Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.06.1987, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 12.06.1987, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 12. júní 1987 mun ftittit Feðgarnir Rafn A. Pétursson og Júlíus Rafnsson fyrir framan frustihús sitt við Bolafót í Ytri-Njarðvík. Ljósmyndir: bb. „Við höfum aldrei eignast bát“ - segir Júlíus Rafnsson, annar eigandi R.A. Pétursson hf., í samtali við Víkur-fréttir Fyrir 17 árum hófu feðg- arnir Rafn Alexander Péturs- son og Júlíus Rafnsson út- flutning á ferskum fiski frá Njarðvík. Fluttu þeir skötu- sel, skötubörð og lúðu flug- leiðis til Luxemborgar og þaðan var fiskurinn seldur til Belgíu, Frakklands, Sviss, Hollands og Danmerkur. Að- stöðu fengu þeir í fiskverkun- arhúsinu Útvör í Njarðvík og var þessi útflutningur með nokkrum hléum. Þau notaði Júlíus til að vinna við iðn sína, en hann er lærður járn- smiður. Rafn er lærður skipa- smiður, en hefur ekki stundað þá grein síðan 1954 að hann snéri sér alfarið að fiskverk- un. Nýjasta tækni er notuð við framleiðsluna. hér er verið að pakka í neytendaumbúðir. Hafa margsinnis fengið viðurkenningu Fljótlega fór fyrirtækið að vefja uppá sig og árið 1974 urðu þáttaskil. Þá tóku þeir húsnæði við Bolafót á leigu og hófu þar rekstur á frysti- húsi undir nafninu R.A. Pét- ursson h.f. Þeir gengu í Sölu- miðstöð Hraðfrystihúsanna og fóru að frysta fisk fyrir Bandaríkjamarkað. Vöru- vöndun hefur ávallt verið kappsmál þeirra feðga og hafa þeir margsinnis fengið viðurkenningu fyrir úrvals- gott hráefni og vöruvöndun. Þeir urðu fyrstir til að setja fisk í neytendapakkningum á markað innanlands og nú er svo komið að fyrirtækið á í erfiðleikum með að anna eft- irspurn. Hér er um að ræða ýsuflök og sagði Júlíus að vandamálið væri að fá nægi- lega gott hráefni. „Við höfum aldrei eignast bát“ „Við höfum aldrei eignast bát til að afla hráefnis og höf- um alltaf treyst á að fá báta í viðskipti til okkar,“ sagði Jú- líus í samtali við Víkurfréttir, sem áttu stutt spjall við þá feðga. „Einn tryggasti við- skiptavinur okkar er Magn- ús Ingimundarson sem er með Bolla, 15 tonna bát. Magnús hefur lagt upp hjá okkur í 11 ár. Stundum hefur okkur gengið misjafnlega að ná í hráefni og ástandið hefur verið afar slæmt á síðustu tveim árum eftir að menn fóru áð flytja út fisk í gám- um. Þetta hefur leitt til þess að erfitt er að fá keyptan fisk, því sjómenn vilja heldur að fiskurinn sé seldur erlendis úr gámum, þó svo að við séum tilbúnir að greiða sam- bærilegt verð fyrir fiskinn. Þetta byggist á að þeir fá hærri skiptaprósentu sé fisk- urinn seldur erlendis.“ Línuýsa seld á 45 krónur kílóið Júlíus sagði að hann vissi til að línuýsa hefði verið seld á 45 krónur kílóið upp úr veiðiskipi, en landssam- bandsverð á ýsu væri um 24 krónur og hann drægi það stórlega í efa að sjómennirn- ir á umræddum bát hefðu fengið alla upphæðina til skiptanna. Talið barst að kvótakerfinu og sagði Júlíus að hann væri þeirrar skoðun- ar að stjórnvöld kæmust ekki hjá því að skipta kvótanum á milli útgerðar og vinnslu- stöðva. Um fiskverðið sagði Júlíus að í dag væru á því jafnmargar útgáfur og fisk- verkendur væru margir. Verðið væri nokkuð misjafnt en nærri lagi væri að það væri um 20% hærra og stundum enn meira, en landssam- bandsverð. Úr vinnslusalnum. Þar vinnur þrautreynt starfsfólk sem unnið hefur hjá fyrirtækinu í mörg ár.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.