Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.06.1987, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 12.06.1987, Blaðsíða 11
\>IKUR juiUi Föstudagur 12. júní 1987 11 „Hvað viltu borga?“ „Nú eru margir nýir komnir í þessa grein og sam- keppnin er hörð og stundum, þegar maður er að falast eftir fiski, er viðkvæðið „hvað viltu borga?“ Margir þess- ara aðila eru tilbúnir að selja alskonar drasl á upp- sprengdu verði.“ Fiskmarkaðir eru nú víða i burðarliðunum og sagði Júl- íus að hann liti björtum aug- um til þeirra og hann taldi að þeir ættu fyllsta rétt á sér og yrðu til að menn færu enn betur með hráefnið en nú er gert. Fiskur í loft- tæmdum umbúðum Rafn sagði að árið 1980 hefðu orðið nokkur þáttaskil hjá fyrirtækinu. Þá hefðu þeir keypt allt húsið við Bola- fót og við það hefði aðstaða fyrirtækisins stækkað um helming. Arið 1985 hefðu svo aftur orðið breytingar. „Þá fórum við að vélvæða okkur meira og settum fisk í neyt- endapakkningum á innan- landsmarkað og einnig til út- flutnings til Bandaríkjanna. Þetta ár fórum við líka að setja fiskbita í lofttæmdar umbúðir og er þetta eina frystihúsið sem það gerir. Þessi fiskur geymist betur, hann þornar ekki og hægt er að sjóða hann í þessum pakkningum eða setja beint í örbylgjuofninn.“ Önnum ekki eftirspurn „Árið 1985 urðu miklar breytingar á markaðinum í Bandaríkjunum og fólk fór að gera sér grein fyrir holl- ustu fisksins. Fram að þessu hafði verið birgðasöfnun en nú er ástandið orðið þannig að við önnum ekki eftirspurn og svona er þetta að verða í Evrópu líka. Við erum farnir að flytja fersk flök af ýmsum fisktegundum til Englands, en útflutningur okkar til Evrópu hefur legið niðri í nokkur ár,“ sagði Rafn. Þeir feðgar voru bjartsýn- ir á framtíðina, en sögðu að 4 síðustu ár hefðu verið erfið og hefði ástæðan verið að gengið hefði verið fryst en all- ur kostnaður við reksturinn hækkað stórlega á sama tíma og þetta hefði slæm áhrif á afkomuna. Þar er fólk oftast á biðlista Árið 1975, þegar R.A. Pét- ursson h.f. hóf starfsemi sína, voru starfsmenn á milli 5 og 8 manns, en nú starfa að jafnaði 25 til 30 manns hjá fyrirtækinu. Rafn sagði að miklu máli skipti að hafa gott og samviskusamt fólk í vinnu og það hefði ekki átt hvað síst þátt í velgengni fyrirtækisins. Fram hefur komið að frystihús á Suður- nesjum eiga í erfiðleikum með að fá fólk til starfa, en því er ekki til að dreifa hjá R.A. Péturssyni h.f. Þar er fólk oftast á biðlista. Rafn A. Pétursson (lengst t.v.) ásamt Kristínu Guðmundsdóttur skoðunarstúlku, og Karli Gunnarssyni verkstjóra. „Það er þýðingarmikið að hafa gott starfsfólk, og við erum ákaflega heppnir að því leyti“, segir Rafn. Ljósm.: bb. Sendum sjómönnum bestu hátíðaróskir í tilefni sjómannadagsins. Fiskverkun Hilmars og Odds Njarðvík Sendum sjómönnum bestu hátíðaróskir í tilefni sjómannadagsins. Gauksstaðir hf. Garði Sendum sjómönnum bestu hátíðaróskir í tilefni sjómannadagsins. Hraðfrystihús Keflavíkur hf. Sendum sjómönnum bestu hátíðaróskir í tilefni sjómannadagsins. Skipaafgreiðsla Suðurnesja sf. Sendum sjómönnum bestu hátíðaróskir í tilefni sjómannadagsins. Valbjörn hf. og Jón Erlingsson hf. Sandgerði Sendum sjómönnum bestu hátíðaróskir í tilefni sjómannadagsins. Miðnes hf. Sandgerði

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 34. tölublað (12.06.1987)
https://timarit.is/issue/390843

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. tölublað (12.06.1987)

Aðgerðir: