Víkurfréttir - 17.09.1987, Page 1
VÍKUR
LftNDSBOKf
HVERFISG
( 101 REYF
«)
? i
46. tbl. 8. árg. Fimmtudagur 17. sept. 1987
Nýtt útgerðarfyrirtæki í burðarliðnum:
50-100
millj. kr.
hlutafé
Nokkrir aðilar á Suður-
ncsjum cru þcssa dagana að
vinna að stoí'nun nýs útgcrð-
arfyrirtækis á svæðinu. Von-
ast þcssir aðilar til að geta
sainað 50 til 100 milljón
króna hlutafé.
Samkvæmt heimildum
Víkur-frétta lelja þessir að-
ilar, sem eru aðaUega út-
gerðarmenn og fiskverkend-
ur, að á næstunni megi búasl
við að skip verði seld hurt af
svæðinu. Við það tapaðist
dýrinætur kvóti og það gæti
haft alvarlegar afleiðingar
fvrir sjávarútveginn á Suð-
urnesjum.
Vilja þessir aðilar snúa
þessari þróun við og segjasl
Itafa fengið jákvæð svör hjá
þeim aðilum sem leitað hef-
ur verið til ineð hlulafé. „Við
höfum góðar vonir um að
þetta fyrirtæki verði sett á
laggirnar á næstunni, ef
marka má þær viðtökur sem
erindi okkar hefur fengið“,
sagði heimildarmaður
blaðsins.
sjúkrahúsinu
Fæðingar í Sjúkrahúsinu í
Keflavík það sem af er þessu
ári hala aldrei verið fleiri og
ef lram fer sent horfir verður
30% aukning frá árinu áður.
Þetta kemur fram í við-
tali við Konráð Lúðvíks-
son. ytlriækni á fæðinga-
deild Sjúkrahússins í Ketla-
vík í blaðinu í dag.
Þar segir Konráð að
málefni fjölskyldunnar hafi
verið mikið til uniræðu að
undanförnu og stjórnmáia-
menn hafi lagt áherslu á
einingu fjölskyldunnar.
Konráð teiur þessa fjölgun
athyglisverða og um vakn-
ingu sé ef til vill að ræða hjá
fólki.
Enginn svæfingalæknir
er á svæðinu og telur
Konráð það brýnt mál að
hafa hér svæfingalækni
með búsetu. Slíktgætiskipt
sköpum og það hafi sann-
ast í einstaka tillellum.
Sjá nánar á bls. 8
Háspennulínan slitin og reykur liðast upp frá eldinum í mosanum.
Ljósmynd: epj.
Rafmagnslaust í Höfnum:
VAR SKOTIÐ
Á HÁSPENNU-
LÍNUNA?
Rafmagnslaust varð í
Höfnum um hádegisbilið á
sunnudag. Kom íljótlega í
ljós að ein af þremur há-
spennulínunum var í sundur
urn einn og hálfan kílómeter
austan við þorpið. Þar sem
um er að ræða 6000 volta há-
spennulínu kveikti hún í
mosanum er hún féll til
jarðar.
Þegar háspennulína með
fullum straumi fellur til jarð-
ar með þessu móti er hætta á
að jörðin í kring verði raf-
mögnuð. Hélt lögreglan því
vörslu um svæðið þar til raf-
magnið hafði verið tekið af
línunni. En jörðin var blaut
undir mosanum og því
hættan í 100-150 metra radí-
us frá staðnum.
Var viðgerðarflokkur frá
Hitaveitunni kallaður út til
að gera við línuna og komst
rafmagr. aftur á er líða tók á
daginn, einnig var slökkvi-
liðið fengið til að slökkva eld-
inn í mosanum.
Slitnaði línan um meter frá
rafmagnsstaur og er helst tal-
ið að skotið hafi verið á lín-
una og því hafi hún farið í
sundur.
BÆJARSTJÓRN KEFLAVÍKUR:
ANNA MARGRET FYRSTI
KVENFORSETINN
Anna Margrét Guðmundsdóttir setur bæjarstjórnarfundinnsl. þriðju-
dag. Ljósm.: pket.
Fundur bæjarstjórnar
Keflavíkur síðasta þriðjudag
verður, er frá líða stundir,
settur á spjöld sögunnar.
Astæðan er sú, að þá sat
kona í forsetastóli bæjar-
stjómar Keflavíkur í fyrsta
sinn.
Hér var um að ræða Önnu
Margréti Guðmundsdóttur,
sem gegnir stöðu þessari, þar
sem Guðfinnur Sigurvinsson
er í leyfi erlendis. Þó konum
fjölgi í bæjar- og sveitar-
stjórnum er fremur fátítt að
þær gegni hlutverki forseta
eða oddvita hér á landi. Þó
stöndum við Suðurnesja-
menn nokkuð vel að vígi í
þeim efnum, því á síðasta
kjörtímabili gegndi Ólína
Ragnarsdóttir stöðu forseta
bæjarstjórnar Grindavíkur
og Elsa Kristjánsdóttir stöðu
oddvita Miðneshrepps.
Aðrir bæjarfulltrúar á
þessum merkisfundi í Kefla-
vík voru: Vilhjálmur Ketils-
son, Gunnar Þ. Jónsson, Jón
Ólafur Jónsson, Hannes
Einarsson, Magnús Haralds-
son, Drífa Sigfúsdóttir,
Garðar Oddgeirsson og Ing-
ólfur Falsson. Ritari var
Hjörtur Zakaríasson.