Víkurfréttir - 14.04.1988, Side 7
mun
jutU%
Flugvellin-
um lokað
Hert eftirlit hefur nýlega
verið tekið upp í hliðum Kefla-
víkurflugvallar. Kemst nú
enginn inn á völlinn nema
hann geti framvísað fullgildu
vegabréfi (vallarpassa), út-
gefnu af lögreglustjóranum á
Keflavíkurflugvelli.
Er þetta einn liðurinn í að-
skilnaði almennrar flugum-
ferðar og starfsemi varnarliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli. En
með þessum aðskilnaði eru all-
ar íslensku þjónustustofnan-
irnar, sem fólk þurfti að sækja
upp á völl, komnar út fyrir
girðingu, þ.e.a.s. ráðningar-
skrifstofa utanríkisráðuneytis-
ins, Landsbankinn og aðrar
skrifstofur er voru í gömlu
flugstöðinni.
Vertíðin
að mestu
brugðist
Vetrarvertíð hér á Suð-
urnesjum hefur að mestu
brugðist nú annað árið í
röð. j Keflavík telst þaðt.d.
gott ef þrír bátar landa
meira en 10 tonnum eftir
daginn. Helst var það Staf-
nesið sem einhverjum afla
landaði í síðustu viku en
þar var um ufsaafla að
ræða.
Litlu bátarnir hafa þó
margir gert það gott og þá
sérstaklega þeir allra
minnstu. Hefur Auðhumla
boríð þar af en hún hefur,
eins og flestir þeirra litlu,
verið með netin út á ytri
höfninni, út af Vogastapa,
Keflavíkinni eða á Stakks-
firðinum. En á þessum stað
hal'a einnig Hafnfírðingar
og ýmsir aðrir lagt netin sín
síðustu dagana.
Fimmtudagur 14. apríl 1988 7
Finnbogi Björnsson, stjórnarformaður Hitavcitunnar, í ræðupúlti við upphaf aðalfundarins.
Ljósm.: hbb.
Aðalfundur Hitaveitunnar:
Jóhann út - Karl inn
Aðalfundur Hitaveitu Suð-
urnesja var haldinn á Glóðinni
í Keflavík síðasta föstudag.
Var fundurinn mjög vel sóttur
af sveitarstjórnarmönnum, þó
voru engir fulltrúar frá meiri-
hlutum bæjarstjórnarmanna í
Njarðvík og Grindavík, aðeins
minnihlutafulltrúarnir og bæj-
arstjórarnir. Fundarstjóri var
kosinn Stefán Jón Bjarnason,
sveitarstjóri Miðneshrepps, og
fundarritari Eiríkur Alexand-
ersson, framkvæmdastjóri
SSS.
Annars staðar í blaðinu er
getið ýmislegs fréttnæms frá
fundinum en helst bar til tíð-
inda varðandi fundarstörf að
ríkið, sem á 20% í fyrirtækinu
og tvo stjórnarmenn á móti 7
fulltrúum sveitarfélaganna,
breytti um fulltrúa. Iðnaðar-
ráðuneytið skipaði Olaf G.
Einarsson í stað Jóhanns Ein-
varðssonar sem setið hefur í
stjórninni í 9 ár. Varamaður
Olafs er Eiríkur Alexanders-
son. Þá skipaði fjármálaráð-
herra Karl Steinar Guðnason í
•stjórnina í stað Ólafs G., sem
áður hafði verið fulltrúi þess
ráðuneytis. Varamaður Karls
Steinars er Sigurbjörn Björns-
són. Fulltrúar sveitarfélag-
anna sitja allir áfram enda
skipaðir í fyrra til fjögurra ára.
- FATAKAUP VIKUNNAR
Jogging-galli barna, 6-16 .......
Herra jogging-galli, stærðir M-XL ..
Herrajakki, stærðir S-XXL .......
Panther-skór, stærðir 35-41 .....
Herra-nærbuxur ..................
Kven-nærbuxur....................
Telpna-nærbuxur ...........i....
+ telpna-bolur ................
Drengja-nærbuxur ................
+ drengja-bolur .........J..... 149
TILBOÐ VIKUNNAR: -
Ritz-kex .................... 10% afsl.
Kellogg’s korn-flakes ........... 147
Kellogg’s Coco Pops ............. 112
Kiki shampoo ...................... 59
Kiki næring ....................... 99
Man shampoo ....................... 54
Man shampoo ....................... 62
Man shampoo ....................... 61
Man shampoo ....................... 76
Man shampoo, 1 Itr................ 157
Leni WC, 4 rúllur ................. 84
SAMKAUP
1495
2490
1990
595
79
75
75
149
75