Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.06.1987, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 12.06.1987, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 12. júní 1987 \)IKUK Auglýsing í Víkur-fréttum er engin smáauglýsing. Aðalfundur Iðnsveinafélags Suðurnesja verður haldinn mánudaginn 22. júní n.k. kl. 20 í húsi félagsins, Tjarnargötu 7, Keflavík. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Reikningar félagsins liggja frammi frá og með mánudeginum 15. júní áskrifstofu fé- lagsins. Stjómin (Qi Smábáta- wjöj eigendur á Suðurnesjum Hafnarnefnd Hafnahrepps boðartil fundar í félagsheimilinu Höfnum, mánudaginn 15. júní n.k. kl. 20.30. Rætt verður um framtíðarskipan hafnar- innar með það fyrir augum að gerð verði hér góð og örugg höfn fyrir róðrabáta, allt að t.d. 15 tonnum. Allir smábátaeigendur sem róa héðan, svo og aðrir hvar sem þeir eiga heima, eru hvattir til að mæta á fundinn. Hafnarnefnd Hafnahrepps ÚTBOÐ Bæjarfógetaskrif- stofa í Keflavík Tilboð óskast í framkvæmdir við skrifstofu- byggingu bæjarfógetaembættisins í Kefla- vík. Innifalið í verkinu er að setja nýtt þak á bygginguna, um 320 m2, ganga frá nýjum gluggum og útveggjum, regnvatns- og jarðvatnslögnum o.fl. Verkinu skal skila fullgerðu eigi síðar en 18. sept. 1987. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri, þriðjudaginn 23. júní 1987 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartum 7 - Sími 26844 Brautskráður af 8 brautum Við skólaslit Fjölbrautaskóla Suðurnesja á dögunum brautskráðust margir stúdentanna af fleiri en einni braut. Þó sló Viktor Kjartansson öll met, en hann tók við skírteinum af átta námsbrautum. Ljósm.: Heimir. KEFLAVÍK: Vinnubrögð meirihluta bæjarstjórnar átalin Á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur í síðustu viku gagnrýndu fulltrúar minni- hlutans hvernig staðið var að útsendingu fundargagna til bæjarfulltrúa. Af því tilefni var eftirfarandi bókun lögð fram: Við undirritaðir bœjarfull- trúar áteljum þau vinnubrögð sem upp hafa verið tekin að fundargögnum um mikilvœg mál er dreift með litlum eða engum fyrirvara fyrir þá bæj- arstjórnarfundi er þau skulu rœðast, eins og nú er gert með ársreikninga 1986, og áður með fjárhagsáætlun 1987. Þelta gerir okkur bœjarfull- trúum minnihlutans erfitt að sinna skyldum okkar og er lít- ilsvirðing við hlutverk okkar og skoðanir. Magnús Haraldsson, Drífa Sigfúsdóttir, Garðar Oddgeirsson, Jónína Guðmundsdóttir.“ Övenjuleg grillveisla Starfsmenn Flugleiða í flugstöð Leifs Eiríkssonar héldu óvenjulega grillveislu um dag- inn. Afþökkuðu þeir næturmatinn og grilluðu sinn eigin mat úti. Vildu þeir með þessu mót- mæla lélegum og illa framreiddum mat, sem þeir hafa fengið frá því að stöðin var opnuð. Þar kom fram að undirskriftarlistar væru í gangi, þar sem starfsmennirnir mótmæla matnum sem þeir fá sendan á bökkum. Reiknuðu þeir með að alls myndu um 100 manns skrifa á listann. i.jósm.: bb.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.