Víkurfréttir - 07.04.1988, Síða 16
MÍKUK
16 Fimmtudagur 7. apríl 1988
ATVINNA
Starfskraftur óskast í verslunina Kósý.
Vinnutími frá kl. 1 - 6 og aðra hverja helgi.
Upplýsingar í versluninni.
KÓSÝ
Hafnargötu 6 - Sími 14722
Fríhöfn, Kefla-
víkurflugvelli
óskar eftir starfsfólki til afleysinga ísumar, í
verslun, skrifstofu, lager og við bifreiða-
stjórn (meirapróf).
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Frí-
hafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Aldurstakmark við vinnu í verslun 20 ár.
Umsóknum sé skilað fyrir 13. þessa mán-
aðar.
ATVINNA
Óskum eftir að ráða starfsfólk í rækju-
vinnslu strax. Mikil vinna framundan. Akst-
ur til og frá vinnu.
Upplýsingar í síma 27049.
SKELVER HF., Garði
Lögreglu-
starf
Nokkra lögregluþjóna vantar til sumaraf-
leysinga.
Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögreglu-
þjóni er veitir allar frekari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 1. maí n.k.
Lögreglustjórinn í Keflavík, Grindavík,
Njarðvík og Gullbringusýslu
Starf útibússtjóra
Laust er til umsóknar starf útibússtjóra
umboðsskrifstofu Samvinnutrygginga GT
í Keflavík. Hér er um að ræða starf sem
felur m.a. í sér umsjón með rekstri um-
boðsins og ábyrgð á því.
Allar nánari uppl. veittar áaðalskrifstofu fé-
lagsins hjá starfsmannahaldi, Ármúla 3,
Reykjavík, sími 91-681411.
SAMVINNUTRYGGINGAR GT
Ragnarsbakarí
óskar eftir
'' að ráða
- bakarasvein eða meistara
- aðstoðarfólk við bakstur
- aðstoðarfólk í pökkun
- skrifstofustúlku.
Upplýsingar í síma 12120 hjá Sigurði eða
Guðrúnu.
Ragnarsbakarí
Fiskverkun
Starfskraftur óskast hálfan eða allan dag-
inn. Upplýsingar í síma 15081.
Skrifstofustarf
í Keflavík
Óskum eftir að ráða til starfa nú þegar í
starf skrifstofumanns. Hér er um framtíð-
arstarf að ræða. Krafist er ensku- og vélrit-
unarkunnáttu. Góð laun í boði fyrir hæfan
starfsmann.
Umsóknir leggist inn á skrifstofu Víkur-
frétta fyrir 15. apríl, merkt ,,832“.
Laus staða
Staða rannsóknarmanns hjá Veðurstofu
íslands á Keflavíkurflugvelli er laus til um-
sóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfs-
manna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist samgöngu-
ráðuneytinu fyrir 23. apríl 1988.
Veðurstofa íslands
Skrifstofustarf
Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli óskar
eftir að ráða starfsmann á skrifstofu flug-
vallarstjóra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Áskilin er góð íslensku- og enskukunnátta.
Ennfremur góð vélritunarkunnátta. Æski-
legt er að viðkomandi hafi bifreið til um-
ráða. Umsækjandi þarf að geta hafið störf
sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið, kaup og
kjör, eru veittar á skrifstofu flugvallarstjóra
og skal senda skriflegar umsóknir þang-
að. Umsóknum skal skilað fyrir 16. apríl
1988.
Flugvallarstjórinn á
Keflavíkurflugvelli
jutUt
Fjögur ný
hlutafélög
Hlutafélagaskrá hefur bor-
ist fjórar nýskráningar yfir
fyrirtæki á Suðurnesjum sem
ekki hafa áður verið kynnt hér
í blaðinu. Um er að ræða út-
gerðar-, fiskvinnslu-, verk-
taka- og smásölufyrirtæki,
staðsett í Garði, Keflavík og
Njarðvík.
Skelver h.f., Garði, er fyrir-
tæki á sviði fisk- og rækju-
vinnslu, stofnað af Ottó Þorm-
ar, Sandgerði, og aðilum í
Reykjavík.
Þ. Guðjónsson h.f., Keflavík,
er verktakafyrirtæki í bygg-
ingariðnaði, stofnað af Þór-
halli Guðjónssyni, Steinunni
Þorleifsdóttur, Lárusi Þór-
hallssyni og Guðjóni Þórhalls-
syni, öllum í Keflavík.
H-Borg h.f., Innri-Njarðvík,
er smásölu- og heildsölufyrir-
tæki, stofnað af Antoni Krist-
inssyni, Kristjönu S. Vilhelms-
dóttur, Jens Kristinssyni,
Magneu Garðarsdóttur og
Kristni Antonssyni, öllum í
Njarðvík.
Reykjanes h.f., Gerða-
hreppi, er útgerðar- og fisk-
verkunarfyrirtæki, stofnað af
Hilmari Magnússyni og Oddi
Sæmundssyni, báðum í Kefla-
vík, Magnúsi Guðmundssyni,
Höllu Þórhallsdóttur og Birgi
Guðmundssyni, öllum í Garði.
Fyrirtæki þetta er eigandi að
nýsmíðuðum 9,9 tonna stál-
báti frá Olsen, sem senn verð-
ur sjósettur.
Veð-
heimild
hafnað
Stjórn Iþróttabandalags
Keflavíkur hefur óskað eftir
veðheimild bæjarsjóðs Kefla-
víkur í Hringbraut 108,
Keflavík, þ.e. íþróttavallar-
húsinu. Hefur bæjarráð Kefla-
víkur hafnað erindinu þar sem
þess er getið í gjafabréfi til IBK
að óheimilt sé að veðsetja við-
komandi húseign.
Steinborg
I stað
Steinsmíði
Stofnað hefur verið í Njarð-
vík nýtt verktakafyrirtæki er
ber nafnið Steinborg h.f. og
hefur það yfirtekið rekstur
þann sem Steinsmíði annaðist
áður.
Stofnendur eru Torfi Smári
Traustason, Sigfríður Sigur-
geirsdóttir, Trausti Már
Traustason, Trausti Einars-
son og Erla Kristín Jónsdóttir,
öll til heimilis í Njarðvík.
Lausn á
myndagátu
Annars staðar í blaðinu birt-
ist myndgáta sem unnin er úr
fréttum blaðsins. Lausn gát-
unnar er svohljóðandi: Ung-
ntennafélag Grindavíkur er
gott í körfunni.