Víkurfréttir - 12.06.1987, Blaðsíða 17
mun
juWi
Bæjarmerki Grindavíkur.
Tvö neðri merkin eru úr þýskri upp-
sláttarbók og er Grindavíkurmerkið
auðsjáanlega unnið út frá sömu hug-
mynd, eins og sjá má. Ef krúsidúll-
urnar eru teknar af dýrinu á neðra
merkinu, er það nánast eins og bæjar-
merkið.
í byrjun mai lauk vetrar-
starfsemi Bridsfélags Suður-
nesja. Síðasta mót vetrarins
var hraðsveitarkeppni, tvö-
föld umferð sem er nýtt
keppnisfyrirkomulag hjá fél-
aginu. Spiluð voru 5 spil milli
sveita í hvorri umferð og
tóku 7 sveitir þátt.
Sigurvegarar urðu _ sveit
Heimis Hjartarsonar. í öðru
sæti varð sveit Nesgarðs og í
þriðja sæti sveit Haralds
Brynjólfssonar. í sigursveit-
inni spiluðu auk Heimis þeir
Heiðar Agnarsson, Haf-
steinn Ögmundsson og Jó-
hannes Ellertsson.
í sumar verðurspilað í bik-
arkeppni félagsins. Þetta er
sveitarkeppni með útsláttar-
fyrirkomulagi. Núverandi
bikarmeistarar er sveit Nes-
garðs. í fyrra gaf Logi Þor-
móðsson glæsilegan bikar
sem spilað er um. Keppnin
fer þannig fram að spilaðir
eru 3.2 spila leikir milli sveita
og sú sveit sem tapar er úr
leik. Hver umferð tekur um
það bil 1 mánuð þannig að
tímamörk eru rúm og ætti
ekki að vera vandræði með
að setja leiki á. Úrslitaleikur-
inn verður síðan spilaður á
Glóðinni laugardaginn 12.
september. Sá leikur verður
lengri eða 40 spil og að hon-
um loknum verður verð-
launaafhending fyrir nýlið-
inn vetur og ýmislegt til
skemmtpnar gert. Þátttöku-
gjald er kr. 3000 á sveit og
skal tilkynna til Heiðars í
síma 4810 eða til Guðmund-
ar í síma 4235 eftir venjuleg-
an vinnutíma. Á sunnudag-
inn verður dregið í 1. umferð
og henni skal lokið fyrir 10.
júlí.
Föstudagur 12. júní 1987 17
GRINDAVÍKURMERKIÐ:
Er hugmyndinni stolið?
Hið nýja bæjarmerki, sem
Grindvíkingar tóku í notkun
í vetur, hefur vakið mikla at-
hygli. Beinist sú athygli að
því, að hér sé ekki á ferðinni
ný og fersk hugmynd.
Tákn það, sem prýðir
merkið, er t.d. notað á er-
lendan bjór og bíltegund,
sem að vísu er hætt að flytja
hingað inn. Þá má sjá í þýskri
uppsláttarbók um skjaldar-
merki, merki, sem nánast er
eins nema hvað ullartæjur
eða krúsidúllur eru sniðnar
af geithafnum áður en það er
íslenskað.
Vegna þessa hafði blaðið
samband við Jón Gunnar
Stefánsson, bæjarstjóra í
Grindavík. Sagði hann að
eftir að merkið hefði verið
tekið í notkun, hafi hann ver-
ið upplýstur um merkið á
bjórnum, bíltegundinni og í
viðkomandi bók. Auglýs-
ingastofa ein á höfuðborgar-
svæðinu átti hugmyndina að
þessu bæjarmerki Grinda-
víkur, sem nú virðist aðeins
vera „ódýr stæling" en ekki
merki, sem mikil hönnunar-
vinna liggur á bak við,
„enda höfum við ekki
greitt mikið fyrir þetta“,
sagði Jón Gunnar.
ATVINNA - ATVINNA - ATVINNA - ATVINNA
Starfskraftur
Óskum eftir starfskrafti vegna sumarfría.
Upplýsingar á staðnum, ekki í síma.
ZcTWatStofaii
risiwinn
Brekkustig 37 • simi 3688
Niardvik
Fóstra
Starfsmaður
Fóstra eða annar starfskraftur óskast til
starfa við barnaheimilið Garðasel.
Um hálfs dags starf er að ræða, einnig er
óskað eftir starfskrafti til afleysinga.
Upplýsingar um stöðurnar veitir forstöðu-
maður á staðnum og í síma 3252.
Félagsmálastjóri Keflavíkurbæjar
Hitaveita Suðurnesja
RAFMAGNSDEILD
óskar eftir að ráða tvo starfsmenn:
Rafmagnseftirlitsmann
sem þarf að uppfylla skilyrði til B-löggild-
ingar til rafvirkjunarstarfa.
Rafvirkja
til starfa í háspennudeild, sem sér um há-
spennulínur, aðveitustöðvar, spennistöðv-
ar o.fl.
Launakjör samkvæmt kjarasamningi
Starfsmannafélags Suðurnesjabyggða.
Umsóknareyðublöð og nánari
upplýsingar fást á skrifstofu Hitaveitu Suð-
urnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, og skulu
umsóknir berast þangað, eigi síðar en 16.
júní 1987.
HITAVEITA SUÐURNESJA
Varnarliðið á
Keflavíkurflugvelli
óskar að ráða skrifstofufólk til starfa á
ferðaskrifstofu varnarliðsins til lengri eða
skemmri tíma.
Leitað er eftir fólki með reynslu í útgáfu
flugfarseðla og/eða þekkingu á ferðalög-
um innanlands. Mjög góð enskukunnátta
ásamt góðri framkomu áskilin.
Umsóknin berist varnarmálaskrifstofu ut-
anríkisráðuneytisins, ráðningardeild,
Keflavíkurflugvelli, eigi síðar en 15. júní
n.k. Nánari upplýsingar veittar í síma 92-
1973.
Hitaveita Suðurnesja
Rafmagnsverk-
fræðingur
Rafmagnstækni-
fræðingur
Hitaveita Suðurnesja framlengir hér með
umsóknarfrest um stöðu forstöðumanns
rafmagnsdeildar til 26. júní.
Starfið felst í yfirstjórn rafmagnsdeildar
H.S., þ.e. daglegum rekstri, skipulagningu
og uppbyggingu aðveitu-, stýri- og dreifi-
kerfa, auk rafmagnseftirlits.
Hæfniskröfur eru, að umsækjendur séu
menntaðir rafmagnsverk- eða tæknifræð-
ingar og hafi háspennuréttindi. Starfs-
reynsla er nauðsynleg.
Laun eru byggð á taxta Verkfræðiinga-
eða Tæknifræðingafélags íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 26. júní n.k.
Umsóknum skal skilað á umsóknareyðu-
blöðum, sem fást á skrifstofu Hitaveitu
Suðurnesja, Brekkustíg 34-36, 260 Njarð-
vík.
Umsóknir þeirra, er sóttu um starfið fyrir
15. maí síðastliðinn, eru fullgildarog þurfa
því ekki að endurnýjast.
Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma
92-3200.
Hitaveita Suðumesja