Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 17.09.1987, Síða 10

Víkurfréttir - 17.09.1987, Síða 10
10 Fimmtudagur 17. september 1987 Daníel fékk langflest stig Uaníd Einarsson, miðvörðurinn sterki i Víði, varð langefstur í stiga- keppni Víkur-frétta. Daníel fékk 25 stig, 8 stigum meira en Sigurður Björgvinsson, ÍBK, sem kom næstur. Endanlcg úrslit urðu þessi i stigagjöfinni hjá þeini sem fengu 5 stig cða lleiri: Daníel Einarsson, Víði .......... 25 Sigurður Björgvinsson, ÍBK .... t7 Gunnar Oddsson, ÍUK ............. 14 Vilhjálmur Einarsson, Viði..... 13 Peter Earrcll, ÍBK .............. 13 Grétar Einarsson, Víði .......... 12 Öorsteinn Ujarnason, ÍBK ........ 12 Bjöm Vilhelmsson, V'iði ......... 12 .lóhann Magnússon, ÍBK ........... 9 Vilberg Þorvaldsson, Víði...... 9 Óli Þór Magnússon, ÍBK ........... 8 Guðjón Guðmundsson, Viði .... 8 Ingvar Guðmundsson, ÍBK........ 8 Gísli lleiðarsson, Viði .......... 7 Prcyr Bragason, ÍBK .............. 5 Júlíus Pétur „Markakóngur Víkur-frétta“ Ekki tókst leikmönnum 1. deild- arliðanna að ógna Júliusi Pétri Ing- ólfssyni, UMFG, sem skoraði 19 mörk í íslandsmótinu og hlýlur þar með titilinn „Markakóngur Víkur- frétta 1987”. ívar Guðmundsson úr Reyni var markahxstur na‘r allt keppnistímahilið og lengi vel leit út fyrir að hann ynni titilinn. En 6 mörk Júlíusar í síðasta leiknum réðu úrslitum. Leikmenn 1. deild- arliðanna blönduðu sér ekki í þessa baráttu, Óli Þór Magnússon, ÍBK, varð efstur með 7 niörk og síðan kmn Grétar Einarsson, Víði, með 6 mörk. Lokastaðan hjá markahæstu mönnum á Suðurnesjum í íslands- mótinu í knattpsyrnu 1987 varð þessi: Július P. Ingólfsson, UMl'G .... 19 ívar Guðmundsson, Reyni ......... 15 Símoti Alfreðsson, UMFG ......... II Hjálmar Hallgrimsson, UMFG .. 9 Kjartan Einarsson, Revni ......... 8 Oli Þór Magnússon, ÍBK ........... 7 I lalldór Halldórsson, llöfnum ... 7 Jón Ólafsson, UMFN................ 7 Grétar Einarsson, Víði ........... 6 Ólafur Sólmundsson, Höfnum ... 5 Guðhjörn Jóhannsson, UMFN .... 5 Guðmundur Fr. Jónass., Höfnum 5 Petor Farrell, ÍBK ............... 4 Vilberg Þorvaldsson, Víði........ 4 frausti I lafsteinsson, UMFN ... 4 Ari Haukur Arason, Reyni......... 4 t I I I I I I I I I I I I I I I \ Atta Suðumesjadömur í körfuboltalandsliðið Atta stúlkur af Suðurnesjum hafa verið valdar í körfubolta- landslið stúlkna 21 ársogyngri, sem leika mun 4 leiki í Skot- landi um aðra helgi. Fjórar eru úr Keflavík, þær Anna María Sveinsdóttir, Björg Hafsteinsdóttir, Kristín Blöndal og Margrét Sturlaugs- dóttir. þrjár eru úr Grindavík, þær Marta Guðmundsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir og Ragnheiður Guðjónsdóttir. Ein er úr Njarðvík, Harpa Magnúsdóttir. Landsliðið fer til Edinborg- ar næsta fimmtudag og leikur 4 leiki við félagslið í sam- nefndri borg og síðan komið heim á þriðjudeginum. Telja verður þetta góðan ár- angur hjá stúlkunum á svæð- inu, að vera uppistaðan í landsliði Islands og gefur til- efni til bjartsýni um betri ár- angur hjá félagsliðunum á Suðurnesjum, sem staðið hafa í skugga Reykjavíkurfélag- anna í körfubolta kvenna. \ J Hluti verðlaunahafa í Tékk-Kristal golfmótinu Ljósm.: J.Ben. SIGGARNIR SIGRUÐU Tékk-Kristal mótið í golfi fór fram á Hólmsvelli í Leiru um síðustu helgi. Leiknar voru 18 holur með og án forgjafar, karlaflokkur á laugardag og kvenfólkið á sunnudag. Það var ekki gæfulegt veðrið sem 97 þátttakendur fengu. Hávaðarok úr norðri, 7-8 vindstig og varla stætt. En golfarar létu það ekkert ásig fá, alla vega ekki sigurvegar- arnir, Sigurðarnir, Sigurðsson og Friðjónsson. Sá fyrrnefndi lék sannkallað meistaragolf i rokinu og kom inn á 76 högg- um, annar varð Páll Ketilsson á 82 höggum og í 3.-5. sæti komu þeir Sigurjón R. Gísla- son, Þorbjörn Kjærbo og Hall- dór Svanbergsson á 85 högg- um. Hinn Sigginn, Sigurður Friðjónsson, var bestur með forgjöf, lék á 70 höggum, Ing- var Ingvarsson kom næstur á 73 og þriðji Halldór Svan- bergsson með sama högga- fjölda en lakari árangur á síð- ustu 6 holunum. Alda Sigurðardóttir, Golf- klúbbnum Keirli, sló Islands- meistaranum aftur fyrir sig og sigraði bæði með og án forgjaf- ar í kvennaflokki. Hún lék á 84 höggum, 70nettó. Gerða Hall- dórsdóttir GS varð önnur með forgjöf á 77 höggum og þriðja án forgjafar á 101 höggi. Þór- dís Geirsdóttir, íslandsmeist- ari, lék á 89 höggum og 81 höggi með forgjöf. Þessar þrjár hirtu öll verðlaun í kvennaflokknum nema auka- verðlaunin sem komu í hlut Önnu Jódísar Sigurbergsdótt- ur, en hún var næst holu á 16. flöt, 6 m frá. Hjá körlunum var Guðmundur Margeirsson næstur holunni eða 1.38 m. Til gamans má geta þess að enginn af 97 þátttakendunum náði „pari“ á 2. brautinni, Gapastokknum, en það hefur ekki gerst áður í svo fjölmennu móti, en segir kannski meira um það, hvernig veðrið getur haft áhrif á leikinn... t '\ Víkur-fréttir með | verðlaunaafhendingu i | Eins og lesendum íþróttasíðu | Víkur-frétta er kunnugt hefur | staðið yfir stigakeppni hjá leik- ■ mönnum Suðurncsjaliðanna í‘ ! íslandsmótinu í knattspyrnu, ‘ sem nú er nýlokið. Urslitin I liggja nú fyrir og munum við I veita stigahæstu og marka- ■ hæstu mönnum vcrðlaun í hófi 1 sem efnt verður til af þessu til- efni. Danícl Einarsson úr Víði varð efstur hjá leikmönnum 1. dcildar, en mátti svo bíta í það súra epli að lið hans féll í 2. deild. Ragnar Eðvarðsson úr Grindavík varð stigahæstur hjá leikmönnum í 3. deild og í kvcnnaknattspyrnunni varð Kristín Blöndal efst að stigum. Júlíus Pétur Ingólfsson varð „markakóngur Víkur-frétta 1987“ hjá körlunum, en hann skoraði 19 mörk með UMFG í Islandsmótinu. Kristín Blöndal varð markahæst hjá stúlkunum, skoraði 6 mörk. viKun {utUi MÍKUn iútUi Lokastaðan á íslandsmótinu í knattspyrnu Úrslitin í leikjunum í lokaum- ferðinni í íslandsmótinu í knatt- spyrnu í 1. deild, ásamt lokastöð- unni, urðu þessi: Valur - Völsungur 0:0 Víðir - KR 2:0 KA - ÍA 0:0 FH - Þór 4:1 Fram - ÍBK 0:0 Valur ... 18 9 7 1 30:10 37 Fram . . 18 9 5 4 33:21 32 ÍA ... 18 9 3 6 36:31 30 Þór ... 18 9 2 7 33:33 29 KR ... 18 7 4 7 28:22 25 KA ... 18 5 6 7 18:17 21 Keflavík ... ... 18 5 6 7 22:30 21 Völsungur .. ... 18 4 5 9 20:32 17 Víðir ... 18 3 8 7 20:33 17 Fll . . 18 4 4 10 28:34 15 Gam!a reglan hefði dugað Víðismönnum Ef gamla tveggja stiga reglan hefði gilt á íslandsmótinu í 1. deild hefðu Völsungar frá Húsavík fallið í stað Víðis, en að öðru leyti hefði lokastaðan orðið óbreytt. Ef keppt hefði verið eftír gömlu reglunni liefði stigataflan litið þannig út: Valur .... Fram .... ÍA ...... Þór ..... KR ...... KA....... Keflavík .. Víðir .... Völsungur FH ...... 25 23 21 20 18 16 16 14 13 12 Upton farinn til Englands Frank Upton, þjálfari 1. deildar- liðs ÍBK í knattspyrnu, er farinn til Englands. Hann hélt af landi brott á mánudaginn, cn hafði nokkrum dögum áður undirritað samning til eins árs við ÍBK. Upton er ætlað að hafa yfirurn- sjón með þjálfun allra flokka hjá ÍBK og er hann væntanlegur aftur til starfa fljótlega á næsta ári. Árangur Uptons með Keflavík- urliðið var ágætur og menn eru al- mennt ánægðir með störf lians og vænta rnikils af honurn á næsla keppnistímabili. Gðður endasprettur Vlðismanna Góður endaspretur Víð- ismanna í 1. deild Islands- mótsins í knattspyrnu dugði ekki til að halda 1. deildar- sætinu. Þeir sigruðu KR- inga 2:0 í síðasta leiknum, en á sama tíma náðu Völs- ungar jafntefli gegn Islands- meisturum Vals á Hlíðar- enda og þessi úrslit nægðu Húsvíkingum. Naumara gat það varla verið, hefði Víðis- mönnum tekist að bæta einu ntarki við til viðbótar í leiknum gegn KR þá hefðu þeir haldið sætinu, en Völs- ungur fallið. „Það er vitaskuld sárt að falla, en ég hef trú á að haldi strákarnir hópinn þá ættu þeir að geta endur- heimt sæti sitt í 1. deild“, sagði Haukur Hafsteins- son, þjálfari Víðis, í samtali við Víkur-fréttir. Haukur sagði að hópurinn væri að vísu þröngur og því mætti lítið út af bregða, en strák- arnir væru einstaklega samstilltir og liðið hefði nú náð sínum besta árangri í 1. deild þrátt fyrir allt. „Liðið náði 16 stigum tvö síðustu keppnistímabil og þau hafa dugað, nú fengum við 17 sjig, en þau dugðu ekki til. A þessu sést best hversu baráttan er mikil og liðin orðin jafnari“. Leikur Víðismanna og KR í Garðinum á sunnu- daginn var leikinn við erf- iðar aðstæður, hávaða rok að norðaustan. Ljóst var fyrir leikinn að Víðismenn yrðu að sigra til að eiga möguleika á að halda 1. deildarsætinu og þeir náðu forystunni tljótlega með ntarki Svans Þorsteinsson- ar, sem náði að pota í KR- markið eftir mistök mark- mannsins sem missti bolt- ann á kláufalegan hátt frá sér. Eftir markið fóru Víðis- menn sér hægt og hafa ef- laust vonað að Valsmenn legðu Völsung, en þessi lið léku á sama tíma. „Við vissum allan tím- ann hvernig sá leikur þró- aðist og í hálfleik var þessi staða rædd og að við yrðum að skora íleiri mörk í ljósi stöðunnar“, sagði Haukur. „En því miður þá tókst okkur ekki að skora nema Steindautt jafntefli Keflvíkingar gerðu markalaust jafntefli við Framara í síðustu umferðinni í 1. deild Islands- mótsins í knattspyrnu í Laugar- dalnum á laugardaginn. Mikið rok var nieðan á leiknum stóð og setti það sín mörk á leik liðanna líkt og í öðrum leikjum dagsins á stór-Reykjavíkursvæðinu. Framarar sóttu öllu meira í þessum leik, en Þorsteinn Bjarnason markvörður IBK átti góðan leik og var sú hindrun sem Frömurum tókst ekki að yfirstíga. Samningurinn undirritaður. - Þessi mynd er frá undirritun samnings milli ÍBK og Franks Upton, um að hann þjálfi knattspyrnu- lið ÍBK á næsta ári. Á myndinni tekur hann í hönd Kristjáns Inga Helgasonar, formanns knattspyrnuráðs. Ljósm.: pket. Fyrir leikinn höfðu Keflvík- ingar náð að tryggjasigfyrirfalli og fyrir Framara hafði leikurinn litla þýðingu. Enda speglaðist áhugaleysið í flestum leikmanna að þessu sinni. Víkurfrétta-stigin: Þorsteinn Bjarnason 3, Jóhann Magnús- son 2 og Peter Farrell 1 stig. OPIÐ ALLA DAGA mánud.-íöstud. kl. 10-22 iaugard. kl. 9-19 sunnud. kl. 11-18 \\\ \ \ \ I / / / /// . VSOl.aVfJK & SNVKTISTOPAN / ^ Hafnargötu 54 • Kcllavík eitt mark, þrátt fyrir nokkur upplögð færi, og því fór sem fór“, sagði Haukur ennfremur. Seinna mark Víðis skor- aði Grétar Einarsson á síð- ustu mínútunum, en því miður dugði það ekki til að þessu sinni. KR-ingar láku einum færri í síðari hálfleik, en Pétri Péturssyni var vísað af leikvelli undir lok fyrri hálfleiks fyrir endurtekin mótmæli við dómarann. Víkurfrétta-stigin: Kle- mens Sæmundsson 3, Dan- íel Einarsson 2 og Vil- hjálmur Einarsson 1 stig. 6;V\> í.- m „Við verðum að hætta að hittast svona“, gæti Rúnar Kristinsson, efni- lcgasti leikmaður 1. deildar, verið aðsegja við Daníel Einarsson, leik- mann Víkur-frétta 1987. Myndin er frá leik liðanna sl. laugardag. Ljósm.: pkct. Starfsfólk - Vaktavinna Vegna aukinna umsvifa og eftirspurnar eftir framleiðslu- vörum okkar vantar okkur starfsfólk í eftirtalin störf nú þegar eða eftir nánara samkomulagi: • í afgreiðslu • iðnaðarmenn í sérverkefni • aðstoðarfólk í verksmiðju Ákveðið hefur verið að breyta þeirri vinnutilhögun sem nú er, þ.e. hefðbundnum vinnutíma í vaktavinnu. Vinnutími verður því sem hér segir: Morgunvakt frá kl. 07:00-15:00 Kvölavakt frá kl. 15:00-23:00 mánudaga til föstudaga. Þú vinnur morgunvakt eina viku og kvöldvakt þá næstu. Ef þú telur að þessi vinnutími myndi henta þér, þá vinsam- lega hafðu samband við verksmiðjustjóra, sem gefur þér nánari upplýsingar um launin og starfið. ATH: Eingöngu verður ráðið starfsfólk til framtíðarstarfa. TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR Iðavöllum 6-7 - Keflavík - Sími 14700 RITARI Óskum eftir að ráða starfskraft til almennra skrifstofustarfa nú þegar eða eftir nánara samkomulagi: Vinnutími frá kl. 8:00-18:00. Upplýsingar um starfið gefur framkvæmdastjóri. TRESMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR Iðavöllum 6-7 - Keflavík - Sími 14700

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.