Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.1988, Side 15

Víkurfréttir - 20.10.1988, Side 15
VlÍKUR juiUt Fimmtudagur 20. október 1988 15 Halldór Már Sverrisson mundar kjuðann. Ljósm.: pket. Opið mánaðarmót í snóker: Halldór Már sigurvegari Halldór Már Sverrisson, 16 ára Keflvíkingur, sigraði á opna mánaðarmótinu í snók- er, sem haldið var á Knatt- borðsstofu Suðurnesja um síðustu helgi. Halldór hafði betur í úrslitaviðureign gegn Björgvini Björgvinssyni, 3:0. Fyrir sigurinn hlaut Halldór 17 þúsund krónur í verðlaun en Björgvin fékk í sinn hlut 10 þúsund. Hörkubarátta varum 3ja sætið en þar sigraði Guð- björn Gunnarsson Jón Olaf Jónsson með þremur vinning- um gegn einum og fékk 7 þús- und krónur fyrir vikið. í 5.-8. sæti lentu þeir Kjartan Már Kjartansson, Grímur Sigfús- son, Þórhallur Garðarsson og Jón Örvar Arason. Þátttakendur voru 34 og var fyrst leikið í fjórum riðlum. Upp úr hverjum riðli komust tveir keppendur sem léku með útsláttarfyrirkomulagi þar til tveir voru eftir. Uppskeruhátíð Víðis: Gfslí Eyjólfsson leikmaður ársins Gísli Eyjólfsson, gamla kempan í Víðisliðinu, var kjör- inn knattspyrnumaður ársins á uppskeruhátíð er Víðismenn héldu í samkomuhúsinu í Garði sl. föstudagskvöld. Gísli Heiðarsson, markvörðurinn knái, varð í öðru sæti og Sæv- ar Leifsson í því þriðja. í öðrum Áokki var Karl Finnbogason körinn leikmað- ur ársins, Hlynur Jóhannsson í öðru og Atli Vilhelmsson í því þriðja. Tómas Guðbjörnsson var besti leikmaður 6. flokks, Guðmundur Unnarsson varð annar og félagarnir Arngrím- ur Ingimundarson og Jóhann- es Sigurðsson urðu báðir í þriðja sæti í kjöri leikmanna. „Strákarnir hafa stutt mig frábærlega' - segir Albert Öskarsson, nýliði hjá IBK Albert Óskarsson, nýliði hjá IBK, hefur komið skemmti- lega á óvart í fyrstu leikjum Flugleiðadeildarinnar, skorað grimmt og átt mjög góða leiki. Albert lék hins vegar ekki mik- ið með ÍBK í yngri flokkunum og má segja að þetta sé í raun fyrsta árið sem hann kemur af alvöru inn í körfuknattleik- inn. En hvernig skyldi það hafa gengið að koma svona seint inn? „Þetta hefur gengið alveg meiriháttar vel og strákarnir í liðinu hafa stutt frábærlega við bakið á mér og þjálfarinn líka. Eg er búinn að leika allt í allt 12 leiki með meistaraflokki ef Reykjanesmótið er talið með og það gengur betur með hverjum leik.“ Albert skorar hér í leiknum gegn KR Hvenær komst þú inn í liðið? „Það var núna eftir síðustu áramót, ’88. Ég byrjaði að dútla með fyrir jól og fékk síð- an smá sénsa á síðasta tíma- bili.“ Hvernig leggst Flugleiða- deildin í þig? „Bara mjög vel. Ég tel að fyrirkomulagið á deildinni geri þetta skemmtilegra bæði fyrir leikmenn og áhorfendur og það kemur til með að reyna mikið á úthaldið. Ég tel að við eigum mikla möguleika á því að komast langt í ár og jafnvel vinna deildina.” Ertu ánægður með Lee Nob- er? á dögunum. Ljósm.: hbb. „Já, hann er mjög góður og tvímælalaust maðurinn sem við þurftum á að halda. Hann er mjög harður og það á vel við mig að vinna undir hans stjórn. Ég hef trú á að hann eigi eftir að gera góða hluti.“ Hvað finnst þér svo um þenn- an leik gegn KR? „Þetta var náttúrulega gíf- urleg keyrsla en eftir fyrri hálf- leikinn var ég aldrei smeykur um að við myndum ekki sigra. Ég hafði ekki trú á að við fær- um að missa þetta niður á síð- ustu mínútunum. KR-ingarnir voru erfiðir og þetta var minn erfiðasti leikur til þessa þó svo að ég hafi reyndar ekki ennþá spilað á móti öllum liðunum sem við komum til með að mæta.“ Hvað með framþaldið? „Við stefnúm að sjálfsögðu að sigri. Ég er mjög ánægður með þetta, það sem af er og við ætlum bara að reyna að halda þessu áfram,“ sagði Albert Óskarsson, sem átt hefur mjög góða leiki riieð ÍBK þar sem af er leiktímabilinu. Rúnar næsti formaður? Rúnar Lúðvíksson, lögreglu- maður, hefur verið orðaður sem næsti formaður í „nýju" knatt- spyrnuráði ÍBK. Samkvæmt heimildum blaðsins mun Rúnar vera tilbúinn að taka starfið að sér með þeim skilyrðum að nýja ráðið byrji á núlli, þ.e. að allar skuldir og kvaðir síðasta ráðs verði hinni nýju óviðkomandi. Blóðtaka hjá ÍBK Það stefnir í meiriháttar blóð- töku hjá 1. deildarliði ÍBK í knattspyrnunni. Garðmennirn- ir Grétar og Daníel Einarssynir eru báðir á leið „til síns heima", þ.e. í Víði, og Ragnar Margeirs- son er mjög líklega á leið til Þýskalands í atvinnumennsku. Þá hefur heyrst að Guðmundur Sighvatsson, Einar Asbjörn Ol- afsson og Oli Þór Magnússon ætli ekki að leika með IBK næsta sumar. Axel með 100 leiki Axel Nikulásson, körfubolta- maðurinn snjalli, lék sinn 100. leik með IBK gegn KR í sl. viku. Leikurinn varð sögulegur fyrir Axel fyrir þær sakir að hann meiddist í byrjun hans og var síðan á bekknum það sem eftir var. Þetta er einn af örfáum leikjum sem Axel hefur ekki skorað stig í en í 100 leikjum hafði hann skorað 1192 stig, tekið 412 vítaskot, hitt 258 sinn- um eða 62,6%. Fyrsti sigur ÍBK Keflvíkingar unnu öruggan sigur á ÍH, 26:15, í 2. deild hand- boltans sl. laugardag í Hafnar- firði. ÍBK hafði mikla yfirburði allan tímann og leiddi 12:6 í leik- hléi. Hafsteinn Ingibergsson var markahæstur ÍBK-manna með9 mörk, Gísli Jóhannsson skoraði 8 mörk. Bíll í verðlaun? Ríkissjónvarpið ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í snókernum. Innan skamms verður stórmót RUV og Gleraugnaverslunarinn- ar í Keflavík haldið á Knattborðs- stofu Suðurnesja, þarsem úrslita- leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu í „íslenska" sjónvarp- inu. Glæsileg verðlaun verða í boði og heyrst hefur að bíll verði í verðlaun fyrir þann sem nær að „breika“ yfir 100 stig. Börkur í baráttunni Börkur Birgisson er í 4ða sæti á stigalistanum eftir tvö stigamót hjá Billiardsambandi Islands. Börkur Ienti í 3ja sæti í öðru en í 5.-8. sæti j hinu. Ef fram fer sem horfir er~ekki langt í að Suður- nesjameiin eignist landsliðsmahn í billiard 1 fyrsta skipti. Billiardinn á uppleið Það er skammt stórra högga á milli hjá Knattborðsstofu Suður- nesja. Mótum hefur verið fjölgað og aðsókn hefur aukist mikið.. og aðsókn hefur aukist mikið. Þann 6. nóvember n.k. verða leik- in 8 manna úrslit í einu af stóru stigamótunum, þar sem allir bestu spilarar landsins etja kappi. Úrslitaleikurinn í því móti fer síð- an fram á Stöð 2 í beinni útsend- ingu. Krakkar fá frítt Enn meira um billiardinn. Knattborðsstofa Suðurnesja hef- ur ákveðið að bjóða krökkum á aldrinum 12-14 ára að spila frítt á laugardögum frá kl. 11-14 í þeim tilgangi að auka áhuga yngri kyn- slóðarinnar á íþróttinni. Heilbrigðisráð- herra í heimsókn Guðmundur Bjarnason kom í heimsókn á Knattborðsstofu Suð- urnesja sl. sunnudag. Þó ekki til að fylgjast með mótinu sem þar var heidur til að Iita á myndir eft- ir hinn fræga listamann, Gunnar Orn, en myndir eftir hann eru til sýnis á billiardstofunni, scm prýðir verk fjölda kunnra lista- manna. Næstu leikir í körfunni í kvöld leika ÍBK og Þór í úr- valsdeildinni í körfuknattleik. Leikurinn fer fram í Keflavik og hefst kl. 20. Njarðvíkingar fá hins vegar sinn gamla félaga, Val Ingimund- arson, og lærisveina í heimsókn á sunnudag í ljónagryfjuna. Þar hefst leikurinn einnig kl. 20.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.