnir frá
Suðurnesjum
Suðurnesjamenn státa sig
gjarnan af sínu fólki sem
stendur sig vel á hinum ýmsu
sviðum. Það hefur verið komið
inn á þá „sálma“ fyrr hér í
Molum, en við grípum í enn
einn. Fegurðarsamkeppni Is-
lands fór fram á Broadway á
mánudag eins og flestir vita,
og áttum við þar okkar
fulltrúa að venju, sem stóð sig
vel þó hann hafi ekki komist í
verðlaunasæti. En Suðurnesja-
menn áttu meira en fulltrúa í
keppninni, því aðstandendur
hennar fengu Suðurnesjafólk í
stóran þátt af undirbúningn-
um. Má þar nefna nöfn eins og
Sóley Jóhannsdóttur, sem sá
um að leiðbeinma stúlkunum
varðandi framkomu og göngu.
Katrín Hafsteinsdóttir, eða
Katý eins og hún er kölluð,
hjálpaði þátttakendunum í lík-
amsræktinni og við að halda
línunum „réttum", ef svo má
segja. Gunnar Eyjólfsson er
fæddur og uppalinn í Kefla-
vík, ef einhverjir vita það ekki,
og hann leiðbeindi og kenndi
tal og öndun. Á stórsamkomu
eins og þessari er betra að vera
með öruggan mann í eldhús-
inu. Þeir á Broadway eru
auðvitað með okkar mann þar
á réttum stað, Ólaf Reynisson.
Já, sagt hefur það verið um
Suðurnesjamenn . . .
Póst- og símamálastofnun
Keflavík og Njarðvík
óskar að ráða starfsfólk í símavörslu, póstafgreiðslu
og bréfbera strax.
Upplýsingar gefa stöðvarstjóri og póstfulltrúi.
PÖSTUR OG SÍMI
Keflavík - Njarðvik
muii
Frát
sjónarhorni
Feter Keeling, þjálfari ÍBK,
skrifar um knattspyrnu:
SKIN
OG
SKÚRIR
Það skiptast á skin og
skúrir í knattspyrnunni eins
og öllu öðru. Það fékk mið-
vallarleikmaður Vals og ís-
iands, Sævar Jónsson, að
finna fyrir. Hann var svo
sannarlega í skýjununt eftir
að Valsmenn höfðu burstað
Keflvíkinga í 2. umferð ís-
landsmótsins. Hugsaði hann
um þungskýjað andrúms-
loftið sem var í búningsklefa
Keflvíkinga að leik loknum á
meðan hann og félagar hans í
Val fógnuðu glæstum sign.
Það hefði verið óeðlilegt í
allri gleðinni hjá honurn og
féllögum hans.
En það er sagt að knatt-
spyrnan geri mann glaðan
aðeins til að gera mann
vonsvikinn aftur. Og
atburðir síðustu viku segja
okkur það að Sævar fékk
fljótt að vita hvernig and-
stæðingum hans í iiði ÍBK
leið cftir sex marka tap, því
hann öðlaðist þá reynslu
aðeins þrernur dögum seinna
gegn Áustur-Þjóðverjum,
sem vörpuðu „kjarnorku-
sprengju" á sigurvonir ís-
lendinga sem höfðu staðið
sig vel gegn Frökkum og
Rússum.
í sjöunda himni. . .
Kunningi minn sagði mér
að „okkar maður" í iandslið-
inu, Bjarni Sigurðsson mark-
vörður, hafi að ieik loknuni
sagt að hann myndi næstu
daga ganga með lambhús-
hettu yfir andlitinu. Eitt er
víst, að markvörður Kefivík-
inga, Þorsteinn Bjarnason,
vissi hvernig honum leið.
Þegar menn verða fyrir
svona slæmri reynsiu kunna
þeir enn bctur að meta það
þegar vel gengur. Og það var
ljúft fyrir Steina Bjarna eftir
leikinn gegn Þór á laugar-
daginn er hann kom tii mín
og sagði: „Eg er í sjöunda
himni núna“. Eftir að hafa
fengið á sig sjö mörk gegn
Val tókst honum að halda
hreinu gegn liði sem okkur
hafði ekki tekist að sigra í
síðustu sjö viðureignum. Ef
undan er skilið eitt dauða-
færi sem Steini bjargaði
glæsilega, þá hafði hann það
náðugt í markinu þennan
dag.
Ekki svo slæmt
þrátt fyrir . . .
Það var sannarlega
ánægjulegt að sigra í þessum
leik eftir alla þá vinnu sem
við lögðum á okkur í vikunni
fyrir leikinn, þar sem við
tókum sérstaklega fyrir
ýmsa þætti sem miður fóru
gegn Val og þurfti að bæta.
Er þá sérstaklega átt við
varnarhiutverk og „dekkun-
ina“. Ogeftirallanþanngrát
og gnístran tanna vegna
tapsins gegn Val stóðum við
framnii fvrir því að vera með
tvo sigra úr þremur fyrstu
leikjunum í mótinu. Það er
ekki svo slæmt. Næsta skref
var mjög erfiður leikur gegn
ÍA, liðinu sem sigraði okkur
3:0 í úrslitum Litlu bikar-
keppninnar. En á laugardag-
inn sýndum við stuðnings-
mönnum okkar að við erum
á réttri leið.
Erum að byggja upp
Og við sýndum þeim það
að við erum að reyna að
byggja upp lið sem mun sýna
þeim skemmtilega og góða
knattspyrnu eftir 2-3 ár. Við
eigum langt í land með að
verða það lið sem ég mundi
vilja að við værum. Og ég
mun ekki láta blindast af'
góði; frammistöðu, vegna
þeirrar staðreyndar að við
höfum enn fjall að klífa í
uppbyggingu á mjöggóðu 11
manna liði.
En það sem meira er, að
strákarnir komu til leiks
gegn Þór með réttu hugar-
fari. Ef þú ert með lið sem
sýnir rétt hugarfar og góðan
aga, ertu með lið sem þú
getur verið stoltur af.
Með því að fá tíma og _
þolinmæði mun þetta takast. M
Öll toppmerkin í íþróttavörum.
i $■ V V
SPORTBÚÐ ÓSKARS
VIÐ VATNSNESTORG - SlMI 4922
SUÐURNESJAMENN!
GleðHega þjóðhátíð.
Víkur-fréttir