Víkurfréttir - 17.09.1987, Blaðsíða 13
VÍKUti
fíOUt
Fimmtudagur 17. september 1987
13
Vindmylla
á Vatns-
leysu-
Inni á Vatnsleysuströnd
stendur nokkuð sérkennileg
vindmylla. Hún er smíðuð af
Baldri Skarphéðinssvni,
verkstjóra úr Reykjavík, en
hann hefur verið að gera til-
raunir með að láta mylluna,
sem snýst á lóðréttum ási,
hita vatn til húsahitunar.
Baldur er ekki ókunnur
vindmyllusmiður, því hann
smíðaði einar 50 vindmyll-
ur á striðsárunum í Axar-
firði, sem voru notaðar til
húsahitunar.
Baldur sagði að hann
hefði smíðað mylluna fyrir
2 árum, hún snerist á lóð-
réttum ási sem væri óvenju-
legt, en hann hefði séð þetta
fyrirbæri í Danmörku.
Hún væri síðan tengd við
vatnsbremsu. Sagðist
Baldur nota heita vatnið til
að hita upp sumarbústað
sinn.
Baldur sagði að hann
hefði verið að gera tilraun
með þessa gerð og lofaði ár-
angurinn góðu. Hann hefði
smíðað aðra myllu, en hefði
ekki sett hana upp enn.
■ ^
/1 //1
/
f í J'i/ ‘V 7 _ : wm m>
. . ..f y *tTÍssrr " -w 1 i ... jJk.
Vindmyllan er nokkuð sérstæð, að því leyti að hún snýst í
kringum lóðréttan ás. Hún er heldur ekki nein smásmíði,
eins og glögglega má sjá á myndinni. Ljósm.: bb.
íþróttahús Njarðvíkur:
Verðlaunaskápur settur upp
Á vegum Ungmennafél-
ags Njarðvíkur stendur til að
setja upp sýningarskáp fyrir
verðlaunagripi einstakra fél-
agsmanna. Verður hann
staðsettur við hlið afgreiðsl-
unnar.
Að sögn þeirra Guðmund-
ar Sigurðssonar og Stefáns
Bjarkasonar gæti almenn-
ingur þar með virt fyrir sér
hina ýmsu bikara sem unnist
hafa. Nefndu þeir sem dæmi
bikar þann er Eðvarð Þór
Eðvarðsson fékk til varð-
veislu sem íþróttamaður árs-
ins.
Grágás
í tölvu-
prentun
Að undanförnu hefur út-
skrift á hvers kyns bréfum,
tilkynningum, reikningu,
víxlum o.p.h. færst yfir á
tölvupappir, sem fyrirtækin
Erenta siálf út. Fram að
essu hafa viðkomandi aðil-
ar þurft að leita til Reykja-
víkur eftir prentun á pví
formi sem nota skal.
Nú er fyrirsjáanlegt að
þörf á viðskiptum í þessum
efnum við prentsrmðiur í
Reykjavík. fer að verða úr
sögunni. Ástæðan er sú, að
Prentsmiðjan Grágás hf. í
Keflavík a von á slíTkri prent-
vél á næstunni. Eftir það ætti
fyrirtækjum og stofnunum á
Suðurnesjum ekki að verða
neitt að vanbúnaði að fá
prentun fyrir tölvuútskrift
nér á svæðinu.
Danskennsla
á öllu því nýjasta í
dansheiminum.
Tískusýningar-
namskeið
fyrir 8-20 ára. Hreint
frábær námskeið.
\\\ \ \ \ I / / / ///
\ cói ai a i\l* o c WDi'icr/ti: « v /
Hnfiuirtfötu r*4 Krflavík
Frá Tónlistar-
skóla Njarðvíkur
Innritun fer fram íallardeildirmánudag-
inn 21. og þriðjudaginn 22. september kl.
13-19.
Innritað verður í skólanum að Þórustíg 7,
ekki í síma.
Þeir nemendur sem sóttu um skólavist sl.
vor þurfa að staðfesta umsóknirsínar með
greiðslu skólagjalda, innritunardagana.
ATH: Getum bætt við okkur nokkrum
nemendum af báðum kynjum í einsöng.
Lysthafendur notfæri sér ofangreinda inn-
ritunardaga. Kennsla mun svo hefjast
samkvæmt stundaskrá mánudaginn 28.
september.
Skólastjóri
SENDIBÍLAR
SKÁTAR
Innritað verður í skátastarfið í Skátahúsinu, föstudaginn
18. september kl. 15-17. Ársgjaldið er 500 kr., sem greiðist
við innritun.
HEIÐABÚAR
■ Litlir bílar
■ Stórir bílar
■ Lyftubíll
Til þjónustu reiðu-
búnir allan daginn,
- frá morgni til kvölds.
Sími 1-41-41
Haustlitirnir Kynntir
Frá Helena
Rubenstein
föstudaginn
18. sept.
kl. 13—18.
APÓTEK KEFLAVÍKUR