Víkurfréttir - 17.09.1987, Síða 4
Fermingarsystkinin 9 úr Hvalsnessókn.
Þroskahjálp á Suðurnesjum:
Gjöf frá 50 ára
fermingarsystkinum
Níu fermingarsystkini úr
Hvalsnessókn komu saman
í vor til að minnast þess að
fimmtíu ár voru liðin frá því
að þau voru fermd. Af því til-
efni ákváðu þau að gefa
Þroskahjálp á Suðurnesjum
kr. 22.500 og til minningar
um látin fermingarsystkini,
þau Guðnýju Berentsdóttur
og Jón Sveinsson.
Þau fermingarsystkini,
sem þarna áttu hlut að máli,
eru Aldís Magnúsdóttir, Ein-
arína Sigurðardóttir, Guð-
rún Eyþórsdóttir, Gyða Eyj-
ólfsdóttir, Halldóra Ingi-
björnsdóttir, Kristín H.
Wium, Lovísa Þorgilsdóttir,
Óskar Árnason og Svein-
bjöm Eiríksson.
Kom það í hlut þeirra Lov-
ísu og Halldóru að afhenda
Þroskahjálp gjöf þessa og af
hálfu Þroskahjálpar veitti
Kristinn Hilmarsson, fram-
kvæmdastjóri, henni viðtöku
s.l. þriðjudag.
Frá afhendingu gjafarinnar á þriðjudag. F.v.: ftalldóra Ingibjörnsdóttir, Lov-
ísa Þorgilsdóttir og Kristinn Hilmarsson. Ljósm.: epj.
Töff í tauinu ...
TROÐFULL BÚÐ AF
TÖFF „TAUI“ Á
DÖMUR OG HERRA
Flauelsbuxur
- í öllum stærðum og mörgum gerðum
Fallegar peysur
- í ótrúlegu úrvali. Sjón er sögu ríkari.
Frakkar á dömur og herra
- gráir, svartir, beige. - Rosalegir!
Sweatshirt
- Meiri háttar í skólann, eða bara hvar
sem er. Létt, víð og góð.
Jogging-gallar
- þægilegir og smart.
Ljósar gallabuxur
á 1500 kr...!!
- Já, drífðu þig bara ef þú vilt ekki
missa af lestinni. - Góð snið.
-'IPo/chJon
ef þú vilt vera töff í tauinu
mun
jtUUi
molar
Lögreglan grýtt
M&lum hefur borist til
eyrna að uppi hafi verið fótur
og fit við aðulhlið Keílavíkur-
flugvaliar um síðustu helgi er
grjóthríð buldi á kofanum.
Mun hún bæði hafa komið
neðan frá og ofan í'rá. Ekki
tókst Molum að fá upplýsing-
ar um það hverjir voru þarna
að verki eða hvort einhverjir
hafi verið að sýna mótmæli á
þennan hátt
Gómaður í heinisókn
Það mun hafa verið skritið
upplitið á manngreyinu sem
var að heimsækja ættíngja sína
í ibúð í Keflavík nótt eina lyrir
skemmstu, er lögreglan kom á
staðinn. Þar sem hann komst
ekki í gegnum hurðina ætlaði
hann að skríða í gegnum
glugga og gerði. Það sásl hins
vegar til hans við þá iðju og því
var lögreglunni tilkynnt um
innbrot og að maðurinn væri
enn á staðnum.
Of hliðhoilir
kananum
Það eru ekki allir ánægðir
nieð þá umræðu sem nú er í
gangi um að horfið verði
nokkur ár aftur í tímann og
kanar taki við hliðvörslu á
Keflavíkurflugvelli ásamt ís-
lenskum lögrcglumönnum.
Sérstaklega óttast menn að
landinn verði ekki parhrifinn
yfir því að kanar fari að
gramsa í málum þeirra sem
upp kunna að koma. Finnst
þeim sem áhvggjur hafa af
þessari þróun að ráðamenn
lögreglumála á vellinum séu
að sanna enn einu sinni hversu
hliðhoilir þeir séu kananutn,
því þeir sjá ekki annað en gott
við þetta, þó um afturför sé að
ræða og jafnvel skerðingu á
sjálfstæðum mannréttindum
þjóðarinnar.
Þingmennirnir
rangt boðaðir
Nú er komið í Ijós að ástæð-
an fyrir því hve fáir þingmenn
litu við er nýbygging Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja var
vigð á dögunum, á sér skýr-
ingu. Er hún sú, að boðskort til
þeirra voru send inn i Alþing-
ishús, en ekki heirn til þeirra.
Þar sem allir vita að þingstörf
liggja nú niðri er það skrýtin
ráðstöfun að senda boðskort-
in á stað þar sem hending
ræður hvort menn sjá þau eða
ekki. Og hvað með Suður-
nesjamennina, - áttu þeir að að
fara til Reykjavíkur til að sjá
boðskortið frá sinni heima-
byggð?
Daði í Ferstiklu
Daði Arngrimsson, kokkur
á Glóðinni, er nú að færa sig
um set og mun spreyta sig á
nýjutn stað. Hefur hann tekið
að sér rckstur á veitingastaðn-
um Ferstiklu i Hvalfirði. Auk
veitingareksturs mun hann
annast rekstur bensínaf-
greiðslu fyrir Olíufélagið á
staðnum.
Ritstjóri í felum
Það hefur aldrei verið talið
eðlilegt að skipstjóri sé í landi
en báturinn á sjó. Slíkir lilutir
gerast þó. t.d. varðandi blað
eitt sem gefið er út í Keflavík.
Á því blaði fjarstýrir ritstjór-
inn (SOS) úr Reykjavík og það
sem meira er, hann þorir ekki
að láta nafn sitt koma í haus
blaðsins.
Mikil samheldni þar
í nýjasta hefti Frjálsrar
verslunar birtist athyglisverð-
ur greinaflokkur um Ragnars-
bræður í Kefiavík. „Saga átta
brœðra sem ólust upp í 60 fer-
tnetra húsnœói og ent nú eig-
endur sex fyrirtœkja með 700
milljóm króna ársveltu og ttm
14()munnsí vinnu". Sjálfsagt er
það einsdæmi hér á landi að
þetta margir bræður séu allir
með tölu í sjálfstæðum rekstri,
auk þess sem þeir eru miklir
samherjar.
Ljósritunarþjónusta
Bókabúð Kefiavíkur hefur
tekið upp þarfa þjónustu, sem
vantað hefur í Kefiavík um
árabil. Umeraðræðaljósritun
fvrir almenning. Fram að
þessu hafa menn þurft að leita
á náðir kunningsskapar hinna
ýmsu þjónustuaðila, ef þörf
hefur verið á ljósritun.
IHa lyktandi krossviður
Þeir cru fáir í blaðaheimin-
um sem geta státað sig af því
að blað þeirra standi sjálfstætt
í fyllstu merkingu. Blaðið sem
hefur ritstjórnarskrifstofuna á
Hafnargötunni í Keflavík get-
ur það þó, þ.e. pappírinn er
svo stífur að blaðið stendur
óstutt á borði. Að vísu hafa
surnir jafnað pappírnum við
krossviðsplötur og meira að
segja að iila Ivktandi krossvið-
ur sé í biaðinu.
Fór á kostum
Þcir, sem hlustuðu á viðtal
Rásar 2 við Kristján Ingibergs-
son, skipstjóra á Baldri KE í
síðustu viku varðandi skatt-
iausu samborgarana í Kefia-
vík, eru sammála um að Diddi
hafi farið þarna á kostum. En
Rás 2 gerði máli þessu góð skil
og fjallaði um það tvo daga í
röð. Geri aðrir ljósvakar
betur.
Til skattstjóra
Þó bæjarráð Kefiavíkur hafi
ekki haft manndóm í að óska
eftir rannsókn skattstjóra á
gjöldum margumræddra
borgara Keflavíkur, hefur
skattstjóri fengið umrætt blað
Víkurfrétta í hendurnar. Er
vitað um einstaklingsem sendi
blaðið inn eftir, eins cr vitað
um nokkra aðra sem komið
hafa málinu á framfæri viðop-
inbera aðila.
Eldur í slökkvistöðinni
Þó eldsvoðar séu ekki til að
hafa í fiimtingum má segja að
íkveikja sem varð á siökkvi-
stöðinni í Keflavík í síðustu
viku sé ekki til annars. Þar
kviknaði í kaffikönnu og eftir
því sem Molar hafa komist
næst, sýndu viðstaddir rétt við-
brögð, enda ættu þeir að
kunna þau.
Enginn þorir að koma
Þrátt fyrir girniiegt boð
áhafnarmeðlima á bátunum
þreni um ókeypis soðningu
handa skattleysingjum, hefur
enginn þeirra látið sjá sig niðri
á bryggju. Það sem meira er,
hinn stóri hópur fólks út í bæ,
sem kemur alltaf niður á
bryggju til að fá í soðið, hefur
ckki heldur þorað að koma.
Skiidu þeir vera hræddir um
að fá stimpiiinn, sem hinir
hafa fengið á sig?