Víkurfréttir - 17.09.1987, Qupperneq 8
8 Fimmtudagur 17. september 1987
mun
Gæslu-
vellir
Gæsluvellir Keflavíkurbæjar við Miðtún,
Ásabraut og Baugholt verða opnir á tíma-
bilinu 15. sept. til 1. maí kl. 13-16.
Vellirnir verða opnir alla virka daga nema
laugardaga.
Félagsmálastjóri Keflavíkurbæjar
Hitaveita Suðurnesja
ÚTBOD
Jarðstrengjalögn að fiskeldistöð
Atlantslax í Litlu-Sandvík
Hitaveita Suðurnesja óskar hér með eftir
tilboðum í lagningu jarðstrengja að fisk-
eldistöð Atlantslax í Litlu-Sandvík.
Um er að ræða lagningu á um 7000 m af
háspennu- og símastrengjum frá Húsa-
tóftum að Litlu-Sandvík ásamt tilheyrandi
jarðvinnu.
Verki skal að fullu lokið eigi síðar en 15.
desember 1987.
Útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofu
Suðurnesja hf., Hafnargötu 32, Keflavík,
gegn 2.000 kr. skilatryggingu.
Farið verður með væntanlega bjóðendur í
vettvangskönnun fimmtudaginn 24.
september n.k. kl. 13.15fráskrifstofu Hita-
veitunnar, Brekkustíg 36, Njarðvík. Nánari
upplýsingar gefur Brynjólfur Guðmunds-
son, Verkfræðistofu Suðurnesja.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu
Suðurnesja, fimmtudaginn 1. október
1987 kl. 11.00.
HITAVEITA SUÐURNESJA
Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir á fæðingadeild Sjúkrahússins í Keflavík. Ljósm.: bt
Sjúkrahúsið í Kefiavík:
Fæðingar aldrei
fleiri en í ár
„Stefnir að 30% aukningu", segir Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir
Allt stefnir í að sett verði
nýtt fæðingamet í Keflavík á
þessu ári. Fyrir síðustu helgi
höfðu orðið 186 fæðingar í
Sjúkrahúsinu í Keflavík og
með sama áframhaldi stefnir í
30% aukningu frá árinu áður,
að sögn Konráðs Lúðvíksson-
ar, yfirlæknis á fæðingadeild.
Fæðingum fækkaði
hlutfallslega minnst
á Suðurnesjum
Konráð sagði, að til þessa
hefðu fæðingar orðið flestar í
Keflavík árið 1985. Þá hefðu
þær orðið 226, en 1986 hefði
nokkuð dregið úr, því þá
hefðu fæðst 215 börn. Fæð-
ingum hefði fækkað á öllu
landinu þetta ár en hlutfalls-
lega minnst á Suðurnesjum.
„Fjölgun fæðinga nú er
NJARÐVÍK
Fasteigna-
gjöld 1987
O-
Innheimtuaðgerðir vegna
greiddra fasteignagjalda 1987
eru hafnar.
Bæjarsjóður - innheimta
athyglisverð," sagði Konráð.
„Ef til vill á það einhverja
skýringu að rekja til þeirrar
miklu umfjöllunar sem fjöl-
skyldan hefur fengið að und-
anförnu. Stjórnmálamenn
hafa lagt áherslu á fjölskyld-
una sem einingu og fæðing-
arorlof hafa verið rýmkuð.
Kannski er fólk einfaldlega
orðið leitt á að horfa bara á
sjónvarpið."
Leggjum áherslu á
nærveru fjölskyldunnar
„Hér er líka ef til vill um
einhvers konar köllun að
ræða. Fæðing barns er einn
mikilverðasti viðburðurinn í
lífi fólks. Við leggjum því
ákaflega mikla áherslu á
nærveru fjölskyldunnar á
þessari stóru stundu og ég
held að það sé líka krafa
fólksins að það geti alið böm
sín hér,“ sagði Konráð.
Fólk fékkst
ekki til starfa
Málefni fæðingardeildar-
innar voru talsvert í brenni-
deplinum í sumar og um
tíma var haft á orði að loka
þyrfti deildinni, þar sem af-
leysingafólk fékkst ekki til
starfa.
Konráð sagði að deildin
hefði orðið að glíma við viss-
an mótbyr en hann vonaðist
til að hægt yrði að hækka
seglin að nýju og halda starf-
inu ötullega áfram í kom-
andi framtíð.
Teljum nauðsynlegt
að fá svæfingalæknir
„Við urðum að glíma við
manneklu um tíma í sumar
en þau mál tókst að leysa.
Hinsvegar teljum við nauð-
synlegt að hafahérsvæfmga-
læknir sem yrði til taks allan
sólarhringinn. Að undan-
fömu höfum við verið með
skammtímasamninga við
svæfmgalækna úr Reykjavík
en núhefurveriðauglýst eft-
ir lækni, með búsetu á svæð-
inu í huga. Ennþáhefurekki
tekist að fá svæfíngalækni
hingað og við emm jafnvel
búnir að leita fyrir okkur er-
lendis.“
Önnur stærsta fæðing-
ardeildin utan
Reykjavíkur
Fæðingardeild Sjúkra-
hússins í Keflavík er önnur
stærsta fæðingardeildin utan
Reykjavíkur, á eftir Akur-
eyri. Þar er undir eðlilegum
kringumstæðum gert ráð
fyrir 8 sængurkonum. En
oftast em þær mun fleiri og
sagði Konráð að oft kæmi
fyrir að helmingi fleiri konur
væm á deildinni samtímis.
Enda hefði meðal ársnýting-
in verið 111%.
Getur skipt sköpum
Konráð sagði að mikil-
vægt væri að vera með vakt-
þjónustu allan sólarhring-
inn. Að vísu væri oftast greið
leið til Reykjavíkur, en þó
gæti sá tími sem tæki að
komast þangað skipt sköp-
um í einstaka tilfellum - og
það hefði sannast.
Þær sængurkonur, sem
hafa alið böm sín í Sjúkra-
húsinu í Keflavík, hafa verið
ákaflega ánægðar með þá
þjónustu sem þær hafa feng-
ið og sagði Konráð að þær
hefðu margar á orði hversu
fæðingardeildin væri heimil-
isleg og aðstaðan þar góð.