Víkurfréttir - 12.06.1987, Blaðsíða 6
mun
6 Föstudagur 12. júní 1987
orðvar
LIFIISLENSKA LYÐVELDIÐ
17. júní er afmælisdagur
íslenska lýðveldísins. Sér-
hver þjóð hefur einhvern
tíma lifað mikil augnabiik,
hvort heldur það var til
harms eða gleði. Harma-
stundimar í sögu okkar ís-
lendinga eru svo margar að
þser verða tæplega taldar en
gleðistundirnar því færri.
Stofnun lýðveldisins 17. júní
1944, eftir sjö alda erlenda
drottnun, er ein sú stærsta,
enda ríkir gleðin ein og
óskipt í hjarta hvers Islend-
ings þann dag.
Á örlagastundum sögu
sinnar eiga íslendingar eina
sál, þrátt fyrir ættarfylgj-
una, sundurlyndið. Það
sannaðist síðast í landhelgis-
baráttunni. Við erum með
fámennustu þjóðum heims,
samt höfum við margoft
sannað tilverurétt okkar
rækilega. Á þeim tímum,
sem þjóðtungur Evrópu gátu
tæplega túlkað einföldustu
hugtök, sköpuðu íslending-
ar Njálu, Egilssögu og
Heimskringlu. A sama tíma
og aðrar þjóðir gátu ekki
orðað trúartilfínningar sín-
ar öðruvísi en á munkalat-
ínu, orti íslendingur Passíu-
sálmana. Okkar stærsta af-
rek er án efa að við skulum
enn vera til sem þjóð. Það
mun örugglega vera leitun
að hvítri þjóð, sem hefur
orðið að þola slíkar raunir
eða orðið að heyja slíka bar-
áttu fyrir tilveru sinni eins
og íslendingar. Hinn um-
komulausi, bældi og snögg-
rúni kotungur 18. aldar og
íslendingur ársins 1987 em
eins og tvær óskyldar þjóðir,
sem vart mundu skilja mál
hvor annarrar. Á milli þeirra
liggur sú barátta, sem gert
hefur íslendinga að þvi, sem
þeir eru í dag.
Sagt er að það þurfí sterk-
ari bein til að þola góðu árin,
heldur en þau slæmu. Full-
veldið er ekki endalaus þjóð-
hátíð. Tilveru okkar og til-
verurétt fullveldisins verð-
um við að staðfesta hvem
einasta dag, með orðum
okkar og athöfnum. íslend-
ingar nútímans þekkja ekki
vopnaburð, þess vegna m.a.
er islenska þjóðin heraaðar-
lega vanmáttug. Hnattstaða
og lega landsins, á heraaðar-
lega mikilvægu hagsmuna-
svæði stórveldanna, neyddi
okkur til að ganga i heraað-
arbandalag við aðrar þjóðir
og afhenda þeim land og að-
stöðu til vigbúnaðar.
Suðuraesjamenn hafa frá
upphafi fylgst náið með
áhrifum hersetunnar og vita
þvi öðrum iandsmönnum
fremur, að það krefst mik-
iUar stjórakænsku og sam-
stöðu að sigla fullveldinu
áfallalaust framhjá þeim
mörgu hættum, sem í þeim
samskiptum leynast.
Hver einasti íslendingur
verður að standa dyggan
vörð um sjálfstæði sitt og um
leið sjálfstæði allrar þjóðar-
innar. Við megum aldrei
sofna svo á verðinum að við
glötum sjálfstæði okkar aft-
ur.
Lifi islenska lýðveldið.
O'RÐVAR
Göngumenn
fundu skot-
færakassa
A laugardag fannst skot-
færakassi um 30-40 metra
utan vegar á Vogastapa við
Háabjaila. Voru það göngu-
mer.n úr Keflavikurgöng;
unni sem fundu kassann. í
kassanum reyndust vera tóm
skotfæri og er talið að hann
hafi orðið þarna eftir í fyrra
þegar herinn var að leita
gamalla skotfæra.
Tók lögreglan í Keflavík
kassann í sína vörslu og kom
honum i hendur Varnarliðs-
ins.
Frá prófun stöðvarinnar í siðustu viku. Ljósm.: epj.
AÐALSTÖÐIN:
opnuð næstu daga
„Ég á alveg eins von á að
þvottastöðin opni nú um
miðjan mánuðinn,“ sagði
Ingólfur Falsson, fram-
kvæmdastjóri Aðalstöðvar-
innar, í viðtali við Víkur-
fréttir á fimmtudag í síðustu
viku. En þann dag voru tæki
Starfsmaður
óskast til afgreiðslustarfa í afleysingar
vegnasumarleyfa. - Upplýsingaráskrif-
stofunni í síma 1500.
SuÉurneój. a
stöðvarinnar prófuð.
Að sögn Ingólfs er beðið
eftir sérsmíðuðum ristum í
gólfið, en þær koma frá Vest-
ur-Þýskalandi. Um er að
ræða mjög fullkomna
þvottastöð sem sápuþvær,
tjöruhreinsar og bónar bíl-
inn, allt eftir óskum við-
skiptavinarins. Þá er um þá
nýjung að ræða að undirvagn
bílsins er einnig þveginn.
Þá verður í stöðinni að-
staða til að ryksuga bíla og
þvo að innan, ef bifreiðaeig-
endur hafa áhuga fyrir slíku.
Einnig geta eigendur fylgst
með þvotti bílanna á sjón-
varpsskermi í sérstöku her-
bergi.
Aðalfundur Suðurnesjaverktaka:
Utanríkisráðherra
standi við gefin loforð
Verktakafyrirtækið Suð-
urnesjaverktakar h.f., sem
mikið hefur verið í fréttum
hér í blaðinu að undanförnu
vegna baráttu þess fyrir til-
vist sinni, hélt nýlega aðal-
fund sinn. Þar var eftirfar-
andi samþykkt gerð:
,,Aðalfundur Suðurnesja-
verktaka var haldinn 4. júní
1987 og létufundarmenn íIjós
vonbrigði sín með gang mál
og efndir á gefnum loforðum í
verktökumálum félagsins á
Keflavíkurflugvelli sbr. bréj
Geirs Hallgrímssonar fyrr-
verandi utanríkisráðherra
dags. 28. febrúar 1984. Fund-
armenn skora á núverandi
utanríkisráðherra Matthías
Á. Mathiesen að afgreiða frá
sér málið án frekari tafar og
standa við gefin loforð um
undirverktökU' Suðurnesja-
verktaka hjá íslenskum aðal-
verktökum og Keflavíkur-
verktökum á Keflavíkurflug-
velli. í þessu sambandi vísast
til viðrœðnafulltrúa okkar við
utanríkisráðherra Matthías
A. Mathiesen og yfirlýsingar
um úrlausn sem hann myndi
beita sér fyrir."
Á fundinum var Anton S.
Jónsson kosinn formaður
félagsins en Jón B. Kristins-
son, sem verið hefurformað-
ur Suðumesjaverktaka um
árabil, gaf ekki kost á sér til
endurkjörs og voru honum
þökkuð vel unnin störf.
Eftirtaldir voru kosnir í
stjórn og varastjórn:
Aðalmenn:
Anton S. Jónsson, Keflavík,
Ólafur Þ. Guðmundsson,
Njarðvík, Ólafur B. Erlings-
son, Keflavík, Ingólfur Bárð-
arson; Njarðvík og Hjalti
Örn Ólason, Keflavík.
Til vara:
Jón B. Kristinsson, Keflavík,
Haukur Guðjónsson,
Grindavík, Helgi Steinþórs-
son, Keflavík, Jón Pálmi
Skarphéðinsson, Keflavík og
Jón Þorleifsson, Keflavík.
Staðnir að verki
Þrír piltar voru staðnir að
verki, þar sem þeir voru að
rífa upp stikur meðfram
Reykjanesbrautinni. Er lög-
reglan stóð þá að verki voru
þeir búnir að rífa upp 5 glit-
stikur.
Fengu tveir piltanna gist-
ingu í fangageymslu lögregl-
unnar en einn var fluttur til
síns heima, þar sem hann var
of ungur til að setja mætti
hann inn.
NÆTURSALA
HEIMSENDINGAR
OPIÐ:
mánudaga - fimmtudaga kl. 9.30-23.30
föstudaga kl. 9.30-02 e.m.
laugardaga kl. 12.00-05 e.m.
sunnudaga kl. 12.00-23.30
PYLSUBARINN
VIÐ
HÖFNINA
PYLSUR
HAMBORGARAR
PÍTUBORGARAR - PÍTUR
HEITAR SAMLOKUR
FRANSKAR KARTÖFLUR
LANGLOKUR - LAUKHRINGIR
MAÍS-STÖNGLAR
GOS - ÖL - HAPPAÞRENNA