Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 17.09.1987, Síða 3

Víkurfréttir - 17.09.1987, Síða 3
viKun Fimmtudagur 17. september 1987 3 Bæjarstjórn Keflavíkur: Skorar á samgöngu- ráðherra að taka upp skeyta- útburð um helgar Jón Ólafur Jónsson, bæj- arfulltrúi, bar eftirfarandi tillögu upp á fundi bæjar- stjórnar Keflavíkur á þriðju- dag og var hún samþykkt samhljóða: „Bæjarstjórn Kefiavíkur samþykkir að skora á sam- gönguráðherra og yfirmann pósts og síma að hlutast til um að á ný verði tekin upp sú sjálf- sagða þjónusta að bera út skeyti til viðtakenda um helg- ar.“ I greinargerð með tillög- unni segir Jón Ólafur: „Allt frá upphafi símþjón- ustu á Islandi þótti það sjálf- sögð þjónusta að bera út skeyti til viðtakenda strax ogþaubár- ust viðkomandi símstöð. Fyrir nokkrum árum var horjið frá þessu og sparnaðar- ástœðum borið við. Þó er skeytaútburður enn um helgar á Reykjavíkursvœðinu og á Ak- ureyri. Mikil óánægja er meðal Kejlvíkinga vegna umrœddrar þjónustuskerðingar. Að mati tillögumanns erþað eðlilegt, því sendi einhver skeyti til manns í Keflavík seinni part föstudags, laugar- dag eða sunnudag, berst skeyt- ið til viðtakanda ekki fyrr en á mánudag. Tillögumaður telur ástœðu til að benda á að haft fyrra fyrirkomulag skeytaút- burðar verið óhóflega dýrt þá er ástœða til að leita nýrra leiða t.d. hagrœðingar eða útboðs á þessu verki.“ KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR: KANAR í HLIÐIN? Nokkur óánægja er með- al fiúgvallarstarfsmanna varðandi óijósar fréttir, sem þeirn hafa borist til eyma, um að til standi að gera breytingar á starfi lög- regluþjóna í liliðum Kefla- víkurfiugvallar. Breyting þessi, sem er sú að einn Bandaríkjamaður verði þar á rnóti öðrum íslendingi, telja viðkomandi starfs- menn vera afturför, því siíkt hefur ekki verið við lýði síðan fyrir 1980. Viðkomandi starfsmenn segja að það gangi ekki að Bandaríkjamenn ráðskist með mál sem komþupp í hliðunum varðandi íslend- ingana. Auk þess sé þetta brestur í sjáifstæði okkar íslendinga. Þá hafi einnig borist til eyrna að þegar sé hafin þjálfun Bandaríkja- manna til að taka þessi störf að sér. Vegna þessa hatði blaðið samband við þá Þorgeir Þorsteinsson, lögreglu- stjóra á Keflavíkurflugvelli, og Þorstein Ingólfsson, skrifstofustjóra Varnar- máiadeildar utanríkisráðu- neytisins. Sögðu þeir báðir að engar ákvarðanir hafi enn venð teknar í málinu, því það væri enn á umræðu- stigi. Hvorugur vissi til þess að þjálfun hermanna í þessi störf væri hafin en bentu á að það væri ekki óeðlilegt, þar sem forsendur fyrir því að hafa þarna eingöngu íslendinga væru brostnar. Ástæðan fyrir því fyrir- komulagi hefði verið að flugvöllur þessi var al- þjóðaflugvöllur. Núhefur allt flugiðogöll starfsemi, sem ekki tengist varnarliðinu, verið flutt út fyrir girðingu. Ættu því engir að fara um hliðin nema starfsmenn varnar- liðsins, varnarliðsmenn og þeir, sem ættu brýnt erindi við stofnanir varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þá voru þeir sammála um að ekki kæmi til fækk- unar í lögregluiiði Kefla- víkurflugvallar, frekar yrði betri nýting og aukin hag- ræðing á núverandi lög- reglumönnum. En sem fyrr segir hefur engin ákvörðun verið tekin í málinu, enda er það ennþá aðeins á um- ræðusvæði. En Ijóst erað ís- lenska lögreglan mun að sjálfsögðu hafa-forræði yfir hiiðvörslunni og tollleit- inni. Pósthúsið í Keflavík: Nýbygging póst- hússins, sem stefnt er að að opna næsta sumar. Ljósm.: epj. Bögglaafgreiðslan í nýja pósthúsið fyrir jól Nú er stefnt að því að flytja núverandi pósthús í Keflavík í nýbygginguna að Hafnargötu 89 um mánaðamótin júní/ júlí n.k. Að sögn Björgvins Lútherssonar, símstöðvar- stjóra, verða gerðar áætlanir til að fá íjárveitingar til að sú áætlun geti staðist. Vegna þrengsla í' gamla húsinu, bæði innan dyra og varðandi bílastæði fyrir utan, mun bögglaafgreiðslan flytja til bráðabirgða. Verður hún flutt um miðjan nóvember yfir í nýja húsið til að taka á móti jólatraffíkinni. Auk þess sem vinnuaðstaða starfsfólksins verður með þessu betri mun aðgangur við- skiptavina stofnunarinnar einnig batna að sama skapi sagði Björgvin ennfremur. ALETAF NÝJAR PERUR í UÓSA- LÖMPUNUVi - og svo geturður líka farið í sauna hjá okkur. v\ \ \ \ I II/, , VSOWÍAOS' «. ssvirnsroi'.w 8’©IiE V Símt 11616 Hitfnnryíöui Kellnvík - Það losar um streitu og spennu - er bólgueyðandi - er gott við bakverkjum og ýmsum meiðslum. SELLOLITE NUDD- KÚRAR - (appelsínuhúð) 20% afsláttur. Opið mánudaga til laugardaga. SNYRTI- OG NUDDSTOFA Hafnargötu 35 - Keflavík - Simi 14108 fyrir bœði kynin, ásamt gufubaði. VERIÐ VELKOMIN RÓSA GUÐNADÓTTIR nuddari og snyrtifræðingur GUÐLAUG SIGURÐARDÓTTIR nuddari LÍKAMSNUDDKÚRAR NÝTT - NÝTT NUDD ER EKKI BARA ÞÆGILE

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.