Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.06.1987, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 12.06.1987, Blaðsíða 24
\fiKUR frnm rnmnmn^ 1 Föstudagur 12. júní 1987 AFGREIÐSLA BLAÐSINS I nUmtnluF^ er að Vallargötu 14, II. hæð. - Sími 4717. /■ f fiPflf ■■ f / 1 3JÖRGUN Á KIRKJUVOGI Um áttaleytið að kvöldi laugardagsins fyrir hvíta- sunnu var Slysavarnardeild- in Eldey í Höfnum kölluð út vegna bátsstrands fyrir neð- an Kirkjuvog í Höfnum. Kom í ljós að um var að ræða frambyggðan plastbát er ber nafnið Stjarnan HF 170, en bátinn hafði rekið upp í fjör- una vegna vélarbilunar. Einn maður var um borð og sak- aði hann ekki. Formaður slysavarnar- deildarinnar, Jón Borgar- son, stjórnaði björgunarað- gerðum og sagði hann í við- tali við blaðið að nokkrir fél- agar deildarinnar hefðu rað- að sér að bátnum til að freista þess að styðja við hann frá frekari áföllum í klettóttri fjörunni. Fyrir utan voru trillubátarnir Selma og Rúna, mannaðir björgunar- sveitarmönnum úr Eidey. Með aðstoð Rúnu tókst Jóni að skjóta með fluglinu- byssu taug að hinum strand- aða báti og var henni síðan komið yfir í Selmu sem dró Stjörnuna af strandstað. Þegar bátarnir voru u.þ.b. hálfnaðir að bryggjunni í Höfnum sökk Stjarnan að mestu og tókst þá Jóni Ásgeiri, sem stjórnaði Rúnu, að bjarga skipverjanum af Stjörnunni, sem enn var um borð. Maraði báturinn svo í hálfu kafi, þar til ferð bát- anna var minnkuð, er þeir voru að komast að bryggj- unni í Höfnum en þá sökk Stjarnan alveg. Var þá Haukur Guðmundsson, Innri-Njarðvilt, fenginn til að hífa Stjörnuna í land og var björgun lokið um þrjúleytið um nóttina. Er Rúna var á landieið úr leiðangrinum vildi það óhapp til, að hún fékk spotta frá Stjörnunni í skrúfuna. Rak bátinn, þar til Selma hafði iosað sig við Stjörnuna, að hún fór út aftur og dró Rúnu að bryggju í Höfnum. Sagði Jón að björgunarað- I þar lagst á eitt, svo vel tækist I minnstur. T/b Rúna er í eigu gerðimar hefðu tekist nokk- til. Hefði þáttur triliubátsins Rikka í Höfnum en Jón As- uð vel en margir aðilar hefðu | Rúnu ekki verið hvað [geir er sonur hans. Stjarnan HF 170 komin á land í Höfnum. Ljósm.: epj. HUMARVERTÍÐIN: Með besta möti á Suðurnesium Fæðinga- deildin opin í sumar Á fimmtudag í síðustu viku voru undirritaðir nýir kjarasamningar milli ljós- mæðra oglaunanefndarSSS, sem fer með samningsumboð fyrir Sjúkrahús Keflavíkur- læknishéraðs. Meðal atriða, sem samið var um, eru ákvæði um aðfæðingardeild- in verði opin í sumar, þrátt fyrir skort á ljósmæðrum. Var gengið að boði ljós- mæðra um að þær taki að sér aukna vinnu gegn kjarabót- um. Að sögn Karls Guð- mundssonar, framkvæmda- stjóra SK, síðasta föstudag, átti hann þar með von á að vandamál fæðingardeildar- innar hefðu verið leyst hvað þetta varðar. En þegar við- talið var tekið áttu ljósmæð- ur eftir að taka málið fyrir á félagsfundi hjá sér. Mjög vel hefur gengið hjá stærstum hluta þess báta- flota, sem nú stundar humar- veiðar frá Suðurnesjum og eru dæmi um að bátar séu langt komnir með veiðikvót- ann þó veiðitímabilið hafi aðeins varað í þrjár vikur. Einn þessara báta er Binni í GröfKE 127. Skipstjóri og annar eigenda bátsins er Hallgrímur G. Færseth. Sagði hann í viðtali við blað- ið á þriðjudag að veiðin hafi verið með besta móti það sem af er hjá meirihluta flotans. „Við erum búnir að fá tæp 7 tonn af 9 tonna kvóta. Vor- um nú að landa tæpum tveimur tonnum og um 6Vi tonni af blönduðum en góð- um fiski,“ sagði Hallgrímur. Veiðisvæði bátsins hefur verið eingöngu norðan við Eldey og sagði Hallgrímur ennfremur að það hefði bjargað miklu hvað tíðarfar- ið hefur verið gott, en veiðar þessar hófust 20. maí. Er humarinn stór og fallegur. „Það er eins gott að fæð- ingadeildin verði opin, ef þeir ætla að fara að fiytja inn kvenfóik“. SNEMMA BEYGIST KRÓKURINN. - Þessirungu peyjarvoruað rennafyrirfiskíNjarðvíkur- höfn þegar ljósmyndari Víkur-frétta bar þar að. Kannski eru þetta framtíðar fiskimenn, en hátíðisdagur þeirra, sjómannadagurinn, er einmitt á laugardaginn. Ljósm.: bb.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.