Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.03.1988, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 10.03.1988, Qupperneq 18
\IIKW 18 Fimmtudagur 10. mars 1988 ÚTBOD Sorpeyöingarstöö Suöurnesja óskar eftir tilboðum í flutning á grófgerðu rusli fráat- hafnasvæöi stöðvarinnar á losunarstað á Stafnesi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Sorp- eyðingarstöðvar Suðurnesja, Vesturbraut 10a, Keflavík. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 22. mars 1988 kl. 10.00. réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Kaupfélag Suðurnesja, Grindavík ÚTBOÐ Kaupfélag Suðurnesja óskar eftir tilboð- um í uppsteypu verslunarhúss að Víkur- braut 60, Grindavík. Helstu verkþættir eru lagning frárennslis- lagna í jörð, fyllingar í grunn og að húsi, uppsteypu veggja og gólfplötu og upp- setning límtrésbita. Verkinu skal lokið 1. júlí 1988. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræði- stofu Suðurnesja hf., Hafnargötu 32, Kefla- vík, frá og með mánudeginum 14. mars 1988, gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Til- boð verða opnuð á sama stað föstudag- inn 25. mars 1988 kl. 11.30. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Útboð Tilboð óskast í smíði síðari áfanga Póst- og símahúss í Keflavík-Njarð- vík, þ.e. lokafrágangur innanhúss. Verktími er frá 1. apríl til 15. júní n.k. Útboðsgögn verða afhent á Fast- eignadeild Pósts og síma, Pósthús- stræti 5, Reykjavík, og hjá stöðvar- stjóra Pósts og síma í Keflavík, gegn skilatryggingu kr. 10.000. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Um- sýsludeildar, Landssímahúsinu í Reykjavík, fimmtudaginn 17. mars n.k. kl. 11.00 árdegis. Póst- og símamálastofnunin \jUUit Blaðamannafélagið: Lögreglan virði starfsrétt- indi blaða- og fréttamanna Stjórn Blaðamannafélags íslands hefur sent Jóni Sig- urðssyni dómsmálaráðherra harðort bréf í tilefni af afskipt- um lögreglu á Keflavíkurflug- velli og yfirvalda í Leifsstöð varðandi blaðamenn nú nýlega. Birtist hérúrdrátturúr bréfinu er varðar yfirvöld hér syðra: ,,Stjórn Blaðamannafélags Islands sér brýna ástœðu til að mótmœla harðlega hvernig lög- regluyfirvöld hafa að undan- förnu gróflega hindrað blaða- og fréttamenn að störfum. Einkum hefur þessa gœtt á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd- ari dagblaðs var liandtekinn þar fyrir skömmu, beint að honum byssum og tekin af honum vél og filma, vegna þess að hann hafði Ijósmyndað farm vöru- flutningavélar sem nýlent var á vellinum. Þeir atburðir er áttu sér stað við komu Pauls Watsons til landsins í sl. mánuði eru öllum kunnar. Blaða- og fréttamenn voru þá gróflega hindraðir við störf sín í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fréttamönnum var meinuð innganga í stöðina og þeir sem þangað komust gegn fram vísun brottfararspjalda, voru handteknir og settir í stofufangelsi. Blaðamannafélagið krefst þess að slíkir atburðir endur- taki sig ekki og að starfsrétl- indi blaða- og fréttamanna verði virt íhvívetna af yfirvöld- um. Blaða- og fréttamenn hafa á undanförnum árum og ára- tugum átt ánœgjulegt samstarf við lögreglu og B/aðamannafél- agið óskar að svo megi verða áfram um ókomna tíð. Jafnframt fer félagið fram á að komið verði á ákveðnum samskiptareglum blaða- og fréttamanna og yfirvalda í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þannig að blaða- og frétta- mönnum verði tryggðureðlileg- ur og sjálfsagður aðgangur að móttökuherbergisvœði i Flug- stöðinni. Blaðamannafélagið vœntir þess að ráðuneyti yðar taki þessi mál til umfjöllunar, þann- ig að ekki þurfi að koma aftur til slíkra árekstra ísamskiptum blaða- og fréttamanna við lög- reglu." Sex Suðurnesjabúar fæddir á hlaupársdag Nú er komið í ljós að á Suðurnesjum eiga heima 6 manns sem fæddir cru á hlaupársdag en ckki l'imin, eins og sagt var frá í síðasta blaði. Þessi sjötti er fjög- urra ára strákur til heimilis að Brekkustíg 17 í Njarð- vík og heitir hann Sigurður Davíð Júlíusson. Stafar misskilningur þessi af því að blaðið hafði ekki aðgang að nægjanlega góðum upplýsingum varð- andi Njarðvík, eins og greint var frá í síðasta blaði. Biðjumst vjð velvirð- ingar á þessu, en Sigurður Davíð er þar með yngsti Suðurnesjamaðurinn sem fæddur er á þeim merkis- degi 29. febrúar. ATHUGASEMD í formi gagnrýni Reykjavík, 15/2 1988. Ágætu ritstjórar Víkur-frétta! Ég vil byrja á því að óska ykkur til hamingju með nýja húsnæðið. Frá síðastliðnu hausti hef ég fengið blaðið ykkar sent reglulega og verð að segja, að útgáfan er glæsi- leg og ykkur aðstandendum til sóma. En ég má til með að gera nokkrar athugasemdir í formi gagnrýni, þar sem ég hef upp á síðkastið orðið var við nokkrar illa skrifaðar greinar í blaðinu og tek sem dæmi viðtal úr Víkur-frétt- um frá 4. febrúar sl. í blaðinu er viðtal við Hörð Guðmundsson rakara og stórvesír í golfmálum ykkar Suðurnesjamanna. Viðtalið byrjar reyndar á formgalla, sem er að verða ansi leiðigjarn hjá þeim blaðamönnum sem hal'a tal af hinum og þessum áhuga- verðum persónum. Sá sem tekur viðtalið við Hörð byrj- ar sem sagt á því að tala um sjálfan sig og eyðir öllum feitletraða innganginum í það. Það er engu líkara en sjálfur Illugi Jökulsson hafi skrifað þennan inngang, en Illugi er sá Ijölmiðlamað- ur sem einna mest talar um sjálfan sig, þegar hann þykist vera að tala um annað. Áðurnefndur feitletraður inngangur er nákvæmlega 23 línur í eindálki. 1 þessum stutta inngangi tekst blaða- manninum að minnast á sig hvorki meira né minna en 13 sinnum. Og í stuttu viðtalinu tekst honum að geta sín beint og óbeint 13 sinnum til við- bótar, eða samtals 26 sinn- um! Með allri virðingu fyrir viðkomandi blaðamanni, þá ætla ég að halda áfram að- finnslum og nú vegna mál- farsins. Hver setningin rekur aðra, þar sem blaðamaður- inn eykur óþörfum orðum við setningar. Hér eru nokk- ur dæmi: 1. . . . ,,og athuga hvort hann fullnægði upp settum skilyrðum". 2. „Varla hefur hann klippt sig svona sjálfur, velti ég fyrir mér“. 3. „Nei, getur ekki verið, sannfærði ég sjálfan mig um". 4. „Jæja, ætli égséekki bú- inn að yfirheyra manninn nægilega í bil. Ég þakkaði fyrir og fór“. Ágætu ritsjórar! Nú má vel vera að sá blaðamaður sem ofangreint viðtal tók, sé nýliði, eða unglingur í starfs- kynningu. En hvort sem er, þá er nauðsynlegt að lesa yfir slík viðtöl og slípa af þeim vankantana. Ef um ungling í starfskynningu er að ræða, þá er sjálfsagt að geta þess á síðum blaðsins, það er jafnan gert og kemur í veg fyrir harða dóma sem þennan. Með bestu kveðjum og framtíðaróskum. Ragnar Lár Frá ritstjórum Öllum er hollt að fá smá gagnrýni og því þökkum við Ragnari Lár fyrir þessi skrif. Jafnframt viljum við benda á að sá sem skrifaði umrædda grein var hér til reynslu, og eftir að hafa skrifað þetta viðtal, lauk þeim reynslu- tíma.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.