Víkurfréttir - 28.01.1988, Side 11
10 Fimmtudagur 28. janúar 1988
Texti:
Páll Ketilsson
Myndir:
pket. og rós.
mun
juiUt
murt
juiUi
LIFIÐ ER EKKERT LOT
úú
Fimmtudagur 28. janúar 1988 11
'segir Þorvaldur Karl Helgason,
sóknarprestur í Njarðvík og
hjónabandsráðgjafi, í spjalli
um hjónabandið og fjölskylduna
Það vakti mikla athygli að þegar lítið félag fékk séra Þor-
vald Karl Helgason til að koma á opinn fund og ræða um
hjónaband eitt mánudagskvöld fyrir skömmu, mættu um 60
manns. Konurnar í brjóstafélaginu, eins og ég kalla það
alltaf, sem heitir reyndar Ahugafélag um brjóstagjöf, trúðu
ekki sínum eigin augum þegar skólastofan í Myllubakka-
skóla fylltist af fólki, sem vildi hlusta á manninn tala um
hjónabandið, - ja hérna. Eru nú allir farnir að hafa áhyggjur
af hjónahandinu? hugsaði ég þegar ég mætti á svæðið. „Fyrir
10 árum hefðu kannski komið fimm konur á svona fund.
Þetta eru breyttir tímar“, sagði Þorvaldur Karl eftir fundir.n.
En þetta var ekki nóg svar fyrir mig. Hvað gerirðu á
hjónanámskeiðum? spurði ég og bætti við, „allt er nú til í
dag“. Þorvaldur Karl brosti, - og þannig birtist hann sjónum
okkar yfirleitt og auðvitað var hann til í gott viðtal um hjóna-
bandið.
Séra Þorvaldur Karl kom til
Njarðvíkur vorið 1979 og tók
v i ð a f P á 1 i h e i t n u m
Þórðarsyni, sem lést haustið
áður. Þorvaldur var sóknar-
prestur á Egilsstöðum í 1 ár að
Ioknu guðfræðinámi og 3 ár
æskulýðsfulltrúi þjóðkirkj-
unnar, þar til hann kom til
Njarðvíkur. Þorvaldur Karl er
á besta aldri, fæddur 9. apríl
1950, kvæntur Þóru Kristins-
dóttur, kennara. Þau eiga
Ijögur börn. En snúum okkur
að viðtalinu. Eg spurði
Þorvald lýrst að því, hvenær
hann hafi fengið þennan rnikla
áhuga á hjónabandinu.
„Það má segja að áhugi
rninn á hjónabandinu hafi
kviknað fyrir alvöru þegar ég
skrapptil Bandaríkjanna 1983
og rak nelið inn á tvö nánr-
skeið í prestaskólanum í St.
Paul í Minnesota. Annað
þeirra fjallaði urn fjölskyldu-
lífið og hjónabandið. Leiðbein-
andinn á námskeiðinu var
ntjög skemmtilegur og hvetj-
andi og hann fékk mig til að
hugsa dýpra um þessi mál en
ég hafði gert, sem varð til þess
að ég ákvað að sækja um árs-
leyfi frá störfum veturinn ’84-
’85 og hella nrér út í þetta nám,
sem byggðist upp á mörgurn
greinum. Það sem ég lagði
mesta áherslu á var tjölskyld-
an og hjónabandið. Skóli þessi
"er mjög virtur og einn af
stærstu lúthersku skólum í
heiminum. Ekki sakaði að
þarna var maður kominn í
töluvert skandinavískt unr-
hverfi, því í Minnesota er mik-
ið af fólki frá Norðurlöndun-
um og þá líka Islandi, sem
hefur flust þangað. Ein
ástæðan er einnig sú, að frændi
konu minnar, sem er af ís-
lensku bergi brotinn, er
prófessor við þennan skóla og
hann hvatti mig til að koma“.
Þurfti að kafa ofan í
sjálfan mig
- Hvernig er svona námi
háttað, varla er það allt upp
úr bókum?
„Hluti af náminu var m.a.
að vinna á sjúkrahúsi sem
hýsti eiturlyfjaneytendur og
áfengissjúklinga í meðferð. Eg
var látinn fara í gegnum sarna
prógram og fjölskyldur þess-
ara sjúklinga, ákaflega strangt
og mikið, sem stóð frá átta á
morgnana til átta á kvöldin í
heila viku. Besta lýsingin á
þessu námskeiði er sú, að
þarna þurfti ég í fyrsta skipti
að kafa ofan í sjálfan mig.
Þetta var eins og að fara í
sturtubað, með fullt af fólki
sem ég þekkti ekki neitt. Þegar
maður hittir fólk vill maður
vera í öllum fötunum, - en er
samt feiminn. Þarna var
nraður látinn fara úrpeysunni,
því næst skyrtunni og loks
buxunum, ef svo má að orði
komast, lið fyrir lið, þar til
maður stóð sem næst kvik-
nakinn og gat engu leynt.
Svona eru allir teknir fyrir og
þetta er manni afskaplega
hollt.
Þarna lendir maður í því að
spyrja sjálfan sig: hver ert þú,
hvernig líður þér, veistu kosti
þína og galla, heldurðu að þú
getir breytt öðrum og sjálfum
þér? og svo framvegis. Fyrir
mér var þetta algert sturtubað
og ég varð alveg endurnýjað-
ur á eftir. Eg held að þessi dvöl
mín á sjúkrahúsinu hafi hjálp-
að mér mikið, bæði sem ein-
staklingi og til þess að skilja
hjónabandið ennþá betur.
Astæðan fyrir því að hjóna-
bönd ganga illa að mínu mati
er, að báðiraðilarnireru kapp-
klæddir og vilja ekki afklæðast
þessum grímum sem við
setjum upp og lokum okkur af
frá öðrum. Fyrir bragðið nálg-
umst við hvort annað ekki sem
skyldi af því að við lokum á
þessar dyr, sem hefur þær af-
leiðingar í för með sér að við
skiljum hvort annað ekki
nóg“.
Ótrúlegir kraftar
- Hvernig fólk var þetta
sem var á námskeiðinu?
„Þetta var fólk úr öllum
stéttum og á öllum aldri. Eg
hitti m.a. einn af yfirmönnum
hjá framleiðendum Cocoa
Puffs, sem flestir Islendingar
þekkja, og ég man að hann
spurði mig hvernig stæði á því
að Islendingar borðuðu átta
sinnum meira Cocoa Puffs en
nokkur önnur þjóð. Nú, ég
lenti með bónda norðan úr
Minnesota og konunni hans,
en þau áttu son í meðferð.
Þarna átii ég í fyrsta skipti
samtal víð’Iésbiúr, en þær voru
teknar þarna í nteðferðina eins
og um sambýlisfólk væri að
ræða. Sjálfur kynnti ég mig
sem námsmann og sagði þetta
vera hluta af mínu námsefni í
skólanum. En smátt ogsmátt,
þegar á leið, hvarf þessi hugs-
un hvaða titil hver og einn
bæri. Maður hugsaði bara um
einstaklinginn. Hópvinnan
með þessu fólki hjálpaði mér
enn frekar og sannfærði mig
um að þegar hópur sest niður
og nær vel saman, þá fara að
leysast úr læðingi ótrúlegir
kraftar, sem tveir aðilar geta
ekki búið yfir. Fyrir mér var
þetta ekki síður mikilvægt en
að sitja yfir bókum, þó ég ætli
ekki að draga úr mikilvægi
þess“.
Erfitt að brjóta ísinn
„Eftir að ég kom heim
fannst mér ég þurfa að miðla
þessari reynslu minni ognárni,
- ekki sitja bara einn uppi
með þetta. Eg byrjaði á því að
skrifa grein um þetta í Kirkju-
ritið og varpaði fram ýmsum
hugmyndum um hvað við
prestar gæturn gert þegar
hjónaefni konta til okkar og
biðja um giftingu. Hvort við
gætum ekki gert eitthvað til að
gera þau betur undirbúin fyrir
hjónabandið. Við gerum mjög
lítið af því. Viðbrögð við þess-
ari grein urðu þau að rektor
Skálholtsskóla, séra Sigurður
Arni Þórðarson, hafði sam-
band við mig og sagði að grein-
in hefði vakið sig til umhugs-
unar, og spurði mig hvort ég
vildi koma austur í Skálholt og
halda einshvers konar nám-
skeið. Eg samþykkti það og
eyddi síðan öllu niínu sumar-
fríi í að semja dagskrá fyrir
svona námskeið. Fór síðan af
stað með vini mínum, sr. Birgi
Asgeirssyni á Mosfelli. Það
konr síðan í ljós að það var
erfitt að brjóta ísinn, - fáir
þorðu að koma héðan af Suð-
urnesjum, þar sem ég auglýsti
þetta fyrst, en þó nægilega
margir til að við fórum af stað
nteð fyrsta námskeiðið“.
- Eru hjónabönd á íslandi
öðruvísi en áður?
„Umræðan um hjónaband-
ið hefur breyst mikið á undan-
förnum árum, - og hjónaband-
ið að vissu leyti sjálft líka.
Hinn ytri þáttur er ekki lengur
eins áberandi og áður. Því
reynir nú rneira á innri þætti
þess, - að okkar innri manni.
Ef þú vilt náið og hlýtt sam-
félag, þá er hjónaband besta
tilboðið í dag. Þú getur vissu-
lega gert allt einn þíns liðs,
borðað úti, farið á sjúkrahús ef
þú veikist, látið þvo af þér
fötin og svo franrvegis. Þættir
sem tengdust allir heimilinu
áður fyrr. Þá var það aðal
vinnustaðurinn, sveitabærinn,
þar varstu ef þú veiktist, þar
borðaðirðu og gerðir nánast
allt. En að vera einn síns liðs er
það sem fæstir vilja. Við viljum
flest öll samveru meðeinhverj-
um öðrum“.
- Hvað með þróunina sem
átt hefur sér stað, þegar bœði
hjón vinna úti sitt á hvorum
vinnustaðnum og börnin
verða að hjálpa sér sjálf
þegar þau konia úr skólan-
um, - eru svona hjónabönd
verri en önnur?
„Þetta er meðal annars það
sem menn hafa velt fyrirsérog
var tekið fyrir í skólanum. Er
hægt að spyrja: Hvað er gott
hjónaband? Nokkur veiga-
mikil atriði virðast skipta
sköpum fyrir hamingjusamt
hjónaband. Atriði númér eitt
er að geta talað saman, bæði á
góðum stundum og einnig að
geta rætt saman um erfiðleik-
ana. Virðist þá ekki skipta
máli hvort eiginmaðurinn er
sjómaður eða bæði hjón vinni
úti.í hjónabandi í dag eða fyrir
50 árum. Þetta á við um öll
hjónabönd. Hins vegar vitum
við það, að sú kona sem er að
alast upp í dag sættir sig ekki
við það að vera bara heima,
eins og sagt er. Henni finnst
hana skorta eitthvað sem við
karlarnir upplifum, sem er að
hún hefur ekki eins mikil sam-
skipti við annað fólk. Hún
þráir að eiga samskipti við
aðra. Þessu megurn við karl-
arnir ekki gleyma; að þroski
mannsins fer ákaflega rnikið
eftir því að maður hitti rnann.
Eiginmaðurinn hittir kannski
fólk mjög rnikið, hvort sem er
á skrifstofunni, bensínstöð-
inni eða úti á götu. A meðan er
konan innan veggja heimilis-
ins, ein nreð sínar hugsanir.
Karlinn kemursíðan heim yfir
sig þreyttur á öllu þessu sam-
tali, en konan jafn þreytt og
pirruð á þögninni, - á að tala
aldrei við neinn“.
Stærsta sjokkið
- Er þetta þá jákvœð
þróun, að konan fari í
auknum mœli út að vinna?
Hvernig taka karlarnir
þessu?
„Þarna verðum við að
segja að ef sambandið er gott,
er talað um hlutina. Egferekki
að segja við hjón á sextugsaldri
að konan eigi að drífa sig út að
vinna þegar þetta hefur gengið
ágætlega í 30-40 ár. Við
breytum ekki svona mynstri
hjá hjónum, og svo öfugt, við
unga konu sem vinnur úti all-
an daginn, að hún eigi að fara
að hypja sig heim. Hver og
einn verður að meta þetta
sjálfur. En við getum náttúr-
lega spurt: Hvernig gengur
þegar heim er komið? Fer karl-
inn alltaf út í bílskúr á kvöld-
in af því hann er að flýja það að
tala við konuna sína, ogsvarið
um auktekjur sé bara yfir-
skin? Þannig verður að skoða
hvert samband fyrir sig“.
- Ertu að meina að fólk,
hjón séu jafnvelfeimin hvort
við annað?
„Eg held að eitt af stærstu
„sjokkum“ nýgiftra hjóna sé í
sambandi við kynlífið. En það
er ekki endilega líkamleg nekt
sem verður sjokkið, heldur ein-
mitt það, að allt í einu þegar
við förum að lifa nánu samfé-
lagi við annan aðila, uppgötv-
ar maður að það er ekki hægt
að leyna hinn aðilann neinu,
og þú þarft að þekkja sjálfan
þig vel. Þess vegna verða
margir hræddir og þora ekki
að segja hvað þeim finnst að í
fari hins aðilans; eða t.d. að
maður sé hræddur við þetta
kynlíf. A þetta ekki að ganga
allt voðalega vel? Er ekki betra
að fela sig á bak við einhverja
grímu? En þetta eru einmitt
hlutir sem maður finnur með
árunum að þarf að ræða til að
geta mæst á miðri leið og
þroskast í hjónabandinu".
- Nú hafa skilnaðir aukist,
hver er ástœðan fyrir því?
„Það er hægt að skilgreina
þetta í tveimur þáttum. í fyrsta
lagi los á mönnum og í öðru
lagi skeytingarleysi. Ein af
ástæðum fyrir auknum hjóna-
skilnuðum í Bandaríkjunum
er þó ekki endilega Jjetta
umrót, heldur er sagt: „Eg vil
frekar skilja en að lifa í 30 ár í
óhamingjusömu hjónabandi,
og prófa kannski á ný“.
Mitt hlutverk og annarra er
að benda á að það er til þriðja
leiðin. Möguleikarnir eru þrír:
að lifa áfram 1 óhamingjusömu
hjónabandi, - í öðru lagi að
skilja. Leið númer þrjú er að
gera eitthvað í málinu. Mig
langar í mínu starfi að benda á
leið núrner þrjú. Það er nefni-
lega ýmislegt hægt að gera til
að bæta hjónabandið”.
Erfiðasti skólinn
- Hver er staða barnanna í
hjónabandinu í dag, fjöl-
skyldunni?
„Nú skulum við hugsa sem
svo, að börnin sé hjá okkur í 20
ár. Við vitum öll að þetta er
óheyrileg vinna. Það er sagt að
þetta sé erfiðasti skóli sem til
er, það er aldrei frí hjá okkur
og við erum á ákaflega lélegu
kaupi. Við erum líka allt í þess-
um skóla; gangavörðurinn,
skúringakonan, matreiðslu-
konan, uppalandinn, huggar-
inn, og við erum líka sá sem
agar þau og elskar, fæðir og
klæðir og allt þar á milli. Allt
mikil vinna. En við vitum líka
hvað þessir litlu einstaklingar
gefa okkur mikið, þannig að
hjónabönd þar sem börn eru
og allt nokkurn veginn með
felldu, er ómetanlegt ogyndis-
legt. Dökka hliðin hins vegar
er sú, að við erum svo stressuð
og upptekin af öllu mögulegu,
að vesalings börnin verða tals-
vert mikið útundan. En
skoðum dæmið, smækkum
það, þannig að í stað þess að
hafa börnin í 20 ár, þá hefðum
við bara 20 daga með þeim.
Hvernig myndirðu eyða þess-
um dögum? Ég er alveg klár á
því að þá mundum við ekki
segja: „Æ, blessaður farðu og
leigðu þér videospólu", - eða
þegar barnið kemur pirrað til
þín og þarfnast umhyggju,
verður þú líka pirraður og
skellir á það. Auðvitað gerum
við þetta og oft er þetta mjög
erfitt. En við verðum samt að
taka okkur taki. Ef við mynd-
um hugsa svona um þetta held
ég líka að við myndum bregð-
ast öðruvísi við. Þannig eigum
við líka að hugsa gagnvart
maka okkar“.
- En hvernig ganga þá
þessi mál hjá hjónabandsráð-
gjafanum, Þorvaldi Karli?
„Það er oft sagt að börn
tannlækna séu með skemmd-
ar tennur eða hurðir heima hjá
smiðum séu með lausa karma.
Ef ég á að segja fyrir mig, þá
veit ég að ég fell í marga þessa
pytti sem gerir það að verkum
að það er tekist á í hjónaband-
inu. Það sem ég hef barist hvað
mest við í eigin fari er, að ég er
bara ekkert vanur því að tala
um persónuleg mál, ekki upp
alinn við slíkt. Það gegndi öðru
máli hjá konunni minni. Þegar
vandamál komu upp var sest
niður og þau rædd. Eg er sjálf-
ur meira þannig að ég hélt að
málin myndu leysast af sjálfu
sér. Þess vegna hef ég þurft að
taka sjálfan mig taki og hlusta
á öll fræðin og reynslu þeirra
sem lifa í hamingusömu hjóna-
bandi. Þetta var erfiðast fyrir
mig og í framhaldi af því
kannski ekki að ræða við maka
minn, heldur aðgera mérgrein
fyrir hvað ég vildi sjálfur. Hver
er ég? Hvað vil ég gera? Er ég
tilbúinn að hlusta á konuna
tilbúinn að leggja þetta á mig
eða nenni ég því ekki? Er ég
tilbúinn að hlusta á konuna
þegar hún segir að ég sé á fund-
um öll kvöld? Ætla ég að gera
eitthvað í málinu eða láta þetta
sem vind um eyru þjóta? Á
undanförnum árum höfum við
hjónin eytt miklum tíma í að
tala saman og ég segi óhikað
að þetta hefur verið mjög
þroskandi fyrir mig og mitt
samband”.
Fegursta nóttin
- Brúðkaupsnóttin hefur
löngum verið efni í sögur. Af
hverju?
„Eg ætla að byrja á einum
góðum um brúðkaupsnóttina,
sem hljóðar svona: „Hefurðu
heyrt um brúðgumann sem
vakti alla nóttina og horfði út
um gluggann, af því móðir
hans hafði sagt honum ‘að
þetta yrði fegursta nóttin í lífi
hans“? - En við hliðina á hon-
um lá maki hans. Vissulega
var þetta kannski falleg nótt, -
tunglsljós og allt þetta, og
hann naut þess. En ég held að
fegurðin í hjónabandinu sé
fólgin í að sinna maka sínum.
Það hefur orðið mörgum áfall
að ganga í hjónaband varð
ekki eins og að fá stóra vinn-
inginn í lottói, - sem sé að
ganga í hjónaband sé eitthvað
stórkostlegt sem ég eigi að
njóta og að ég þurfti ekkert að -
hafa fyrir því að hlutirnir
gangi.
Nei, ég held ekki. Hjóna-
bandið er það, að leggja sífellt
inn á reikninginn - sem við
ákveðum að opna sameigin-
lega á brúðkaupsdeginum. Og
við megum ekki gleyma að
leggja inn á hann. Það er
heldur ekki nóg að annað
okkar leggi inn á hann. Ef við
gerum það bæði er það 100%
innlegg með bestu fáanlegunr
vöxtum. Þetta hversdagslega
líf eftir nóttina góðu er þetta
innlegg. Við þroskumst og
tökum sameiginlega á verkefn-
um sem bíða okkar; bleiu-
þvott, gargið, fara út í búð,
hafa áhyggjur af börnunum,
skólanum, vinnunni og bara
öllu, - en auðvitað líka að njóta
góðu stundanna saman. Þetta
er ekki bara eintómt streð.
Lífið er ekki lottó. Þú getur
átt hamingjusamt lífþó þúláir
ekki þann stóra. Það getur þú
líka í hjónabandinu. Þú þarft
bara að læra að lifa þannig að
þú sért tilbúinn að gefa af sjálf-
um þér og þiggja af hinum“.
- Að lokum, Þorvaldur
Karl, - hvað finnst þér erfið-
ast í sjálfu prestsstarfinu?
„Erfiðast af öllu er að til-
kynna svipleg dauðsföll. Það
er eitt af því sem veldur því að
stundum langar mig að hætta í
prestsstarfinu. Þaðeruaðriren
ég beturtil þessfallniraðflytja
þessi tíðindi. Eg segi við sjálfan
mig: „Ég get ekki farið og til-
kynnt þetta; - Guð, taktu
þennan bikar frá mér. Þá
finnur maður oft best að
maður er ekki einn í þessu
starfi. Ég skil oft ekki af hverju
fólk sem fær þessi hræðilegu
skilaboð, að nraki þess sé
dáinn, hrynji ekki bara niður
og verði hreinlega að dufti á
gólfinu. Þá hefur rnaður ekk-
ert annað svar en þetta:
„Þarna sérðu Guð að verki“.
Þarna kemur liann inn og veit-
ir þessum einstaklingi þann
styrk sem enginn mannlegur
máttur getur veitt honum“.
UM HELGINA Á
LANGBEST
Kínamaturinn sló í gegn hjá
okkur síðast, svo við
klöppum hann upp aftur.
Komið og takið
með heim
eða borðið
á staðnum:
Svínakjöt í súr-
sætri sósu eða
karfaflök í
súrsætri sósu.
Kartöflusalat með
öllum réttum.
Nú er einnig hægt
að fá heita
kjúklingasósu.
Okkar vinsælu
eldbökuðu pizzur,
þær eru betri.
Komið og takið
pizzu með heim,
nú í stærri og betri
umbúðum.
Chick-King
kjúklingabitar,
hamborgarar,
samlokur
og fiskur.
I HADEGINU
Heit og góð rjómasúpa
með brauði, - og
fiskréttur á vægu verði.