Víkurfréttir - 12.06.1987, Blaðsíða 9
VflWift
{tittfo
Föstudagur 12. júní 1987
Ferðakort S.B.K.:
Otakmarkaður ferða-
fjöldi fyrir 500 krönur
Eins og fram kom í síðasta
tölublaði hefur Sérleyfís-
nefnd Keflavíkur ákveðið að
taka upp ferðakort fyrir ungl-
inga til reynslu í sumar.
Að sögn Vilhjálms Ketils-
sonar, bæjarstjóra í Kefla-
vík, verður öllum ungling-
um á Suðurnesjum 15 ára og
yngri boðið upp á kort þessi.
Gilda þau fyrir ferðir um öll
Suðurnes, að undanskyldri
Grindavík og Höfnum. Er
þá miðað við það svæði sem
SBK hefur reglulegar ferðir
til og frá.
Fyrir mánuðinn munu
unglingarnir, sem nýta sér
þetta, þurfa að greiða kr. 500
án tillits til ferðafjölda, sem
verður ótakmarkaður innan
mánaðarins. Mun þessi hátt-
ur hafður á a.m.k. næstu þrjá
mánuði.
Geta krakkar þá farið
milli hvaða stoppistöðvasem
er s.s. frá Keflavík og út á
golfvöll, milli Keflavíkur og
Njarðvíkur, Keflavíkur og
Garðs, Garðs og Sandgerðis,
eða inn í Voga, svo dæmi séu
tekin.
Hrafni GK breytt
í Þýskalandi
Loðnuskipið Hrafn GK 12
frá Grindavík er farið til
Þýskalands, þar sem fyrir-
hugaðar eru breytingar fyrir
Hrafn GK-12 í innsiglingunni til Grindavíkur.
í!
GLUGGA-OG HURBAVERKSMIflJA ^
UTBOÐ
Utanhússklæðning
Rammi hf. óskareftirtilboðum í utanhúss-
klæðningu að Bakkastíg 16, Njarðvík. Um
er að ræða að klæða húsið að utan með
steniplötum og einangra með 50 mm
steinull.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu
Suðurnesja hf., Hafnargötu 32, Keflavík,
gegn 1.500 kr. skilatryggingu frá og með
fimmtudeginum 11. júní 1987. Tilboð
verða opnuð á sama stað föstudaginn 19.
júní 1987 kl. 13.00.
RAMMI HF.
um 15 milljónir króna. Aðal-
breytingarnar eru breyting á
skuttogbúnaði, auk þess sem
perustefni verður sett á skip-
ið.
Sett verður skutrenna á
skipið, grandaraspilum bætt
við og íbúðir lagfærðar. Með
þessu á sjóhæfni skipsins að
aukast, auk þess sem burðar-
getan eykst um 50-70 tonn.
Hrafn GK 12 er 347 tonna
stálskip, byggt í Noregi 1966,
síðan lengt og yfirbyggt. Er
skipið í eigu Hrafns s.f.,
Grindavík.
Mikil sala
Vegna mikillar sölu að undanförnu vantar okkur
nýlega bíla á skrá og á staðinn.
Höfum gott úrval af bílum í öllum stærðum og
gerðum, bæði á söluskrá og staðnum.
Bílar fáanlegir á góðum kjörum
eða skuldabréfum.
RYNLEIFS
Vatnsnesvegi 29A - Keflavik - Simar: 1081. 4888
TOYOTA-UMBOÐ Á SUÐURNESJUM
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
ÚTBOÐ
Málningarvinna
Fjölbrautaskóli Suðurnesja óskar eftir til-
boðum í málningarvinnu. Um er að ræða
að mála eldri hluta bóknámshúss að innan
og alla bygginguna, þ.e. eldri hlutann og
nýbygginguna, að utan.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræði-
stofu Suðurnesja hf., Hafnargötu 32,
Keflavík, gegn 1.500 kr. skilatryggingu, frá
og með fimmtudeginum 11. júní 1987.
Tilboð verða opnuð á sama stað föstudag-
inn 19. júní 1987 kl. 14.00.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Sendum sjómönnum á Suður-
nesjum bestu hátíðarkveðjur
í tilefni sjómannadagsins.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
L
Keflavíkurflugvelli - Sandgeröi - Grindavík