Víkurfréttir - 20.10.1988, Page 5
Starfsmenn Olíufélagsins hf. á Keflavíkurflugvelli ásamt forráðamönnum fyrirtækisins og fulltrúum
varnarliðsins.Ljósm.: pket.
Olíufélagið hf. á Kefla-
víkurflugvelli verð-
launað fyrir 20 ára
„tjónlausa" þjðnustu
Olíufélagið h.f. hefur nú
óslitið í rúm 20 ár annast af-
greiðslu á eldsneyti til flugvéla
varnarliðsins og annarra her-
flugvéla á Keflavíkurflugvelli.
Frá þvi að Olíufélagið h.f.
var stofnað 1946 og þar til far-
þegaflug flutti í nýju flugstöð-
ina í apríl 1987 annaðist félagið
einnig eldsneytisafgreiðslu til
allra farþegaflugvéla og ann-
arra flugvéla er fóru um Kefla-
víkurflugvöll.
Á þessu tímabili hafa engin
óhöpp gerst í þessari starf-
semi. Af því tilefni ávarpaði
yfírmaður flotastöðvarinnar á
Keflavíkurflugvelli, Richard
E. Goolsby, kapteinn, starfs-
menn Olíufélagsins h.f. sl.
fimmtudag og afhenti þeim
viðurkenningu fyrir vel unnin
störf.
Stöðvarstjóri Olíufélags-
ins h.f., á Keflavíkurflugvelli
allan þennan tíma, eða í 41 ár,
hefur verið Knútur Höiriis.
Starfsmenn Olíufélagsins
h.f. á Keflavíkurflugvelli eru
nú 32 að tölu og af þeim hafa
13 starfað lengur en 20 ár hjá
félaginu.
Fimmtudagur 20. október 1988 5
Yfirmaður flotastöðvarinnar, Richard E. Godsby, afhendir Knúti
Höiriis stöðvarstjóra, viðurkenningu fyrir vel unnin störf.
Ljósm.: pket.
BÍLASÝNING
LAUGARDAG KL. 10-17 OG SUNNUDAG KL. 13-17.