Víkurfréttir - 11.02.1988, Page 19
yfiKun
fUtUt
Fimmtudagur 11. febrúar 1988 19
\mfmnv
Baltic Trader í Keflavíkurhöfn á laugardag. Ljósm.: epj.
Kef lavíkurhöfn:
Stærsta fragtskipið
sem komið hefur
Á laugardagsmorgun
lagðist að bryggju í Keflavík
stærsta flutningaskipið sem
þangað hefur komið. Varhér
á ferðinni flutningaskipið
Baltic Trader frá Panama,
sem er 146 metra langt, 23
metra breitt og ristir rúma 9
metra.
Um borð voru 17 þúsund
tonn af salti en í Keflavík var
skipað upp milli 8 og 9 þús-
und tonnum fyrir Saltsöluna
h.f. Héðan fór skipið síðan til
Hafnarfjarðar en vegna þess
hve djúprista það var komst
það ekki þangað fyrr en að
búið var að taka nokkuð
magn úr því og það létt.
Skip, sem ristir þetta mik-
ið, kemst aðeins inn í fáar
hafnir landsins en Keflavík
er ein íarra hafna með nægj-
anlegt dýpi. Til að koma
skipinu að bryggju þurfti þó
aðstoð frá Haka, sem er ann-
ar af nýju dráttar- og hafn-
sögubátum Reykjavíkur-
hafnar. Þurfti þá að snúa
skipinu við utan við hafnar-
garðinn og bakka síðan inn í
höfnina.
Njarðvík:
Frftt í strætó
Nú stendur yfir þriggja
mánaða tilraunatímabil
varðandi fríar strætóferðir
með Steindóri Sigurðssyni
milli hverfa í Njarðvík til og
frá Keílavík. Stendur til-
raun þessi út marsmánuð
og er það Njarðvíkurbær
sem stendur fyrir tilraun
þessari.
Til að fá nánari upplýs-
ingar um málið hafði blaðið
samband við Odd Einars-
son bæjarstjóra í Njarðvík.
Taldi hann ótímabært að
geta niðurstaðna nú, en vís-
aði málinu til Steindórs Sig-
urðssonar. Sagði Steindór
að ástæðan fyrir þessari til-
raun hefði verið óánægju-
raddir aðallega úr hópi
íbúa úr Innra-hverfinu,
með kostnað við ferðir milli
hverfa. Niðurstaðan hefði
þó verið sú, að ferðir þessar
hafa verið sorglega lítið
notaðar, þrátt fyrir að þær
kosti ekki neitt fyrir þá sem
þurfa á þeim að halda.
Þá vildi Steindór taka
það fram að ferðir í
sambandi við félagslíf
íþróttafélaganna og skól-
ans hafa ávalít verið fríar
og því væri engin breyting
þar á. Þetta tilraunaform
hefði því ekki skilað þeim
niðurstöðum um aukna
notkun á bílunum, sem
vænst hefði verið. Eins
hefðu komið óskir um
auknar ferðir á kvöldin og
um helgar, en þar væri
sömu sögu að segja, ferð-
irnar væru ekki nýttar sem
skyldi, sagði Steindór í
samtali við blaðið.
Suðurnes
Óskum eftir húsnæði til leigu frá 1. mars.
Leigutími 1á ár eða lengur. Æskileg stærð
3-5 svefnherbergi, rúmgóð hæð, einbýli
eða raðhús.
Upplýsingar í síma 91-50635.
SJAVARGULLIÐ
Ó2 RESTAURANT
Matarverð sem kemur á óvart.
• Sjávargullið, Vesturbraut 17, er opið
á i'östudags- og laugardagskvöldum
frá kl. 18.30-22.30.
• Matargestir greiða ekki aðgang á
dansleiki í Glaumbergi.
• Hér er dæmi um gest sem ætlar að
eiga huggulegt kvöld með kvöldverði
og dansleik: - Blandaðir sjávarréttir
kr. 750, mínus aðgangseyrír kr. 500,
= 250 kr. - Lambalundir í gráðosts-
sósu m/kartöílum og grænmeti kr.
1.100, mínus aðgangseyrir kr. 500,
= 600 kr. (P.S. þaðgleymdistaðdraga
i'rá leigubílinn, því veitingastaðirnir
em í sama húsi).
- BOLLA - BOLLA
Rjómabollur
Púnsbollur
Vatnsdeigsbollur
Einungis ekta rjómi
Q
OPIÐ ALLA
HELGINA.
BOLLA - BOLLA - BOLLA
Hafnargötu 31 - Keflavik