Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.1988, Page 9

Víkurfréttir - 07.04.1988, Page 9
\)iKun jUUU Fimmtudagur 7. apríl 1988 9 Sundmiðstöðin: Sex vikum á eftir áætlun Byggingarnel'nd sundmið- stöðvar í Keflavík ræddi um stöðu framkvæmda á lundi sínum 22. mars sl. Þar kom fram að staða verksins þann dag var þannig að búið var að steypa hluta af lofti yfir kjall- ara og verið var að vinna við uppslátt á sundlaugarveggjum en gert var ráð fyrir að steypt yrði í þá um síðustu mánaða- mót. Einnig kom fram að verkið væri u.þ.b. sex vikum á eftir verkáætlun sem gerð var síð- asta sumar. Þá vará fundinum bókuð ítrekun á fyrri sam- þykkt frá 20. jan. 1988: ,,Því Íjóst er að ef ætlunin er aðtaka sundmiðstöðina í notkun um mitt árið I990, verður á næstu vikum að taka ákvörðun um framhald verksins". Kominn tími til að úr sé bætt íbúi við Mávabraut skrifar: Oft hef ég viljað kvarta en aldrei gert, en nú er það orðið tímabært. Við þessa ágætu og grónu götu hafa 2 nýjar byggingar verið í smíðurn. Þessi hús hafa ekki verið girt af. Allskonar slysagildrur hafa þar verið að- gengilegar börnum. Sóða- skapurinn hefur líka verið mikill frá byggingum þessum. Drullusvað í kringum þetta sem að sjálfsögðu dregur börn- in að. Við Mávabraut er leikvöllur sem ætlaður er fyrir börn og hvernig er hann útlits? Spýtur, járn og allskyns drasl er þar úti. Mjög þægilegt ef börnin detta um þetta og naglaspýtur stingast í gegnum allt. Möl, mold og grjót í haugum yfir girðinguna, sem sjálfsagt er öll mölbrotin þar undir, þetta skagar langt inn á leikvöllinn. En nú spyr ég: Hver ætlar að koma inn í húsagarða okkar og hreinsa einangrunarplast sem liggur í smá bútum um allt á lóðum og í innkeyrslum? Þetta myndi ekki líðast ef þetta væri við aðalgötu bæjar- ins. Mérfinnst nú tími kominn til að úr sé bætt og er ég ekki ein unt það. Já, og eitt enn, úr því að ég er farin að kvarta. Oft er talað um hraðahindrunaræði hér í Keflavík, jú þær eru nauðsyn- legar. Hvað með þærgötur þar sem leikvellir eru? Þar sem börn eru alltaf á hlaupum yfir og líka hjólandi. Talað er um að undirskrift allra íbúa götunnar þurfi til að hraðahindrun sésett upp. Mér finnst að þar sem leikvöllur er sé þetta engin spurning, þetta á að vera til staðar, sjálfsagður hlutur, til varnar börnunum. Vel að nterkja, þarna við þessa götu er ekki einu sinni umferðarmerki sem sýnirleik- svæði. Nú skora ég á viðkom- andi aðila að bæta úr þessu. Kaupfélagið gleymir okkur Grindvíkingum Ég er rnjög sárreiður í garð kaupfélagsins fyrir hönd okk- ar Grindvíkinga, eftir lestur fréttar í Víkurfréttum frá aðal- fundi félagsins. Ekki það að fréttaflutningurinn hafi verið slæmur heldur hitt að aðal- fundurinn virðist alveg hafa gleymt tilvist okkar. Þar á ég við úthlutun menn- ingarverðlauna til ýmissa að- ila en engra hér í Grindavík. Þó er nærtækt t.d. I00 ára af- mæli skólakennslunnar og ferð nemenda til vinabæjar Grindavíkur, Penistone. Það rná ekki skilja þetta svo að ég sjái ofsjónum yfir styrkveit- ingurn til nemenda Holta- skóla, þeir eiga þetta alveg skilið, en það eiga grindvískir nemendur líka. Að lokum þetta: ErGrinda- vík ekki líka á félagssvæði kaupfélagsins? Oánægður Grindvíkingur Hringið eða skrifið og leggið orð í belg! Pósthólf 125 eða sími 15717 ^mi^: K NÚER RÉTTI TÍMINN FYRIR o INNI- HURDIRNAR SLÉTTAR HURDIR FULNINGAHURDIR SÉRSMlDAÐAR HURÐIR LANDSINS MESTA ÚRVAL BYGGINGAV0RUR Iðavöllum 7 - Keflavík Sími 14700 tlllil" k TRÉ _\/

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.