Víkurfréttir - 28.01.1988, Page 12
WJOIft
12
Fimmtudagur 28. janúar 1988
| jtíttu
II II
MÍ íí ÍÍÍ ii iiii
-------Itn:
Byggöasafn Suöurnesja
Opið á laugardögum kl. 14-16.
Aðrir tímar eftir samkomulagi.
Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769.
Kúfiskbeita
Byggðastofnun:
Átak í atvinnu-
málum tlmabært
Til sölu 1. flokks kúfiskbeita, sú vinsælasta
á vestfjörðum og norðurlandi.
Hagstætt verð. Uppl. í síma 94-6292. 94-
6294 á kvöldin.
BYLGJAN HF.
Aðalfundur
Golfklúbbs
Suðurnesja
verður haldinn í Golfskálanum, sunnudag-
inn 7. febrúar kl. 14.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar, mætið vel og stundvíslega.
Stjórnin
„Tímabært er að gera átak
í atvinnulífi á Suðurnesjum.
Stofnun fríiðnaðarsvæðis
sem miðast við sérstakar að-
stæður hér er athyglisverð
leið að þessu marki“, segir í
úttekt Byggðastofnunar, sem
endurskoðuð hefur verið
fyrir forsætisráðuneytið.
Kemur fram í úttekt þess-
ari, „að fyrirtæki sem fjár-
festa í fríiðnaðarsvæðum eru
yfirleitt að sækjast eftir
ódýru vinnuafli eða ýmsum
fríðindum svo sem skattfríð-
indum. Aðstæður hér virðast
ekki vera neitt betri en ann-
ars staðar, til dæmis á Ir-
landi, hvað varðar almennar
aðstæður til iðnrekstrar,
enda langt til næstu mark-
aðssvæða og ýmis þjónusta
við atvinnrekstur fábrotin,
svo sem bankaþjónusta“.
Eins og sést á þessu mið-
ast úttekt þessi aðallega við
hugmynd um fríiðnaðar-
svæði á Suðurnesjum. Telur
Byggðastofnun að sam-
keppnisaðstaða hérlendis sé
ekki sterk miðað við þann
atvinnurekstur sem einkum
leitar á fríiðnaðarsvæði og þá
hörðu samkeppni sem er nær
alls staðar um erlend fyrir-
tæki á milli fríiðnaðarsvæða
og ýmissa þróunarfélaga.
„Til að vega upp ókosti við
aðstæður hér þyrfti sennilega
að umbuna flestum erlend-
um fyrirtækjum verulega til
að fá þau á ,,venjulegt“ frí-
iðnaðarsvæði við Keflavíkur-
tlugvöll eða annars staðar“,
að því er segir í skýrslu þess-
ari.
I þessari skýrslu er hins
vegar lagt til að skipulegt
átak verði gert til þess að efla
útflutning iðnvarnings og til
að fá erlend fyrirtæki til að
fjárfesta hérlendis. I þeim
tvíþætta tilgangi verði komið
á fót vísi að fríiðnaðarsvæði
við Keflavíkurflugvöll í
formi iðngarða með tollvöru-
geymsluréttindum. Slík að-
staða gæri hentað bæði inn-
lendum og erlendum fyrir-
tækjum. Atvinnurekstur á
svæðinu gæti hagnýtt sér
nálægð Keflavíkurflugvallar
og ef til vill lægri vinnulaun
sérfræðinga til að framleiða
vörur eða hugbúnað tengd-
an hátækniiðnaði. Einnig má
nota slíka aðstöðu til að um-
pakka og dreifa matvælum
eða öðrum vörum til sölu er-
lendis.
„Til þess að af þessu geti
orðið þurfa stjórnvöld að
leggja talsvert af mörkum í
samstarfi við heimamenn.
Fyrsta skrefið væri að stofna
hlutafélag um rekstur iðn-
garða með tollvörugeymslu-
réttindi á sérstöku svæði við
Keflavíkurflugvöll. Þetta
félag gæti byrjað á því að
gera lóðir byggingarhæfar og
kynna hugmyndina innan-
lands og utan. Félagið ætti
einnig að safna nánari upp-
lýsingum um starfsemi frí-
iðnaðarsvæðis með því að
hafa samband við t.d. írska
þróunarfélagið og ýmsar al-
þjóðastofnanir sem fjalla um
málefni fríiðnaðarsvæða“.
GARÐUR
Áskorun til
greiðenda
fasteigna-
gjalda
Hér með er skorað á alla þá sem eigi hafa
lokið greiðslu fasteignagjalda til Gerða-
hrepps fyrirárið 1987, að geraskil innan 15
daga frá birtingu áskorunar þessarar.
Hinn 15. febrúar n.k. verður krafist nauð-
ungaruppboðs á fasteignum þeirra sem
eigi hafa þá gert full skil, samkvæmt heim-
ild í lögum no. 49/1951.
Sveitarstjóri Gerðahrepps
Árshátíð
Árnesinga-
félagsins
Árnesingafélagið í Kefla-
vík hóf vetrarstarfsemina að
þessu sinni með leikhúsferð
til Litla leikfélagsins í Garð-
inum. Þetta var ágæt tilbreyt-
ing og gaman að sjá þeirra
þátt í leiklistinni.
Næsti þáttur í starfinu er
árshátíð sem haldin verður
fyrstu helgina í febrúar að
venju, með þorrablóti, og
vonum við að félagar fjöl-
menni og taki með sér gesti.
Síðan verður farin önnur
leikhúsferð þegar líða fer á
veturinn, og sumarferðalag
seinni partinn í júní.
Félagar, munið að mæta
vel á þorrablótið.
Stjórnin
fcrið tíinanlega mei) áattfraniíölin!
■ TEK AÐ MÉR GERÐ SKATT-
FRAMTALA FYRIR EINSTAKLINGA
— SKITTSÍSLM sf.=
REYNIR ÓLAFSSON, viðskiptafræðingur
Brekkustíg 39 - Njarðvík - Sími 14500
Þingeyingafélagið:
Laufabrauðsskurður
fyrir þorrablótið
Þingeyskar konur á Suð-
urnesjum eru farnar að und-
irbúa þorrablót félagsins á
sinn sérstaka hátt. Munu þær
því mæta í Framsóknarhús-
inu í Keflavík á laugardag til
að skera út og steikja laufa-
brauðið sem veitt verður á
þorrablótinu.
Þorrablót Þingeyingafé-
lags Suðurnesja, sem
jafnframt er 15 ára afmæli fé-
lagsins, verður haldið í Stapa
laugardaginn 6. febrúar. Áð
venju verður vel til alls vand-
að, en þetta er árviss atburð-
ur í undirbúningi þorra-
blótsins. Er oft rnjög glatt á
hjalla þessa dagsstund,
mikið skrafað(skipst á skoð-
unum og kaffi drukkið.
Vonast þeir sem standa að
undirbúningi laufabrauðs-
skurðarins og steikingarinn-
ar að undirtektir verði góðar
að vanda, því margar hend-
ur vinna létt verk.