Víkurfréttir - 20.10.1988, Page 2
\>iKun
2 Fimmtudagur 20. október 1988
ítum
Boltinn hjá
Ef sveitarfélögin eru ekki
virk, er vart hægt að ætlast til
þess að þingmennirnir séu það.
Þessi orð komu frá einum af
þingmönnum okkar er blaðið
ræddi við hann um togaramál-
ið. Síðan sagði annar: Hvað
ætlar bæjarstjórn Keflavíkur,
sem á 20% eignarhlut, að gera?
Meðan þetta er ekki ljóst er
vart hægt að ætla að viðgerum
eitthvað, ekki eigum við hlut í
fyrirtækinu.
Þó bæjarstjórnin hafi opin-
berlega a.m.k. ekki haft sam-
band við þingmenn kjördæm-
isins, er vitað um einstaklinga,
s.s. stjórnarmenn í Eldey, sem
hafa haft samband við þá og
lýst yfir áhyggjum með þróun
mála. Aðsögn þingmannanna
er það í skoðun hjá þeim, hvort
hjálpa megi einstaklingum til
að kaupa skipin.
Síðasta föstudag var hald-
inn fundur, sem þeir Jón
Norðfjörð, Þorsteinn Arna-
son og Halldór Ibsen boðuðu
til með þingmönnunum Karli
Steinari Guðnasyni, Matthíasi
Mathiesen og Steingrími Her-
mannssyni. I framhaldi af því
er vitað um að'þingmenn hafi,
sumir hverjir a.m.k., haft sam-
TOGARAMÁLIN:
bæjarstjórninni
band við bæjarstjórnarmenn
og stjórnarmenn Hraðfrysti-
hússins.
Vor þeir sem blaðið ræddi
við á einu máli um að vilja í
lengstu lög sporna við sölu
skipa og kvóta út af svæðinu.
En í þessu máli væri þó erfið-
En þetta mál væri þó erfiðara
viðfangs en oft áður þar sem
ekkert hefði enn heyrst frá
bæjarstjórn Keflavíkur. Því
væri spurningin hvort rétt væri
fyrir þingmenn eða aðra
áhugaaðila að standa í slíkum
málum.
Bergvík og Aðalvik í höfn í Njarðvík. Ljósm.: epj.
Mikil aflaskip
í gegnum árin hafa togar-
ar Hraðfrystihúss Keflavík-
ur verið með aflahæstu ís-
fiskstogurum suðvestan
lands og annar þeirra þó
hærri.
Nóg af kaupendum
Mörgum finnst það furðu-
legt að heimamönnum skuli
ekki hafa verið boðið að
kaupa togara þessa, en vitað
er um all nokkra áhugasama
á Suðurnesjum sem gætu
hugsað sér að bæta við öðr-
um togaranum. Þarna eru
t.a.m. aðilar eins og Eldey,
Sandgerðingar og Grindvík-
ingar.
Öfugu megin
við þilið
Þegar Drangey, sem HK
menn vilja nú fá í skiptum,
var í lengingu í Þýskalandi
varð sú skipasmíðastöð
gjaldþrota og tókst þá
naumlega að ná skipinu aft-
ur út. Var skipið lengt þar
um 6 metra en öfugu megin
við þilið og því kom lenging-
in öll fram í vélarrúminu en
lestin stækkaði ekkert.
Hvar er stefnan?
Eitt af aðalstefnumálum
kratanna í Keflavík fyrir síð-
ustu bæjarstjórnarkosning-
ar var að efla fiskiðnað í bæj-
arfélaginu. Því spyrja menn
nú, eftir að kratarnir fengu
hreinan meirihluta í Kefla-
vík, hvort þetta sé rétt túlk-
un á þeirri stefnu?
Þingmennirnir
Hvar hefði svona verið á
döfinni annars staðar úti á
landi án þess að þingmenn-
irnir væru komnir á fullt í
málið? Þegar hefur einn
þingmanna þeirra Sauð-
krækinga sést koma tvisvar
og skoða togara HK en þing-
menn okkar hafa hvergi sést,
eða eigum við enga? Sumir
þeirra hafa a.m.k. orðið
móðgaðir að til þeirra skuli
hafa verið leitað.
Stöðvum þróunina
Nú þegarhafa20fiskverk-
unarfyrirtæki lokað á nokkr-
um misserum á Suðurnesj-
um, níu skip hafa verið sela
frá Grindavík og til stendur
að selja tvo togara af Suður-
nesjum og fá í staðinn einn
óheppilegan. Því er spurn
hvort ekki sé tími fyrir hina
ýmsu ráðamenn að fara að
rumska?
Harkan sex
Þó lítið hafi farið fyrir
skoðunum ráðamanna fram
að þessu hafa þeir ekki feng-
ið með öllu frið fyrir ötulum
baráttumönnum, sem vilja
halda skipunum innan svæð-
isins. Hafa þegar verið
haldnir fundir um málið vítt
og breytt og þar hefur ekki
gilt önnur regla en harkan
sex. Er nú verið að kanna að
fullu ýmsar leiðir til lausnar
málinu.
Sofandi
bæjarstjórn?
Sefur bæjarstjórn Kefla-
víkur þyrnirósusvefni í tog-
aramálinu? Hvað á annað að
halda eftir síðasta fund
hennar nú á þriðjudag? Eng-
in umræða var um málið og
hvar er sá maður sem, hér áð-
ur fyrr, gagnrýndi einna
mest að Kefiavíkurbær
skyldi kaupa hlut í hrað-
frystihúsinu? Sá er að vísu
sestur eða er að setjast í stól
framkvæmdastjóra HK.
MIÐLARNIR
- aldrei betri!
Föstudagskvöld:
„Við sjáum um
að halda uppi
stanslausu diskófjöri frá kl. 22-
03.“ NONNI og ALLI.
P.S. Þú þarft að vera orðinn 18 ára.
SKEMMTISTAÐUR
- miðla ykkur góðri músik frá 22-03. Nonni sér um
að hleypa þeim í kaffi og þú kemur snyrtilega
klæddur. P.S. Þú verður að vera orðinn 20 ára.
Lífeyrissjóður
Iðnaðarmannafélags Suðurnesja:
Allir hafi
sama rétt
til lífeyris
Á aðalfundi Lífeyrissjóðs
Iðnaðarmannafélags Suður-
nesja, sem haldinn varó. októ-
ber 1988, var gerð svofelld
ályktun, sem send hefur verið
Steingrími Hermannssyni,
forsætisráðherra:
„Aðalfundur Lífeyrissjóðs
Iðnaðarmannafélags Suður-
nesja, haldinn 6. október 1988,
skorar á ríkisstjórnina að beita
sér fyrir því, að allir lands-
menn njóti sama réttar til allra
lífeyrissjóða og tryggingabóta,
sem stofnað hefur verið til eða
kann að verða stofnað til
vegna aðgerða ríkisstjórnar-
innar og Alþingis, þar sem
slíkar bætur eru að miklu og
oft öllu leyti kostaðar af al-
mannafé.
Fundurinn lýsir jafnframt
yfir stuðningi við allsherjar-
lífeyrissjóð fyrir alla lands-
menn og skorar á ríkisstjórn-
ina að hraða framkvæmd þess
máls, því að í áratugi hafa rík-
isstjórnir haft þau mál að
stefnumarkmiði, því brýnt er
að allir landsmenn sitji við
sama borð með tilliti til lífeyr-
issjóðaréttinda.“
Greinargerð:
Á undanförnum árum hefur
Alþingi æ ofan í æ samþykkt
lög og gert samninga, sem hafa
verið flutt og gerð af ríkis-
stjórnum eða fyrir atbeina
þeirra, þar sem vissum félags-
hópum í þjóðfélaginu hafa
verið sköpuð ákveðin forrétt-
indi á sviði lífeyrissjóðsbóta,
almannatrygginga og ýmis
konar annarrar fyrirgreiðslu
af hálfu opinberra aðila. Má
þar m.a. nefna lög um at-
vinnuleysistryggingar og lög
um lán frá Húsnæðisstofnun
m.a. fyrir sjóðsfélaga lífeyris-
sjóða. Aðalfundurinn telur að
ekki komi lengur til greina að
almenningur í landinu eða rík-
issjóður greiði niður vexti hús-
næðislána, að húsnæðisstyrki
verði að leysa með öðrum
hætti. Með tilliti til þess, að
þær lífeyrissjóða- og trygg-
ingabætur og sú fyrirgreiðsla,
sem veitt er með íögum þess-
um er að verulegu leyti kostuð
af almannafé, verður að teljast
afar hæpið að binda hana ein-
göngu við félagsmenn í
ákveðnum samtökum. Fram-
angreindum lögum þarf að
breyta á þann veg, að þau nái
ti! allra landsmanna án tillits
til þess hvort þeir eru félags-
bundnir í einhverjum ákveðn-
um samtökum, eða starfs-
menn ákveðinna stofnana sem
eru kostaðar af almannafé, þar
sem mikill fjöldi manna mun
alltaf búa við þær aðstæður að
eiga þess ekki kost að gerast
starfsmenn eða félagsmenn í
þeim félagssamtökum og eða
stofnunum sem lögin taka nú
til.
Fundurinn telur að stjórn-
völd verði að grípa til aðgerða í
þá átt að allir landsmenn sitji
við sama borð með tilliti til
allra lífeyrissjóðaréttinda. Allt
tal sem hrellir landsmenn með
því að stór hluti lífeyrissjóð-
anna verði gjaldþrota á sama
tíma og aðrar stéttir eigi að fá
verðtryggðar lífeyrissjóðabæt-
ur á kostnað skattgreiðenda í
landinu. Það er álit aðalfund-
arins að slíkt óréttlæti getur
ekki staðist lengur.