Víkurfréttir - 14.04.1988, Page 15
\IÍKUR
jutU*
Fimmtudagur 14. apríl 1988 15
Karl Steinar Guðnason, alþingísmaður:
Kvartar við
útvarpsráð
Karl Steinar Guðnason al-
þingismaður hefur sent útvarps-
ráði athugasemdir, umkvörtun
og tillögu varðandi þjónustu
ríkisútvarpsins á Suðurnesjum.
Er tilefnið m.a. sú lélega frétta-
þjónusta útvarpsins á nýliðinni
Menningarvöku. Fer bréf Karls
Steinars hér á eftir:
Ríkisútvarpið - útvarpsráð,
Efstaleiti 1, Reykjavík.
Ég hefi ákveðið að senda vðurat-
hugasemdir, umkvörtun og tillögu
um þjónustu ríkisútvarpsins við
Suðurnesjamenn.
Kunnugt er sjálfsagt að á Suður-
nesjum búa um 14.500 manns. A því
svæði er fréttaþjónusta i algeru lág-
marki. A Akureyri búa um 14 þús.
manns. Austfjörðum rúml. 13 þús-
und og Vestfjörðum rúntl. 10 þús.
manns. Ríkisútvarpið og sjónvarp
hefur sinnt þessum landshlutum sí-
fellt betur.
Daglega heyrast fréttir að norð-
an. Fréttaþjónusta þaðan cr mjög
góð. A Suðurnesjum hefursamstarf
og samvinna þeirra sveitarfélaga er
þar eru til staðar vaxið mjög á sið-
ustu árum. Hér er sameiginlegur
vinnumarkaður, þjónustufyrirtæki
sveitarfélaganna lúta samciginlcgri
stjórn og á sviði menningar og lista
cru Suðurnesin ein heild.
Hér starfa og fvrirtæki, sem
þjóna öllu landinu. Utgerð og fisk-
vinnsla er þrátt fyrir samdrátt fyrri
ára með því mesta á landinu. Fél-
ags-og íþróttalif erhérfjölskrúðugt
og mitt á meðal byggðanna hér er
eini alþjóðaflugvöllur landsins að
ógleymdri varnarstöð Atlantshafs-
handalagsins.
I Suðurnesjabyggðum gerast
daglega fréttnæmir atburðir, sem
eiga erindi víðar en til Suðurnesja-
manna.
Þróun fjölmiðlunar hér á landi
hefur verið ör síðustu árin. Útvarp
og sjónvarp hafa leitast við að sinna
betur skyldum sínuni við lands-
byggðina. Það hefur sífellt komið
betur í Ijós að málefni hins iðandi
mannlifs, sem þrífst á landsbvggð-
inni á fuilt erindi til allra lands-
manna.
Þrátt fyrir þessa staðrevnd hefur
okkur á Suðurnesjum sífellt meir
sviðið sú staðreynd að ríkisútvarpið
/sjónvarp sinnir alls ekki eða afar
takmarkað sjálfsagðri fréttaþjón-
ustu af Suðurnesjum. Fúslega skal
það þó viðurkennt að gerist eitthvað
neikvætt, svo sem voðaverk eða slys
þá gerir útvarp/sjónvarp undan-
tekningu.
Nú um páskana efndu Suður-
nesjamcnn til mjög veigamikillar
menningarvöku, sem stóð í hálfan
mánuð. Þar var öllu til tjaldað í
menningu og listum fólksins hér
syðra.
Forseti Islands og menntamála-
ráðherra sáu ástæðu til að heiðra
þetta framtak. Þá komu þúsundir
manna til að njóta fjölmargra list-
sýninga, leiksýninga, tónlistar,
bókmcnntakynningar o.fl.
Sjónvarpið sá hinsvegar ekki að
mcnningarvakan væri fréttaefni.
Útvarpið gerði opnunarhátíðinni
skil, - þökk sé Ævari Kjartanssyni.
Ekki skorti á að forráðamenn vök-
unnar reyndu að vekja athygli áður-
greindra fjölntiðla á þessum menn-
ingarviðburði. Undirtektir voru já-
kvæðar og vinsamlegar. Niðurstað-
an varð hinsvegar sú að þetta fram-
tak var gersamlega hundsað.
Ég skrifa þetta bréf til að vekja
athvgli útvarpsráðs á þessum „mis-
tökurn", sem valdið hafa mikilli
gremju hér syðra. Mér er Ijóst að úr
þessu verður ekki bætt. Hinsvegar
má forða því að slíkt endurtaki sig.
Ég skora á útvarpsráð að koma
þvi til leiðar að fréttaþjónusta á
Suðurnesjum verði bætt. Það er til-
laga mín að hér verði staðsettur
fréttamaður er sinni málefnum
Suðurnesja sérstaklega bæði hvað
varðar sjónvarp og útvarp. Þannig
yrðu Suðurnes ekki afskipt svo sem
verið hefur. Ég og vafalaust Suður-
nesjamenn allir telja að mannlif hér
syðra sé engu ómerkara en norðan
heiða a.m.k.ekki svo að menningar-
legir viðburðir séu þagaðir í hel.
Með vinsemd,
Karl Steinar Guðnason
Bílaleigan Geysir:
Verslunar-
mannafélag
Suðurnesja
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Stjórn og trúnaðarmannaráð Verslunar-
mannafélags Suðurnesja hefur ákveðið að
viðhafa-allherjaratkvæðagreiðslu um kjör
stjórnar og trúnaðarmannaráðs fyrirstarfs-
árið 1988. Kosið er um formann, þrjá menn
í stjórn og þrjá til vara, sjö menn ítrúnaðar-
mannaráð og 7 til vara.
Framboðslistum skal skilað til formanns
kjörstjórnar, Þórarins Péturssonar, Fífu-
móa 1b, Njarðvík, eigi síðar en kl. 20,
mánudaginn 18. apríl 1988. Athugið að
öðrum listum en lista stjórnarog trúnaðar-
mannaráðs skulu fylgja meðmæli.
Kjörstjórn
HRUNÐ
Hárgreidslustofa
áður Kópavogi, hefirfluttstarfsemi sína
að Hólmgarði 2, Keflavík og opnar
laugardaginn 16. apríl.
- Verið velkomin. -
Bjarnveig Guðmundsdóttir
hárgreiðslumeistari
Sími 15677
Opnar útibú
í Njarðvík
Bílaleigan Geysir hefur nú
opnað útibú að Holtsgötu 56 í
Njarðvík (við hliðina á Hótel
Kristínu). Er útibú þetta það
níunda á iandsbyggðinni. Um-
boðsmaður hér syðra er Hilm-
ar R. Sölvason.
Hefur fyrirtækið á að skipa
25 tegundum bifreiða en heild-
arfjöldinn er um 130 bifreiðir.
Um er að ræða bifreiðir allt frá
fólksbifreiðum og jeppabif-
reiðum af mörgum gerðum og
upp í 15 manna ferðabíla
(Mini-bus).
Steinsmfði enn
í fullu fjöri
Sú meinlega misritun varð í
síðasta blaði að sagt var að
Steinsmíði h.f. hefði verið
breytt í Steinborg h.f. Hér er
um rangfærslu að ræða sem við
biðjumst velvirðingar á.
Hið rétta eí að Steinverk s.f.
var breytt í Steinborg h.f. Er
Steinsmíði h.f. því fyrirtæki
sem rekið er áfram eins og
hingað til með mikilli reisn í
Njarðvík.
Frá
Teppahreinsun
Suðurnesja
Tökum að okkur almenna teppahreinsun,
hreinsun húsgagna, bílaáklæða, hreingern-
ingar í heimahúsum og stofnunum. Gerum
föst verðtilboð ef óskað er.
Menn með langa reynslu.
Ath.: Nýr eigandi
að Teppahreinsun
Suóurnesja
Hilmar R. Sölvason
Heiðarbrún 4, Keflavík
Skrifstofa: Holtsgötu 56
Njarðvik
Símar: 14143, 15566
Heimasími: 12341