Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.06.1987, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 12.06.1987, Blaðsíða 16
V/fOJft 16 Föstudagur 12. júní 1987 jutm Úvænt tap hjá Sandgerðingum Sandgerðingar töpuðu óvxnt fyrir nýliðunum í 3. deild, Aftur- eldingu, þegar liðin léku í ís- landsmótinu í knattspyrnu í Sandgerði á laugardaginn. Loka- tölur urðu 3:0 fyrir Aftureldingu eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1:0. Voru þessi úrslit í litlu samrxmi við gang leiksins. Reynismenn voru slappir í fyrri hálfleik og ef til vill talið að sigurinn yrði auðfenginn í þess- um leik. En þeir komust að öðru og fljótlega urðu þeir fyrir því óhappi að skora sjálfsmark sem besti leikmaður þeirra, Jóhann- es Sigurjónsson, skoraði. Jó- hannes stökk upp með andstæð- ingi og ætlaði að skalla frá markinu en tókst ekki betur til en svo að boltinn sveif í fallegum boga í eigið mark, án þess að markvörðurinn kæmi nokkrum vörnum við. Strekkingsvindur var og átti hann sinn þátt í að svona fór. í síðari hálfleik voru Sand- gerðingar mun frískari og gerðu þá harða hríð að marki Aftur- eldingar og þrátt fyrir nokkur upplögð tækifæri tókst þeim ekki að skora. Betur gekk hjá liðinu úr Mosfellssveit að nýta sín færi því liðið átti þrjú upp- hlaup í síðari hálfleik og tókst að skora úr tveim þeirra. Stig Reynis í leiknum: Jó- hannes Sigurjónsson 3, Davíð Skúlason 2 stig og Kjartan Ein- arsson 1 stig. Næsti leikur Reynis verður gegn Njarðvíkingum í Njarðvík á morgun kl. 14. Ari Haukur Arason (hvítklxddur) í harðri baráttu gegn leikmanni Aftureldingar, í Sandgerði um síðustu helgi. Ljósm.: pket. t Þökkum af alhug öllum þeim sem vottuðu okkur samúð og vináttu viðandlátog útförmínselskulega eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS H. JÚLÍUSSONAR hafnarstjóra, Hliðargötu 23, Sandgerði. Rósa Jónsdóttir Júlíus J. Jónsson Ingibjörg Magnúsdóttir ína D. Jónsdóttir Gur“,nundur Jónasson Alma Jónsdóttir Jón Pr. F iöriksson Birgir Jónsson Hallvaröur Þ. Jónsson Víðir S. Jónsson og barnabörn. Húsmæðraorlof Húsmæðraorlof Suðurnesja verður að Laugarvatni vikuna 13.-19. júlí. Upplýsing- ar í símum: Keflavík: 1692, Kristjana, 2393, Guðrún, 1606, Dóra, 1486, Einhildur. Sandgerði: 7584, Sigríður. Garður: 7123, Edda. Njarðvík: 1382, Ragnheiður. Vogar: 6540, Hallveig. Gríndavík: 8267, Bylgja. Orlofsheimilið í Gufudal einnig til leigu. Upplýsingar veitir Guðrún í síma 2393. Gunnar Þorvarðarson (á miðri mynd) undirritar nýjan samning við körfuknattleiksdeild ÍBK. Á myndinni eru einnig Axel Nikulásson (lengst t.v.) sem nú er kominn til Keflavíkur, og Skúli Skúlason, for- maður körfuknattleiksdeildar. Ljósm ■ bb Gunnar áfram hjá ÍBK Gunnar Þorvarðarson hefur gert nýjan samning við körfuknattleiksdeild IBK Gunnar Þorvarðarson verður áfram þjálfari hjá körfuknatt- leiksdeild IBK. I síðustu viku undirritaði Gunnar nýjan samning sem gildir í eitt ár. Þar kom fram að aliir leikmenn ÍBK sem léku með liðinu á síðasta ári verða áfram, en von er á 3 nýjum leikmönnum. Það eru Axel Nikulásson, Magnús Guð- finnsson og Hermann Bauer, en þeir hafa verið í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Skúli Skúlason, formaður körfuknattleiksdeildar ÍBK, sagði að menn væru mjög ánægðir með störf Gunnars og hann hefði náð athyglisverð- um árangri með liðið á síðasta keppnistímabili og nefndi í því sambandi að nú hefðu þeir fengið helmingi fleiri stig í úr- valsdeildinni en árið þar áður. Gunnar Þorvarðarson sagði að æfingar myndu hefjast af fullum krafti í ágúst, en keppnistímabilið hæfist um mánaðamótin október-nóv- ember og ekki veitti af að nýta tímann. Sú breyting hefur verið gerð á úrvalsdeildinni að liðunum hefur verið fjölgað úr 6 í 9 og leikin er tvöföld um- ferð. Axel Nikulásson, einn hinna þriggja nýju leikmanna, er þegar kominn heim, en hann hefur dvalið í Pensylvan- ia undanfarin 4 ár, þar sem hann hefur leikið með há- skólaliði. Nýju búningarnir hjá 1. deildarliðl ÍBK í knattspyrnu. A myndinni eru f.v.: Einar Sigurðsson út- varpsstjóri Bvlgjunnar, Jón Ólafsson stjómarformaður Bylgjunnar, Freyr Sverrisson, Þorsteinn Bjarnason, Gunnar Oddsson og Kristján Ingi Helgason formaður knattspvrnuráðs. Ljósm.: bb. Bylgjan samdi við ÍBK Útvarpsstöðin Bylgjan hefur gert samning við íþróttabanda- lag Keflavíkur um að auglýsa á búningum 1. deildarliðs ÍBK i knattspyrnu, á þessu keppnis- tímabili. „Við erum ákaflega ánxgðir með þennan samning við Bylgjuna, sem greiðir veru- lega upphxð fyrir þennan samn- ing,“ sagði Kristján Ingi Heiga- son, formaður knattspyrnu- ráðs, af þessu tilefni. Jón Ólafsson, stjórnarfor- maður Bylgjunnar, sem er Keflvíkingur, og Einar Sig- urðsson, útvarpsstjóri, lýstu yflr ánægju sinni með þennan samning sem gerður hefði ver- ið við ÍBK að vel athuguðu máli. Fram kom hjá þeim Jóni og Einari að Bylgjan hyggst gera 1. deildarkeppninni í knatt- spyrnu veruleg skil og flytja lýsingu á fjölmörgum leikjum, allt eftir mikilvægi þeirra.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.