Víkurfréttir - 12.06.1987, Blaðsíða 19
MÍKUR
Föstudagur 12. júní 1987 19
jtitu*
Lítill pakki
tapaðist
Á föstudag tapaði drengur
pakka, sem hann hafði náð í
skömmu áður á pósthúsið í
Keflavík. í pakka þessum
var bók. Kom hann við i
Sportbúð Óskars og Fjöl-
brautaskólanum, en á hvor-
ugum þessara staða hefur
pakkinn fundist.
Komum við því þeirri
áskorun á framfæri að þeir
sem vita hvar pakkinn er
nú að koma honum til blaðs-
ins eða á það heimilisfang
sem á honum er.
Frá fþróttamíðstöð
Njarðvíkur:
íþróttasalurinn
opinn fyrir
almenning
íþróttaráð Njarðvíkurbæjar
hefur ákveðið að gera tilraun
með að hafa íþróttasalinn opinn
fyrir almenning á föstudags-
kvöldum (17:45 - 22:30), laugar-
dögum (10:00 - 19:00) ogsunnu-
dögum (10:00 - 20:00). Gildir
þetta fyrir tímabilið 15. júní -1.
september. Hægt verður að
kaupa sig inn í salinn til að
stunda þá íþrótt sem tilgreind er
á töflu hverju sinni.
Verð á hvern tíma er kr. 100
en kr. 50 fyrir börn, enda séu
þau í fylgd fullorðinna ábyrgð-
armanna.
í afgreiðslu er hægt að fá
leigða bolta og spaða fyrir kr.
lOOásamt lOOkrónaskilatrygg-
ingu.
Hinn svonefndi fjölskyldu-
tími er sérstaklega ætlaður fyrir
foreldra eða aðra þá sem vilja
koma með börn sín og leika með
þeim einfalda boltaleiki eða
skjpta á körfu og/eða mark.
íþróttaráð hvetur ykkur til að
taka þátt í þessari tilraun og
sýna í verki að þið hafið áhuga á
að íþróttasalurinn verði opinn
fyrir hinn almenna borgara.
ATH: Þeir sem greitt hafa inn
í salinn þurfa ekki að borga
áukalega fyrir að fá sér sund-
sprett á eftir.
Tímatafla fyrir útleigu á
íþróttasalnum er auglýst nánar í
Víkurfréttum í dag svo og sum-
artíminn í sundlauginni.
Ferðakort SBK
íþróttastúlka og -drengur
Myllubakkaskóla
Afsláttarkort
fyrir börn
og
unglinga
Nú geta allir krakkar 15 ára og yngri ferðast með SBK
milli Keflavíkur, Njarðvíkur, Sandgerðis, Garðs og
Voga, - með nýju ferðakorti SBK.
Ferðakortið kostar aðeins 500 kr. og má nota í heilan
mánuð í eins margar ferðir og hver vill.
KRAKKAR! - Fáið ykkurferðakort, þaðerauðveldara
og ódýrara. Fæst í afgreiðslu SBK í Keflavík.
Sala á ferðakortum hefst mánudaginn 15. júní. Júní-kort kostar
kr. 250, júlíkort kr. 500
og ágústkort kr. 500.
SÉRLEYFISBIFREIÐIR
KEFLAVtKUR
<=3
1=3
S.B.K
Við skólaslit Myllubakkaskóla nú fyrir skömmu voru í fyrsta sinn útnefnd íþróttastúlka
og íþróttadrengur skólans. Urðu þau Rakel Steinþórsdóttir og Arnór Vilbergsson heið-
ursins aðnjótandi og fengu veglega farandbikara til varðveislu í eitt ár. I máli skólastjór-
ans, Kristjáns A. Jónssonar, við slitin, kom fram að nemendafjöldi við skólann hefur
aldrei verið meiri, eða 775 börn.yósm.: epj./pket.
FERÐASKRIFSTOFAN
EINSTAKLINGSFERÐIR - HÓPFERÐIR
Brottfarir í 3 vikna ferðir til Costa del Sol -
Dagflug - Góð hótel: - 1. júlí - 22. júlí - 12. ágúst -
scqa
>o/ - V-/
2. sept. - 23. sept. (golfferð) - Leitið upplýsinga.
UMBOÐ KEFLAVÍK: HAFNARGÖTU 62
STEINÞÓR JÚLÍUSSON
_____________GRÆNAGARÐI 12 - SÍMAR 2673, 4777_