Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.1988, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 07.04.1988, Blaðsíða 5
Keflavík: Fæðingadeildin verður opin í sumar Ákveðið hefur verið að fæðingadeild Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs verði opin í sumar þrátt fyrir sumarleyfi starfs- fólks. Sólveig Þórðardóttir upplýsti á fundi stjórnar SK nýverið, að hægt yrði að manna deiidina án veru- legrar aukavinnu. Stjórn SK hefur hins vegar samþykkt að skurð- stofa sjúkrahússins verði lokuð 17. júní til 1. ágúst. íslenskir Aðalverktakar hf.: Veittu eina milljón til hjúkrunardeild- ar Garðvangs Fyrirhugað er að kaupa búnað til sjúkra- og iðjuþjálf- unar á hjúkrunardeild Garð- vangs á næstunni. Af því til- efni ritaði framkvæmdastjóri dvalarheimilanna bréf til Is- lenskra Aðalverktaka og fór þess á leit við stjórnendur fyr- irtækisins að þeir sæju sér fært að veita einnar milljóna króna styrk til málefnisins. Hefur nú borist svar við beiðni þessari frá Islenskum Aðalverktökum hf. ásamt 1.000.000 kr. framlagi. Hefur stjórn DS samþykkt þakkir fyrir þetta rausnarlega fram- lag. Keflavík - Keflavíkurflugvöllur: Langflestir nota bílbelti og ökuljós Dagana 14. til 18. mars kannaði lögreglan að ósk Um- ferðarráðs notkun bílbelta og notkun ökuljósa að degi til. Kom þá í ljós að á landsvísu voru ljósin mest notuð í Grindavík eða 98%. Á Kefla- víkurflugvelli notuðu 96% ljósin sem var í þriðja sæti yfir landið, þá höfðu 98% bíla i ná- grenni Keflavíkurljósin kveikt þessa daga. í hliðum Keflavíkurflug- vallar voru sömu daga 97% ökumanna í bílbeltum og 96% farþega í framsætum. Virðast Suðurnesjamenn því vera með löghlýðnari mönnum, því víða var útkoman slök. Erill hjá lögreglu um páskana Nokkuð mikill erill var hjá lögreglunni í Keflavík, Njarðvík og Gullbringu- sýslu yfir páskahátíðina að sögn Karls Hermannsson- ar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns. Var mikið um ölvun á þessum tíma, bæði í heimahúsum og úti við. En alls var lögreglan kölluð út 78 sinnum, þar af 13 sinn- um vegna heimilisófriðar. Þá voru fimm ökumenn teknir fyrir grun um meinta ölvun við akstur og umferðaróhöpp urðu jafn mörg. Af óhöppunum voru tvö leyst milli aðila án afskipta lögreglu og í einu tilfellanna var ekið á dreng en hann slapp án teljandi meiðsla. Hið eilífa vandamál varðandi ólögleg fjórhjól kom upp um helgina er hafa þurfti afskipti af slík- um ökutækjum í Hafna- hreppi. Fimmtudagur 7. apríl 1988 Miðbryggjan utan skipulags Bæjarráð Keflavíkur tók fyrirá fundi sínum 22. marser- indi frá Jóhanni Sveinssyni, þar sem hann hvetur bæjar- yfirvöld til aðgerða og lagfær- inga á Miðbryggju (þ.e. sú bryggja sent stendur við Hafn- argötu neðan Kellavíkur hf.). Bókun ráðsins um niáiið varð svohljóðandi: ,,Þar sem staðfest aðalskipulag dags. 7.9. ’83 gerir ekki ráð fyrir að hafnarmannvirki séu staðsett á umræddu svæði, getur bæjar- ráð ekki orðið við umræddri beiðni". DYRAVÖRÐURINN SEM ALDREI SEFUR Á VERÐINUM Þú þarft ekki lengur að taka úr þér hrollinn þegar heim kemur eftir að Stanlev bílskúrshurðaropnarinn er kominn í þjónustu þína. Þú ýtir á senditækið, það kviknar Ijós, bílskúrshurðin opnast og þúekurinn íylinnog stígurþurr- um fótum út úr heitum bílnum þínum. ÞÚ FERÐ BETUR MEÐ BÍLINN ÞINN Á morgnana losnar þú við að skafa ísinn af rúðunum, eða þurrka snjóinn af og bíllinn fer strax í gang. Þetta er ekki sagt út í bláinn, því að reynslan sýnir að það eru ótrúlega /friargir sem nenna ekki að láta bílinn inn í bílskúr ef mikið er fyrir því haft. Opnarinn er samþykktur af Rafmagnseftirliti ríkisins og Radíóeftirliti Landssímans. 1. Sterk og örugg færslubraut. 2. Við uppsetningu er óþarfi að fjarlægja mótorhlífina því að það er hægt að stilla búnaðinn utan frá. 3. Öryggisljós kviknar í hvert sinn er hurðin opnast og lokast, - logar í 31/2 mínútu - slokknar sjálfkrafa. ALLAR STANLEY VÖRUR ERU VIÐURKENNDAR FYRIR GÆÐI. f stanley! Járn & Skip VA/ÍKURBRAUT - SÍMI 11505

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.