Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.03.1988, Síða 1

Víkurfréttir - 10.03.1988, Síða 1
0 fi ÍKUR víkur tók afskarið ogsam- þykkti á fundi sínum 2. mars eftirfarandi: „Bœjarrúð áielur stjórn Hiiaveiiu Suóurnesju J'yrir meðferð uiboðs og samn- inys um reksiur baðhússins við BUía lánið. I ’erði samn- ingnuin ri/i og rcksiurinn boðinn úi aó nýju. svu ftjóu sem t’ið verður komið". Hitaveitan rifti samn ingum um baðhúsið Nokkur óánægja er nú í gangi varðandi meðferð á útboði og samningum á rekstri baðhússins við Bláa lónið. Kom þetta vel í Ijós í grein Kristjáns Pétursson- ar hér í blaðinu fyrirstuttu. Fátt hefur þó heyrst frá opinberum aðilum þar til nú, að bæjarráð Grinda- 10. tbl. 9. arg. l invntudagur 10. man s9ötu Landsbt Safnahr 101 Reyj Samninganefndarmenn Hitaveitunnar við Grátmúrinn í Jerúsalem. F.v.: Björn Stefánsson, Finnbogi Björnsson, Júlíus Jónsson og Albert Albertsson. Stutt í virkjun strompgufunnar Undirritaður hefur verið í Israel samningur nrilli fulltrúa Hitaveitu Suður- nesja og þarlends fyrirtækis um kaup á þremur Orniat túrbínum. Hefur samningur þessi verið staðfestur í stjórn Hitaveitu Suðurnesja. Er hér um að ræða þrjár túrbínur sem myndu nota lágþrýstigufuna frá stromp- urn orkuversins í Svartsengi til raforkuframleiðslu, sem aflgjafa og yrði brúttó fram- leiðsla þessara þriggja túr- bína um 3.720 kw. Auk sölu á þessum túrbínum getur komið til sala á lleiri slíkum túrbínum, varmaskiptum og þjálfun starfsfólks auk ýmis annars. Af hálfu Hitaveitu Suður- nesja voru í samninganefnd- inni Finnbogi Björnsson stjórnarformaður, Júlíus Jónsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Albert Albertsson framkvæmda- stjóri tæknsviðs og Björn Stefánsson innkaupastjóri. Að sögn Júlíusar er reikn- að með að þetta verði komið í gagnið í apríl-maí á næsta ári. Við þessa framleiðslu mun gufan frá orkuverinu svo og hávaðinn minnka til muna, þó ekki alveg, þar sem þörf er á fimm túrbínum, en í þessum áfanga eru aðeins keyptar þrjár. Mótframboð hjá Versl- unarmannafélagimi Búið er að stilla upp mótl'ramboð gegn núver- andi stjórnarlista hjá Versl- unarmannafélagi Suður- nesja; Að sögn Guðmund- ar Ola Jónssonar, sem skipar formannssæti hins nýja lista, hafa undirtektir verið mjög góðar og því l'ærri komist að en vildu sem meðmælendur. Sagði hann að í hugum fóiks væri hér fyrst og frcmst um að ræða óskir um breytingar, en stillt væri upp í öll sæti stjórnar, varastjórnar, trúnaðar- mannaráðs, endurskoð- anda og annað sem um væri að ræða. Þá hefði verið ákveðið að stilla upp Ein- ari Leifssyni sem fram- kvæmdastjóra f'yrir félag- ið, en liann mun einnig verða kosningastjóri. Með Guðmundi eru eftir- laldir á listanum sem full- trúar í aðalstjórn: Alma Friðriksdóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Hrafnhild- ur Sumarliðadóttir, Ró- berta Maloney, Eiríkur A. Sigurðsson og Erlendsína M. Sigurjónsdóttir. Fegurðardrottning Suðurnesja 1988 krýnd á laugardag Á laugardaginn rennur upp stór stund hjá stúlkunum átta i Fegurðarsamkeppni Suður- nesja 1988, en það fer keppnin fram í Glaumbergi í Keflavík. Fegurðardrottning Suður- nesja 1988 verður valin, svo og Ljósmyndafyrirsætaog Vinsælastastúlkan. Ámyndinni eru stúlkurnar afslappaðar með Birnu Magnúsdóttur, eftir leikfimitíma, en hún hefur séð um þjálfun þeirra ásamt Ágústu Jónsdóttur. í miðopnu eru litmyndir af stúlkunum. Þar brugðu þær sér í hlutverkfyrirsætaog sýnatísku-og sportfatnaðfráfjórum verslunum í Keflavík. Ljósm.: Heimir Stigsson

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.