Víkurfréttir - 10.03.1988, Síða 14
ViKurt
14 Fimmtudagur 10. mars 1988
jutUt
LESENDUR HAFA ORÐIÐ -
Það á að blóðga
keiluna!
Vcgna skrifa „sjómanns" um að
ckki hal'i verið borgað fyrir góða
meðhöndlun á kcilu hjá okkur i
Sjóllski s.f., viljum við gjarnan fá
að nota tækifærið og skýra stöðu
mála eins og þau hafa þróast og
hvcrnig þíiu mál slanda í dag varð-
andi blóðgun á keilu, svo ogsölu á
þeirri afurðsem viðerum að verka,
sem er söltuð keilutlök.
Varðandi viðskipti okkar við
„sjómann" þá fór keilan af hans
bát inn á Fiskmarkað Suðurnesja
og var boðin þar uppeinsogannar
fiskur og slcginn hæstbjóðanda
eins og cðlilegt er. F.n á þeim tíma
var Sjófiskur s.f. nánasteini kaup-
andi á keilu, þannigaðsamkeppn-
in var ekki mikil. Þó „sjómaður"
væri að landa mjögseint að kvöldi,
á bilinu 22:00 til 23:30, og aflinn
kannski ekki meiri en 100-300 kg,
lögðum við okkur í líma við að
kaupa af honum keiluna.
Einmitt vegna þess að hann
blóðgaði vorum við kannski eini
kaupandinn sem bauð í þá keilu.
Þá vcgna þess að aðrir stóðu ekki í
þvi að bjóða í fiskinn fyrir svona
slalla og hvað hann kom seinl i
land.
Það er dýrt að sækja svona lít-
ið magn út í Sandgerði á sama
tíma og 80% af okkar keilu var
keypt af bátum l'rá Grindavík.
Athugum það að keilan af sum_-
um bátunum seldist alls ekki. A
þessum tíma voru engir merkjan-
legir erfiðleikar á því aðseljasölt-
uð keilullök, hvort sem hún var
blóðguð eða ekki, en lljótt skipast
veður í lofli.
í byrjun febrúar konia ákveðin
aðvörunarmerki frá mörkuðunum
á Italíu og Spáni um að þeir séu
ekki alveg sáttir við keiluflökin frá
íslandi vegna blæbrigða fiskholds-
ins. I samanburði við flök annars-
staðar frá voru flökin frá okkur
mun dckkri. Færeyingar skila
skjannahvítum keiluflökum inn á
þessa markaði, enda blóðga þcir
alla keilu. Þeir sem sjá um sölu-
málin á þessari afurð, SÍF (Sölu-
samband ísl. fiskframleiðcnda),
héldu þá að þetta væri væg kvört-
un sem hjaðnaði og af því þyrl'ti
ckki að liafa áhyggjur.
Við hjá Sjófiski s.f. tókum fullt
mark á þessum aðvörunarmerkj-
um og rcyndum þá að fá sjómenn,
þá sem við náðum tali af, að
blóðga og buðum þeim hærra verð
fyrir. En móttökurnar voru þærað
það kæmi ekki til greina. Vorum
við jafnvel kallaðir kjánar að láta
okkur detta þetta í hug. Þetta hafi
ekki verið gert og engin ástæða til
að byrja nú. En viðviljum minnaá
að það er til reglugerð scm segirað
það eigi að blóðga keiluna enda
gildir sama um keiluflök og þorsk-
flök í þessu sambandi. Verða
þorskflökin hvítari ef þorskurinn
er blóðgaður lifandi og um það ef-
ast enginn.
Síðan þann I. mars kom
sprengjan. S.I.F. tilkynnir okkur
að markaðirnir á Italíu og Spáni
hafni alfarið keiluflökum frá Is-
landi nema við getum komið mcð
sambærilega vöru og aðrar þjóðir
komi mcð. Liggur S.I.F. nú með
nokkra tugi tonna af keiluflökum
sem seljast ekki.
Þetta er ekki skrifað til að
skammast út í einn eða neinn,
heldur sem vinsamleg tilmæli til
þeirra sem að þessu standa. Að
taka nú höndum saman og laga
þessa hluti. Þannig getum við boð-
ið þessa vöru sem 1. flokks vöru
inn á dýrustu en jafnframt hörð-
ustu markaði sem til eru. Reynum
aftur að ná fótfestu á þessum
mörkuðum með keiluna okkar,
enda státum við okkur af þvi að
vera með besta hráefni i heimi.
Það er okkar trú að innan ekki
mjög langs tíma þá borgi þessir
markaðir mjög svipað verð fyrir
keiluflök og þorskflök. Þá getum
við(verkendur)borgað mun hærra
verð fyrir keilu upp úr sjó en gert
er í dag. Að lokum, sjómenn og
verkendur, tökum saman höndum
og verðum með bestu vöruna á
þessum mörkuðum eins ogöðrum.
Með vinsemd og virðingu,
Félagarnir í Sjófiski s.f.
HRINGIÐ EÐA SKRIFIÐ
Gjaldheimta Suðurnesja:
Hægt að greiða reikn-
inga í bankastofnunum
Vegna lesendabréfs í næst
síðasta tölublaði um stað-
setningu nvrrar gjaldheimtu
á Suðurnesjum hafði Ásgeir
Jónsson, gjaldheimtustjóri,
santband við blaðið og ósk-
aði eftir því að koma á frani-
færi eftirfarandi. Sagðist
hann geta tekið undir það að
svona stofnanir ættu lielst að
vera á jarðhæð, með tilliti til
eldra fólks og öryrkja. Þó
væri núverandi húsnæði
mjög hentugt að mörgu leyti
og um það var gert sam-
komulag að staðsetja gjald-
heimtuna þar. Asgeir sagði
að aðal niáíið væri þó það.að
hægt væri að greiða reikn-
inga tii gjaldheimtunnar í
ölium afgreiðslum spari-
sjóðsins í Kellavík, Grinda-
vík, Njarðvík og Garði,
Landsbankanum í Sand-
gerði og Grindavík. Sam-
vinnubankanum í Ketlavík
og Utvegsbankanum í Vog-
unt. Flestar þessar stofnanir
væru með aðgang á jarðhæð
og því hentugar fyrir eldra
fólk og fatlaða.
Bensínafgreiðsla
Starfsfólk óskast í bensínafgreiðslu Aðal-
stöðvarinnar.
Nánari upplýsingar hjá framkvæmdastjóra
eða á skrifstofunni,
* AÐALSTÖÐIN HF.
Keflavík - Símar 11518, 14450
Starfsfólk
óskast
Starfsfólk óskast í neðantalin störf með
umsóknarfresti til 20. mars næstkomandi.
LEIKSKÓLI:
Forstöðumaður í tímabundið starf frá 1.
apríl til 1. september.
Starfsmaður í hálft starf fóstru eftir hádegi,
frá 15. maí.
Ræstistarf frá 1. apríl.
GÆSLUVÖLLUR:
Umsjónarmaður og annað starfsfólk frá
15. maí til 1. september.
Grindavík, 22/2 1988.
Bæjarstjóri
ATVINNA
Okkur vantar starfsfólk í fiskverkun, hálfan
eða allan daginn. Góð laun. - Upplýsingar í
síma 11922.
SJÓFISKUR SF.
ATVINNA
Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs og
Heilsugæslustöðvar Suðurnesja óska eftir
að ráða starfsfólk til sumarafleysinga í eft-
irtalin störf:
1. Læknaritari. - 2. Símavarsla. - 3. Ræst-
ingar. - 4. Skrifstofustarf. - 5. Þvottahús. - 6.
Meinatæknar. - 7. Hjúkrunarfræðingar. -
8. Ljósmæður. - 9. Sjúkraliðar. -10. Spjald-
skrárritun.
Sum þessara starfa eru unnin ádagvinnu-
tíma, en önnur eru vaktavinnustörf.
Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast
beðnir um að hafa samband sem allrafyrst
við hjúkrunarforstjóra SK eða HSS, eða
undirritaðan, í síma 140000, sem allrafyrst.
Best væri að viðkomandi gæti komið á
staðinn og kynnt sér störfin.
Þeir sem eiga inni eldri umsóknireru vin-
samlegast beðnir um að endurnýja þær.
Umsóknarfrestur er til 20. mars.
Framkvæmdastjóri
Áskorun til
hundaeigenda
Kona úr Njarðvík hringdi í
blaðið í vikunni og vildi koma
á framfæri áskorun til hunda-
eigenda í Njarðvík, að hafa
hunda sína í bandi eða loka þá
inni. I vikunni réðist hundurá
4 ára gamla dóttur konunnar á
Hlíðarveginum i Njarðvík og
hræddi hana rnikið, þó svo að
hann hafi ekki bitið hana.
Hér með komurn við þessu á
framfæri.
Óánægður með
símaþjónustu
Eg hringdi í skrifstofu
bæjarfógetans í Keflavík
klukkan 11.50 á þriðjudag
vegna upplýsinga um bif-
reiðagjöld. Beið ég síðan í
símanum til kl. 12.05 eftir
að fá samband við réttan
aðila, en þá slitnaði
sambandið.
Hringdi ég þá strax aftur,
en fékk svarið að viðkom-
andi væri farinn í mat. Þess
vegna spyr ég: Fyrir hvern
er opið í hádeginu?
EKG
Vegna þessa höfðum við
samband við Börk Eiríks-
son, skrifstofustjóra bæjar-
fógetaembættisins. Sagði
hann það vera misskilning
hjá viðkomandi að opið
væri í hádeginu. Varðandi
biðina í símanum virtust
annað hvort hafa verið á
ferðinni mannleg mistök
eða of rnikið álag á síma-
kerfinu, sem oft gæti
komið fyrir.